Morgunblaðið - 15.04.1986, Síða 46

Morgunblaðið - 15.04.1986, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 46 Hárgreiðslu- og snyrtistofan Mensý opnuð á Selfossi. NÝ hárgreiðslu- og snyrtistofa var opnuð á Selfossi 29. mars sl. «^ið Austurvegi 22. Stofan ber nafnið Mensý og fyrir henni standa Sólveig Hallgrímsdóttir hárgreiðslukona og Jónina Kjartansdóttir snyrtifræðingur. Á hinni nýju stofu býðst viðskipa- vinum öll almenn hársnyrting hjá Sólveigu og síðan ýmsar snyrtimeð- ferðir hjá Jónínu, andlitsböð, húð- hreinsun, litun, plokkun, vaxmeð- ferð, handsnyrting og förðun. Auk Selfossi þess Clarins megrunar- og líkams- nudd. Þær stöllur hafa að auki til sölu snyrtivörur frá Clarins, Monteil og Maxi og hársnyrtivörur frá Joico. Hin nýja stofa þeirra er mjög snyrti- lega innréttuð og falla innrétting- arnar vel að starfseminni. Hug- myndir að innréttingu áttu þær sjálfar og önnuðust auk þess upp- setningu með eiginmönnum sínum. Stofan er opin virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 10-15. Sig Jóns Sólveig Hallgrímsdóttir hárgreiðslukona og Jónína Kjartansdóttir snyrtif ræðingur eigendur Mansýjar. n_____________Nýtt.........._____. S JÁVARRÉTTIR SÆLKERANS i getur þú keypt tilbúna siávarrétti sem bragðast ekki eins og tilbúnir sjávarréttir Þeir bragðast eins og heimatilbúnir sjávarréttir. Þetta eru hinir nýju Sjávarréttir Sælkerans og þú getur valið um sjáv- arréttaböku og rækjurúllur en ættir endilega að reyna báða. Könnun leiddi nefnilega í ljós að fólki eins og þér þóttu réttirnir ákaflega gómsætir. Svo eru þeir ríkir af fjör- efnum og hafa fituinnihald í algjöru lágmarki. Sjávarréttir Sælkerans fást í öllum góðum búðum. Reyndu hvort að nýju Sjávarréttir Sælkerans standa ekki fyllilega undir nafni. MARSKA Selfoss: Samið við verk- taka um að ljúka nýbyggingu fjöl- brautaskólans Selfossi. BYGGINGANEFND Pjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi hefur samið við Sigfús Kristinsson byggingameisLira um fram- kvæmdir við að ljúka við nýbygg- inguna og hefur gefið honum heimild til að hefjast handa við verkið strax og honum hentar. Sigfús Kristinsson bauð kr. 21.091.060,- í verkið, en lokaniður- staðan eftir samninga var 19.322.110,-. Þessi lækkun stafaði aðallega af því að verktaki reiknaði með dýrari útfærslu og vinnu við múrverk í loftum en áætlað var. Fjögur tilboð bárust í gler húss- ins. Lægsta tilboðið var frá Sam- verki á Hellu, 3.723.000, íspan var næstlægst með kr. 4.618.000, Esja hf. bauð 4.861.000 og Glerborg kr. 5.392.000. Kostnaðaráætlun frá janúarlokum var kr. 3,9 milljónir. Gengið verður frá tilboðum dagana 14.-18. aprfl. Sig. Jóns. Nýr bæklingur: Ást til æviloka ÁST til æviloka, leiðsögn um hjónabandið, nefnist bæklingur sem kaþólska kirkjan á íslandi hefur gefið út. Þetta er hirðis- bréf írskra biskupa um hjóna- bandið, stytt útgáfa og hefur Torfi Ólafsson þýtt bréfið. í formálsorðum segir að smávægi- legar breytingar hafi verið gerð- ar á textanum, þar sem um írsk sératriði hafi verið að ræða. í bréfínu er lögð mikil áhersla á ástina sem gjöf frá Guði er eigi að sameina karl og konu og tryggja sambúð þeirra til æviloka, þeim sjálfum, bömunum og þjóðfélaginu til blessunar. Hjónabandið sé sakra- menti og því óijúfanlegt. Kynlífí utan hjónabands er hafnað og bent á að öll lausung á því sviði sé andstæð vilja Guðs. Bæklingnum lýkur á viðauka um „hjónaráðstefnur" (Marriage En- counter) sem eru samtök giftra til styrktar hjónabandinu og hefur sá félagsskapur fest rætur hér á landi. Bæklingurinn er 36 blaðsíður, prentaður í Prentsmiðju kaþólsku kirkjunnar hjá St. Franciskussystr- um, Stykkishólmi. J—/esiö af meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er2 24 80

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.