Morgunblaðið - 01.11.1986, Side 5

Morgunblaðið - 01.11.1986, Side 5
____________________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 Forstöðumaður upplýsingadeildar NATO á íslandi: 5 Ekki bandarísk herstöð heldur hlekkur í varn- arkeðju NATO - sagði Hofman um hlutverk Keflavíkurflugvallar WILFRIED A. Hofman, forstöðu- inaður upplýsingadeildar Atl- antshafsbandalagsins, er staddur hér á landi. Tilgangur komu hans hingað er þríþættur. Hofman ætlar að kynna sér störf eina starfsmanns sins, sem ekki hefur bækistöðvar í Briissel, ræða við íslenska embættismenn um það hvemig bæta megi upplýsinga- starfsemi í þágu NATO á íslandi og skoða flugstöðina í Keflavík. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í Hótel Sögu í gær, sagði Hof- mann hvers vegna hann væri hingað kominn. í fyrsta lagi kvaðst hann ætla að kynna sér starfsemi upplýsingafulltrúa Atlantshafs- bandalagsins á íslandi, Magnúsar Þórðarsonar. Magnús væri eini full- trúi upplýsingadeildar NATO, sem ekki hefði aðsetur í Briissel. Hann kvaðst hafa rætt við Matt- hías Á. Mathiesen, utanríkisráð- herra, og komist að því að hann væri vakandi gagnvart almenning- sálitinu. Hann dyldi ekki skoðanir sínar, þótt fram kæmi ágreiningur. „Slíkt er merki um styrk, en ekki veikleika. Á því byggir samstarf innan Atlantshafsbandalagsins: að menn segi hug sinn.“ Hofman taldi að leiðtogafundur- inn í Reykjavík hefði gert það að verkum að íslendingar hefðu haft meira af samskiptum austurs og vesturs að segja en áður. Hann benti á að í júní á næsta ári yrði haldinn utanríkisráðherrafundur NATO á íslandi og myndi sá fund- ur hafa sömu áhrif. Hofman sagði að nú væri hvergi litið svo á að Reykjavíkurfundurinn hefði mistekist og í raun hefði ímynd Ronalds Reagan Bandaríkja- forseta tekið breytingum eftir að honum lauk. Reagan hefði sýnt það í Reykjavík hversu langt hann væri reiðubúinn til að ganga í samning- um um að fækka kjamorkuvopnum. Hann hefði í raun gengið lengra en til að mynda jafnaðarmenn í Vestur-Þýskalandi í tillögúm sínum. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að herstöðin í Keflavík er ekki bandarísk heldur hlekkur í vamarkeðju NATO,“ sagði Hof- mann um hlutverk Keflavíkurflug- vallarins í vamarkeðju Atlantshafs- bandalagsins. Hofman heldur á hádegi í dag fyrirlestur, sem nefnist „NATO er enn nauðsynlegt" í Hótel Sögu. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Karlsefni seldi í Cuxhaven KARLSEFNI RE seldi á föstudag 180,3 lestir af karfa í Cuxhaven. Heiídarverð var 7.966.400 krón- ur, meðalverð 44,19. Þetta er heldur lægra verð en fengizt hefur fyrir karfa i Þýzkalandi að undanförnu. Skýrist það með- al annars af þvi, að þarna er um mikið magn að ræða á föstu- degi, en sá dagur er yfirleitt ekki talinn heppilegur til fisk- sölu. Varðbergs og Samstarfs um vest- Wilfried A. Hofmann, forstöðumaður upplýsingadeildar Atlantshafsbandalagsins, og Magnús Þórðar- ræna samvinnu. son, upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins á íslandi. tv/íncM EINN EGI i!fe7.\Sfmt68! SWIFT G' TWIN CAM 16 Sportbíll sem talað verðpft , 101 hestafl - tveir öfanáliggjándi1<nastásc r.^ts \ 0-100 km hraði á rúraum ö sekúnmTm? Þétté érú ileins nokkur airiði af þeim sém Suzuki Swift GTi að bíl sem ekki á sinn ! F 'J j Uí V - —! Wm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.