Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 64
Tveir átta ára drengir drukkn- uðu í Borgarfirði TVEIR átta ára gamlir drengir úr Borgamesi drukknuðu í Borgarfírði á laugardag. Talið er að þeir hafí verið að leika sér á kubbi úr einangrunarplasti í fjörunni en borist út fjörðinn með vindi og straumum og fallið af flekanum. Drengimir hétu Bjarki Ólafsson og Vilberg Órvar Egilsson. Að sögn Rúnars Guðjónssonar Að sögn Rúnars er talið að dreng- sýslumanns í Borgamesi fóru drengimir að heiman frá sér fyrir klukkan níu á laugardagsmorgun- inn. Þeir skiluðu sér ekki heim og var farið að grennslast fyrir um þá í bænum eftir hádegið og þegar það bar ekki árangur var hafin skipuleg leit. Sameiginleg björgunarsveitaæfing var í hérað- inu og vom sveitimar kallaðar út auk þess sem flugmenn tveggja lítilla flugvéla í héraðinu voru fengnir til leitar á flugvélum sín- um. Eftir klukkan 17 fundust drengimir látnir f Borgarfirði fyrir utan Borgarvog, um 2 kílómetrum vestan við Borgames. Enginn er til frásagnar um slysið. Skammt frá drengjunum fannst einangrunarplastkubbur. imir hafi verið að leika sér í fjör- unni við íþróttahúsið og notað plastið sem fleka, en lent í út- fallinu um morguninn, borist með vindi og straumum frá landi og út fjörðinn ogfallið af flekanum. Bjarki Olafsson var fæddur 8. janúar 1978 og átti heima á Borgarbraut 34 í Borgamesi. Hann var ásamt tvíburabróður sfnum jmgstur fjögurra bama Jóhönnu Þórðardóttur og Ólafs Axelssonar trésmíðameistara. Vilberg Örvar Egilsson var fæddur 18. mars 1978 og átti heima á Þorsteinsgötu 5 í Borgar- nesi. Hann var næst yngstur af fimm bömum Jónínu Báru Óskarsdóttur og Egils Pálssonar bifreiðarstjóra. Bjarki Ólafsson Vilberg Órvar Egilsson \\ . ...— ' ... 1-r- Morgunblaðið/Úlfar. Norski rækjutogarinn á Pollinum á Isafírði f gærkvöldi. Togarinn Hafþór og hafnsögubátur undirbúa að draga norska skipið af strandstað. ísafjörður: Norskur rækjutogari strandar í höfninni faafirðL RÆKJUTOGARINN Ole Nordgárd frá Tromsö f Noregi strandaði f ísafjarðarhöfn skömmu fyrir klukkan 21.00 í gærkvöldi. Liklegt er að þrengsli í höfninni og mikil djúprista skipsins séu heistu orsakavaldar, þvf reyndur hafnsögumaður var umborð. Nánari tildrög vom þau að togar- inn, sem lá utan á togaranum Hafþóri við norðurenda hafskipa- kantsins, var að leggja frá og ætlaði Hafþór að halda út strax á eftir. En í beygjunni sem þarf að taka til að komast út lenti norski togar- inn aðeins of vestarlega og tók niðri syðst á Torfnesrifi. Nokkur halli kom að skipinu, en þama er leirbotn svo ekki er talið að skemmdir hafí orðið. Með aðstoð hafnsögubátsins var komið togvírum yfír í Hafþór, sem þrátt fyrir þrengslin tókst að ná strandaða togaranum út. Þá hafði annar togvírinn lent í skrúfu Haf- þórs. Láðlega einni og hálfri klukku- stund eftir strandið losnaði skipið af rifinu. Þegar Morgunblaðið fregnaði síðast í gærkvöldi voru bæði skipin komin að bryggju. Ekki er búist við teljandi skemdum en kafari átti að skoða botn og skrúfubúnað. -Úlfar íslenskir aðalverktakar og vamarliðið: Samið um 1,5 milljarða framkvæmdir í Helgnvík Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 1986 LENSKIR aðalverktakar og vamarliðið hafa gert með sér samning um verklegar fram- kvæmdir í Helguvík. Samningur- inn hljóðar upp á 35 miiyónir dollara eða um tæpan 1,5 milljarð íslenskra króna. Samningurinn gerir ráð fyrir að íslenskir aðalverktakar annist allar verklegar framkvæmdir við gerð olíuhafnar í Helguvík, þar á meðal gerð bryggju og viðlegukants ásamt olfuleiðslum og tilheyrandi bygging- um. Að sögn Gunnars Þ. Gunnars- ^mar, forstjóra íslenskra aðalverk- Taka, er gert ráð fyrir að verkinu ljúki seint á árinu 1988. Hann sagði að undirbúningur að framkvæmd- um væri nú þegar hafinn. Verið væri að undirbúa aðstöðu á staðn- um og kvaðst Gunnar gera ráð fyrir að framkvæmdir við dýpkun hafn- arinnar gætu hafist í þessari viku. Að sögn Gunnars liggur ekki endanlega fyrir hversu mikill hluti verksins verður unninn á þessu ári, en byijað verður á að dýpka höfnina eins og áður segir. Síðan er gert ráð fyrir að hafist verði handa við grjótsprengingar og gijótflutning f viðlegugarðinn. Næsta sumar er svo gert ráð fyrir að steypa fimm stór ker undir bryggju. Gunnar sagði að verkið yrði unnið að verulegu leyti af undirverktökum og hefði verið ákveðið að reyna samninga við fyrirtækið Núp hf., sem unnið hefði byijunarframkvæmdir við sprengingar á siðastliðnu sumri. Kostnaður við framkvæmdir f Helguvík er að öllu leyti greiddur af Atlantshafsbandalaginu. Samdráttur hjá verkstæðum FRÁ ÞVÍ tollar voru lækkaðir á bílum eftir undirskrift siðustu kjarasamninga hafa verkefni þeirra sem vinna við bílaviðgerð- ir minnkað verulega, að sögn Jónasar Þórs Steinarssonar framkvæmdastjóra Bílgreina sambandsins. Samdrátturinn er mest áberandi i réttingum og bílasprautun. Jónas Þór sagði að eftir lækkun tolla á nýjum bílum væri varahluta- verðið orðið óhagstætt, enda væru aðflutningsgjöld á þeim ennþá tæp 70%. Við þetta lækkar aldur þeirra bíla sem menn létu gera við. Hann sagði að sjálfsagt væri eitthvað til af gömlum bflum sem væru orðnir það lélegir að þeim mætti leggja en þarna yrði að vera eitthvert meðalhóf þannig að það borgaði sig fyrir menn að láta gera við þá bfla sem hagkvæmt væri að halda í til að sóa ekki verðmætum. Því hefði Bflgreinasambandið verið að leita eftir lagfæringu á1 varahlutaverð- inu, það er að fá tollana lækkaða til samræmis við aðflutningsgjöld á bflum. Jónas nefndi það einnig í þessu sambandi að þegar sala á varahlut- um minnkaði yrði það sífellt erfið- ara fyrir umboðin að liggja með hluti sem seldust hægt og gætu þau síður veitt þá þjónustu sem ætlast væri til. Rússnesku sjómenn- imir skildu ekki fyrir- mælin SOVÉSKUR togari, sem staddur var suð-vestur af Reykjanesi, sendi í gær beiðni til Landhelgisgæsl- unnar um aðstoð við að koma sjúkum skipveija undir læknishendur. Þyrla Landhelgisgæslunnar varð hins vegar frá að hverfa þegar til kom í gærkvöldi. Enginn um borð virtist skilja nægjanlega mikið í ensku til að geta farið að fyrirmælum um hvernig ætti að koma manninum um borð í þyrluna. Upphaflega komu boð frá togaranum um miðjan dag í gær, þar sem tilkynnt var um sjúkan mann um borð. Mátti þá skilja á boðunum að togar- inn myndi sjálfur sigla með manninn til hafnar. Um klukk- an 21.00 í gærkvöldi var svo beðið um aðstoð Landhelgis- gæslunnar, sem ekki kom þó að notum eins og fyrr greinir. Varnarliðið á Keflavíkurflug- velli víir þá beðið um að koma skipinu til aðstoðar, en liðið hefiir á sínum snærum rússn- eskumælandi menn. Er Morg- unblaðið fregnaði síðast, laust eftir miðnætti í gærkvöldi, voru vélar frá bandaríska hernum á leið út að sovéska togaranum með túlk innan- borðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.