Morgunblaðið - 29.05.1986, Side 30

Morgunblaðið - 29.05.1986, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 Þjóðdansaféiag Reykjavíkur með sýningu 1 Gamla bíói í kvöld: Saga dansins í 200 ár „Þetta er mjög skemmtiieg sýning og virkilega athyglisverð fyrir al- menning. Hún er um dansa síðustu 200 árin og tengd_ýmsum tímabilum á þessum árum. I raun er hér um að ræða 200 ára dansleik," sagði Steinunn Ingimundardóttir, dansari í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, en félagið er með einstæða danssýningu í Gamla bíói í kvöld og verður það eina sýningin. Á sýningunni verða færðir upp nokkrir dansar er sýna hluta þeirrar danshefðar, sem ríkt hefur hér á landi sl. 200 ár. Sýningin spannar fyrst og fremst gömlu dansana og fyrir- rennara þeirra, söngleikina og dansa frá því um og eftir aldamótin 1800. Þá verður gefið örlítið sýnishom af endurvakningu vikivaka og söng- dansa á árunum milli stíða og eftir 1950. Sýningin skiptist í fimm hluta. í fyrsta hluta eru sýndar svipmyndir af gömlu dönsunum í dag. I öðrum hluta glefsur úr gömlu dönsunum og söngdönsunum milli stríðsáranna. I þriðja hluta verða sýndir gamlir dansar og söngieikir, f flórða hluta verður sett upp kaupstaðarball í Reykjavík í upphafi 19. aldar og loks í síðasta hluta verða sýndir söngdans- ar. Sigríður Þ. Valdimarsdóttir hefur tekið saman þá dansa sem sýndir eru, en Kolfinna Sigurvinsdóttir æft þá, en um 40 manns taka þátt í sýn- ingunni. Dansiðkun í Hóla- vallaskóla Af heimildum má ráða að dans hefúr verið iðkaður í Reykjavík á 18. og 19. öld. Lýður Bjömsson getur þess f dansskrá Þjóðdansafélags Reykjavfkur frá 1978, að heimili Jóns Hjaltalín hafi verið frægt fyrir iðkun a.m.k. vikivaka næstu árin fyrir 1752. Lýður segir einnig; „Magnús Stephensen, dómstjóri, getur þess í sjálfsævisögubroti, að hann hafi að sönnu lært nokkuð að dansa á íslandi áður en hann hvarf utan til náms 1780. Dans hefur hann því lært í heimahúsum eða Skál- holtsskóla. Ekki verður nú úr því skorið, hvort er réttara, en næsta dæmi um dansiðkun hér á landi em í Hólavallaskóla, arftaka Skálholts- skóla. Sveinn Pálsson skýrir frá því í ferðabók sinni, að danskir kaup- Sigríður Þ. Valgeirsdóttir menn auki fúslega gleðina á herra- nóttum með hljóðfæraleik og dansi, ef þeir sæki þessa samkomu og kunni þessar listir." Allt bendir til þess að dansiðkun hafi verið samfelld hér á landi og eriendir dansar verið iðkaðir samhliða vikivökunum nokkm áður en þeir lögðust að mestu niður. Við skrán- ingu gömlu dansanna hér á landi hefur komið í ljós, að eldri dansar en þeir sem nú em kallaðir gömlu dansamir hafi blandast þeim að nokkm, m.a. söngieikir, svo sem Hoffinsleikur og hrigbrot og hlutar „kontradansa". í áðumefndri grein segir Lýður ennfremun „Á ámnum 1804—1806 var stofn- aður klúbbur í Reykjavfk og starfaði hann að mestu samfellt til 1843. Ekki er fullvíst að klúbburinn hafi haldið dansieiki fyrstu árin, en dans- leikir ár hvert auk bamadansleikjar. Aðeins betri borgarar vom félags- menn. Almenningur tók þá að halda sérstaka dansleiki, þóttu þeir fjörugir og vom nefiidir píuböll. Talsvert af erlendum mönnum kom hingað á ámnum 1809—1810 og hafa sumir þeirra ritað ferðasögur. Þar kemur fram, að þá vom haldnir dansleikir í Reylqavflc. Dansaður var rfll (reel) Kolfinna Sigurvinsdóttir og enskir sveitadansar og leikið fyrir á fiðlur, bumbu og þríhyming. Síðan bættist flauta við, og var hún stund- um eina hljóðfærið. Þótti sú tónlist tilkomulítil. Var því bmgðið á það ráð 1836 að kaupa límkassa frá Kaupmannahöfn. Oskað var eftir að kassanum fylgi lög, sem unnt verði að dansa eftirtalda dansa eftir. Ecco- aise, hægan vals, Vínarvals, galopade eða holsteinskan vals, hopsa vals, Týróla vals, Bæheimskan dans, Mo- linasky, fandango, kotilion. Tekið er fram að klúbburinn óski ekki eftir að fá lag sem megi dansa francaise eftir, enda sé sá dans mjög rúmfrekur og kunni hann fáir. Bréf þetta er einstök heimild um danskunnáttu Reykvíkinga. Límkassinn var notað- ur til 1841, en veturinn 1841—1842 lék Carlsen, skipstjóri á póstskipinu fyrir dansi. Sérstakur danssljóri tók til starfa hjá klúbbnum um 1840. Reykjavíkurklúbburinn lagðist niður 1843, en var endurreistur að fáum ámm liðnum. Klúbburinn starfaði síðan að mestu nær samfellt fram yfír síðustu aldamót og er forveri Stúdentafélags Reykjavíkur. Klúbb- urinn hélt dansleild og jólatrés- skemmtanir og þar var bröndum bmgðið við hátíðleg tækifæri að er- lendum sið.“ Steinunn Ingimundardóttir Pöntunarlistinn frá 1836 sýnir miklar vinsældir enska rælsins (Ecco- aise), en af honum vom pöntuð 7 límkassalög. Vinsældir vaísa, sem nú em taldir til gömlu dansanna, en þá vom í flokki nýrra dansa, virðast einnig hafa verið miklar. Pöntuð vom fjögur lög fyrir hægan vals, tvö fyrir hopsa-vals og einn Týrólavals, eða alls 9 valsalög. Ifyrirrennari polkans, galopade, hefur einnig verið vinsæll því pöntuð vom fímm galopade lög. Af öðmm dönsum var pantað eitt lag fyrir hvem dans. Á sýningunni í kvöld verða allir dansar sem nefndir em í bréfínu utan einn sýndir, en það er fanadango. Gömlu dönsunum, sem sýndir em í kvöld, hafa Sigríður Þ. Valgeirs- dóttir og Mínerva Jónsdóttir safnað hjá öldmðu fólki hér á landi sl. 30 ár. Á þessu ári er verið að ljúka við þriggja ára rannsókn á gömlu döns- unum og þróun þeirra á Norður- löndum. Þegar hefur komið í ljós að hér á landi hafa varðveist fleiri gamlir dansar og að hluta eldri gerðir en annars staðar á Norðuriöndunum. Athyglisverð er þróun einstakra dansa og kemur hún fram ef iitið er t.d. á Vínarkmss og ræla gegnum árin. í rannsókn sem gerð var hér á landi 1984 á dansstöðum, þar sem gömlu dansamir vom stignir, kemur í ljós að næstum allir sem spurðir vom höfðu lært dansana í heimahús- um eða á böllum án beinnar kennslu, þ.e. um 91%. Svipmyndir í fyrsta atriði er sýnd svipmynd af gömlu dönsunum eins og þeir em dansaðir í dag en því næst reynt að rekja þræðina til baka allt að 200 ár. Gömlu dansamir sem koma fram í öðmm hluta em að mestu dansar sem þekktust á fyrri hluta aldarinnar og fram á miðja 20. öldina. í þriðjja hluta em eldri gerðir gömlu dans- anna, m.a. skiptidansar. Gömlu dansamir sem svo em nefndir, vom flestir nýir dansar á síðari hluta 18. aldar og leystu þá af hólmi eldri hefð sem m.a. vom söngieikir og leifar „Kontra-dansa". Dansar frá síðara helming 19. aldar em kynntir með tveimur söngleikjum, Vefaraleik eða Vefaradansi og Hoff- insleik sem vitað er að á rætur mun iengra aftur. Þessir dansar sem fram koma í §óiða hluta vom skráðir eftir eldra fólki og sama máli gegndi um gamla Lanciers sem víða var dansað- ur hér á landi og eftir síðustu alda- mót. Fimmti hluti sýnir svipmynd af kaupstaðaballi frá fyrsta hluta 19. aldar. Nokkir þeirra dansa sem sýndir veiða hafa varðveist hérlendis en þrír, Ecodcaise, Böhmer og Molina- sky, em fengnir frá dönskum sam- tímaheimildum frá 19. öld. í síðasta hluta sýningarinnar er reynt að gæða gömul danskvæði og þjóðlög lífi, og tengja hvort tveggja sundurlausum heimildum um söngdansa fyrri alda. Sögulegt yfirlit Þjóðdansafélag Reykajvíkur var stofnað 1951 til að vaiðveita það sem til var af dönsum og enduriífga gamla danshætti, þjóðbúninginn og íslensk danslög. Áðalhvatamaðurinn að stofnun félagsins var Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og er hún enn virk í forystu félagsins. Hún hefúr unnið mikið starf við söfirnn á gömlum dönsum og hún hefúr borið megin- hitann af sýningunni í kvöld, valið dansa og sviðsett þá. „Við höfum aðallega safnað döns- unum hjá gömlu fólki. Það hafa á annað hundrað dansar vaiðveist, borist frá manni til manns, og suma þeirra má rekja aftur til 16. aldar, þó við vitum það ekki nákvæmlega. Það eru þó til hliðstæður af erlendum dönsum. Annars er megnið af döns- unum frá 19. öld,“ sagði Sigriður Þ. Valgeirsdóttir í viðtali við blaða- Islensku bamabókaverðlaunin afhent í fyrsta sinn: Guðmundur Ólafsson hlaut verðlaunin fyrir fyrstu bók sína „Emil og Skundi“ GUÐMUNDUR Ólafsson hlaut í slensku barnabókaverð- launin í ár fyrir bók sína „Emil og Skunda“, en þetta er I fyrsta sinn sem verðiaunin eru veitt. „Emil og Skundi" er fyrsta bók Guðmundar, en eftir hann hefur áður birst á prenti smásagan „Faðir vor“ f smásagnasafni móð- urmálskennara, „Vertu ekki með svona blá augu“. Guðmundur er fæddur á Ólafsfirði árið 1951. Eftir stúdentspróf og íþróttakenn- arapróf lagði hann stund á nám í leikhúsfræði við Kaupmannahafn- arháskóla. Hann brautskráðist frá Leiklistarskóla íslands árið 1981. Guðmundur hefur síðan starfað sem leikari hjá Alþýðuleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reylq'avíkur. Hann hefur einnig leikið í útvarpi og sjónvarpi. Verðlaunasjóður íslenskra bamabóka var stofnaður 30. jan- úar 1985 í tilefni sjötugsafmælis bamabókahöfundarins, Ármanns Kr. Einarssonar. Fjölskylda Ár- manns og Bókaútgáfan Vaka lögðu fram stofnfé sjóðsins. Meg- intilgangur hans er að örva fólk til að skrifa bækur fyrir böm og unglinga og stuðla þannig að auknu framboði íslensks úrvals- eftiis fyrir æsku landsins. Er ætl- unin að sjóðurinn veiti árlega ís- lensku bamabókaverðlaunin fyrir Guðmundur Ólafsson tekur við verðlaununum úr hendi Ármanns Kr. Einarssonar. Ólafur Ragnarsson stendur þjá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.