Morgunblaðið - 01.11.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.11.1986, Qupperneq 5
____________________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 Forstöðumaður upplýsingadeildar NATO á íslandi: 5 Ekki bandarísk herstöð heldur hlekkur í varn- arkeðju NATO - sagði Hofman um hlutverk Keflavíkurflugvallar WILFRIED A. Hofman, forstöðu- inaður upplýsingadeildar Atl- antshafsbandalagsins, er staddur hér á landi. Tilgangur komu hans hingað er þríþættur. Hofman ætlar að kynna sér störf eina starfsmanns sins, sem ekki hefur bækistöðvar í Briissel, ræða við íslenska embættismenn um það hvemig bæta megi upplýsinga- starfsemi í þágu NATO á íslandi og skoða flugstöðina í Keflavík. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í Hótel Sögu í gær, sagði Hof- mann hvers vegna hann væri hingað kominn. í fyrsta lagi kvaðst hann ætla að kynna sér starfsemi upplýsingafulltrúa Atlantshafs- bandalagsins á íslandi, Magnúsar Þórðarsonar. Magnús væri eini full- trúi upplýsingadeildar NATO, sem ekki hefði aðsetur í Briissel. Hann kvaðst hafa rætt við Matt- hías Á. Mathiesen, utanríkisráð- herra, og komist að því að hann væri vakandi gagnvart almenning- sálitinu. Hann dyldi ekki skoðanir sínar, þótt fram kæmi ágreiningur. „Slíkt er merki um styrk, en ekki veikleika. Á því byggir samstarf innan Atlantshafsbandalagsins: að menn segi hug sinn.“ Hofman taldi að leiðtogafundur- inn í Reykjavík hefði gert það að verkum að íslendingar hefðu haft meira af samskiptum austurs og vesturs að segja en áður. Hann benti á að í júní á næsta ári yrði haldinn utanríkisráðherrafundur NATO á íslandi og myndi sá fund- ur hafa sömu áhrif. Hofman sagði að nú væri hvergi litið svo á að Reykjavíkurfundurinn hefði mistekist og í raun hefði ímynd Ronalds Reagan Bandaríkja- forseta tekið breytingum eftir að honum lauk. Reagan hefði sýnt það í Reykjavík hversu langt hann væri reiðubúinn til að ganga í samning- um um að fækka kjamorkuvopnum. Hann hefði í raun gengið lengra en til að mynda jafnaðarmenn í Vestur-Þýskalandi í tillögúm sínum. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að herstöðin í Keflavík er ekki bandarísk heldur hlekkur í vamarkeðju NATO,“ sagði Hof- mann um hlutverk Keflavíkurflug- vallarins í vamarkeðju Atlantshafs- bandalagsins. Hofman heldur á hádegi í dag fyrirlestur, sem nefnist „NATO er enn nauðsynlegt" í Hótel Sögu. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Karlsefni seldi í Cuxhaven KARLSEFNI RE seldi á föstudag 180,3 lestir af karfa í Cuxhaven. Heiídarverð var 7.966.400 krón- ur, meðalverð 44,19. Þetta er heldur lægra verð en fengizt hefur fyrir karfa i Þýzkalandi að undanförnu. Skýrist það með- al annars af þvi, að þarna er um mikið magn að ræða á föstu- degi, en sá dagur er yfirleitt ekki talinn heppilegur til fisk- sölu. Varðbergs og Samstarfs um vest- Wilfried A. Hofmann, forstöðumaður upplýsingadeildar Atlantshafsbandalagsins, og Magnús Þórðar- ræna samvinnu. son, upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins á íslandi. tv/íncM EINN EGI i!fe7.\Sfmt68! SWIFT G' TWIN CAM 16 Sportbíll sem talað verðpft , 101 hestafl - tveir öfanáliggjándi1<nastásc r.^ts \ 0-100 km hraði á rúraum ö sekúnmTm? Þétté érú ileins nokkur airiði af þeim sém Suzuki Swift GTi að bíl sem ekki á sinn ! F 'J j Uí V - —! Wm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.