Morgunblaðið - 01.11.1986, Page 47

Morgunblaðið - 01.11.1986, Page 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 Sameinumst um glæsi- lega þátttöku í ÓL ’88 eftir Örn Eiðsson Á tímum sívaxandi upplýsinga- þjóðfélags, hvort sem um er að ræða innan þjóðfélags eða milli þjóða, er oft til umræðu hvaða leið- ir séu vænlegastar til árangurs á þessu sviði. Það leikur ekki á tveim tungum, að nýafstaðinn leiðtogafundur hér í Reykjavík hefur virkað eins og vítamínsprauta á umræðuna um þessi mál hér á landi. Þó að sjálf- sagt sé að reyna að notfæra sér slíka auglýsingu á landi og þjóð er kapp ávallt best með forsjá og rétt að taka ekki of mörg skref í einu. Talandi um jákvæða og góða kynningu á íslenskri þjóð er það mín skoðun, að fátt ef nokkuð sé betri landkynning en afreksfólk á sviði íþrótta. Þetta eru bæði gömul sannindi og ný, en góð vísa er sjald- an of oft kveðin. íslenskt íþróttafólk hefur margoft vakið verðskuldaða athygli um víða veröld fyrir frábær- an árangurí hinum ýmsu íþrótta- greinum. Erlendir íþróttafrétta- menn og sérfræðingar á sviði íþrótta undrast hina mikla getu hjá svo fámennri þjóð, sem vissulega stendur verr að vígi en fjölmennar og ríkar þjóðir, þar sem ekkert skortir, hvorki fjármuni eða að- stöðu. Sá íþróttaviðburður, sem hæst ber í veröldinni og milljarðar fylgj- ast með í sjónvarpi, eru Ólympíu- leikamir, sem haldnir eru fjórða hvert ár. Næstu sumarleikar fara fram í Seoul í Suður-Kóreu og vetr- arleikamir í Calgary í Kanada. Oft hefur verið staðið veglega að undir- búningi og þátttöku okkar á Ólympíuleikunum. Sjaldan eða aldr- ei þó eins vel og fyrir síðustu leika, enda árangurinn eftir því. Við verð- um að horfast í augu við þá stað- reynd, að leiðin á toppinn í íþróttum krefst ekki aðeins gífurlegs vilja- styrks og áhuga, heldur, og ekki síður, mikilla fjármuna. Fyrir síðustu Ólympíuleika hagn- aðist Ólympíunefnd íslands, sem kostar þátttöku okkar fólks í leikun- um, allvel á happdrætti sínu. Nú stendur yfir happdrætti Ólympíu- nefndar 1986 og það skiptir sköpum um undirbúning og árangur okkar manna í Seoul og Calgary hveijar undirtektir þjóðarinnar verða. Ólympíunefndin fær að vísu fram- lag frá því opinbera, en það er óverulegur hluti af því fé, sem nauð- synlegt er. Það er því í ykkar höndum, sem fengið hafa senda happdrættismiða Olympíunefndar, hvort hinir fræknu íþróttamenn okkar mæti vel undirbúnir til leik- anna 1988. Öll viljum við sjá okkar frábæm handknattleiksmenn sigra í leikjum og afreksfólk okkar í frjálsum íþróttum, júdó, sundi, siglingum og skíðaíþróttum. Að þessu sinni taka knattspymumenn okkar einnig þátt í undankeppni leikanna og við þá eru bundnar miklar vonir. Ef þú kaupir happdrættismiða Ólympíu- nefndar, sem kostar aðeins 250 krónur, getur það ráðið úrslitum um sigur eða tap í Seoul eða Calg- ary. íslenska Ólympíunefndin getur ekki gengið í opinbera sjóði, eins Órn Eiðsson og flestar hliðstæðar nefndir ann- arra þjóða gera. Okkar afreksfólk verður að treysta á velvilja og skiln- ing almennings, sem alltaf er jákvæður, þegar íþróttafólkið er annarsvegar. Sameinumst um glæsilega þátttöku í Ólympíuleikun- um 1988. Höfundur er stjómarmaður í Ólympíunefnd tslands. Flökunarvélin góða. Það tekur nú mun skemmri tíma að flaka en á meðan það var gert í höndunum. Síldarf lökun og pæklun á Eskifirði TALSVERT hefur verið saltað af síld á Eskifirði í haust og það sem af er vetri en þegar Morgun- blaðið var á ferðinni þar fyrir nokkru var kvótinn orðinn fullur og því lítið að gerast á söltunar- plönunum. Eskfírðingar bíða nú í ofvæni eftir því hvort samið verður um sölu á meiri sfld til Sovétríkjanna en á meðan huga menn að þeirri sfld sem þegar hefur verið söltuð. Þó algengasta aðferðin við vinnslu á sfldinni sé að salta hana þá er nokkuð gert af því að flaka sfldina og salta hana þannig. Starfs- fólk Hraðfrystihúss Eskifjarðar vann við flökun þegar Morgun- blaðið bar að garði á dögunum og þar sem annars staðar hefur tækn- in sett svip á sfldarflökun. Nú til dags nota menn vélar til flökunar og vinnur hún á við marga fljóta flakara. Auk þess flakar hún ágætlega þannig að Svíamir sem kaupa sfldina þannig unna ættu að vera ánægðir með handbragðið. Pæklað hjá Auðbjörgu á Eskifirði. Nú er mest saltað í plasttunnur en góðu gömlu trétunnumar eru þó notaðar með enda vitfa Srvét- menn síldina í þannig tunnum. Hér er verið að pækla í trétunnumar en plasttunnurnar nýju standa upp á endann. 9 opnum við og bjóð- um alla velkomna sem vilja taka daginn snemma og gera góð helgarinnkaup. _i 2 Æm0 Austurveri og Glæsibæ Þú hefur tíma til kl. 4 í dag til að gera helgarinnkaupin hjá okkur Við vekjum sérstaka athygli á nýju og glæsilegu kjötborði í Austurveri, sem danski kjötmeistarinn okkar á allan heiðurinn af - og í dag verða einnig margar vörur á tilboðsverði í báðum búðunum ,svo sem stórafsláttur af svínakjöti, rauð epli á kr. 62,- kg, appelsínur kr. 52,- kg, Uncle Ben’s hrísgrjón kr. 32,90 lítill pakki og kr. 63,- stór pakki og Nesquick 400 g á kr. 75,- 4 Þá fyrst lokum við, svo þú hefur nægan tíma til að gera helgarinnkaupin hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.