Morgunblaðið - 29.05.1986, Síða 27
imar sérstakt U mhverfísmálaráð
sem starfar eftir reglugerðarsam-
þykkt sem borgin setti sér sjálf.
Það fer því ekki á milli mála að
þetta er spuming um pólitískan
vilja — sveitarstjómarmanna.
★
Nú líður senn að sveitarstjómar-
kosningum og listar flokkanna em
sem óðast að birta stefnuskrár sín-
ar. Hvað varðar stefnu þeirra í
umhverfismálum er hana yfírleitt
að fínna neðst í stefnuskránni.
Nokkur atriði em talin upp sem
betur mættu fara, en em lítið út-
færð hvað þá að nefndar séu nokkr-
ar fjárupphæðir eða ákveðin pró-
senta af framkvæmdafé bæjarins
sem skuli varið til þeirra mála.
Enda er það svo hér á Selfossi að
ef um niðurskurð er að ræða á fjár-
hagsáætlun bæjarins þá er byijað
að skera niður þá þætti er eiga að
fara tii umhverfismála.
Það vill þannig til og skal sagt
til fróðleiks, að núverandi Umhverf-
is- og gróðurvemdamefíid hefur
ályktað svo til um öll atriði sem
flokkar bæjarins setja f stefnuskrár
sínar — það þarf því greinilega að
vinna að þessum málum á markviss-
arihátt.
Það verður þó ekki sagt með
nokkurri sanngimi að núverandi
bæjarstjóm hafí daufheyrst við
óskum nefndarinnar, nema síður sé,
og er hægt að nefna ýmislegt því
til áréttingar, en verður látið bíða
að sinni. Aðallega sökum þess að
greinarhöfundi liggur nú annað og
meira á hjarta eða: Hvemig um-
hverfísmál geti öðlast sterkari og
skilvirkari farveg til áhrifa og fram-
kvæmda á Selfossi.
Aðalvandamál þeirra er um
umhverfísmálin flalla er hve þau
em illa skilgreind í stjómkerfínu
ásamt því hvað þau skiptast niður
á margar nefndir eins og áður er
fram komið. Einnig má nefna það
að þessi mál em oft flokkuð sem
hin „mjúku mál“ og eiga þau gjam-
an undir högg að sækja hjá fram-
kvæmdavaldinu.
Hvað er til bóta?
Með bæinn okkar f huga skulu
hér nokkur atriði nefnd:
1. í fyrsta lagi þarf að skilgreina
umhverfísmál nákvæmlega, þannig
að hægt sé að samþyklqa sérstaka
reglugerð fyrir umhverfísnefnd,
sem hún getur sfðan starfað eftir.
2. Gera þarf nýtt skipurit, þann-
ig að nefndin öðlist sama vægi að
aðrar nefndir. Þar má sameina
nefndir er Qalla um þessi mál og
fækka nefndarmönnum, sem er
bein hagræðing.
3. Senn verður endurskoðað
aðalskipulag Selfoss og fylgir þá
væntanlega deiliskipulag í kjölfar
þess. Það ríður á í þessum bæ að
til deiliskipulags verði sérstaklega
vandað. Fá eins mikið af hug-
myndum og mögulegt er, kaupa þá
kunnáttu sem við teljum okkur
Hafnarfjörður:
Kosningaskemmt-
un D-listans
D-LISTINN f Hafnarfirði og
frambjóðendur hans efna til
kosningafundar f Hafnarfjarðar-
bíói f kvöld, fimmtudagskvöld,
klukkan 20.30. Á fundinum munu
frambjóðendur ávarpa gesti og
ýmis skemmtiatriði verða.
Fundarstjóri verður Ellert Borgar
Þorvaldsson, en ávörp flytja bæjar-
fulltrúamir Ámi Grétar Finnsson
og Sólveig Agústsdóttir, Hjördís
Guðbjömsdóttir, skólastjóri, Jóhann
Bergþórsson, forstjóri, Þórarinn J.
Magnússon, útgefandi, Erlingur
Kristjánsson, rafeindavirki, Þorgils
Ottar Mathiesen, handknattleiks-
maður, Unnur Berg, bankastarfs-
maður og Pálmar Sigurðsson,
körfuknattleiksmaður. Skemmtiat-
riði kvöldsins annast Jóhannes
Kristjánsson, eftirherma, Guðni Þór
Guðmundsson, organisti og söngv-
aramir Ingibjörg Marteinsdóttir,
Stefanía Valgeirsdóttir, Einar Öm
Einarsson og Eiríkur Hreinn Helga-
son.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1986
27
þurfa. Hér má benda á að við íslend-
ingar eigum nú þegar mikið af
menntuðu fólki sem þekkir þessi
mál — og það eigum við ekki að
spara. Deiliskipulagi þarf jafnframt
að fylgja nákvæm fjárhags- og
framkvæmdaáætlun sem hægt er
að vinna eftir.
Að lokum skulum við vera minn-
ug þess að allt sem unnið er í
umhverfis- og skipulagsmálum er
starf sem ekki er unnið fyrir eina
kjmslóð heldur kynslóðir.
Höfundur er týúkrunarfrsedingur
við Sjúkrahús Suðuriands ogfor-
maður Umhverfisnefndar Selfoss.
Landaði 30 tonn-
um af rækju
Djúgavogi.
STJORNUTINDUR, SU 159, sem
gerður er út á rækjuveiðar frá
Djúpavogi, kom til heimahafnar
laugardag fyrir hvitasunnu með
30 lestir af rækju. í vetur var
settur i bátinn búnaður til rækju-
frystingar og er þetta i annað
sinn, sem hnnn lflnHar úthafs-
rækju á Djúpavogi. Frystitækin
hafa reynzt í alla staði vel.
Myndin er tekin, þegar Stjörnu-
tindur lagðist að í umrætt sinn.
Aleggið frá Sláturfélaginu er ótrúlega
fijölbreytt. Við framleiðum 17 tegundir
af bragðgóðu, fitulitlu brauðáleggi úr
besta fáanlegu hráefni.
Allar matvörur Sláturfélagsins eru
framleiddar með nýtísku tækjabúnaði
undir ströngu gæðaeftirliti fagmanna.
Umbúðimar em líka eins vandaðar og
kostur er — það tryggir hámarks
geymsluþol.
Við kynnum hér nokkrar vinsælustu
tegundimar:
Spægipylsan
okkar var
upphaflega gerð
eftir danskri uppskrift
fyrir meira en hálfri öld.
Hún hefur síðan stöðugt verið
þróuð og aðlöguð smekk
neytenda hverju sinni.
Reykt beikonskinka
er nýjung frá SS sem vakið hefúr
verðskuldaða athygli.
Hún er löguð úr fituhreinsuðum svínasíðum.
Sérlega bragðgóð.
Rúllupylsan
er framleidd
samkvaemt ævagamalli
íslenskri hefð og hefúr verið
óbreytt í áraraðir. Sívinsæl
í ferðanestið.
Malakoff
er ódýr og fitulítil
pylsa sem við höfúm ffamleitt
lengi við miklar vinsældir. Tilvalin í
skólanestið.
Lamba- og svínaskinkurnar
okkar eru einnig unnar úr völdum fitulausum
vöðvum. Þær eru bæði frábærar sem
Með vænni sneið af SS-áleggi
breytir þú venjulegu
Hangiáleggið
fráSS er unnið úrsérvöldum, fituhreinsuðum
vöðvum. í það fara engin fyllingar-
eða þyngingareftii.
Sígilt álegg sem alltaf er jafn vinsælt.
SLÁTURFÉLAG
brauðálegg og til steikingar
r. pönnu.
4?
Dallaspylsa
heitir nýiasta áleggið okkar.
Hún hefúr fengið mjög góðar undirtektir
enda löguð eftir geysivinsælli
þýskri uppskrift.
Frísklegt kryddbragðið kitlar vandlátustu
bragðlaukana.
SUÐURLANDS
60TT FÖLK / SÍA