Morgunblaðið - 18.11.1986, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
Má ég í fang þér færa
Hljómplötur
Egill Friðleifsson
Fyrir nokkru kom út hljómplata
er ber titilinn „Má ég í fang þér
faera" og hefur að geyma 24 söng-
lög eftir Selmu Kaldalóns.
Söngvaramir, sem flytja lögin,
eru Kristinn Sigmundsson, Elísa-
bet F. Eiríksdóttir, Elín Sigurvins-
dóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og
Guðrún Tómasdóttir. Undirleikar-
ar eru þeir Jónas Ingimundarson
og Ólafur Vignir Albertsson. Allt
eru þetta þjóðkunnir listamenn
og hefur auðsjáanlega verið van-
dað til plötunnar eftir föngum.
Selma Kaldalóns fæddist árið
1919, dóttir hjónanna Margrethe
og Sigvalda S. Kaldalóns tón-
skálds, sem stundum hefur verið
nefndur hinn íslenski Schubert.
Hún ólst því upp á menningar-
heimili, þar sem tónlistin sat í
öndvegi. „Ég vaknaði oftast við
músík á morgnana og sofnaði við
músík á kvöldin" er haft eftir
Selmu og þau áhrif er hún varð
fyrir í æsku fylgdu henni alla
æfi. Selma nam píanóleik hjá föð-
ur sínum og Else Stender og síðar
um eins árs skeið við Tónlistar-
skólann í Reykjavík. En lengst
af var Selma önnum kafin hús-
móðir á bammörgu heimili þar
sem tónlistin var iðkuð í stopulum
frístundum. „Tónlistin átti mjög
sterk ítök í henni og hún spilaði
mikið á hverjum einasta degi“ er
haft eftir Jóni Gunnlaugssyni
lækni, eiginmanni Selmu, en þeim
hjónum varð níu bama auðið, svo
nærri má geta að á því heimili
var í mörg hom að líta.
í lagasmíð sinni getur Selma
Kaldalóns hvorki talist frumleg
né nýjungagjöm. Hún fetar
dyggilega vegi hefðarinnar og
fínnur ekki hvöt til að breyta þar
um. Áhrif foðurins em augljós,
en þar er ekki leiðum að líkjast.
Lögin em haganlega gerð, falla
yfírleitt ágætavel að textunum og
þar sem henni tekst best upp glitt-
ir í ótvíræða skáldgáfu. Lögin
bera með sér ást Selmu til tónlist-
arinnar og ríka tjáningarþörf.
Selma Kaldalóns var tónelsk í
þess orðs bestu merkingu. Hún
er einlæg og sönn í tjáningu sinni.
Um það efast enginn, sem heyrir
þessi lög.
Sem fyrr segir koma fram fímm
valinkunnir söngvarar og tveir af
okkar reyndustu undirleikumm á
þessari piötu. Það er óþarfí að
gera þar upp á milli. Öll skila þau
ágætu verki og flytja þessi lög
Selmu Kaldalóns af alúð og
smekkvísi. Sömuleiðis verður ekki
fjallað um einstök lög af þeim 24
sem á plötunni em. Þau bera tón-
elsku höfundarins fagurt vitni og
falla vel að hrynjandi ljóðanna
sem fyrr segir. Upptöku annaðist
Halldór Víkingsson og tókst all-
vel, þó áferðin sé dálítið mött.
Umslagið er prýtt mynd eftir
Selmu Kaldalóns sjálfa, en um
útlit umslags sá Sigurþór Jakobs-
son. Jon Gunnlaugsson á þakkir
skildar fyrir að koma lögunum á
framfæri og áreiðanlega verður
platan fengur þeim, sem unna
ljúfum lögum, því það em þau öll
með tölu.
Selma Kaldalóns tónskáld.
DRAUMASIQLING
UM KARABISKA HAFID
Sigling um Karabíska hafið er stórkostleg upplifun sem
hefst með beinu flugi til Orlando. Þaðan er flogið til
Miami og lagt upp í sjö daga ógleymanlega siglingu um
Karabíska hafið með viðkomu á Bahamaeyjum, Puerto Rico
og hinum óviðjafnanlegu Jómfrúareyjum.
Skipið er 48 þúsund tonna sælustaður með þremur sund-
laugum, spilavíti, tveimur næturklúbbum, diskóteki, heilsu-
rækt, tennisvöllum og aðstöðu fyrir golf, svo lítið sé nefnt.
Matsveinarnir um borð eru sannir listamenn og aö sjálfsögðu
eru allar máltfðir innifaldar í verðinu.
Íburður, fjör og ferskleiki eru einkunnarorð ferðarinnar því
fjörið er alls ekki á enda þegar siglingunni lýkur. Þá eru eftir 4
dagar í Orlando með heimsókn í Sea World, Epcot Center og
Disney World.
Síðasti leikur ferðarinnar er viku afslöppun í St. Petersburg
undir Floridasól eins og hún gerist best. Þar er gist á Alden
hótelinu sem margir íslendingar þekkja. Einnig er hægt að
dvelja á Florida án þess að sigla um Karabíska hafið, þá er
slappað af og lífsins notið í 18 daga á Alden hótelinu.
Brottfarír eru 13/12, 1/1, 17/1, 22/1 og 29/1.
' Innifalit5 (öllum veröum er flug og gisting (2ja manna (búöum /herb.
Flugvallaskattur er ekki innifalinn.
FERÐASKRIFSIOFAN
POLAR/S ^
Kirkjutorgi4 Sími622 011
Iferð í 18 daga ferð frá kr. 64.500,-