Morgunblaðið - 15.04.1986, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.04.1986, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 Eigendur Ramma, Einar Guðberg, Gísli Grétar Björnsson og Sigurþór Stefánsson fyrir framan nýju verksmiðjuna við Seylubraut 1 í Njarðvík. Njarðvík: Rammi hf. tuttugu ára og flytur í nýja og glæsilega verksmiðju Keflavík. GLUGGA- og hurðaverksmiðj- an Rammi hf., flutti á laugar- daginn í nýja og stórglæsilega verksmiðju við Reykjanesbraut í Innri-Njarðvík. Rammi hf. er tuttugu ára í ár og hefur fyrir- tækið verið í miklum og örum vexti á liðnum árum. Marg- menni var við opnunina, ávörp voru flutt og gestir skoðuðu húsið en fyrirtækið er leiðandi í framleiðslu glugga og hurða á íslandi í dag. Olafur G. Ein- arsson þingmaður opnaði verk- smiðjuna formlega. Aðaleigendur Ramma eru þeir Einar Guðberg, sem jafnframt er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Gísli Grétar Bjömsson og Sigur- þór Stefánsson. Fyrirtæki hefur verið í mikilli sókn á síðustu árum og því var ráðist í byggingu nýju verksmiðjunnar. Markar hún tímamót í rekstri fyrirtækisins en í henni er öll aðstaða mun full- komnari en i þeirri gömlu og einnig fullkomnari og afkasta- meiri vélar. Nýja verksmiðjan er 36000 fermetrar að grunnflatar- máli og er stærsta verksmiðja hérlendis undir einu sperruhafi. Tæknilega er hún einnig ein alfull- komnasta verksmiðjan hér á landi. Skipta þar meginmáli tvö atriði í meðferð hráefnisins. Annarsvegar Gagnvörn, sem er í því fólgin að olíuuppleystum efnum er þrýst inn í viðinn þegar búið er að vélvinna hann, og verja hann þannig gegn fúa og hinsvegar yfírborðsmeð- höndlun, en Rammi hf. býður nú öllum viðskiptavinum sínum upp á yfírborðsmeðhöndlun hurða og glugga með „elektróstatískri" aðferð. Fyrsta skóflustungan var tekin í október og hefur bygging verk- smiðjunnar gengið mjög vel. Húsagerðin í Keflavík annaðist allar framkvæmdir en burðarvirki verksmiðjunnar er úr límtré, sem er framleitt og uppsett af Límtré hf. á Flúðum. Þakeiningar voru framleiddar og uppsettar af Berki hf. Að sögn forráðamanna Ramma var hefur áhersla verið lögð á það í öllum þáttum bygg- ingarinnar að uppfylla ströngustu kröfur sem gerðar eru til verk- smiðjuhúsnæðis, meðal annars er öflugt sogkerfi í öllu húsinu, full- komið eldvarnakerfí, öryggisrofar vegna véla eru víða á vinnusvæð- inu og öll aðstaða starfsfólks eins fullkomin og kostur er á. Einnig hefur farið fram endurnýjun véla verksmiðjunnar að talsverðu leyti, en í dag starfa um 35 manns hjá fyrirtækinu. Fullbúin kostaði verksmiðjan alls um 50 milljónir króna, sem er um 50% af brunabótamati. Þar af lánuðu Iðnþróunarsjóður og Iðnlánasjóður um 30 milljónir. Afgangurinn er íjármagnaður af eigin fé. Enn hefur ekki tekist að selja eldra verksmiðjuhúsið. — efi Morgunblaðið/Einar Falur Framboðslisti óháðra í Hafnarfirði ákveðinn FÉLAGSRÁÐSFUNDUR Félags óliáðra borgara hefur ákveðið skipan framboðslista félagsins, H-listans í Hafnarfirði við bæjar- stjórnarkosningarnar hinn 31. maí næstkomandi. Félag óháðra borgara á nú tvo fulltrúa í bæjar- sljórn Hafnarfjarðar. Annar þeirra, Vilhjálmur G. Skúlason, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Skipan framboðslistans nú er svohljóðandi: 1. Snorri Jónsson, fulltrúi, Brekkugötu 19. 2. Andrea Þórðardóttir, húsmóðir, Sævangi 29. 3. Árni Gunniaugsson, hséstarétt- arlögm., Ölduslóð 38. 4. Kristín Guðmundsdóttir, læknaritari, Háahvammi 2. 5. Karel Karelsson, sjómaður, Kvíholti 10. 6. Ásdís Jónsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, Kelduhvammi 34. 7. Jóhann Guðbjartsson, iðn- verkamaður, Vesturbraut 4. 8. Ásthildur Einarsdóttir, tækni- teiknari, Breiðvangi 36. 9. Ómar Smári Ármannsson, lög- reglumaður, Álfabergi 12. 10. Stefanía Sigurðardóttir, skrif- stofumaður, Merkurgötu 14. 11. Hilmar Kristensson, verslunar- maður, Breiðvangi 10. 12. Trausti Óttar Steindórsson, nemandi, Ölduslóð 46. 13. Bjargmundur Albertsson, rennismiður, Hverfisgötu 20. 14. Bjarni Einarsson, nemandi, Suðurvangi 6. 15. Hera Guðjónsdóttir, versl- unarmaður, Hringbraut 74. 16. Eyjólfur Agnarsson, verka- maður, Hrauntungu 10. 17. Haukur Blöndals Gíslason, bif- reiðastjóri, Víðivangi 5. 18. Ríkarður Kristjánsson, stýri- maður, Heiðvangi 74. 19. Sjöfn Magnúsdóttir, húsmóðir, Lindarhvammi 12. 20. Guðmundur Kr. Aðalsteinsson, prentari, Reykholti. 21. Brynjólfur Þorbjarnarson, vél- smiður, Mánastíg 2. 22. Málfríður Stefánsdóttir, hús- móðir, Hrafnistu. Morgunblaðið/RAX Landsráð Flokks mannsins. Fjnrir miðju eru fráfarandi formaður Július Valdimarsson (t.v.) og nýkjörinn formaður, Pétur Guðjónsson. Formannaskipti hjá Flokki mannsins Á FUNDI Landsráðs Flokks mannsins, miðvikudaginn 9. apríl fór fram kosning á f ormanni. Landsráð FM telur æskilegt að kosið sé um öll helstu embætti innan flokksins minnst á tveggja ára fresti. Júlíus K. Valdimarsson, fráfar- andi formaður, hefur gegnt for- mennsku frá stofnun flokksins, 25. júní 1984. Hann baðst undan áframhaldandi formennsku og hyggst beina sér að framboðsmál- um í Reykjavík. Nýr formaður var kjörinn, Pétur Guðjónsson, stjórnunarráðgjafí. Pétur er einn af stofnendum flokks- ins og hefur undanfarið verið for- maður skipulags og uppbyggingar flokksins. Landsráð skipar nú 19 manns, fulltrúar frá öllum landshlutum. (Fréttatilkynning) Akranes: Tvær konur efst- ar hjá Framsókn MORGUNBL AÐINU hef ur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá fulltrúaráði framsóknarfélag- anna á Akranesi um framboðs- lista flokksins þar í bæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor: Á fundi fulltrúaráðs framsóknar- félaganna á Akranesi 3. apríl var framboðslisti Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningar á Akra- nesi 1986 samþykktur einróma: 1. Ingibjörg Pálmadóttir, bæjar- fulltrúi; 2. Steinunn Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi; 3. Andrés Ólafsson, skrifstofustjóri; 4. Magnús H. Ól- afsson, arkitekt; 5. Stefán Lárus Pálsson, stýrimaður; 6. Þorleifur Sigurðsson, bankagjaldkeri, 7. Jón Sveinsson, héraðsdómslögmaður; 8. Oddný Valgeirsdóttir, húsmóðir; 9. Jónína Valgarðsdóttir, starfs- stúlka; 10. Sigurbjöm Jónsson, hús- gagnasmiður; 11. Bjamheiður Hallsdóttir, nemi; 12. Steinar Guð- mundsson, vélvirki; 13. Guðni Tryggvason, verslunarmaður; 14. Guðrún Jóhannsdóttir, skrifstofu- maður; 15. Guðrún Adda Maríus- dóttir, sjúkraliði; 16. Þór Gunnars- son, vélvirki; 17. Þorbjörg Krist- vinsdóttir, húsmóðir; 18. Björgvin Bjamason, fv, bæjarfógeti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.