Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 30
MORGJJNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 "■‘:rr "vr *. •: : ;.n ~.c!r* /*rtt«;Kir‘iT CIA veitti fé til Contra-skæruliða Washington. AP. HAFT er eftir starfsmönnum Bandaríkjastjórnar að banda- ríska leyniþjónustan CIA, sem bannað er að veita „Contra“ skæruliðum í Nicaragua hernað- araðstoð, hafi leynilega látið skæruliðanna fá nokkrar milljón- ir dollara á síðasta ári. Sögðu embættismennimir að féð hefði runnið til hinnar pólitísku hreyfingar skæruliðanna, Samein- uðu andspymuhreyfíngarinnar í ítalskt vín: Metanól finnst í 300 víntegundum B«rn, Kaupmannahöfn. AP. Heilbrigðisráðuneyti Sviss aflétti í gær viðvörunum, sem gefnar Kosningar í Súdan: Mjótt milli hefð- bundinna f lokka Khartoum. AP. FYRSTU tölur er birtar voru í þingkosningunum í Súdan í gær bentu til þess að mjótt yrði á munum milli tveggja hefðbundnu flokkanna eins og búist hafði verið við. Aftur á móti var ljóst að strangtrúarflokkur múham- eðstrúarmanna myndi gjalda mikið afhroð í þessum fyrstu þingkosningum í landinu í átján ár. Hassan Turabi, leiðtogi Þjóðemis- fylkingar múhameðstrúarmanna, missti þingsæti sitt í höfuðborginni Khartoum vegna þess að hinir flokk- amir fimm drógu frambjóðendur sína til baka og fylktu liði um Hassan Shibu, frambjóðanda Sameinaðra lýðræðissinna. Ekki er ljóst hvaða afleiðingar ósigur Turabis hefur fyrir flokk hans á þinginu, sem stofnað var til að binda enda á sautján ára herfor- ingjastjóm í Súdan. Stjómmálaskýr- endur bjuggust margir við því fyrir kosningamar að Þjóðemisfylkingin fengi nægt fylgi til að komast í stjóm með öðrum aðilum næstu ríkisstjóm- ar. Kosningamar stóðu í tólf daga og lauk þeim á laugardag. Ekki er búist við endanlegum úrslitum fyrr en í lok vikunnar. höfðu verið út við neyzlu ítalskra vína. Ráðuneytið leggst ekki leng- ur gegn neyzlu ítalskra vína, sem keypt eru í verzlunum, en varar Svisslendinga við að kaupa vin á Italíu og taka með sér heim. Metanól fannst í sendingu af ít- ölsku víni í vínbúð í Árósum í gær og var það umsvifalaust fjarlægt úr verzluninni. Eitrið, sem valdið getur blindu og jafnvel dauða, uppgötvað- ist við rannsókn á vegum innflytj- enda vínsins. Rannsókn á Ítalíu hefur leitt í ljós metanól í 300 ítölskum víntegund- um. Metanólið reyndist ofar viðun- andi mörkum. Alls eru 20.466 vín- framleiðendur á Ítalíu. Vínhneysklið hefur kostað 22 ítali lífið og 20 menn eru í sjúkrahúsi með einkenni veikinnar. Nicaragua, til þess að borga foringj- um og stuðningsmönnum skæmlið- anna til að opna skrifstofur í Evrópu og rómönsku Ameríku og fjár- magna ferðir til að leita stuðnings erlendis. Féð var tekið af heildaifyárveit- ingu ríkisins til CIA. Ronald Reag- an, forseti, og William J. Casey, yfírmaður CLA, ráða hvemig fénu er varið og hafa rétt til að fara leynt með. CIA verður að láta tvær þingnefndir um málefni leyniþjón- ustunnar vita af slíkum Qárfram- lögum og var það gert. Embættismennimir sögðu að CIA hefði sagt þessi fjárframlög renna til pólitískra verkefna og hafí þau numið nokkmm milljónum dollara. Þessi fjárframlög gera CLA kleift að beita áhrifum meðal „Contranna", þrátt fyrir að Banda- ríkjaþing hafí bannað leyniþjón- ustunni að eyða fé til beins eða óbeins stuðnings við aðgerðir gegn Sandinistastjóminni í Nicaragua, hvort sem þær væm hemaðarlegs eða pólitísks eðlis, frá október 1984 fram í endaðan september 1985. Þessi fjárhagsaðstoð frá CIA nær ekki yfir þær 27 milljónir dollara, sem þingið samþykkti að veita skæmliðum í Nicaragua á síðasta ári. Kathy Pherson, talsmaður CLA, neitaði að segja nokkuð um þetta mál utan hvað höft þingsins hefðu ekki verið rofín. Eldfla ugartrjóna TRJÓNA hægri hliðarfiaugar geimferjunnar Challcnger náðist upp af hafsbotni undan Flórídaskaga á dögunum. Talið er að bilun í hjálparflauginni hafi leitt til Challengerslyssins. Starfs- maður bandarísku flugslysanefndarinnar (NTSB) er fyrir fram- an flaugaroddinn og skráir niður athugasemdir sinar. Indland: Pílagrímar troðnir undir við Gangesfliót Nýju Delhí. AP. ^ N#u Delhí. AP FJORUTÍU og sex manns tróðust undir og biðu bana í miklum þrengslum f röðum pílagríma, sem ætluðu að baða sig í hinu heilaga Gangesfljóti i gær. Þijá- tfu og níu manns slösuðust. Margar milljónir manna flykktust til borgarinnar Hardwar á bökkum Gangesar til þess að baða sig í ánni. Þessi athöfn er hápunktur Khumbh Mela, trúarhátíðar hindúa, sem hald- in er á tólf ára fresti. Að fréttastofu Indlands varð slys- ið er lögregla reyndi að halda aftur af mannfjöldanum nærri brú er ligg- ur að Har-Ki Pauri, eða þrepum gfuðs, sem er helgasti baðstaðurinn. Settur hafði verið upp tálmi og brast ísraelar spá sér gengi í Eurovision „Gillon-formúlunni fylgt“ sagði poppskrifari Jerusalem Post „Ég er reiðubúinn að veðja við hvem sem er, að möguleikar okkar á þvi að sigra i Eurovision-keppninni f ár em vemlega miklir," segir Philip Gillion poppsérfræðingur Jemsalem Post í grein sem birtist í blaðinu fyrir nokkm. „Meginástæðan fyrir þvi að ég þori að taka heilmikið upp í mig er að vinningslagið Yavo Yom — Sjá dagur kemur — eftir Motti Giladi var eina lagið í undanúrslitunum hér sem var samviskusamlega samið samkvæmt Gillon-formúlunni. Eins og allir vita unnum við söngvakeppnina tvívegis með því að þessari formúlu var fylgt út í hörgul — með lögunum Halelujah og A-ba-ni-bi. Það er að vísu misskilningur að mgla sigri i þessari keppni saman við það að komast á tindinn sem popp-kóngur/drottning, þaðan af síður getum við gengið út frá því vísu að sigurlagið komist á topp-20 og í þriðja lagi er ekki bókað að milljón plötur seljist af verðlaunalaginu. Þessi keppni er öli upp á meðal- mennskuna og höfðar einkum til þeirra, sem gera takmarkaðar og einhliða kröfur til dægurlaga. Hljóðfallið verður að vera hæfileg blanda af poppi-rokki og diskó og nauðsynlegt er að útsetning bjóði upp á eins mikinn hávaða og hægt er. Þá verður textinn að vera staðlaður og snúast um ást- ina, og hann verður að vera þann- ig úr garði gerður, að ekki skiptir öllu máli hvort sungið er á ensku, hebresku eða zulumáli. Níutíu og níu dægurlagatexta sem hafa verið skrifaðir síðan Adam beit í eplið hafa snúist um ástina og textahöfundar í Eurovi- sion hafa ekki farið inn á nýjar brautir í þeim efnum." Philip Gillon heldur áfram: „Þegar höfundar er að semja lag sem á að fara í Eurovision verður að hafa ýmislegt í huga. Meðal annars að dómaramir eru ekki á staðnum, heldur dreifðir út um víðan völl. Auk þess eru dómar- amir á hveijum stað einnig valdir með athyglisverðar forsendur í huga: Þeir mega ekki vera of gamlir og ekki of ungir. Þeir verða að standa í þeirri sælutrú að þeir hafí vit á þessari tegund „tónlist- ar“ og þeir verða að vera sann- færðir um að áhorfendur séu dús við dóma þeirra. Þeir em úr ákveðnum hópi þjóðfélagsins á hveijum stað: fólk sem enn telur að það sé ungt í anda og njóti ákveðinnar virðingar og trausts popparanna hver á sínu heimili. Fyrir þessa dómnefnd sem er sem sagt með svipað fólk á hveijum stað — er því höfundur að gera Iagið sitt og þetta verður hann endilega að hafa í huga. Þá er komið að textanum, en eins og allir vita er Eurovision keppnin þannig samansett að aðeins einn fulltrúi sýnir þá skyn- semi að syngja á hebresku, en hinir raula á framandlegum tung- um eins og ensku, frönsku, þýzku, sænsku, grísku og tyrknesku, svo að nokkur séu nefnd. Að vísu fá dómnefndimar í hendur þýðingu á textanum, en það er náttúrlega mjög erfitt að gera hvort tveggja í senn, fylgjast með söngvaranum, nema lagið og meðtaka boðskap textans. Þess vegna leystu ísraelar þennan vanda á klókindalegan hátt og með afbragðs góðum árangri þegar þeir fluttu vinnings- lög sín. Hvergi þarf að þýða Hallelujah sem var nánast inn- blásinn texti og síðar var dóm- nefndinni sagt að A-Ba-Ni-Bi væri stafrófssöngur bams og hún varð alveg himinlifandi. Þótt text- inn við „Sjá dagur kemur" sé ívið flóknari en þessir tveir er óhætt að spá lagi og texta farsæld og stundarframa í Björgvin eftir nokkrar vikur," segir poppskrif- fínnurinn Philip Gillon að lokum. hann undan þrýstingi mannfjöldans. „Lögreglan lét stafí sína dynja á okkur þrátt fyrir að við segðumst vera að kafna," sagði maður frá Kalkútta. „Við sögðum: „hleypið okkur áfram annars deyjum við,“ og þá skyndilega var tálminn tek- inn.“ Fjölskyldur tveggja, sem létust hafa þegar lagt fram kæm á hendur lögreglu fyrir að standa sig ekki í starfí og missa stjóm á pílagrímun- um. K.C. Banga, formaður samtaka sjálfboðaliða, kvaðst hafa varað lögregluna við hálftíma áður en troðningurinn varð slíkur að menn urðu undir, að kalla þyrfti út varalið vegna þess að lögreglan væri að missa stjóm á múgnum. Hann kvað aðeins tuttugu lög- reglumenn hafa verið á staðnum og þeir hefðu horft hjálparlavsir á þegar þúsundir manna féllu hver um ann- an. Flytjendur „Sjá dagur kemur“ frá Jsrael í Eurovision. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.