Morgunblaðið - 01.11.1986, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 01.11.1986, Qupperneq 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 Sameinumst um glæsi- lega þátttöku í ÓL ’88 eftir Örn Eiðsson Á tímum sívaxandi upplýsinga- þjóðfélags, hvort sem um er að ræða innan þjóðfélags eða milli þjóða, er oft til umræðu hvaða leið- ir séu vænlegastar til árangurs á þessu sviði. Það leikur ekki á tveim tungum, að nýafstaðinn leiðtogafundur hér í Reykjavík hefur virkað eins og vítamínsprauta á umræðuna um þessi mál hér á landi. Þó að sjálf- sagt sé að reyna að notfæra sér slíka auglýsingu á landi og þjóð er kapp ávallt best með forsjá og rétt að taka ekki of mörg skref í einu. Talandi um jákvæða og góða kynningu á íslenskri þjóð er það mín skoðun, að fátt ef nokkuð sé betri landkynning en afreksfólk á sviði íþrótta. Þetta eru bæði gömul sannindi og ný, en góð vísa er sjald- an of oft kveðin. íslenskt íþróttafólk hefur margoft vakið verðskuldaða athygli um víða veröld fyrir frábær- an árangurí hinum ýmsu íþrótta- greinum. Erlendir íþróttafrétta- menn og sérfræðingar á sviði íþrótta undrast hina mikla getu hjá svo fámennri þjóð, sem vissulega stendur verr að vígi en fjölmennar og ríkar þjóðir, þar sem ekkert skortir, hvorki fjármuni eða að- stöðu. Sá íþróttaviðburður, sem hæst ber í veröldinni og milljarðar fylgj- ast með í sjónvarpi, eru Ólympíu- leikamir, sem haldnir eru fjórða hvert ár. Næstu sumarleikar fara fram í Seoul í Suður-Kóreu og vetr- arleikamir í Calgary í Kanada. Oft hefur verið staðið veglega að undir- búningi og þátttöku okkar á Ólympíuleikunum. Sjaldan eða aldr- ei þó eins vel og fyrir síðustu leika, enda árangurinn eftir því. Við verð- um að horfast í augu við þá stað- reynd, að leiðin á toppinn í íþróttum krefst ekki aðeins gífurlegs vilja- styrks og áhuga, heldur, og ekki síður, mikilla fjármuna. Fyrir síðustu Ólympíuleika hagn- aðist Ólympíunefnd íslands, sem kostar þátttöku okkar fólks í leikun- um, allvel á happdrætti sínu. Nú stendur yfir happdrætti Ólympíu- nefndar 1986 og það skiptir sköpum um undirbúning og árangur okkar manna í Seoul og Calgary hveijar undirtektir þjóðarinnar verða. Ólympíunefndin fær að vísu fram- lag frá því opinbera, en það er óverulegur hluti af því fé, sem nauð- synlegt er. Það er því í ykkar höndum, sem fengið hafa senda happdrættismiða Olympíunefndar, hvort hinir fræknu íþróttamenn okkar mæti vel undirbúnir til leik- anna 1988. Öll viljum við sjá okkar frábæm handknattleiksmenn sigra í leikjum og afreksfólk okkar í frjálsum íþróttum, júdó, sundi, siglingum og skíðaíþróttum. Að þessu sinni taka knattspymumenn okkar einnig þátt í undankeppni leikanna og við þá eru bundnar miklar vonir. Ef þú kaupir happdrættismiða Ólympíu- nefndar, sem kostar aðeins 250 krónur, getur það ráðið úrslitum um sigur eða tap í Seoul eða Calg- ary. íslenska Ólympíunefndin getur ekki gengið í opinbera sjóði, eins Órn Eiðsson og flestar hliðstæðar nefndir ann- arra þjóða gera. Okkar afreksfólk verður að treysta á velvilja og skiln- ing almennings, sem alltaf er jákvæður, þegar íþróttafólkið er annarsvegar. Sameinumst um glæsilega þátttöku í Ólympíuleikun- um 1988. Höfundur er stjómarmaður í Ólympíunefnd tslands. Flökunarvélin góða. Það tekur nú mun skemmri tíma að flaka en á meðan það var gert í höndunum. Síldarf lökun og pæklun á Eskifirði TALSVERT hefur verið saltað af síld á Eskifirði í haust og það sem af er vetri en þegar Morgun- blaðið var á ferðinni þar fyrir nokkru var kvótinn orðinn fullur og því lítið að gerast á söltunar- plönunum. Eskfírðingar bíða nú í ofvæni eftir því hvort samið verður um sölu á meiri sfld til Sovétríkjanna en á meðan huga menn að þeirri sfld sem þegar hefur verið söltuð. Þó algengasta aðferðin við vinnslu á sfldinni sé að salta hana þá er nokkuð gert af því að flaka sfldina og salta hana þannig. Starfs- fólk Hraðfrystihúss Eskifjarðar vann við flökun þegar Morgun- blaðið bar að garði á dögunum og þar sem annars staðar hefur tækn- in sett svip á sfldarflökun. Nú til dags nota menn vélar til flökunar og vinnur hún á við marga fljóta flakara. Auk þess flakar hún ágætlega þannig að Svíamir sem kaupa sfldina þannig unna ættu að vera ánægðir með handbragðið. Pæklað hjá Auðbjörgu á Eskifirði. Nú er mest saltað í plasttunnur en góðu gömlu trétunnumar eru þó notaðar með enda vitfa Srvét- menn síldina í þannig tunnum. Hér er verið að pækla í trétunnumar en plasttunnurnar nýju standa upp á endann. 9 opnum við og bjóð- um alla velkomna sem vilja taka daginn snemma og gera góð helgarinnkaup. _i 2 Æm0 Austurveri og Glæsibæ Þú hefur tíma til kl. 4 í dag til að gera helgarinnkaupin hjá okkur Við vekjum sérstaka athygli á nýju og glæsilegu kjötborði í Austurveri, sem danski kjötmeistarinn okkar á allan heiðurinn af - og í dag verða einnig margar vörur á tilboðsverði í báðum búðunum ,svo sem stórafsláttur af svínakjöti, rauð epli á kr. 62,- kg, appelsínur kr. 52,- kg, Uncle Ben’s hrísgrjón kr. 32,90 lítill pakki og kr. 63,- stór pakki og Nesquick 400 g á kr. 75,- 4 Þá fyrst lokum við, svo þú hefur nægan tíma til að gera helgarinnkaupin hjá okkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.