Morgunblaðið - 29.05.1986, Síða 58

Morgunblaðið - 29.05.1986, Síða 58
58 MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAl 1986 t Eiginkona mín, móðir og dóttir, ANNA MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, Hlfðarbyggð 13, Garðabœ, lést 26. maí. Ómar Ingólfsson, Jón Guðni Ómarsson, Kristfn Guömundsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA ÞÓRÐARDDÓTTIR BREIÐDAL, frá Brekkuholti, Barmahlfð 40, lést í Landspítalanum 28. maí 1986. Ásta Brelðdal, Birgir Breiðdal, Ragnhildur Smith, og barnabörn. t Eiginmaöur minn, GUNNLAUGUR HALLGRÍMSSON, Kvisthaga 4, lést í Landspítalanum 27. maí. Anna K. Ragnarsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, HJÁLMFRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR, Austurbrún 4, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 30. maí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar lóti Krabbameinsfélagið njóta þess. Fyrir hönd ættingja hinnar lótnu, Sólborg Jónsdóttir, Eyjólfur Jónsson, Jóhanna Alexander sdóttir, Hákon Jónsson, Auður Gfsladóttir, Gréta Jónsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INDÍANA G. BJARNADÓTTIR frá Gerði, Innri-Akraneshreppi, sem lést 21. mal sl. veðrur jarðsungin fró Innri-Hólmskirkju föstu- daginn 30. maíkl. 14.30. Sigurbjarni Guðnason, Hulda Frlðriksdóttlr, Sigrfður Erla Guðnadóttir, Skafti Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR MARGRÉTAR ÁRNADÓTTUR, Hrfsateig 33. Kristján Friðriksson, Guðni Karl Friðriksson, Frfða Friðriksdóttir Möller, Ólöf Friðriksdóttir, örn Friðriksson, barnabörn og Stefanfa Sveinsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Jóhann Möller, Sigurður Tryggvason, Ólöf Helgadóttir, barnabamabörn. t Alúðarþakkir til þeirra er auðsýndu vináttu og hlýhug við andlát og útför BÁRÐAR ÓLA PÁLSSONAR, frá Skógum, Hátelgsvegi 32. Hallfrfður Bjarnadóttir, Tómas Grétar Ólason, Guðlaug Gfsladóttir, Pálmar Ólason, Sigurveig Sveinsdóttlr, Smári Ólason, Ingibjörg S. Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Guðbrandur Búi Eiríksson - Minning Fæddur 18. desember 1953 Dáinn 21. maí 1986 Aldreiersvobjart yfiröðlingsmanni, aðeigigetisyrt einssviplega’ognú; ogaldreiersvosvart yfirsorgarranni, aðeigigetibirt fyrireilífatrú! (Matthías Jochumsson) Hve snöggt myndast það skarð í vinahóp að ekki er auðvelt upp að fylla. Eitt slíkt skarð myndaðist hjá mér hinn 21. þ.m. Þá barst sú sorgarfregn til okkar að mágur minn, Búi Eiríksson, hefði orðið bráðkvaddur um kvöldið. Á slfkum stundum skynjar maður ekki alltaf til fulls, hvað mikið er misst. Það er fyrst er frá líður að hið raun- verulelga tómarúm blasir við. Tómarúm sem aðeins góðar minn- ingar og tfminn fylla. Og um Búa á ég margar góðar minningar. Hann var einstaklega bóngóður og hjálpsamur. Fáa eða engan þekki ég, sem auðveldara var að biðja um greiða. Alltaf var hann tilbúinn að rétta hjálparhönd, væri honum það mögulegt á einhvem hátt. Og núna er ég ri§a upp kynni okkar í tæp 10 ár sé ég eitt greinilega. í okkar samskiptum var hann oftar gefand- inn en þiggjandinn og svo veit ég að það er um fleiri er kynntust Búa. Guðbrandur Búi Eiríksson fædd- ist að Litlu-Hvalsá í Hrútafirði 18. desember 1953. Hann var sonur hjónanna Eiríks Sigfússonar, Hvalsá, og Unu Eyjólfsdóttur frá Sólheimum í Laxárdal. Búi var fímmti í röð sjö systkina. Hann ólst upp í foreldrahúsum við öll algeng sveitastörf. Sýndi sig þá fljótt, að meira hneigðist hugurinn að vélum og tækjum en skepnuhirðingu. Enda fór svo að hans ævistörf snerust að mestu leyti um bíla. Um tíma stundaði hann sjómennsku — aðallega á skipum Eimskipafélags íslands. Nú sfðast var hann starfs- maður bflaleigunnar Geysis hf. Búi eignaðist §ögur böm. Elst er Elín Björk fædd 11. ágúst 1972. Móðir hennar er Ásgerður Pálmadóttir. Þá er Margrét Heiða fædd 15. des. 1978. Móðir hennar er Bryndís Magnúsdóttir. Árið 1982 giftist Búi Guðrúnu Stefánsdóttur og eiga þau tvö böm, Rebekku fædda 17 sept. 1979 ogEgil fæddan 6. nóv. 1984. Með þessum kveðjuroðum vil ég þakka Búa samfylgdina sem því miður var alltof stutt. Öllum að- standendum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Gummi Drottinn, hvað er maðurinn þess, að þú þekkirhann Mannsins bam, að þú gefir því gaum. Maðurinn er sem vindblær, dagar hans sem hverfandi skuggi. (Salúm. 144.3.4.) í dag er til moldar borinn frændi okkar, Búi Eiríksson, sem öllum að óvömm kvaddi þennan heim langt fyrir aldur fram. Þessa ljúfa og góða drengs er nú sárt saknað af öllum sem þekktu hann og þótti vænt um hann. Búi fæddist og ólst upp hjá for- eldrum sínum og systkinum á Stóru-Hvalsá f Hrútafírði, en þar bjuggu foreldrar hans í mörg ár. Þar höfðu föðurafí hans og -amma búið alla tíð og af því leiddi að þar kusum við helst að koma og dvelja, er tækifæri gáfust. Hjá Unu, Eiríki og þeirra stóra bamahópi fann maður sig ætíð velkominn ogþaðan, og eins frá heimili foreldra hans eftir að þau hættu búskap og fluttu suður, eigum við einungis ljúfar minningar. Þar er alltaf gott að koma og átti Búi sinn þátt f þvf með sínu hlýja viðmóti og viljum við nú þakka það allt. Nú fer sá árstími í hönd þegar sólsetrið er hvað fegurst við Húna- flóa. Þannig viljum við minnast frænda okkar, Búa Eiríkssonar. Við sendum bömum hans og Guðríður Sveins- dóttir — Minning Hún var sterk kona. Það fundu allir sem kjmntust henni. Þannig hefur það alltaf verið frá því hún var ung. Ég kynntist henni síðar, bundinni við hjólastól, en orkan stafaði af henni þrátt fyrir það. Hún fæddist árið 1906 þann sautjánda maí í Breiðdal í Suður- Múlasýslu. Dvöl hennar þar varð þó ekki löng því að hún fluttist bamung með Qölskyldu sinni að Búðum á Fáskrúðsfirði. Hún var yngst þriggja bama þeirra Sveins Benediktssonar hreppstjóra á Búð- um og Kristborgar Brynjólfsdóttur. Systkini hennar tvö, sem bæði eru látin, voru Oddný og Benedikt. Hún ólst upp á Búðum og bjó þar fram á fímmtugsaldur. Henni var staðurinn kær eins og raunar allir Austfírðir. Það var heldur engum til efst, sem við hana talaði, að henni þótti meira um þá menn- ingu sem þar þreifst, heldur en þá sem hún kynntist í þéttbýlinu. Það var ekki af öfund eða illvilja, heldur þótti henni menn vera sáttari við tilveruna í fámenninnu. Það þykir mörgum kannski ekki merkur vís- dómur en þeir, sem sáu hana berjast við sjúkdóminn MS í þijátíu ár án þess að bugast, vita að hún sætti sig við meira en aðrir menn. Ekki aðeins það, heldur átti hún Ifka kraft til handa öðrum sem á þurftu að halda. Líf hennar var ekki eingöngu sjúkrasaga, síður en svo. Hún átti mörg góð ár fyrir austan áður en hún flutti suður. Manni sínum Eiði Albertssyni giftist hún árið 1925. Hann var skólastjóri og oddviti á Búðum í áratugi. Hann kom til Austfjarða úr Fnjóskadalnum, nánar tiltekið Garði í Fnjóskadal; sonur Alberts Finnbogasonar hákarlaskipstjóra og Ragnhildar Jónsdóttur. Hann léstárið 1972. Þau áttu sjö böm: Öm, Svein, Ragnhildi, Bertu, Kristmann, Bolla og Albert. Eflaust var það ærið verk að ala upp svo mörg böm en það aftraði henni ekki. Hún lærði á orgel og var organisti í kirkjunni á Búðum í fjölda ára. Bamahópur- inn hefur þó áreiðanlega fengið sinn skerf enda leitað til hennar á góðum stundum alla tíð. Það sést best á því hve sterk hún var og er í huga þeirra. í byrjun sjötta áratugarins tók hún að kenna þess sjúkdóms sem eftir það markaði líf hennar. Þetta var sjúkdómurinn MS, ólæknandi og olli lömun með tíð og tíma. í fyrstu vom sjúkdómseinkennin væg en þau ágerðust. Sjúkdómurinn var greindur 1956 og henni var ekki hugað líf nema í mesta lagi fímmt- án ár. Árin urðu þijátíu og lýsir það betur en nokkur orð þeim fá- dæma viljakrafti sem í henni bjó. Hún var heldur ekki sú sem vor- kenndi sér og kvartaði sáran, heldur öllum ástvinum öðmm innilegar samúðarkveðj ur. „Drottinn gef þú dánum ró, hinum líkn sem lifa.“ Salome og Guðbjörg Sigfúsardætur Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt, hvað fyrir er; grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt. Ég veit, minn ljúfúr lifir lausnarinn himnum á, hannræðurölluyfir, einn heitir Jesús sá, sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíftlífvísttilbjó. (H. Pétursson) Nú, þegar leiðir skilur, vil ég þakka mági mínum, Búa Eiríkssyni, góð kynni og allt sem hann gerði fyrir mig og mína. Hann var dreng- ur góður, böm hændust að honum og það eitt sagði til um hjartalagið. Bóngóður var hann með afbrigðum, neitaði aldrei nokkrum manni um vinnu eða greiða gæti hann því við komið og þá oft lítið að launum. Ég kveð hann með söknuði og bið góð- an guð að styrkja og hugga ástvini hans alla. Slgrún þvert á móti naut hún þess að lifa með sínu fólki. Einn var sá maður sem var henni mesta stoð og stytta allan þennan tíma. Yngsti sonur hennar, Albert, bjó hjá henni þangað til hún lést og annaðist hana. Hann sinnti flest- um hennar þörfum; hjálpaði henni upp í hjólastólinn að morgni og ók henni í heimsóknir þegar hún vildi fara eitthvað. Það var líka hann sem hjálpaði henni upp í rúmið úr stóln- um á kvöldin. Þeir eru ekki margir synimir sem eiga slíka tryggð til handa móður sinni nú þegar til eru stofnanir til að gleypa sjúka og gamla. Til allrar hamingju þurfti hún ekki að dvelja lengi á sjúkrahúsi. Þar vildi hún aldrei vera og með aðstoð Alberts komst hún hjá því þangað til hún lá banaleguna. Hún lést eftir stutta legu og nú fínnst stórri fjölskyldu sem að ættmóðirin hafí verið hrifín frá sér. G.K.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.