Morgunblaðið - 29.05.1986, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 29.05.1986, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 fclk f fréttum 1 íWLt ||||Wm p.;; 1 • I í \p&H I i i ii i i iii r ri i U MM □ M mii ■ i , Færeysku blaðamennirnir Snorri Halldórsson, Mikkjal Helmsdal og Jákup Midjord. Morgunblaðið/Július Færeyskir blaðamenn í heimsókn rír færeyskir blaðamenn voru staddir hérlendis í fyrri viku í boði Flugleiða. Tilefni þess, að þeim var boðið hingað, var formleg opnun áætlunar- leiðar milli Torshavn í Færeyjum og Glasgow í Skot- landi. Flugu þeir til Glasgow, dvöldu þar tvo daga, en fóru síðan til Reykjavíkur og þaðan aftur heim tíT Torshavn. Þeir félagar, sem hér er mynd af, Snorri Halldórs- son, blaðamaður á Dimmalætting, Mikkjal Helmsdal, blaðamaður á Sosíalnum, og Jákup Midjord, ljósmynd- ari á Dagblaðinu, heimsóttu Morgunblaðið meðan á dvölinni í Reykjavík stóð. Skoðuðu þeir húsakynni blaðsins og fylgdust með vinnsiu þess dagstund. a ■ Utsýnarfarþegar í sól- skinsskapi á Benal Beach Morgunblaðinu barst þessi mynd á dögunum frá Ferðaskrifstofunni Utsýn ásamt þeim upplýs- ingum að um 40 íslendingar gistu nú Benal Beach á Costa del Sol á vegum ferðaskrifstofunnar. Útisvistar- svæðið sé óvenju glæsilegt með fímm stórum sund- laugum og vatnsrennibrautum á milli þeirra. í einni sundlauginni miðri sé bar í Suðurhafseyjastíl og geti gestimir synt upp að bamum til að svala þorstanum. Það var líka óspart gert sl. fímmtudag í 30 gráðu hita. Gestir Útsýnar léku á als oddi og láta hið besta af dvöl sinni, að því er segir í frétt frá ferðaskrifstof- Sylvester Stallone bætir við lífvörðum eir sem séð hafa kvikmyndir með Sylvester Stallone gætu haldið að hann væri einfær um að verja sig sjálfur. Svo er þó ekki, því fyrir skömmu ijölgaði hann líf- vörðum sínum eftir að hafa orðið fyrir ógnun við kvikmyndatöku. Er Stallone tók þátt í fjörugu sam- kvæmi í klúbb einum í Hollywood fyrir skömmu fylgdu honum þrír lífverðir, en það reyndist ekki nóg. Leðuijakkanum hans var stolið af stólnum sem hann sat á! Og líf- verðimir — þeir hljóta annað hvort að hafa verið sofandi eða þeir hafa tekið full mikinn þátt í fagnaðin- um... Óvenjuleg lækning: Ég ákvað að hefja gagnárás Það er hreint ótrúleg saga sem Garrett Porter frá Topeka, Kansas í Bandaríkjunum hefur að segja. Þegar hann var níu ára fékk hann heilaæxli sem virtist ólæknandi. Hér var um slæmt tilfelli að ræða og læknar gáfust um síðir upp við að lækna hann og sögðu að hann gæti alls ekki lifað lengur en í hálft ár. Heilaæxlið var komið á loka- stig. Það var farið að hafa áhrif á jafnvægisskyn drengsins og sjóntaugar. Læknamir höfðu m.a. rejrnt geislameðferð en heilaupp- skurður var talinn óframkvæman- legur vegna legu æxlisins í heilan- um. í örvæntingu sinni snéru for- eldrar Garretts sér til hinnar þekktu Menninger-stofnunar, sem vinnur út frá sálfræðilegum hug- myndum og þeirri kenningu að fólk geti læknað sig sjálft, sé sjálfstraustið nógu mikið. Einn lækna stofnunarinnar, Patricia Norris, tók hinn dauð- sjúka Garrett í meðferð f október 1978, þegar komið var í ljós að geislameðferðin skilaði ekki árangri. Hún byijaði þegar að kenna Garrett aðferð sem byggði — af öllum lífs og sálar kröftum m.a. á biofeedback-tækni (sam- heiti aðferða til að fylgjast með ósjálfráðri líkamsstarfsemi, t.d. með aðstoð rafeindatækja) og auka meðvitundina um hana með það fyrir augum að læra að stjóma henni (t.d. hjartslætti eða breytingum á blóðþrýstingi) og jafnframt þeim geðbrigðum sem henni eru tengd. í huganum sá hann sjúkdóm sinn fyrir sér sem „stjömustríð". Hans eigin líkami var sérs takt sólkerfí en æxlið fjandsamleg pláneta sem reyndi að ná yfirhöndinni. Garrett ímyndaði sér að hann væri sjálfur foringi flokks vopnaðra geimskipa sem réðust að árásarskipum fjandmannanna. Hann átti í þessu innra stjömustríði í hálftíma á hveiju kvöldi. Ástand hans hélst svipað fram í júní 1979. En í október 1979 - ári eftir að hefð- bundinni meðferð var hætt - sagði Garrett dr. Norris að hann yrði ekki lengur eins áþreifanlega var við „fjandmennina" í „hugar- stríði" sínu. Og hið ótrúlega hafði gerst, að heilsu Garretts hafði farið tölvert fram. Hann fékk jafnvægisskynið aftur, sjónin batnaði - og í febrú- ar 1980 leiddi rannsókn í ljós að æxlið í heilanum var horfíð. Nú er Garrett 16 ára oggengur í menntaskóla og ekki hefur orðið vart við sjúkdóminn aftur. Draumur hans er að verða læknir. Garrett skrifað bók um sjúkdóm sinn og hvemig honum tókst að sigrast á honum sem ber heitið Hvers vegna ég? (Why me?). Þar segir hann frá því hvemig hann sem bam var í mikilli óvissu um hve hættulegur sjúkdómur hans væri. Hann segist hafa verið ógur- lega hræddur og angistin hafí aldrei látið hann í friði. „Eitt kvöldið þegar ég var háttaður sagði ég við sjálfan mig að ég hlyti annað hvort að gefast alveg upp eða beijast af öllum mætti. Og ég ákvað að hefja gagnárás af öllum lífs og sálarkröftum," segir Garrett Porter. Garrett Porter — hann háði „sjömustríð“ í huganum í því skyni að sigrast á sjúkdómi sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.