Morgunblaðið - 29.05.1986, Síða 72

Morgunblaðið - 29.05.1986, Síða 72
©tönaóarbankinn HMRfenbMM „hmSbókha^ — 991 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Frjáls verðlagn- ing í málmiðn- aðinum í haust VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður ákvæði nm hámarksá- lagningu á útselda vinnu í málmiðnaði frá og með 1. október í haust. Var það gert á grundvelli könnunar Verð- lagsstofnunar á samkeppni í greininni. Undir málmiðnað- inn falla meðal annars bif- reiðaviðgerðir, blikksmíði, skipasmíði og skipaviðgerðir. Jafnframt ákvað Verðlagsráð ákveðnar aðgerðir til að örva samkeppni og tryggja sanngjama þróun verðlags þegar frelsi mál- miðnaðarins kemur til fram- kvæmda. Óheimilt verður að gefa út sameiginlegar verðskrár og verkstæðunum gert skylt að hafa eigin verðskrár á áberandi stöð- um þannig að viðskiptavinir eigi auðvelt með að kynna sér verð áður en til viðskipta kemur. Lagt er fyrir Verðlagsstofnun að örva samkeppni fyrirtæiga og efla verðskyn neytenda með birtingu f upplýsinga um verð. Einnig á stofnunin að undirbúa þegar til- lögur að því hvemig nánar verði staðið að verðgæslu þannig að verðgæsla stofnunarinnar og upplýsingamiðlun geti orðið sem virkust þegar frá 1. október. Fiskmarkaðurínn í Bretlandi: Lágt verð léleg gæði TVÖ FISKISKIP seldu afla smn í Bretlandi í gær. Gæðum aflans hjá báðum skipunum var ábóta- vant og verð eftir því fremur lágt. Hrungnir GK seldi 106,9 lestir í Hull. Heildarverð var 4,5 milljónir króna, meðalverð 42,52. 60% aflans fóru í 2. gæðaflokk, 40% í þann 3. Húnaröst ÁR seldi 56 lestir í Grimsby. Heildarverð var 3,1 millj- ón króna, meðalverð 55,77. Allur aflinn fór í 2. gæðaflokk. Krístján syngnr hjá New York City-óperunni Akureyri. KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari hefur verið ráðinn til að syngja i La Boheme eftir Puccini með New York City óperunni i Lincoln Center. Frum- sýnt verður í september i haust. Kristján syngur hlutverk Rodolfo í La Boheme. „Þetta er sama hlut- verk og ég „depúteraði" í í Þjóðleik- húsinu á sfnum tíma - þetta er mitt besta hlutverk," sagði Kristján í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins á Akureyri. Þess má geta að á næsta ári syngur Kristján aftur með New York City óperunni í Lincoln Center - þá fer hann með hlutverk í Tosca, sem hann æfir einmitt nú í Þjóðleik- húsinu. Kristján Jóhannsson ii'in imniiii iiiiiii iiiiin Þannig stóð styttan af Tómasi Guðmunds- syni i Austurstræti ein sér og vestar í götunni en hún verður. Hugmynd þeirra Dagnýjar Helgadóttur og Guðna Páls- sonar. Höggmyndin stendur á blágrýtisstalli fremst en fyrir aftan er hvit marmarasúla, þar sem á er letrað hluti kvæðisins Austurstræti eftir Tómas Guðmundsson. Höggmyndin af Tómasi í Austurstræti að nýju í SUMAR verður höggmynd af Tómasi Guð- mundssyni skáldi komið fyrir í Austurstræti á ný. Höggmyndin verður á nýjum stalli sem arkitektarnir Dagný Helgadóttir og Guðni Páls- son hafa teiknað. í lýsingu sem fylgir teikningunum segir að styttan skuli staðsett þannig að hún sé það fyrsta sem mætir manni í Austurstræti. Guðni Pálsson sagðist :ra ráð fyrir að hún verði staðsett skáhallt út frá tvegsbankahúsinu. Styttan verður á stalli úr blá- G giýti, sem er tákn hins veraldlega, mannsins, og stendur fremst. Hluti úr kvæðinu Austurstræti eftir Tómas verður grafíð í súlu úr hvftum marmara sem tákn hins andlega, skáldskaparins, og stendur fyrir aftan blágrýtisstailinn sem bakgrunnur. Báðir eiga steinamir að vera gljáslípaðir. Guðni sagði að höggmyndin ætti að njóta sín betur á þessum stað en þar sem hún var áður, í miðju Austurstrætinu. Þar hafi hún iðulega staðið í skugga. Búvörur hækka um tæplega 3% tíl bænda Rætt um auknar niðurgreiðslur til að lækka kindakjötsverð NÝTT verð á búvörum á að taka gildi næstkomandi mánudag, 2. júní. Búist er við að verðlags- V estmannaeyjar: Grasmaðkur hrell- ir garðeigenduma Vestmannaeyjum. GARÐEIGENDUM í Vest- mannaeyjum til mikillar mæðu og hrellingar hefur grasmaðkur tekið að herja á garða fólks víða í bænum og einnig hefur hans orðið vart undir Hlíðarbrekk- um. Hefur kvikindi þetta þegar valdið miklum spjöllum í falleg- um húsagörðum og sumsstaðar eru blettir hreint kvikir af þess- um ófögnuði. Þess eru dæmi að vel hirtir garðar sem alla jafna eru á þessum tíma fagurgrænir, eru nú kolmó- rauðir yfir að líta. Hér er á ferðinni algeng tegund grasmaðks og er talið að þessí plága muni ganga yfír eftir á að giska hálfan mánuð, þegar lirfan verður orðin að fiðrildi. A mánudaginn unnu starfsmenn bæjarins að því að úða þá garða þar sem ástandið var hvað verst, en það mun hafa haft takmörkuð áhrif. Sterkur áburður er talinn besta vopnið gegn þessum vágesti. Ekki er talin ástæða til þess að óttast um frekari útbreiðslu gras- maðksins, eftir að gripið hefur verið til áburðargjafar. Grasmaðk- ur hefur ekki þjakað Eyjabúa í mörg ár, en alltaf er hætta á að upp komi svona faraldur við sér- stakar aðstæður. -hlg grundvöllurmn, það er verð bú- varanna til bænda, hækki um 2,6-2,8%. Til tals hefur komið að auka niðurgreiðslur til að láta útsöluverð á kindakjöti haldast óbreytt. Sexmannanefnd, sem verðleggur búvörumar til bænda, og fímm- mannanefnd sem verðleggur þær í heildsölu eru þessa dagana að ljúka vinnu við verðlagninguna. Útlit er fyrir að verðlagsgrundvöllurinn hækki innan við 3% eins og fram kemur hér að ofan, en ekki ljóst hvað vinnslukostnaðurinn hækkar. Ef vinnslukostnaðurinn hækkar hlutfallslega jafn mikið og grund- vallarverðið og niðurgreiðslur hald- ast hlutfallslega jafn miklar, hækkar útsöluverðið svipað og grundvallar- verðið, það er um 2,6-2,8%. Fulltrúar bænda hafa lagt til að niðurgreiðslur verði auknar á kinda- kjöti, þannig að komist verði hjá hækkuninni núna um mánaðamótin og það lækkað verulega að auki. Er farið fram á þetta til að takast megi að auka söluna aftur, en hún hefur verið heldur dræm frá áramót- um og hægt gengið á birgðir. Aukn- ar niðurgreiðslur til að eyða kinda- kjötshækkuninni myndu kosta ríkis- sjóð 5 milljónir á mánuði. Lágheiðín mok- uð en lokuð HÁLFGERT vetrarveður hefur ríkt á Vestfjörðum og norðan- verðu landinu suður eftir Aust- fjörðum og færð á ýmsum fjall- vegum af þeim sökum spillzt. Allir fjallvegir á hálendi eru lokaðir og þungatakmarkanir á flestum opnum vegum. Steingrímsfjarðarheiði lokaðist í hretinu um daginn, en reynt var að opna hana í gær. Vegna bilunar í snjóblásara tafðist moksturinn nokk- uð. Á þriðjudag þurfti að ryðja veginn yfir Mörðudalsöræfi og Fjarðarheiði til Seyðisíjarðar. Lokið var við mokstur Lágheiðar í byijun vikunnar en heiðinni síðan lokað vegna aurbleytu. Annars er fært frá Reykjavík til ísafjarðar svokall- aða syðri leið. Hringvegurinn er fær og fært með ströndinni frá Húsavík til Vopnafjarðar, en þungatakmark- anir eru víða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.