Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR15. APRÍL1986 „Annað ferðalag". Frá vinstri Örn Guðmundsson, Patrick Dadey, Ásta Henriksdóttir, Guðmunda Jóhann- esdóttir og Ásdis Magnúsdóttir. Listviðburður í Þjóðleikhúsinu: Stöðugir ferðalangar _________Ballett Helga Magnúsdóttir Það hefur jafnan verið tilhlökk- unarefni fyrir ballett- og dans- áhugafólk, að sjá ný verk hjá Is- lenska dansflokknum, sér í lagi, þar sem uppfærslur á ári hvetju hafa sjaldan verið fleiri en tvær. Síðara verkefni flokksins á þessu leikári var frumsýnt 6. apríl sl., þrír ballettar eftir ungan og upp- rennandi hollenskan danshöfund, Ed Wubbe. Ætlunin hafði áður verið, að fá Marja Kuusela frá Finnlandi til að setja upp með ís- lensku dönsurunum en þar sem sú áætlun brást, var það fyrir tilstilli Hlífar Svavarsdóttur, sem nú er starfandi í Hollandi, að tókst að fá þennan frábæra danshöfund og stjómanda til liðs við flokkinn. Ed Wubbe er fæddur 1957 og hóf ballettnám seint, eða 18 ára. Hann samdi sitt fyrsta ballettverk árið 1980 fyrir Nederlands Dans Theatre en síðan hefur hvert verkið rekið annað og semur hann nú um 4-5 verk árlega fyrir hina ýmsu dansflokka. Dansstíll Wubbe verður að teljast mjög nútímalegur, þó hann byggi á klassískri tækni, til að ná meiri fullkomnun í dansinum. Togstreita og spenna í mannleg- um samskipum virðist vera þunga- miðjan í efnisuppbyggingu ballett- anna þriggja, sem hér um ræðir. Ákveðin afstaða höfundar til þess- ara þátta kemur skýrt fram í verk- unum þótt með mismunandi blæ- brigðum sé. Fyrsta ballettinn nefnir höfundur „Fjarlægðir" (Afstand), samið 1982. Verkið lýsir eymd og lífs- baráttu kvenna, sem flust hafa til Hollands frá Tyrklandi og Marokkó. í dansinum koma fram hin ömur- legu hlutskipti þessara utangarðs- kvenna í nýju landi, þar sem tregi og söknuður eftir vinum og fjöl- skyldum á heimaslóðum togast á við ofsafengið hatur og umkomu- leysi gagnvart hinum nýju hús- bændum. Danshöfundur fer á kost- um í þessu verki. Hver hreyfing er þaulúthugsuð og speglar á áhrifa- ríkan máta hinn trega en um leið ólgumikla anda, sem hvílir yfír öllu verkinu. Mjög sjaldan, ef nokkum tíma, hefur sést betri og samstilltari túlk- un hjá dönsurunum en einmitt í þessu verki. Fjórir dansarar koma við sögu, þær Birgitta Heide, Helga Bernhard og tvíburasysturnar, Guðrún og Ingibjörg Pálsdætur. Dansa þær allar af sterkri innlifun og mikilli leikni. Erfítt er að gera upp á milli dansara en nefna má þó sterka og eftirminnilega túlkun Helgu Bemhard á hlutverki sínu. Þá féllu búningar og leikmynd ein- staklega vel að verkinu. Tvær stórar blikkplötur á sviðinu vöktu athygli en í þær slógu dansarar af og til í gegn um allt verkið til áhersluauka; snjöll hugmynd og áhrifamikil. Hin tregafulla tónlist frá Marokkó átti vel við en hún var flutt af Samira Ben Said og hljómsveit. Þá er leik- mynd eftir bræðurna Armenio og Marcel Alberts en búningar eftir Heide De Road en hún er yfir- búningahönnuður við Nederlands Dans Theatre. Annað verk kvöldsins, „Tvístíg- andi sinnaskipti", var sérstaklega samið fyrir Islenska dansflokkinn. I upphafi gætti nokkurs óöryggis hjá dönsurum og bar verkið þess lítillega merki að vera nýsamið, í samanburði við hin tvö. Þegar á leið, náðu dansarar þó góðum tök- um á dansinum og túlkuðu á áhrifa- mikinn hátt þau tengsl á milli manna, sem ekki nást nema með samstilltri hugar- og hreyfiorku velþjálfaðra dansara. Að þessu sinni virðist Ed Wubbe öðm fremur beina athygli áhorfenda að þeim tilfínn- ingalegu átökum sem geta átt sér stað á milli kynjanna, þeim óvæntu sveiflum, sem orsakast af hrifnæmi þessara aðila og þeirri þörf að vera sífellt að breyta og reyna eitthvað nýtt. Kyrrð, mýkt og myndrænt yfír- bragð einkenndi hvað helst stíl þessa dansverks. Dansarar vom þær Helena Jóhannesdóttir, sem er orðin mjög sterkur og ömggur dansari og nýtur sín ekki hvað síst í Ijóðrænu verki sem þessu, Katrín Hall, sem er e.t.v. sá dansari sem á hvað auðveldast með að tileinka sér nútímaballett, og Sigrún Guð- mundsdóttir, sem hefur flest það til að bera til að ná langt á frama- brautinni ef vilji og þrautseigja ráða ferðinni. Mótdansarar stúlknanna vom gestimir Patrick Dadey frá Bandaríkjunum, Norio Mamiya frá Japan, báðir búsettir í Hollandi um þessar mundir, og Örn Guðmunds- son. Allir stóðu þeir sig mjög vel og náðu átakalaust fram þeirri stemmningu sem af þeim var kraf- ist. Þá var mikil kyrrð yfir tónlist Arvo Part, laglínan endurtekin í sífellu með mismunandi blæbrigð- um samleiks píanós og fiðlu. Bún- ingar Sigutjóns Jóhannssonar vom einfaldir og fallegir. Þriðji og síðasti ballettinn á efnis- skránni, „Annað Ferðalag" (Anoth- er Joumey), er þróttmikið verk, sem hefur skemmtilegan stíganda. Hraði og snerpa í hreyfingum er mun meira áberandi þáttur í þessu um vandamálum, er dansarar þurftu að hlaupa upp hallandi vegg, sem er hluti af mjög svo myndrænni leikmynd verksins. Er vafalaust nú þegar búið að bæta úr þessu. Ásdís Magnúsdóttir, Ásta Henriksdóttir, Guðmunda Jóhannesdóttir, Lára Stefánsdóttir, Ólafía Bjarnleifsdótt- ir, Patrick Dadey, Norio Mamiya og Örn Guðmundsson bám hitann og þungann af dansinum í þessu verki og stóðu sig öll frábærlega vel. Sérstaklega eftirminnileg er túlkun Ásdísar en hún hélt persónu- sköpun og sterku látbragði hvað best út allt verkið. I lok sýningar stóðu leikhúsgestir upp og hylltu listamennina lengi og innilega. Er það vissulega gleðiefni, að svo vel skyldi til takast að þessu sinni, þar sem íslenski dansflokkur- inn hefur verið misjafnlega heppinn hvað verkefnaval og stjórnendur snertir á liðnum ámm. Það er sér- staklega íhugunarvert fyrir stjórn- endur dansflokksins að í þetta skip- tið, þegar æfingatími er mjög naumur eða tæpur mánuður, skuli árangur geta orðið svo góður sem þessi. Hins vegar hefur stundum ,Fjarlægðir“. Guðrún og Ingibjörg Pálsdætur á flugi. verki en hinum tveimur. Wubbe samdi þennan ballett árið 1985 og líkir hann hér lífinu við ferðalag, allt frá vöggu til grafar. Þá sýnir hann fram á þá þörf manneskjunnar að vera sífellt að byrja á einhveiju nýju, færa sig um set og skipta um sæti, þó markmiðið þurfi ekki endi- lega alltaf að vera ljóst eða til heilla. Leikmyndin þjónar stóm hlut- verki í þessu verki en hún er eftir Hep Von Delft, sem er einn fremsti leikmyndateiknari Hollands og einnig kunnur listmálari. Þá em búningar hannaðir af Heidi De Raad og tónlist eftir bandaríska tónskáldið John McDowell, sem hefur lengi búið í Hollandi og samið mörg verk fyrir ballett. Það er óhætt að fullyrða, að dansarar í þessu verki hafi verið mjög samstilltir og náð fram eftir- minnilegri túlkun. Verkið sjálft kemur mikið á óvart, tónlistin mögnuð og spennan á köflum yfír- þyrmandi. Lítillega bar á tæknileg- áður verið góður tími til æfinga en árangurinn þá alls ekki verið í réttu hlutfalli við það. Margt hlýtur þó að hafa hjálpast ti) þess, að gera sýningu þessa svo góða. Má þar helst til nefna snjallan danshöfund, með stíl, sem virðist henta dönsu- mm'íslenska dansflokksins einkar vel. Einnig virðist stjómunin hafa verið mjög góð því eitt verkið var samið á staðnum og tími naumur til stefnu. Þá má ekki gleyma að j-Ed Wubbe hefur úrvalslistafólk í kring um sig og ber sérstaklega að . nefna meðstjórnandann Ton Wiggers, sem hefur margra ára reynslu í uppfærslum á ballettum. Er það skoðun undirritaðrar, að með þessari sýningu sýni Islenski dansflokkurinn það og sanni, að hann geti tekist á við erfið og krefjandi verkefni og standi rétti- lega undir nafni sem atvinnuflokk- ur. Þökk sé listafólkinu fýrir frá- bæra sýningu. Heimsmeistarakeppnin í rallakstri: Þriðji sigur Toyota í röð Að loknum rúmlega 4000 km akstrí náði Toyota fyrsta og öðru sæti í Safari-rallinu í Afríku. Sigurvegarinn Waldegard sést hér KONUNGUR óbyggðanna, Svínn Björn Waldegard, tryggði Toy- ota sigur í Safari-rallinu þriðja árið í röð. Ók hann Toyota Celica Twincam Turbo og hélt forystu frá byrjun til enda. Landi hans, Lars Erik Thorp, ók samskonar bíl og náði öðru sæti á undan Finnanum Marrku Alén á Lancia. Náði Lancia þar dýrmætum stig- um í baráttunni um heimsmeist- aratitil framleiðenda. Það er draumur rallökumanns að vinna Safari-rallið, lengstu og erfíðustu rallkeppni heims. Ekið er um þungfæra eða hraða vegi í miklum hita. Síðan geta regnskúrir gjörbreytt aðstæðum á nokkrum tímum þannig að leiðimar verða nánast ófærar en áfram beijast ökumennimir. En þeir eru ekki einir síns liðs. Toyota hafði 70 manna starfslið í Afríku, viðgerðarmenn og aðstoðarmenn, flutningabílar og bílar til æfinga voru til staðar ásamt tveimur þyrlum og flugvél sem notuð var sem fjarskiptamiðstöð. Á tímabili leit út fyrir að Toyota næði fyrstu þremur sætunum en bíll Þjóðveijans Erwins Weber bilaði á lokasprettinum og hann varð fjórði. Ökumenn Peugeot og Lancia áttu ekki náðuga daga vegna sí- felldra biíana. Alén á Lancia átti strax í vandræðum með rafkerfíð, datt niður í 17. sæti en vann sig þeysa hjá hópi innfæddra. upp í það þriðja með hörkuakstri. Vic Preston, sem hafði æft sig í ijóra mánuði, ók út af eftir að hafa misreiknað beygju. Hann hafði ekið beygjuna 140 sinnum á æfíngu! Peugeot 205 Turbo Juha Kannkun- en og samskonar bíll Shekhar Mehta áttu sér aldrei viðreisnar von. Bilanir piöguðu þá alla keppn- ina. Kannkunen varð fímmti en Mehta áttundi. Á milli þeirra komu Mike Kirkland og Frank Tundo, báðir á lítið breyttum fjórhjóladrifn- um Subaru Turbo. Lokastaðan: Waldegard 5,06 klukkustundir í refsingu, Lars Erik Morgunblaðið/Martin Holmes Þrettándi sigur Waldegard sem er liðlega fertugur og enn f fullu fjöri. 5,34, Alén 6,12, Weber 6,20, Kannkunen 7,12. Staðan í heims- meistarakeppni ökumanna: Kankk- unen 37 stig, Alén 27, Toivonen, Mouthino og Waldegard 20. Fram- leiðendur: Lancia 51 stig, Peugeot 47, Audi 29, Toyota 20, Volks- wagen 19. — G.R.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.