Morgunblaðið - 29.05.1986, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 29.05.1986, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1986 67 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS iY((ífÆPí°í''ua'LI tr Þessir hringdu . Úrtýndist. Fjölnir Sigtryggsson hringdi: „Ég týndi úrinu mínu sl. föstu- dagskvöld. Ég held það hafi dottið úr úlpuvasa fyrir framan gisti- heimilið í Bláa lóninu. Þetta er japanskt tölvuúr með vísum og gullhúðaðri festi. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í migí síma 681744.“ Forgangsverkefni að ganga frá umhverfi Laugardalsvallar Anton Erlendsson hringdi: „Nú eru um 30 ár síðan Laug- ardalsvöllurinn var vígður. Enn á eftir að ganga frá umhverfi vallar- ins og aðkoman að vellinum alltaf jafn erfið. Ég ætlaði að leggja til að það væri forgangsverkefni að ganga frá umhverfí vallarins á undan öðrum framkvæmdum í Laugardal." Taska tapaðist Dóra hringdi: „Ég tapaði töskunni minni á íjórða tímanum aðfaranótt sl. sunnudags á Austurvelli. Þetta er svört leðurtaska með skilríkj- um, myndavél, sólgleraugum og fleiru ásamt 700 krónum í pening- um. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Dóru Magnús- dóttur síma 11279 heima og vinnusíma 687700.“ „En sólin gengur sína leið“ Gestur hringdi: „Mig langaði að senda lesend- um þessa gömlu vísu: „Tólf em á ári tunglin greið, tilberaðl3renni, en sólin gengur sína leið svo sem guð bauð henni. Rakara raunir Bágt er að heyra um erfiða af- komu hjá rakarastéttinni og að þeir beijist í bökkum með að halda atvinnunni gangandi. Öðru vísi mér áður brá. Fyrir 50 árum voru rakarar velmegandi menn svo sem Sigurður hjá Eim- skip, Kjartan í Austurstræti, Eyjólf- ur í Bankastræti og Óskar f Kirkju- stræti svo nokkrir séu nefndir. Fastur taxti á þessum tíma var 1,40 krónur fyrir klippingu og 40 aurar fyrir rakstur. Þá var dagvinnukaup hafnar- verkamanna kr. 1,40 um tfmann. Svo menn fengu klippingu fyrir klukkutfma vinnu. Nú er kaup verkamanna í hæsta flokki eftir 15 ára starf kr. 158,99 á klst. en klipp- ing kostar frá 350 til 595 krónur eða að meðaltali um 470 krónur, Svo að verkamenn eru nú 3 klukku- tíma að vinna fyrir einni klippingu. Þá má geta þess að fyrir 50 árum voru raftæki lítið notuð við klipping- ar, en greiða og skæri að mestu eingöngu. Svo það tók lengri tíma Krabba- meinsfélag- ið biðst afsökunar Kæra Kristín! í Velvakanda þann 8.5. sl. hefur þú orð á mistökum, sem Krabba- meinsfélaginu urðu á í bréfaskrift- um sínum til þín. Krabbmeinfélagið gengst við þessum mistökum og harmar að þau gátu átt sér stað. Það er sjálfsögð kurteisi að biðja þig einnig afsökunar á prenti og eru þessar línur því ritaðar. Það er mjög miður að mistök okkar hafa orðið til að auka angur þitt. Til að hindra að mistök af þessum toga endurtaki sig gerum við aukn- ar ráðstafanir um hert eftirlit með útsendingu bréfa til þátttakenda í þeirri rannsókn sem um ræðir. Með vinsemd og virðingu, f.h. Krabbameinsfélagsins, G. Snorri Ingimarsson, læknir, forstjóri Krabbameinsfélags íslands. en nú að klippa hvert höfuð. Getur svona misræmi gengið átölulaust? Siguijón Sigurbjörnsson 7970-0886 Þakkir fyrir frábæra mynd Ástæða þykir mér til að þakka forráðamönnum Tónbíós fyrir sýn- ingu myndarinnar Salvador. Hún kom róti á huga minn og hvet ég fólk til að sjá hana áður en það er um seinan. Þessi kvikmynd er algjör hvalreki á fjörur okkar, sem þykj- umst hafa einhvem áhuga á mál- efnum El-Salvador og annarra landa sem ekki ósvipað ér ástatt fyrir. í besta falli getur mynd sem þessi snert okkur það óþyrmilega að okkur standi ekki á sama. Enn- fremur er það ánægjulegt að pen- ingafabrikkan vestur í Bandaríkj- unum á það til að taka slík hliðar- spor sem þessi mynd er vitni um. Með bestu kveðjum til forráða- manna Tónabíós. Ari Tryggvason Meira um verð á morgungulli Kæri Velvakandi. Ingvar Halldórsson hjá Góðu fæði h/f., skrifar athugasemd við f-ein mína hjá Velvakanda 7. maí. greininni upplýsir hann að Morg- ungull með rúsínum hafi ekki hækkað í verði frá framleiðanda síðan 1. janúar 1986, vafalaust rétt, en breytir engu um það að allt er rétt og satt sem í greininni stóð. 23. mars keypti ég í umræddri verslun Morgungull á 156 kr., 11. apríl á 179,90 kr. eins og það kostar nú og fékk þær upplýsingar að þetta hefði hækkað hjá framleið- anda. Þær upplýsingar voru frá ábyrgum aðila, enda vafalaust rétt- ar, og er einföld skýring á því. Morgungullið sem selt var og keypt í apríl var af eldri birgðum, frá því einhvemtíma fyrir áramót. Það sem selt var f apríl var af seinni innkaupum, hvenær sem þau voru gerð. Sama mun hafa gilt um aðra þá verslun sem nefnd var í grein- inni, en þar fylgdi með umræddum skýringum að þetta væri eðlileg hækkun, hráefnið hefði hækkað í útlöndum. Þó allt mas um þetta sé til lftils væri þó gaman að fá það upplýst hjá Ingvari Halldórssyni hvenær Morgungullið hækkaði í verði síð- ast, hvað mikið og hvers vegna. Verðlagsstofnun og fleiri aðilar leggja nú f mikinn kostnað til að fylgjast með breytingum á verði á vörum og þjónutu, allt er þetta til lftils ef almenningur gerir það ekki líka. Það er snjallræði að halda til haga verðmerktum umbúðum og bera saman þegar næst er keypt og lfka að skrifa hjá sér verð á öðru sem fólk kaupir. HEILRÆÐI „Byrgjum brunninn áður en barnið fellur ofan í hannu Að gefnu tilefni er vert að minna á hina miklu slysahættu sem skapast, þar sem heitir pottar í görðum eru hafðir án loka eða hlífa milli notkunar. Lítil böm geta hæglega orðið sér að voða, falli þau ofan í þá. Því er nauðsynlegt að setja tryggilegt lok eða segl yfir til að koma í veg fyrir slys. Utank)örstaða- skrifstofa SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar 688322, 688953 og 688954. Upplýsingar um kjörskrá o.fl. Utankjörstaðakosning fer fram í Ármúlaskóla alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnu- dagakl. 14-18. Sjálfstæðisfólk. Vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á kjördegi 31. maí nk. V 35 ára Tveggja alda sýn > danshefð Reyk- víkinga Danssýning í kvöldkl. 20.00 í Gamla bíói. Dans, söngur, leikir og músík. Miðar verða seldiríGamla bíói í dag frá kl. 16.00. Og nú erum við í Borgartúni 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.