Morgunblaðið - 18.11.1986, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
100 ára Afmælisreikningur Landsbankans er yfirburða
ávöxtunarleið. Hann er verðtryggður og gefur að auki fasta
7,25% ársvexti. Samt er hann aðeins bundinn í 15 mánuði. Til
dæmis samsvaraði ársávöxtunin frá afmælisdegi bankans 1. júlí
sl., til septemberloka 19,9%.
Stofnaðu Afmæiisreikiimg fyrir áramét
Afmælisreikningurinn er bundinn við 100 ára afmæli Landsbank-
ans. Þess vegna þarf að stofna hann áður en afmælisárinu
lýkur um næstu áramót.
Afmælisreikningurinn er innlánsform sem allir peningamenn
geta mælt með.
Peugeot hefur þegar tryggt sér heimsmeistaratitil bílaframleiðenda
I rallakstri, en Finnarnir Juha Kankkunen á Peugeot og Marrku
Alén á Lancia beijast um titil ökumanna. Peugeot 205 Turbo 16
Kankkunen er knúinn um 500 hestafla vél.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna 1100 ár
fer fram fer í Englandi og lýkur
20. nóvember. Kokkurinn er
Birgir Viðar Halldórsson, sem
er kunnur rallökumaður.
„Hugmyndin að þessu kom upp
þegar Alistar Miller og Alan
Douglas mynduðu Ljómarallið í
sumar, en auk þess að vinna fyrir
BBC reka þeir eigið myndbands-
fyrirtæki. Var ákveðið að ég kæmi
ásamt eldhúsbfl og eldaði ofan í þá,
en þeir mynda RAC-rallið fyrir
BBC,“ sagði Birgir í samtali fyrir
Englandsferðina. “Ég verð staðsett-
ur á flestum viðgerðarsvæðum, þar
sem tugir keppnisbfla koma til við-
gerða hveiju sinni. Það er mikið
um að vera á svona stöðum, þús-
undir áhorfenda streyma að til að
sjá fagmannleg handtök, en mörg
atvinnulið eru í keppninni", sagði
Birgir. En hann er að gera fleira í
þessari ferð. Eftir keppni sækir
hann 300 hestafla Porsche 911 rally
cross bíl til Folkstone. Verður það
öflugasti rally cross bfllinn hérlend-
is á næsta ári. „Ég ætla að reyna
að hætta að keppa í rallakstri og
fer því út í brautarkeppni eins og
rally cross. En rallið hefur mikið
aðdráttarafl, þess vegna fer ég og
kokka ofan í þessa kappa í RAC-
rallinu“, sagði Birgir.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson.
Birgir tilbúinn i slaginn með pottasett og viðgerðarbíl sem breytt var í eldhúsbO.
íslenskur eldhúsbíll
á meðal meistaranna
ÞAÐ ER harla óvenjulegt að
kokkur með öllu hafurtaski sé
pantaður frá íslandi tíl Englands
til eldamennsku. Hvað þá að um
sé að ræða kokk og sérstakan
eldhúsbíl til eldamennsku í rall-
keppni. En þetta er nú staðreynd,
hvað varðar RAC-rallið, sem nú
Morgunblaðið/Martin Holmes.
BíU Alén er sömuleiðis knúinn tæplega 500 hestafla vél, en hann
ekur fjórhjóladrifnum Lancia Delta S 4.
Barist um titilinn á
500 hestafla bílum
ÞAÐ er mikil barátta í RAC-
rallinu í Englandi þessa dagana,
sem lýkur 20. nóvember, en
heimsmeistaratitill rallöku-
manna er þar ( húfi. Peugeot
hefur þegar tryggt sér heims-
meistaratitU bOaframleiðenda,
en finnamir Juha Kankkunen á
Peugeot 205 Turbo 16 og Marrku
Alén á Lancia Delta S 4 geta
báðir hlotið titU ökumanna.
Aðeins tvær keppnir eru eftir sem
gilda til heimsmeistaratitils. Það
verður þó engin hægðarleikur fyrir
Kankkunen og Alén að ná árangri
í RAC-rallinu. Um 150 keppendur
eru í rallinu, þar af 10 ökumenn,
sem gætu hæglega náð toppsæti.
Það sem gerir keppnina óvenju
áhugaverða er það að margir
bflanna, sem þar keppa verða bann-
aðir á næsta ári. Eru flestir bestu
ökumenn heims því meðal keppenda
til að taka þátt í svanasöng sér-
hannaðra rallbfla frá Ford, Peugeot,
Lancia og Leyland, sem ekki mega
keppa á næsta ári. Allir eru þeir
fjórhjóladrifnir og búnir 4-500 he-
stafla vélum. Vegna hraðans og
flókins tæknibúnaðar þykja þeir
vera of hættulegir og RAC-rallið
er þeirra síðasta keppni í Evrópu.
Á hveiju ári fylgjast meir en tvær
milljónir áhorfenda með keppninni
auk tvö þúsund fréttamanna, frá
öllum heimshlutum.
Alén og Kankkunen hafa báðir
sigrað nokkrar keppnir á þessu ári,
en sá síðarnefndi hefur þó sýnt
meiri yfírvegun. í síðustu keppni,
sem fram fór á Ítalíu vann Alén
eftir að Peugeot Kankkunen hafði
verið dæmdur úr leik ásamt öðrum
Peugeot bflum, fyrir að vera með
ólöglega hlífðarpönnu. Varð það
mikið hitamál sem setur meiri hörku
í keppendur fyrir RAC-rallið. í
mörg ár hefur Alen verið nærri tit-
ilnum og verður því grimmur, en
Kankkunen mun ekkert gefa eftir
og virðist rólegri í keppnum. Tauga-
stríðið verður í algleymingi og
spuming hvor heldur haus.
Greinargerð
— í tilefni af uppsögn minni sem formanns
stjórnar Hjálparstofnunar kirkjunnar
eftirErling
Aspelund
Málefni Hjálparstofnunar kirkj-
unnar hafa verið mjög í sviðsljósi
að undanfömu.
Síðastliðin tvö ár hef ég gegnt
formannsstöðu í stjóm þessarar
stofnunar og nafn mitt hefur því
eðlilega tengst þessu máli. Það hef-
ur fallið mér þungt að reynt hefur
verið að sverta það og jafnvel hefur
verið gefíð til kynna að ég hafí
auðgast á þessu (sbr. DV 13.11.
’86). Sumir fjölmiðlar hafa fjallað
þannig um þetta að hjálparstarfíð
hlýtur að bíða hnekki af.
Og nú hafa málin snúist þannig
að þeir sem á hjálp þurfa að halda
fá hana ekki við óbreyttar aðstæð-
ur._
Ég lagði fram á fundi með fram-
kvæmdanefnd Hjálparstofnunar
kirkjunnar þann 10. nóvember sl.
eftirfarandi tillögur.
1. Nýkeypt hús í Engihlíð yrði selt.
2. Skiþt yrði um endurskoðanda.
3. Bókhald gæfi betri upplýsingar.
4. Framkvæmdastjóri segði af sér.
5. Framkvæmdanefnd segði af sér.
6. Stjómarformaður segði af sér.
Með þessum tillögum taldi ég
mig opna leið til að skapa á ný það
traust, sem Hjálparstofnuninni er
nauðsynlegt til að geta unnið köll-
unarverk sitt með árangri.
Því miður náðu þessar tillögur
ekki fram að ganga, nema að hluta.
Ég ætlaði að framkvæma síðasta
lið tillagnanna, en lét hins vegar
undan beiðni framkvæmdanefndar-
manna um að sitja áfram.
Ég hef nú komist að raun um
að það var ekki rétt og hef því
sagt af mér formennsku með bréfi
til biskups dags. 14.11. ’86.
Stjóm sú, sem ég hef veitt for-
mennsku, er skipuð 15 fulltrúum
prófastsdæma landsins, 9 mönnum
sem Kirkjuráð skipar og svo er bisk-
up íslands sjálfkjörinn og er
ævinlega varaformaður. Úr þessum
25 manna hópi em siðan kosnir 3
menn í framkvæmdanefnd og 2 til
vara til eins árs í senn.
Það er framkvæmdanefndar að
annast ákvörðunartekt, sem hún
svo felur framkvæmdastjóra og
starfsliði öðru að útfæra.
Stjómarformaður á ekki sæti í
Erling Aspelund
framkvæmdanefnd, en situr þó
fundi öðm hvom. Hlutverk hans er
að stjóma árlegum aðalfundi hinnar
stóm stjómar, sem er nánast eins
og trúnaðarmannaráð í verkalýðs-
félagi, ráðgefandi aðili í meiri
háttar málum og fyrir hana em
lagðir ársreikningar og starfs-
skýrsla framkvæmdanefndar.
Auk þess að stjóma þessum árs-
fundum er það hlutverk formanns
að koma fram f.h. stofnunarinnar
út á við.
Framkvæmdanefndin semur um
laun framkvæmdastjóra (149. lfl.
BHM) en á þessum launum em
ýmsir framkvæmdastjórar hjá opin-
bemm stofnunum. Framkvæmda-
stjórinn semur svo aftur við
starfsmenn að höfðu samráði við
framkvæmdanefnd.
Komi upp gagnrýni á starf stofn-
unarinnar fellur það í hlut formanns
að svara þar fyrir. Undan því hef
ég ekki vikist. En e.t.v. má gagn-
rýna mig fyrir að hafa ekki verið
nægilega vakandi á verðinum gagn-
vart þeim atriðum, sem nú em
mest um töluð. Það hefur hins veg-
ar ekki verið venja samkvæmt þeirri
starfsreglu, sem ríkt hefur, og sú
regla hefur trúlega um of mótað
starf mitt.
Sjálfur hef ég aldrei tekið við
einum eyri, hvorki stjómarlaunum
né dagpeningum frá Hjálparstofn-
uninni. Mig langaði til að gefa
eitthvað af frítíma mínum í þágu
minnstu bræðranna í samfélaginu.
7,25% fastir árs\ extir tmifram vfeátdlii aitan buidttummii