Morgunblaðið - 18.11.1986, Page 12

Morgunblaðið - 18.11.1986, Page 12
<12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 Grindavík. HJÁ fiskeldisstöðinni Eldi hf. í Grindavík er í undirbúningi að hefja fjölskyldukynbætur á lax- fiski á næsta ári, sem er frum- raun á þessu sviði hér á landi. í upphafi var fyrirtækinu ætlað að ala lax til slátrunar en nú horfa málin þannig við að hag- kvæmara er að selja hrognin en að slátra fiskinum, enda töluverð eftirspurn eftir hrognum. Að sögn Jóns Péturssonar fram- kvæmdastjóra Eldis hf. er markmiðið nú að sérhæfa stöðina í hrognaframleiðslu hér eftir og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Verður unnið að kynbótum í samráði við sérfræðinga á þessu sviði. Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið: „Nýjustu fréttir herma að Norðmenn ætli sér að hefja kyn- bætur í auknum mæli og bannað verði að selja slíkan fisk úr landi til að þeir nái forskoti á þessu sviði. Þeir munu því auka kaup á kyn- bættum fiski með vissa eiginleika en þeir hafa verið ósáttir við að kaupa seiði undan villtum físki og innan fárra ára ætla þeir að verða sjálfum sér nógir. Þess vegna þurf- um við að vinna markvisst að kynbótum til að vera samkeppnis- færir á markaðnum. Við seljum nú eingöngu hrogn til íslenskra stöðva en með fyrirhuguðum kynbótum á næsta ári horfum við til erlenda markaðarins og höfum nú þegar góða möguleika til að selja slík hrogn til erlendra aðila." Fréttaritari Morgunblaðsins í Grindavík heimsótti stöðina til að fylgjast með og fá nánari innsýn í það hvemig klakið fer fram. Á æviskeiði laxfiska eru tvö merkileg lífsskeið. Annarssvegar þegar seiðið er komið í sjógöngustærð og ákveð- ur að ganga til sjávar og hins vegar þegar laxinn verður kynþroska. Áður en fiskurinn gengur til sjávar fer hann í sjógöngubúning. Hann hreistrar _ og hormónastarfsemi breytist. Á þessu stigi er fiskurinn mjög viðkvæmur. I fiskeldisstöðinni er spilað á þetta með því að hafa fískinn í 10 gráðu heitu vatni, þann- Fyrirhugar samkeppni við Norðmenn Jón Pétursson framkvæmda- sljóri Eldis hf. kreistir hrogn úr laxi í stöðinni. til að ala upp og viðhalda stofnin- um. Með þennan árangur í vega- nesti förum við nú út í fjölskyldu- kynbætur sem miða að því að kreista hæng og hrygnu og halda hrognunum aðskildum frá hrognum annarra fjölskyldna. Þannig getum við fylgst með ýmsum eiginleikum, meðal annars hraðvexti og vaxtar- lagi. Ein tilraunin miðast við hvaða fiskur skilar sér best úr hafbeit og hvort hann gerir það eftir eitt ár eða tvö. Síðan er hægt að taka bestu eiginleikana á milli fjöl- skyldna og blanda þeim saman til að fá fram mismunandi eiginleika. Þegar þessar kynbætur verða komnar á fullun skrið teljum við okkur standa jafnfætis Norðmönn- um og getum keppt við hvaða erlendan markað sem er. Þannig munum við auka mjög verðmæti framleiðslunnar, enda getur það ekki talist sanngjarnt að greitt sé sama verð fyrir hrogn úr villtum laxfiski og kynbættum eldisfiski," sagði Jón að lokum. Kr. Ben. Steindór Þorvaldsson fiskar dauð hrogn úr bökkum í klak- húsi Eldis. í klakhúsinu eru viðhafðar sérstakar varúðarráð- stafanir til að hindra að smit berist í stöðina. Á innfelldu myndinni sést ofan í einn hrogna- bakkann. ig að hann fer í sjögöngubúning eftir tvö ár og verður kynþroska tveim árum seinna. Ef hann er í 12 gráðu heitu vatni er hægt að hraða þessu um eitt ár, þannig að hægt er að fá hrogn úr 2 V2 árs gömlum fiski. Um þessar mundir stendur klaktíminn yfir og eru hrognin kreist í fötur en síðan er hængurinn kreistur þannig að svilin fara beint í hrognafötumar og eru hrærð var- lega saman við hrognin. Svilin, eða sæðisfrumumar, lifa í þijár mínútur og má ekki hreyfa við neinu á Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Hrognalítrinn er nú seídur á 13.750 krónur en lítri af hrognum undan sérvöldum físki er seldur á 17.600 krónur og er þá aðallega miðað við hraðvaxta físk með sér- staka eiginleika. „í lítranum frá okkur eru um 4.500 til 5.800 hrogn, en dæmi er um annarsstaðar allt að 14 til 16 þúsund hrogn í lítra. Við framleið- um um það bil 1.200 lítra af hrognum á þessu klaktímabili en af þeim höldum við eftir 40 lítmm meðan frjóvgunin á sér stað, enda skiptir sköpum að vel takist til við þetta. Næst eru hrognin skoluð, þannig að dauð hrogn og svil skol- ast frá. Eftir að hrognin hafa vatnsharðnað em þau sótthreinsuð og komið fyrir í sérhönnuðum klak- tunnum þar sem þau em geymd upp að augnhrognastigi. Eftir ákveðinn dagafjölda, sem fer eftir hitastigi, klekjast þau út og em þá sett í bakka, en á því stigi nefnast þau kviðpokaseiði. Eldi í Grindavík undirbýr fjölskyldukynbætur laxa Árbók Suðurnesja komin út SÖGUFÉLAG Suðurnesja hef- ur gefið út 2.-3. árgang árbókar sinnar. Ritstjórar bókarinnar eru Jón Böðvarsson og Ragnar Karlsson. Meðal efnis í bókinni er grein um rúnasteina á Suður- nesjum, sálmaskáldið á Kálfa- tjörn, upphafsár vélbátaútgerð- ar í Garði, sambýlið við herinn og myndlistarsýningar í Keflavík. í inngangi árbókarinnar segir Jón Böðvarsson að síðasta árbók félagsins hafí komið út árið 1983, og á henni hafí ýmsir annmarkar verið. Nú sé það von sín að betur hafí tekist til. Bókin er að þessu sinni styrkt af Samtökum sveitarfé- laga á Suðumesjum. Sjö höfundar leggja til efnið. Bókin er 167 tölu- settar síður, og sett, brotin og prentuð í Stapaprenti. INNLENT Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum mótmæla vaxtahækkun: Kostar þá sem keypt hafa undanfarið 200-400 milljónir „Húsnæðishreyfingin beinir því til ríkisstjórnarinar að hún láti þegar í stað lækka vexti af ölhim lánum sem ganga til húsnæðis- kaupa. Okurlánastarfsemi í bönkum og öðrum lánastofnunum verði stöðvuð og komið í veg fyrir að þessir aðilar hafi heimilin að markaðsvöru," segir í fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu hefur borist, frá ÁhUgamönnum um úrbætur í húsnæðismálum. Húsnæðisstofnun ríkisins: Lánveitingar samkvæmt eldri og nýrri lögum HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN samþykkti undir lok síðasta mán- aðar umfangsmiklar lánveiting- ar til húsbyggjenda og kaupenda eldri íbúða. Lánveitingar þessar ná til þeirra sem óskuðu eftir afgreiðslu samkvæmt eldri og nýrri lögum. í fréttabréfí Húsnæðisstofnunar Ríkisins um Lánamál er gerð grein fyrir þessum lánveitingum. Samtals voru veitt lán til rúmlega eittþúsund íbúða samkvæmt eldri lögunum (nr. 60/1984), en tæplega sex- hundruð íbúða samkvæmt nýju húsnæðislögunum (nr. 54/1986). Vegna þeirrar ákvörðunar ríkis- stjómarinnar að heimila hækkun vaxta vekur hreyfíngin athygli á að frá árinu 1983 hefur hún ítrekað krafíst leiðréttingar á misvægi lána og launa, sem hlaust af vísitöluskerð- ingu launa og hækkun vaxta. Ríkis- stjómin hafi viðurkennt rangindin og forsætisráðherra sagt að um pólitísk mistök væri að ræða. Síðan segir: „í stað þess að endur- greiða fólki það sem hafði verið oftekið var sett á stofn ráðgjafastofn- un sem átti að reikna út hver greiðslu- byrði gæti mest verið og lán endurskipulögð fyrir hvem og einn miðað við þær forsendur sem fyrir lágu. Nú er verið að breyta þessum forsendum og má ætla að misgengi og þar með greiðslubyrði aukist veru- lega aftur. Sýnt er að verið er að auka vanda húsnæðiskaupenda og veikja fjárhagslega stöðu þeirra enn meir. Við lítum á nýgerðar aðgerðir í vaxtamálum sem hnefahögg í and- lit þess fólks sem hefur byggt eða keypt á síðastliðnum 6-7 ámm. Með aðgerðum sínum hefur ríkisstjómin torveldað skynsamlega áætlanagerð. Þannig er nú brostinn grundvöllur þeirra áætlana sem ráðgjafarstofnun sjálfrar ríkisstjómarinnar hefur unnið fýrir húsnæðiskaupendur". Bent er á í fréttatilkynningunni að vaxtahækkun úr 5% í 6,5% eins og dæmi eru um er 30% hækkun á vöxtum. Það þýði að 100 þúsund króna vaxtabyrði breytist í 130 þús- und krónur og er hækkunin sama tala og ekki fæst samþykkt sem lög- boðin lágmarkslaun í landinu. í dag megi áætla að 15-20 þúsund fjöl- skyldur í landinu verði fyrir barðinu á vaxtaokrinu og jafngildi það eigna- upptöku hjá þessum hóp upp á 200-400 milljónir. „Sviksemi ráðamanna í húsnæðis- málum er alvarlegt umhugsunarefni. Margoft hafa loforð reynst haldlaus og yfirlýsingar um aðgerðir meira að segja rangar.... Ekkert hefur verið gert fýrir misgengishópinn annað en að bæta á hann lánum og veita hald- litla ráðgjöf af hálfu opinbera aðila. Ljóst er að misgengið hefur ekkkert verið leiðrétt og hugmyndir um leið- réttingu t.d. með skattaafslætti hafa ekki hlotið náð fyrir augum ríkjandi stjómmálaflokka," segir ennfremur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.