Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 46 Hárgreiðslu- og snyrtistofan Mensý opnuð á Selfossi. NÝ hárgreiðslu- og snyrtistofa var opnuð á Selfossi 29. mars sl. «^ið Austurvegi 22. Stofan ber nafnið Mensý og fyrir henni standa Sólveig Hallgrímsdóttir hárgreiðslukona og Jónina Kjartansdóttir snyrtifræðingur. Á hinni nýju stofu býðst viðskipa- vinum öll almenn hársnyrting hjá Sólveigu og síðan ýmsar snyrtimeð- ferðir hjá Jónínu, andlitsböð, húð- hreinsun, litun, plokkun, vaxmeð- ferð, handsnyrting og förðun. Auk Selfossi þess Clarins megrunar- og líkams- nudd. Þær stöllur hafa að auki til sölu snyrtivörur frá Clarins, Monteil og Maxi og hársnyrtivörur frá Joico. Hin nýja stofa þeirra er mjög snyrti- lega innréttuð og falla innrétting- arnar vel að starfseminni. Hug- myndir að innréttingu áttu þær sjálfar og önnuðust auk þess upp- setningu með eiginmönnum sínum. Stofan er opin virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 10-15. Sig Jóns Sólveig Hallgrímsdóttir hárgreiðslukona og Jónína Kjartansdóttir snyrtif ræðingur eigendur Mansýjar. n_____________Nýtt.........._____. S JÁVARRÉTTIR SÆLKERANS i getur þú keypt tilbúna siávarrétti sem bragðast ekki eins og tilbúnir sjávarréttir Þeir bragðast eins og heimatilbúnir sjávarréttir. Þetta eru hinir nýju Sjávarréttir Sælkerans og þú getur valið um sjáv- arréttaböku og rækjurúllur en ættir endilega að reyna báða. Könnun leiddi nefnilega í ljós að fólki eins og þér þóttu réttirnir ákaflega gómsætir. Svo eru þeir ríkir af fjör- efnum og hafa fituinnihald í algjöru lágmarki. Sjávarréttir Sælkerans fást í öllum góðum búðum. Reyndu hvort að nýju Sjávarréttir Sælkerans standa ekki fyllilega undir nafni. MARSKA Selfoss: Samið við verk- taka um að ljúka nýbyggingu fjöl- brautaskólans Selfossi. BYGGINGANEFND Pjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi hefur samið við Sigfús Kristinsson byggingameisLira um fram- kvæmdir við að ljúka við nýbygg- inguna og hefur gefið honum heimild til að hefjast handa við verkið strax og honum hentar. Sigfús Kristinsson bauð kr. 21.091.060,- í verkið, en lokaniður- staðan eftir samninga var 19.322.110,-. Þessi lækkun stafaði aðallega af því að verktaki reiknaði með dýrari útfærslu og vinnu við múrverk í loftum en áætlað var. Fjögur tilboð bárust í gler húss- ins. Lægsta tilboðið var frá Sam- verki á Hellu, 3.723.000, íspan var næstlægst með kr. 4.618.000, Esja hf. bauð 4.861.000 og Glerborg kr. 5.392.000. Kostnaðaráætlun frá janúarlokum var kr. 3,9 milljónir. Gengið verður frá tilboðum dagana 14.-18. aprfl. Sig. Jóns. Nýr bæklingur: Ást til æviloka ÁST til æviloka, leiðsögn um hjónabandið, nefnist bæklingur sem kaþólska kirkjan á íslandi hefur gefið út. Þetta er hirðis- bréf írskra biskupa um hjóna- bandið, stytt útgáfa og hefur Torfi Ólafsson þýtt bréfið. í formálsorðum segir að smávægi- legar breytingar hafi verið gerð- ar á textanum, þar sem um írsk sératriði hafi verið að ræða. í bréfínu er lögð mikil áhersla á ástina sem gjöf frá Guði er eigi að sameina karl og konu og tryggja sambúð þeirra til æviloka, þeim sjálfum, bömunum og þjóðfélaginu til blessunar. Hjónabandið sé sakra- menti og því óijúfanlegt. Kynlífí utan hjónabands er hafnað og bent á að öll lausung á því sviði sé andstæð vilja Guðs. Bæklingnum lýkur á viðauka um „hjónaráðstefnur" (Marriage En- counter) sem eru samtök giftra til styrktar hjónabandinu og hefur sá félagsskapur fest rætur hér á landi. Bæklingurinn er 36 blaðsíður, prentaður í Prentsmiðju kaþólsku kirkjunnar hjá St. Franciskussystr- um, Stykkishólmi. J—/esiö af meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er2 24 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.