Morgunblaðið - 29.05.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986
41
Athugasemd frá borgarlækni
MORGUNBLÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá
Skúla G. Johnsen, borgarlækni:
í Þjóðviljanum í dag, miðviku-
daginn 28. maí, er vitnað í útvarps-
viðtal við undirritaðan og látið líta
svo út, að orðrétt sé haft eftir. Það
sem blaðið birtir er hins vegar stfl-
færð útgáfa af efninu. Ekki hefur
það verið borið undir mig og ekki
birt með mínu leyfí.
Útvarpsviðtal það, sem notað var
í þessum tilgangi fjallaði um heil-
brigðispólitísk atriði sem hafa ann-
að slagið komið til umræðu hér á
landi a.m.k. sl. 20 ár, þ.e. hvemig
skipulag heilbrigðisþjónustunnar
hér á landi hafi leitt til mikils
vaxtar í tilteknum þáttum heilbrigð-
isþjónustunnar, en lítils vaxtar eða
stöðnunar í öðrum. Þessi umræða
hefur verið lífleg í öllum nágranna-
löndum okkar undanfama áratugi.
Það er ósmekkleg blaðamennska,
sem vala getur þjónað góðum mál-
stað, að spyrða saman, þessa um-
ræðu úr lagi færða annars vegar
og hins vegar frásögn af heilsu-
gæslumálum í Breiðholtshverfum,
sem er skrifuð f kosningastfl.
Þar sem fleiri en blaðamaður
Þjóðviljans hafa orðið til þess að
gefa ranga mynd af uppbyggingu
heilsugæslunnar hér í borginni, vil
ég gera örstutta grein fyrir þeim
málum.
Sem borgarlæknir hef ég haft
nokkum forgang um þessi málefni
hér í borg sl. 12 ár og málið mér
því skylt.
Þegar lögin um heilsugæslu-
stöðvar tóku gildi fyrir 12 ámm
höfðu borgaryfírvöld tilbúnar ítar-
legar tillögur um framtíðarfyrir-
komulag læknisþjónustu utan
sjúkrahúsa í Reykjavík. í tillögum
þessum er m.a. að fínna flestar þær
hugmyndir, sem liggja að baki
heilsugæslustöðvunum í dag.
Við samþykkt heilbrigðisþjón-
ustulaganna var gert upp á milli
íbúa landsins eftir búsetu að því er
varðaði uppbyggingu opinberrar
þjónustu, sem öllum er jafn nauð-
synleg. Einnig samþykkti alþingi
að ríkissjóður skyldi greiða 85%
stofnkostnaðar af heilsugæslu-
stöðvum, sem þýddi afgerandi for-
ystu ríkisins í þessum máium og
jafnframt að slegið var á frumkvæði
sveitarfélaganna. Forgangsregl-
unni hefur verið fylgt allt til þessa
dags, enda hafa ekki nema 5% fjár-
veitinga ríkissjóðs til heilsugæslu-
stöðva frá 1924 mnnið til Reykja-
víkur.
Þrátt fyrir að litlar sem engar
fjárveitingar hafa fengist til heilsu-
gæslustöðva í Reykjavík, þá hefur
Athugasemd
VEGNA fréttar á bls. 2 í Morgun-
blaðinu sl. miðvikudag um samn-
ing Akranesbæjar og ríkisins um
skólabyggingar hefur Ingibjörg
Pálmadóttir bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins og skólanefnd-
armaður i grunnskólanum óskað
að koma eftirfarandi athuga-
semd á framfæri:
Það er rangt sem segir í niðurlagi
fréttarinnar að minnihlutaflokkam-
ir í bæjarstjóm hafí ekki staðið með
þessum samningi því sl. fjögur ár
hefur það verið samdóma álit allra
skólanefndarmanna að þetta sé eina
færa leiðin og fögnum við því ein-
róma að meirihlutinn hafí loksins
tekið við sér í þessu máli.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
tekist að koma á fót 5 heilsugæslu-
stöðvum, auk þess sem samningur
er um fulla þjónustu fyrir Reykvík-
inga í Heilsugæslustöðinni á Sel-
tjamamesi.
Heilsugæslustöðvamar vom
teknar í notkun sem hér segir:
í Árbæ 1977, í Asparfelli 1978,
í Fossvogi 1981, samningur við
Seltjamameskaupstað 1981, í Mið-
bæ 1983 ogHlíðahverfí 1986.
Eins og áður segir hefur alþingi
daufheyrst við flestum óskum
Reykvíkinga um fjárveitingar til
heilsugæslustöðva.
Ef ekki hefði komið til góður vilji
borgarstjómar í þessum málum þá
hefðu aðeins 2 heilsugæslustöðvar
verið komnar á fót hér í borginni,
í Arbæ og Miðbæ. Hinar stöðvamar
hafa risið á kostnað borgarsjóðs.
Á undanfömum 4 ámm hefur
áfram verið unnið að uppbyggingu
heilsugæslustöðva hér í Reykjavík.
Skipuð var sérstök bygginganefnd
með þátttöku heilbrigðisráðuneytis-
ins og síðan gerð áætlun um röð
næstu byggingaverkefna. Þá var
skipting borgarinnar í heilsugæslu-
starfssvæði endurskoðuð og einnig
lóðamál heilsugæslustöðvanna í
hinum ýmsu hverfum tekin til at-
hugunar og lóðum úthlutað fyrir 5
stöðvar.
Reykjavík hefur verið skipt í 14
heilsugæslusvæði.
Staðan í hvetju hverfí er sem hér
segin
1. Seltjamames, Melar og Skeija-
§örður, 13.500 íbúar. Heilsu-
gæslustöðin á Selljamamesi
var byggð til að þjóna a.m.k.
12.000 manns. Óskað hefur
verið eftir Qarveitingu til að
ljúka innréttingu stöðvarinnar.
2. Vesturbær, 5.500 íbúar. Stað-
setning heilsugæslustöðvarinn-
ar er ákveðin á homi Garða-
strætis og Vesturgötu. Hönnun
stendur yfír og gert er ráð fyrir
að gerð útboðslýsingar ljúki í
byijun næsta árs.
3. Miðbær, 8.700 íbúar. Heilsu-
gæslustöðin tók til starfa 1983.
4. Norðurmýri og Tún 5.000 íbú-
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi athugasemd
frá Alfheiði Ingadóttur, for-
manni kosningastjórnar Alþýðu-
bandalagsins:
Á bls. 2 í Morgunblaðinu í dag
er uppspunnin „frétt" um undir-
búning kosningahátíðar G-listans í
Reylqavík. Þó þessi skrif sanni
betur en margt annað þá málefna-
fátækt sem einkennt hefur kosn-
ingabaráttu andstæðinga okkar í
vor og geri því lítið annað en að
styrkja stöðu Alþýðubandalagsins,
hlýt ég að benda lesendum Morgun-
blaðsins á að þau eiga ekki við rök
að styðjast. Auðvitað hefði verið
eðlilegast að Morgunblaðið hefði
leitað eftir upplýsingum um undir-
búning kosningahátfðarinnar fyrir-
fram — fyrst ætlunin var að auglýsa
hana svona rækilega fyrir okkur —
og hefði ég eða aðrir starfsmenn á
kosningaskrifstofunni fúslega veitt
þær ef svo hefði verið. Hins vegar
er aldrei of seint að láta hið rétta
koma í Ijós.
í kosningastjóm G-listans sitja
sex félagar, auk mín þau Anna
Hildur Hildibrandsdóttir, Siguijón
Pétursson, Skúli Thoroddsen, Þor-
bjöm Guðmundsson og Össur
Skarphéðinsson. Kosningastjóri er
Steinar Harðarson. Dagskrá kosn-
ingahátíðar G-listans var ekki und-
irbúin af kosningastjóm heldur af
sérstakri dagskrámefnd, sem
Margrét Óskarsdóttir leiðir. Hinn
23. maí sl. lágu fyrir drög að dag-
skrá hátíðarinnar, sem kynnt vom
kosningastjóm, svo og tillaga dag-
skrámefndar um ræðumenn, en
hún var að fjórir efstu menn G-list-
ans og formaður Alþýðubandalags-
ins héldu þar stutt ávörp. Eftir
nokkrar umræður um hvemig
ar. Óákveðið um staðsetningu.
5. Hlíðar, 3.300 íbúar. Stöðin tók
til starfa í þessum mánuði.
6. Laugames- og Háaleitishverfí,
7.300 íbúar. Lóð hefur verið
úthlutað við Dalbraut. í stað
byggingar kæmi einnig til
greina að borgin semdi við
Heimilislæknastöðina og heil-
brigðisráðuneytið um staðsetn-
ingu heilsugæslustöðvar við
Álftamýri.
7. Nýr miðbær og Gerði, 7.800
íbúar. Staðsetning óákveðin.
8. Fossvogur, 4.300 íbúar. Stöðin
tóktilstarfa 1981.
9. Heimar, Vogar og Kleppsholt,
9.500 íbúar. Lóð úthlutað við
Holtaveg.
10. Árbæjarhverfí og Selás, 8.400
íbúar. Stöðin opnaði 1977.
11. Breiðholt I, 4.600 íbúar. Lóð
úthlutað í Mjódd.
12. Breiðholt II, 8.800 íbúar. Lóð
úthlutað við Hjallasel.
13. Breiðhoít III, 11.300 íbúar.
Framkvæmdir hafnar við
Hraunberg.
14. Grafarvogur. Staðsetning
óákveðin.
Góð heilsugæsla er komin undir
fleim en byggingum.
Heilsugæslan byggir fyrst og
fremst á góðu skipulagi og góðu,
velmenntuðu starfsliði. Hér í borg-
inni hefur verið unnið markvisst að
því að finna bestu leiðina til að
gott heilsugæslukerfí fyrir alla
Reykvíkinga verði að vemleika. Um
það efni hefur fengist ákjósanleg
niðurstaða, sem legið hefur á borð-
um ríkisstjómarinnar um nokkurt
skeið.
Það er hins vegar öllum ljóst sem
að þessum málum starfa að alþingi
verður að aflétta þeirri forgangs-
reglu sem sett var fyrir 12 áram
og beitt hefur verið gegn Reykvík-
ingum umfram önnur byggðarlög í
landinu. Varla er raunhæft að ætla
borgarsjóði að axla byrðar ríkis-
sjóðs hér eftir, svo sem verið hefur
hingað til.
Reykjavík, 28. maí 1986.
Skúli G. Johnsen, borgarlæknir.
landsmálin og þá þingmenn tengj-
ast yfirstandandi kosningabaráttu
til borgarstjómar var einróma
ákveðið að óska eftir því við for-
mann AB að hann talaði á fundinum
eins og hann hefur reyndar gert
víða um land á vegum flokksins
undanfama daga.
Ég verð því að hryggja andstæð-
inga okkar með því að um tillögu
dagskrámefndarinnar var alger
eining í kosningastjóminni.
Alþýðubandalagið gengur sam-
hent til þess biýna verks að upplýsa
Reykvíkinga um það hvemig borg-
inni hefur verið stjómað og í þágu
hverra.
Álfheiður Ingadóttir,
formaður kosningastjórnar
G-listans.
Aths. ritstj.:
Morgunblaðið stendur við frétt
sína um ágreining í kosningastjóm
Alþýðubandalagsins um ræðuhöld
Svavars Gestssonar. Atkvæða-
greiðsla fór fram í kosningastjóm-
inni um það, hvort Svavar fengi að
halda ræðu og hvort hann fengi að
halda lokaræðu. Átökin um þetta
urðu svo hörð, að einn sijómarmað-
ur í kosningastjóm flokksins íhug-
aði alvarlega að segja af sér vegna
málsins. Vel má vera, að dagskrá
fundarins hafí að loknum þessuir
deilum verið samþykkt í kosninga-
stjóminni „einróma", en sú af-
greiðsla hefur þá verið formsatriði.
sem engu máli skiptir í þessu
sambandi. Athygli vekur, að Álf-
heiður mótmælir því ekki að at-
kvæðagreiðsla hafí farið fram uir
það, hvort Svavar fengi að haldí
lokaræðuna.
Athugasemd frá
Álfheiði Ingadóttur
Akstur á kjördag
Sjálfstæðisflokkinn vantar sjálfboðaliða á
bifreið til aksturs á kjördegi, laugardaginn
31. maí nk.
Upplýsingar eru góðfúslega veittar á skrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háa- '
leitisbraut 1 frá kl. 09.00—22.00 og frá
kl. 13.00—18.00 um helgar.
Sjáifstæðisfiokkurinn ■■■
MONZA
Sparneytinn bíll á góðu verði
Frábærir aksturseiginleikar
Framhjóladrifinn
BíLVANGURsf
HOFÐABAKKA 9 5IMI 687300
Fiymo raf E 30
HandsJáttuvélar
,'WTT''
Snotra UFO 46 kr. 17 900 -
Mikið urval sláttuvéla.
Allar stœröir af rafmagns- og
bensínknúnum vélum, sem
henta þér og þínum garöi.
Útsölustaður
B.B. byggingavörur hf
Suöurlandsbraut 4,
Reykjavík
Sími 33331
Umboðs og heildverslun
G.Á. Pétursson hf.
Smiöjuvegi 30. Kópavogl
Simi 77066
Viögeröa-og varahlutaþjónusta
Smiðjuvegl 28. Köpavogi Simi 78600
Flymo L47 loftpúöavél kr. 25.200.-
Flymo L 38 kr. 21.600,-
Ginge FPrk 46BL kr. 32.800,-
Flymo E38 rafknúinn svifnökkvi kr. 11.600 -
Flymo E30 kr. 9.500 m&núru