Morgunblaðið - 18.11.1986, Side 15
aoor <JraíT»ArJ’rn" s>r qrHAn'liarfld fíjnt TffViTíí>í?OW
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
Í5
Ást og útlegð
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Matthías Viðar Sæmundsson: Ást
og útlegð. Form og hugmynda-
fræði í íslenskri sagnagerð
1850—1920. Studia Islandica, 44.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
1986. 295 bls.
Hér birtist 44. ritið í hinu merka
ritsafni Studia Islandica, sem Sig-
urður Nordal hleypti af stokkunum
og ritstýrði um sinn, en Sveinn
Skorri Höskuldsson, prófessor, hef-
ur stýrt nú um allmörg ár. Óþarft
er að tíunda hin ágætu ritverk sem
í safni þessu hafa birst. Þar fer
mest fyrir fræðilegri umfjöllun um
íslenskar bókmenntir að fomu og
nýju, enda þótt aðrar greinar
íslenskrar menningar hafi einnig
við sögu komið, einkum á fyrri
ámm.
Þetta er önnur bók Matthíasar
Viðars í þessu ritsafni. Sú fyrri kom
út árið 1982 (Mynd nútímamanns-
ins. Um tilvistarleg viðhorf í sögum
Gunanrs Gunnarssonar). Það var
nýstárleg og snjöll greining á fyrstu
skáldsögum Gunnars.
í þetta sinn tekur höfundur sér
fyrir hendur að fjalla um fyrstu
sjötíu ár íslenskrar skáldsagnagerð-
ar. Hann ritar „um verk flestra
þeirra höfunda, sem skrifuðu og
gáfu út sögur fram um 1920“ (Jón
Thoroddsen, Jón Mýrdal, Páll Sig-
urðsson, Torfhildur Hólm, Gestur
Pálsson, Þorgils gjallandi, Jón Ól-
afsson, Einar H. Kvaran, Guðmund-
ur Friðjónsson, Theódóra
Thoroddsen, Jón Trausti, Jónas
Jónasson, Jónas Guðlaugsson, Ein-
ar Benediktsson, Jóhann Gunnar
Sigurðsson og að lokum Jóhann
Siguijónsson (Fjalla-Eyvindur) og
Gunnar Gunnarsson (Sælir eru ein-
faldir).
Höfundur tekur fram í aðfarar-
orðum bókar sinnar að ekki sé rétt
að líta á þetta verk sem „eiginlega
bókmenntasögu". Ætlunarverk
hans er afmarkaðra, þ.e. að reyna
„að greina formgerð bókmennta-
skeiðs með því að skipuleggja heim
ákveðins fjölda texta, finna helstu
mið hans og form, vensl og and-
stæður. Hugmyndin er sú að
sérstök mýþa, mýþa ástarinnar, sé
hið miðlæga í heimi textanna; upp-
bygging hennar og niðurrif því
lykill að merkingu þeirra".
Mér virðist höfundur gera hér
virðingarverða tilraun til að flétta
saman í heildstætt, fræðilegt við-
horf sálfræðilega kenningu, skiln-
ing á samfélagsgerð og samfélags-
þróun og formgerð og
hugmyndafræði skáldsagna. í raun
er þetta mjög athyglisverð tilraun
og vel til þess fallin, ef vel tekst
til, að dýpka til muna skilning
manna á bókmenntaverkum, eink-
um þó að sýna fram á hvemig þau
endurspegla samfélagslegan veru-
leika á hveijum tíma, eins og
maðurinn upplifir hann, — og hver
hlutdeild hans er í að breyta þessum
sama veruleika. Vissulega lýsir
þetta viðhorf víðsýnu og metnaðar-
fullu áformi bókmenntafræðings,
því að miklar kröfur gerir það til
yfirgripsmikillar þekkingar fræði-
mannsins.
Grunnkennisetning höfundar er
hin kunna tvískipting Freuds á sál-
rænni starfsemi mannsins í tvö
starfræn lögmál: vellíðunarlögmál
og raunveruleikalögmál. Þar er
annars vegar stefnt að tafarlausri
og óheftri fullnægingu og vellíðan
og hins vegar er þörfum mannsins
stakkur skorinn af hinum ytri veru-
leika, samfélaginu og menningu
þess.
Skáldsagnahöfundar sem gera
ástina að miðlægu umfjöllunarefni
í sögum sínum lýsa örlögum ást-
þarfar mannsins (vellíðunar) og
glímu hennar við samfélagslegan
veruleika. Matthías Viðar telur sig
hér geta greint sundur nokkur frá-
sagnarsnið, sem byggjast á
mismunandi hugmyndafræði (og þá
um leið mismunandi lausnum) og
kalla á mismunandi formgerðir
samkvæmt því. En nú er hinn sam-
félagslegi veruleiki breytingum
undirorpinn. Á því sjötíu ára tíma-
bili sem hér er til umræðu telur
höfundur sig sjá þijár megin sam-
félagslegar áherslur taka við hveija
af annarri. Þeim samsvara þijár
hugmyndafræðilegar áherslur í
bókmenntum: rómantík, raunsæis-
stefna og tilvistarhyggja. Þessu er
vitaskuld nátengdur mismunandi
skilningur á tilvist, hlutskipti og
hlutverkum mannsins í samfélag-
inu.
Vissulega mætti margt um um-
fjöllun höfundar innan þessa ramma
segja, en þar sem það hlyti að verða
efni í allanga ritgerð á það að sjálf-
sögðu ekki heima hér. Því verður
að nægjast við fáeinar athugasemd-
ir.
Þess er þá fyrst að geta að bók
þessi er vel skrifuð. Stíll er eðlileg-
ur og fágaður, en e.t.v. finnst
sumum hann nokkuð þungur og
seinlesinn. Framsetning öll er
skipuleg og skýr. Fremur þykir mér
Matthías Viðar Sæmundsson
þó höfundur endurtekningarsamur
á stundum. Og mér leiddist heldur
nokkrar útlenskuslettur, sem alloft
komu fyrir: útópískur, demónskur,
ídeal o.fl. Á bls. 15 vitnar höfundur
í Freud og er tilvitnunin á dönsku.
Þetta finnst mér fráleitt. Annað
hvort er að vitna í höfund á því
máli sem hann skrifar eða þýða á
íslensku.
Höfundur gefur sér þá forsendu
að „mýþa ástarinnar sé hið miðlæga
í heimi textanna". Ekki þarf að efa
að þetta „val“ er byggt á miklum
kunnugleika á bókmenntaverkun-
um, og útdrættir höfundar sýna
raunar að hann hefur mikið til síns
máls. Engu að síður sóttu að mér
nokkrar efasemdir, einkum þegar
kom að verkum sem rituð voru eft-
ir síðustu aldamót, um að þetta
þema væri í rauninni svo miðlægt.
Þótti mér sem höfundur yrði að
þvinga framsetningu sína nokkuð
til að klæða hana í þennan stakk
og ýmsa fyrirvara yrði að gera.
Hreinskilnislega sagt hafði ég
nokkra tilhneigingu til að strika
yfir „ástarmýþuna", sem lítt þarfan
aukabúnað, en líta í þess stað á það
hvemig viðhorf mannsins til sjálfs
sín breyttust á þessu 70 ára tíma-
bili og hvemig þau tengdust
samfélagslegum vemleika. í fyrstu
klisjuborinn og gmnnur mannskiln-
ingur í samfélagi sem skynjað var
sem kyrrstætt, sjálfgefið og hafíð
yfir gagnrýni. Síðan kemur tímabil
samfélagsgagnrýni og henni sam-
fara kröfur um aukinn rétt einstakl-
ingsins. En þær kröfur byggðu
naumast á djúpum skilningi hvorki
á manni né samfélagi, því að í raun-
inni var varla um mikið annað að
ræða en afnám tvískinnungs,
hræsni og versta ranglætisins í
þjóðfélaginu. Homsteinamir vom
látnir óhreyfðir. Þegar líður að lok-
um þessa tímabils, einkum eftir
fyrri heimsstyijöldina, er sjónar-
sviðið orðið vemlega breytt.
Manninum er nú loks að skiljast
forgengileiki hinnar félagslegu um-
gerðar. Hver vamarmúrinn af
öðmm hrynur og að lokum stendur
maðurinn einn og nakinn frammi
fyrir sjálfum sér, í heimi sem hann
skilur ekki lengur. Það er þá sem
hin mikla vegferð mannsins á vit
sjálfs sín hefst. Vegferð sem hefur
einkennt vemlegan hluta af bók-
menntum þessarar aldar.
Að sjálfsögðu kemur „ástin“ mik-
ið við sögu á þessari leið. En örðugt
er þó að fullyrða að hún sé öllu
öðm miðlægari. Hvað sem því líður
er þó frásögn og umfjöllun höfund-
ar svo yfírgripsmikil og gagnger
að lesandinn fær góða möguleika á
að lesa þar sín eigin þemu, leggja
þær áherslur, sem hann telur betur
við hæfí. Og það er einmitt aðal
góðra ritverka að hægt er að njóta
þeirra og læra af þeim, án þess að
vera höfundi sammála í einu og öllu.
Undanfarna mánuði höfum við átt í erfiðleikum með
að útvega nægilegt magn af bílum frá SAAB verk-
smiðjunum vegna feikilegrar eftirspurnar á heims-
markaði. - Nú höfum við þær góðu fréttir að færa, að
við eigum von á 20-30 SAAB 90 til landsins nú í
nóvember og desember.
SAAB 90 TIL AFGREIÐSLU NÚ Á AÐEINS
487 ÞÚSUND KRÓNUR.
TRYGGÐU ÞÉR EITT STYKKISTRAX.
TÖGGUR HR
BÍLDSHÖFÐA 16. SÍMI: 681530
BEINN SÍMI SÖLUMANNS: 83104