Morgunblaðið - 18.11.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 18.11.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 „Umræður byggð- ust á bjartsýni“ - sagði Þorsteinn Pálsson að loknum flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins FLOKKSRÁÐSFUNDI Sjálfstæð- isflokksins lauk undir kvöld á laugardag með samþykki stjórn- málaályktunar. Voru flokksráðs- menn ánægðir með fundinn, en hann var lokaður f réttamönnum. „Þetta var mjög góður fundur og umræður byggðust á bjartsýni manna um það að við gætum haldið áfram á þeim grundvelli sem lagður hefur verið," sagði Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið að afloknum flokksráðsfundi. Þorsteinn sagði að í stjómmála- ályktun þeirri sem samþykkt var á fundinum kæmi fram ótviræður stuðningur við þá efnahagsstefnu sem fylgt hefur verið og leitt hefði til meira jafnvægis og betri kaup- máttar en áður. Áhersla væri Iögð á, að áfram yrði haldið á þeirri braut og að menn misstu ekki þann árang- ur sem náðst hefur úr greipum sínum. „Ég nefni líka stuðning við þær hugmyndir sem uppi eru um heildar- uppbyggingu á nýju skattkerfí og í þriðja lagi þá nefni ég ótvíræðan stuðning við þær tillögur sem fram eru komnar um að stofnaður verði hér öflugur einkabanki," sagði Þor- steinn, „í framhaldi af því áfalli sem við höfúm orðið fyrir með Útvegs- bankann." Þorsteinn var spurður hvort hann teldi raunverulega ástæðu til bjart- sýni, þegar höfð væri í huga niður- staða skoðanakönnunar um fylgi stjómmálaflokkanna, frá því í síðustu viku, en samkvæmt henni missir Fjörutíu punda hængnr Páll Gústafsson, framkvæmda- stjóri fiskeldisstöðvarinnar ÍSNÓ hampar hér rúmlega 40 punda hæng sem alinn var í lóni stöðvarinnar í Keldu- hverfi. Hann var valinn ásamt öðrum laxi árið 1982 með þvi augnamiði að hann mætti nota til undaneldis. Þegar fram liðu stundir kom í ljós að það átti ekki fyrir laxinum að Iiggja að verða kynþroska. „Hann dó núna um helgina, líklega vegna þess hnjasks sem hann hefur orðið fyrir þegar við höfum verið að háfa laxana til kreist- inga,“ sagði Páll. „Þegar laxar eru orðnir svona stórir verða þeir mjög viðkvæmir og þarf lítið að bera útaf til þess að þeir gefi upp öndina." Á mynd- inni gefur einnig að líta tvær stúlkur Völu Pálsdóttur (t.v.) og Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur og sést stærð laxsins í samban- burði við þær. í lóni þvi sem laxinn yfirgaf eru að sögn Páls Uðlega 4000 fiskar til undaneld- is, af báðum kynjum. Sjálfstæðisflokkurinn talsvert fylgi í tveimur stærstu kjördæmum landsins Reykjavfk og Reykjanesi:„Það er auð- vitað verulegt áfall ef kosningaúrslit verða í samræmi við þessa könnun og sú vísbending sem þama kemur fram veldur okkur vissulega áhyggj- um,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði á hinn bóginn að kjami málsins væri sá að breytt efnahagsstefna og betri ytri aðstæður í þjóðarbúskapnum hefðu leitt til þess að þjóðin gæti horft með verulegri bjartsýni fram á við. „Það er fyrst og fremst sú pólitíska stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur lagt í þetta stjómarsamstarf, sem hefur skilað þeim árangri. Þess vegna getum við lagt okkar mál undir dóm kjósenda með fullri reisn og höfum málefnalega ástæðu til þess að vera bjartsýnir. Við skulum spyija að leikslokum," sagði Þorsteinn, „Við verðum ekki dæmdir í skoðanakönn- unum, heldur í kosningum. Úrslit þeirra verða á annan veg, en þessi alvarlega vísbending gefur tilefni til.“ MorKunblaðið/Sigurgeir Stálþilið gekk inn og kom stórt gat á það þannig að jarðvegur rann ------------------ í sjóinn og bryggjudekkið féll niður á kafla. Milljónatjón þegar Lax~ foss sigldi á bryggjukant Vestmannaeyjum. STÓRTJÓN varð á Naustham- arsbryggju í Vestmannaeyjum þegar Laxfoss sigldi á bryggjuna laust eftir klukkan 5 í gærmorg- un. Skipið renndi beint á austur- enda bryggjunnar þegar það kom siglandi á hægri ferð inn úr hafnarmynninu og kom stórt gat á stálþil bryggjunnar svo mikið af jarðvegi rann út í höfn- ina og bryggjudekkið hrundi niður á all stórum kafla. Engar skemmdir voru sjáanlegar á Lax- fossi eftir áreksturinn og hélt skipið áfram ferð sinni til Reykjavíkur eftir losun. Hafn- sögumaður var um borð i skip- Sighvatur Amarsson, bæjar- tæknifræðingur, sagði í samtali við Morgunblaðið að þama hefði orðið milljóna tjón. Manngengt gat kom á bryggjuþilið sem nær niður fyrir sjólínu á stórstraumsfjöru. Sagði Sighvatur að hver metri í nýju stál- þili kostaði um 200 þús. kr. og þilið væri ónýtt á um 5 metra löngum kafla. Perustefni skipsins fór í gegnum þilið og lenti á ljósamast- urshúsi sem steypt var niður í bryggjuna. Masturshúsið gekk inn og braut upp malbikað bryggju- dekkið og gólf í hrognatökuhúsi FES þama á bryggjunni. Mikið af jarðvegi rann út um gatið og út í höfnina, bryggjudekkið hrundi nið- ur svo myndaðist stór gjóta. Öll tæki í hrognatökuhúsinu fóm meira og minna úr skorðum og nið- urgrafin hráolíuleiðsla í bryggjunni fór í sundur svo olían vætlaði upp um gólf hússins. Rafmagn fór af bryggjunni og mun það valda töfum á loðnulöndun. Ljósamastur keng- bognaði og fjarlægja varð masturs- húsið úr gjótunni áður en bráðabirgðaviðgerð gat hafist. Ekki er ljóst hvað olli þessari ásiglingu. Veður var gott en há- flæði og mikið sog í höfninni. Þegar ljóst var að hveiju stefndi létu skip- veijar bæði ankeri skipsins falla og settu á fulla ferð afturábak. Því má bæta við að fyrr á þessu ári sigldi Laxfoss á Þómnni Sveins- dóttur VE í Vestmannaeyjahöfn og olli miklu tjóni. Sjópróf munu fara fram í Reykjavík. - hkj. Ellefu innbrot í skóla upplýst síðan í ágúst BROTIST var inn í tvo skóla í Reykjavík um helgina og unnin mikil skemmdarverk. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í Ölduselsskóla. Þar höfðu átta hurðir verið eyðilagðar með öllu og að auki hafði dyraumbúnaður um allan skóla verið skemmdur verulega. Litlu sem engu var þó stolið. Þá var einnig brotist inn í Langholtsskóla, en lögreglan náði þar fjómm piltum áður en þeir höfðu gert mikið af sér. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins hafa 11 innbrot í skóla á höfuðborgarsvæðinu verið upplýst síðan í ágúst. Þeir sem þessa iðju stunda em flestir á aldrin- um 15-17 ára. Suðurey VE við bryggju á Eskinrði Morgunblaðið/Ingólfar Friðgeireson Eldur í Suðurey YE Eskifirði. ELDUR kom upp í vélarrúmi Vestmannaeyjabátsins Suðureyjar þar sem hann var staddur á síldveiðum í mynni Reyðarfjarðar undir kvöld á sunnudag. Gaus þegar upp mikill eldur svo að ekki var við neitt ráðið og tók áhöfnin til þess ráðs að loka af vélarrumið ef það mætti verða til þess að kæfa eldinn. Áhöfn Suðureyjar var ekki í inni hættu þar sem hún var sam- komin í borðsal skipsins, en lurinn gaus upp í matartíma skip- ija. Gífurlegt eldhaf mjmdaðist gar í vélarrúminu svo að ekki var I komið neinu slökkvistarfi utan byrgja eldinn af og var vélarrúm- inu þegar lokað. Ljósavél bátsins hélst í gangi eftir að vélarrúminu hafði verið lokað og mun það hafa hjálpað tii við að eyða súrefni frá eldinum. Nærliggjandi sfldarbátar komu Suðurey til hjálpar og drógu hana inn til Eskifjarðar þangað sem kom- ið var um kl. 21.00 á sunnudags- kvöld. Þá var eldurinn að mestu kafnaður, en hafði þó náð að hita svo gólf á neðra þilfari að talið var að ekki hefði mátt miklu muna að eldurinn læstist um það. Hefði þá ekki verið að sökum að spyija að hann hefði fljótt breiðst út um allt skip. Skemmdir á Suðurey eru tald- ar miklar, einkum á raflögnum bátsins. Bráðabirgðaviðgerð fer fram á Eskifírði þannig að sigla megi bátnum til heimahafnar. Elds- upptök eru ókunn. Ingólfur Símalínum lögreglu haldið uppteknum SÍMALÍNUM lögreglunnar í Reylqavík var haldið uppteknum á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudagsins. Einhverjir stund- uðu þann leik að hringja í lögregl- una, en þegar svarað var reyndist enginn vera á linunni. Grétar Norðfiörð, varðstjóri á fjar- skiptamiðstöð lögreglunnar, sagði að þessi ljóti leikur hefði byijað á laugar- dagskvöld. „Fyrst hringdi síminn um kl. 20 og ég svaraði, en það var eng- inn á línunni. Skömmu seinna varð félagi minn fyrir þessu sama og þetta endurtók sig allt kvöldið," sagði Grét- ar. „Við höfðum samband við Landsslmann, en þeir hafa ekki næt- urvaktir til þess að rekja síma um helgar. Þá ákváðum við að halda einni línu þar til á sunnudagsmorgun, svo hægt væri að komast að því hvaðan hefði verið hringt. Þegar klukkan var orðin eitt eftir miðnætti fannst mér ekki forsvaranlegt lengur að hafa eina línu af fiórum upptekna, enda gengur öiyggi borgaranna fyrir. Þessu linnti þó ekki fyrr en um kl. þijú um nóttina." Grétar sagði að sjálfsagt hefðu þeir sem þama voru að verki talið sig vera að stríða lögreglunni. „Okk- ur er engin stríðni í þessu, en þeir sem þetta gera ættu að hugsa til þess að hingað hringir fólk t.d. út af slysum og bruna og það er auðvit- að hræðilegt til þess að hugsa ef það nær ekki sambandi við lögreglu. Jafn- vel þótt við höfum ekki séð okkur fært að halda línu til að láta rekja hana þá verður það alveg örugglega gert ef þetta kemur fyrir aftur. Það er ekki hægt að líða það að öryggi borgaranna sé stefnt í hættu,“ sagði Grétar Norðfiörð að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.