Morgunblaðið - 18.11.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.11.1986, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 I nafni Föðurins Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Sálumessa yfir spænskum sveita- manni Höfundur: Ramón J. Sender. Þýðendur: Álfrún Gunnlaugs- dóttir og Þorgeir Þorgeirsson. Útgefandi: Forlagið. Paco, bóndasonur, er aðalpersón- an í „Sálumessu yfír spænskum sveitamanni". Hann er þó látinn þegar sagan hefst. Hún gerist öll í huga séra Millán, sem reynir að ri§a upp ævi Pacos og horfast í augu við þá ábyrgð sem hann ber á dauða hans. Faðir Millán er venjulegur sveita- prestur í litlu þorpi. Hann skírir, fermir, giftir og jarðar þetta litla bændasamfélag. Sóknarbömin eru böm hans í andanum og honum ber að vaka yfír sálarheill þeirra. í samfélagi þar sem valdið er í höndum hers, aðals, auðugra borg- ara og kirkju, því kirkjan hallar sér að hinum sterku, getur presturinn aðeins vakað yfír sálarheill van- stilltra sóknarbama með því að tala þau til hlýðni við valdhafana. Hlýðnin er jú eitt af boðorðum kirkj- unnar. Þetta reynir faðir Millán oft við Paco sem sér ranglæti, kúgun og ofbeldi allt í kringum sig, strax á bamsaldri. Hann er kórdrengur hjá séra Millán. Paco bendir séra Millán gjaman á þá hluti sem kirkjan ætti að grípa inn í. Séra Millán hefur alltaf svör á reiðum höndum og bendir á að hlutimir séu verri ann- ars staðar, notar kenningar og helgisiði kirkjunnar til að horfa fram hjá óhugnaðinum í kringum sig. Þegar fastistamir eru að myrða sóknarbömin hans, segir hann ekk- ert eða gerir, annað en að láta kirkjuna standa opna, og láta hið heilaga sakramenti standa frammi á nóttu sem degi. Það eina sem hann gagnrýnir er að fólk skuli ekki fá síðustu smumingu áður en það deyr. Það er í rauninni enginn ábyrgur þrátt fyrir blóðsúthellingar. Þetta eru bara einhveijir menn. Sam- trygging valdhafanna er alger. Trúaráhugi er lítill, jafnvel séra Millán „hélt áfram að biðja. Hafði verið að þylja þessar bænir í fímmtíu og eitt ár og þær orðnar honum svo tamar að hann gat sem hægast verið með hugann við annað meðan hann bað". Það er fyrst og fremst inntak trúarinnar sem séra Millán hefur tapað. Hann virðist ekki vera ill- menni að upplagi, hann er hliðstæða við sóknarbömin, sem hann heldur að íjarlægist kirkjuna þegar þau slíta bamsskónum. Þetta er kannski mesta sjálfsblekking séra Milláns. Sóknarbörnin sjá hræsni hans og skriðdýrshátt við þá sem valdið hafa. Hann vemdar hagsmuni hinna ríku og hlýtur í staðinn fyrir- litningu allra. Paco er einhverskonar Messías- arminni. Hann berst fyrir réttlæti og betra lífí handa stétt sinni. Hann og félagar hans ætluðu að gera byltingu gegn ríkjandi siðum og venjum, sem áttu rætur í lénsskipu- lagi fyrri alda. En á milli þeirra og gömlu valdhafanna stóð kirkjan, hin óhagganlega og vemdandi móð- ir afskræma sinna. Gömlu valdaklíkumar stóðu áfram undir merki fasismans, grimmari ef eitthvað var. í staðinn fyrir lénsskipulag hét það fasismi, allt eins; sömu menn,' sömu stéttir, sama óréttlætið og enginn ábyrgur, eins og kemur best fram þegar Paco er myrtur: „Bílljós kviknuðu. Þau voru ljósin á bílnum sem séra Millán sat í og óðara kváðu við skothvellir. Engin fyrirskipun hafði samt heyrst. Enginn mannsbarki gefíð frá sér hljóð.“ Aðalatburðir sögunnar gerast á árum spænsku borgarastyijaldar- innar. Með knöppum og hnitmiðuð- um stíl tekst Sender að draga fram ólgu og óhugnað þessara ára. Al- múginn veit ekki við hvem á að sakast. Bæjarslúðrið er um hluti sem fólkið skilur ekki og þá er grip- ið til hjátrúarinnar. Það er alveg ýkjulaust þegar ég segi að þetta er einhver besta bók sem ég hef lesið í langan tíma. Hún vekur upp hjá manni sársauka, reiði og hlýju, því umkomuleysi mann- eskjunnar er svo sterkur þáttur í henni. Þýðendur eiga skilið ómæld- ar þakkir fyrir að gera okkur kleift að lesa þessa bók, því þýðingin er óaðfínnanleg. I tröllahöndum Myndlist Valtýr Pétursson Haukur Halldórsson teiknari hefur opnað sýningu á nýjum verkum sínum í Listaveri, Austurströnd 6 á Seltjamamesi. Þar er ágæt sýning- araðstaða á tveim hæðum og rúmgott mjög. Haukur sýnir þama 43 teikningar og era þær flestar gerðar í tveim litum og sumar í enn fleiram. Þessi sýning Hauks er nokkuð frábragðin þeim sýningum er ég hef áður séð frá hans hendi og nú era til að mynda teikningar hans nokkuð stærri að flatarmáli en áður var og í meira en einum lit, eins og áður er sagt. En viðfangsefni Hauks era af sömu rótum rannin og áður — það era tröll og kynjaver- ur, sem ráða ferðinni, og tæknilega séð heldur hann sig við sama hey- garðshomið. Ég er ekki frá því að hann nái meiri styrk í þessi verk en áður var, og það er nýjung hjá Hauki að nota fleira en svart og hvítt í myndgerð sinni, hugmynda- flugið er og einnig sérstakt og víða er komið við á þessari sýningu. Það fer ekki framhjá neinum, sem skoðar þessar myndir Hauks, að hann hefur orðið fyrir sterkum áhrifum frá honum Erró okkar, og Alfreð Flóki kemur einnig svolítið við sögu hjá honum. Tröllin era samt einkaeign Hauks og gætu ekki verið ættuð frá neinum öðram en honum. Það er mikil tækni í þessum verkum, en stundum er eins og vanti spennu milli svarts og hvíts. Og það er eins og iðnin við að teikna auglýsingar og annað slíkt gægist fyrir hom í sumum þessum myndum, en þeir, sem fylgzt hafa með ferli Hauks, verða þess fljótt áskynja, að þessi sýning er það sterkasta, sem hann hefur sýnt hingað til. Það er dálítið hættulegt að binda sig um of við sérstök viðfangsefni í myndgerð og stunda það ár eftir ár. Þannig gætu tröllin orðið leiði- gjöm á skömmum tíma, og vonandi á teiknarinn eftir að athuga sinn gang, hvað það snertir, enda era breytingar sjáanlegar á þessari sýn- ingu. Sjáum, hver framvindan verður. Morgunblaðið/Sig Jóns. Nefndarmenn frá Akureyri og Selfossi fyrir framan bifreið Rauða krossins. Sjúklingur fluttur á brott af slysstað. Neyðarnefndir RKÍ á Selfossi og Akur eyri fylgdust með hópslysaæfingunni Selfossi. FULLTRÚAR neyðarnefnda Rauða kross íslands á Selfossi og á Akureyri fylgdust með þætti Rauða krossins í hóp- slysaæfingu þeirri sem sett var á svið sl. laugardag á Keflavík- urflugvelli og í Reykjavík. Þáttur Rauða krossins í þessari æfíngu var að hlúa að þeim sem ekki höfðu slasast og aðstoða þá við að komast aftur í samband við Qölskyldur sínar. Eftir grein- ingu á Keflavíkurflugvelli var þeim sem ekki höfðu slasast ekið til Reykjavíkur, til neyðarstöðvar Rauða krossins í Hamrahlíðar- skólanum. Þar var fólkið skráð niður og komið í skólastofur í tímabundna gistingu. Fólk frá Rauða krossinum var ennfremur á sjúkrahúsunum og safnaði saman upplýsingum um þá sem þangað komu. Þeim upp- lýsingum var svo komið til aðal- stöðva Rauða krossins og þangað leituðu líka hjálparliðar úr neyðar- stöðinni í Hamrahlíðarskólanum eftir nöfnum þeirra sem höfðu slasast. Neyðamefndarmenn frá Sel- fossi og Akureyri fylgdust með öllum þáttum starfa Rauða kross- ins í þessari æfíngu til þess m.a. að geta betur gert sér grein fyrir skipulagi neyðarstöðva í sínu byggðarlagi. Neyðarnefndirnar hafa á sínum snæram fjölda sjálf- boðaliða sem kalla má út með stuttum fyrirvara ef slys verður og starfsemi neyðarstöðvar verð- ur þörf. Auk þess að kynna sér störf Rauða krossins þá fóra nefndar- menn einnig í aðalstöðvar al- mannavama ríkisins og fylgdust með skipulagi þar varðandi hóp- slysaæfínguna. Sig Jóns. Sjórinn o g ævin- týrið Békmenntir Erlendur Jónsson Magnús B. Finnbogason: Svarta skútan. 113 bls. Útg. Magnús B. Finnbogason. Reykjavík 1986. Þetta er skáldsaga með ævin- týrablæ frá gamla tímanum. Sjómannalíf, eins og það gerist fyrr á tíð, blandast þama ýmiss konar söguefni, sumu nokkuð reyfara- kenndu. Til dæmis finna íslenskir sjómenn, og færa til hafnar, stjóm- laust þrælaskip þar sem ekki era aðrir um borð en blámaður einn, rammlega hlekkjaður. Líka koma Fransmenn við sögu. En sjósóknin með áram og segl- um og öllu því harðbráki og karlmennsku, sem fangbrögðin við ægi útheimtu forðum, skapar þó kjamann í þessari sögu. Þama era manngerðir sem settu svip á þjóðlíf- ið forðum, svo sem gamli sjómaður- inn, orðfár en áræðinn, og danski faktorinn sem talar hvorki dönsku né íslensku heldur einhvers konar kynlega blöndu af því tvennu. Draumur hvers unglingspilts er að komast sem fyrst á sjóinn, afla mikið og verða sterkur. Því er ekki að furða þótt unglingamir séu fúsir að fylgja »Afa« í róður og séu þá tilbúnir að hlýða skipunum hans í einu og öllu. Höfundur gerir sér far um að lýsa gömlum vinnubrögðum til sjós. Þama koma fyrir orð eins og: slaka, strekkja, venda, nauðbeita, og svo framvegis. Hetjurnar skemmta sér við rok og stórsjó. Og »Afí« er svo fom í sér að hann kveður rímur með undirspili vindhörpunnar þegar sjóimir rísa sem hæst í kringum skip hans. Sýslumaður kemur þama við sögu, einfaldur í meira lagi, og minna hlaup hans og óðagot á grín í gömlum kvikmyndum. Víst má hlæja að flumbragangi hans — geti maður á annað borð meðtekið efni sögunnar eins og það kemur fyrir. Saga þessi er skrifuð af frásagn- argleði og ræktarsemi við gengnar hetjur og horfna lifnaðarhætti. Að dýpt í persónusköpun sýnist höf- undur á hinn bóginn tæpast hafa stefnt. Sagan mun því naumlega skírskota til þeirra sem ekki era því betur heima í gamla tímanum. Nokkuð er af prentvillum í bókinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.