Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIPjyDAGUR 15. APRÍL1986 á úrslitunum, eða eins og einn sagði: „Sigurður er betri vaxtar- ræktarmaður, en ég hefði samt valið Jón Pál í þessari keppni." Fór mikill óánægjukliður um áhorfenda- salinn enda Jón Páll heimamaður. Er ekki ólíklegt að bæjarrígur hafi haft áhrif á einhveija þeirra. í hnotskum þótti dómumm Sigurður hafa betra samræmi milli líkams- hluta, en Jón Páll, sem heillaði flesta uppúr skónum með mjög líf- legri framkomu. „Að mínu mati fannst mér Sig- urður hafa betri hlutföll, sérstak- lega hafði hann betri lærvöðva. Ef Jón Páll væri meiri á löppunum væri hann í heimsklassa. Bæði Sigurður og Jón Páll vom í góðu formi, þannig hefði raunvemlega getað farið á hvom veginn sem er, þetta er alltaf matsatriði,“ sagði Finnbogi Helgason yfirdómari mótsins. Hann dæmdi ekki sjálfur en reiknaði ásamt dómritumm út úrslit keppninnar. Önnur úrslit ollu ekki viðlíka deilum. Keppni í unglingaflokki var sérstaklega lífleg og ijölmenn. I þeim léttari vann Björn Broddason frá Akureyri, en varð síðan að lúta í lægra haldi fyrir sigurvegara þyngri flokksins, Júlíusi Guðmunds- syni, þegar valinn var Islandsmeist- ari yfir heildina í unglingaflokki. Rósa Olafsdóttir vann léttari kvennaflokkinn og Marta Unnars- dóttir þann þyngri, valið um heild- arsigurvegara kvenna varð því á milli þeirra og hafði Marta betur. Var erfítt að dæma um kvennasig- urvegara vegna mikils þyngdar- munar á Mörtu og Rósu. Gestur Helgason þótti hafa tekið miklum framfömm frá fyrra ári, vann undir 80 kg flokkinn, Magnús Oskarsson varð annar og Gary Randolph þriðji. Margir Bandaríkja- menn frá varnarliðjnu í Keflavík tóku þátt í mótinu. í 90 kg flokkn- um náði Kenneth Horton öðm sæti á eftir Sigurði Gestssyni og Michael Oliveri varð þriðji. Kraftakarlinn Karl Elísson vann 70 kg flokkinn og tók áhorfendur með trompi, Sævar Símonarson varð annar og Ólafur Birgisson þriðji. Hvor er betri? Um þetta var mikið deilt á vaxtarræktarmótinu og verður sjálfsagt næstu daga. Dómur- um mótsins þótti Sigurður hafa betra samræmi milli líkamshluta. íslandsmótið í vaxtarrækt: Hart deilt um úr- slit í karlaflokki SJÁLFSAGT hefði íslandsmeist- ari karla í vaxtarrækt, Akur- eyringurinn Sigurður Gestsson, viljað sigra undir öðrum kring- umstæðum en voru í Broadway á sunnudagskvöld. Eftir að úrslit höfðu verið tilkynnt var urgur í mönnum og sumum hitnaði mikið í hamsi. Þótti mörgum Jón Páll betur að titlinum kominn. Skyggði þetta talsvert á annars g°tt Islandsmót vaxtar- ræktarmanna, en þrjátíu kepp- endur mættu til leiks. Lokaúrslitin komu vissulega mörgum á óvart. Þeir vaxtarrækt- armenn sem blaðamaður spjallaði við strax eftir keppni voru dolfallnir CITIZEN reiknivélarnar eru liprar, skemmtilegar, fljótvirkar og ódýrar. Þær eru nýtískulega hannaðar, öruggar og aðgengilegar, með stóru og skýru Ijósaborði, pappírsstrimli, góðum prenthraða og öllu því öðru sem prýðir góða 1 reiknivél. Þess vegna finnurðu CITIZEN reiknivélar í íslenskum bönkum, íslenskum stórfyrirtækjum, íslenskum smáfyrirtækjum og á íslenskum heimilum. CITIZEN CX-100... KR.4.980 CITIZEN 220 DP .. KR. 6.380 CITIZEN 320 DP .. KR. 8.310 Verð miöast viö gengi 2. apríl 1986. Hverfisaötu 33 - Sími 91 -20560 Helstu söluaöílar: Bókaversl. JónasarTómassonar ísafirði • Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Húsavík • Bókval Akureyri • E.Th.Mathiesen Hafnarfiröi • Fjölritun s.f. Egilsstöðum • Kaupfél. Árnesinga h.f. Selfossi • Kjarni Vestmannaeyjum • Penninn Hallarmúla ifíSa SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. „Stór stund að vinna Jón Pál“ — sagði Sigurður Gestsson Islandsmeistari annað árið í röð „EG VAR mjög ánægður með úrslitin, fannst ég eiga þetta skilið. Það er nú bara þannig að mönnum finnst að stór maður eigi að vinna litinn mann. Það er bara ekki málið í vaxtarrækt- inni,“ sagði íslandsmeistari karla, Sigurður Gestsson, í sam- tali við Morgunblaðið. „Jón Páll gerði vissulega krafta- verk á skömmum tíma, en eins og sagði fyrir keppni þá er ekki málið að vera stór og mikill heldur þurfa hlutföll og skurður að vera í góðu lagi. Fyrir mér var stór stund að vinna Jón Pál, annar eins harðjaxl og hann þekkist varla. Ég er búinn að vinna hart að þessu og er nú orðinn langþreyttur, vil fara að vinna að fjölskyldumálum. Mótið var gott og mér fannst menn móts- ins vera Einar Guðmann og Gestur Helgason, burtséð frá öllum titl- um,“ sagði Sigurður. „Hvorki svekktur né sár“ — segir Jón Páll „ÉG ER hvorki svekktur né sár og óska Sigurði tii hamingju með titilinn. Ég átti hins vegar allt eins von á því að vinna. Ég var með meiri vöðvamassa og vöðv- arnir sáust betur,“ sagði Jón Páll Sigmarsson í samtali við Morgun- blaðið. „Úrslit eru úrslit og dómararnir dæma. Það er ekki hægt að breyta því. Ég náði að koma mér í gott form á þessum stutta tíma sem ég hafði til undirbúnings,“ sagði Jón Páll. Þjálfari hans, Finnur Karlsson, vildi hins vegar taka dýpra í árinni og sagði: „Ég tel þetta hreint út sagt hneyksli. í einni æðstu keppni vaxtarræktarmanna, Mr. Olympia, er sigurvegarinn Lee Haney. Hann er 106 kg að þyngd, Jón Páll er 117 kg og allur þakinn vöðvum og þykir gjaldgengur í þá keppni að mati vaxtarræktarmanna hérlendis. En þegar hann keppir í Islandsmóti þykir hann ekki verður íslands- meistari! Það er alveg út í hött og óskiljanlegt," sagði Finnur. „Mér finnst illa farið með góðan dreng og veit að vaxtarræktarfólki almennt ofbauð það sem gerðist. Ég tel að þetta sé nokkurs konar aðför að Jóni Páli, þar sem hann hefur æft á stöðvum sem ekki eru innan sambands vaxtarræktarmanna. Það voru þrír Akureyringar í dóm- nefnd og tveir Reykvíkingar og mér fannst Gestur Helgason frekar átt að eiga við Jón Pál um heildarsigur- vegara en Sigurður. Síðan var for- keppnin skemmd fyrir Valbirni Jónssyni með því að láta Jón Pál sýna um leið. Jón Páll hafði komið inn á fyrir mistök og voru þau ekki leiðrétt. Mér finnst Jón Páll hafa verið leiksoppur á þessu móti,“ sagði Finnur. Texti og myndir: Gunnlaugur Rögnvaldsson Cterkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiðill! JJIirr^mMahifo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.