Morgunblaðið - 18.11.1986, Síða 39

Morgunblaðið - 18.11.1986, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 39 Þátttakendur i keppninni um titilinn „Stjama Hollywood". Stjarna Hollywood krýnd á fimmtudag Blaðamannafélag Islands: Lýsa furðu sinni á ummælum ráðherra MORGUNBLAÐINU hefur boríst ályktun sem samþykkt var á stjómarfundi Blaðamannafélags íslands hinn 13. nóvember sl. Ályktunin hljóðar svo: „Stjórn Blaðamannafélags ís- lands lýsir furðu sinni á þeim ummælum Matthíasar Bjarnasonar viðskiptaráðherra á Alþingi 12. nóv- ember 1986 að hann myndi styðja setningu laga er skylduðu blaða- og fréttamenn til að brjóta trúnað við heimildarmenn sína. Það er til- ræði við fijálsa fjölmiðlun að setja í lög skyldu fjölmiðlafólks til að gefa upp heimildir sínar fyrir frétt- um. Mörg mál, sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið, svo sem mál Hafskips, Útvegsbankans og Hjálparstofnunar kirkjunnar, ættu að vera nægur rökstuðningur fyrir nauðsyn frjálsrar og gagnrýninnar ijölmiðlunar á Islandi." A RU V á engan hlut að könnun Hagvangs RÍKISÚTVARPINU hafa borist fyrirspumir um aðild þess að skoð- anakönnun meðal sjónvarpsáhorfenda sem Stöð 2 tilkynnti í frétta- bréfi sl. föstudag, að gerð yrði á vegum Hagvangs nú um síðustu helgi. í fréttabréfí Stöðvar 2, sem Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri, hefur undirritað, segir að Ríkisút- varpinu verði boðin þátttaka í umræddri könnun. Af þessu tilefni skal tekið fram, að Ríkisútvarpinu hefur ekki borist neitt slíkt boð og á engan hlut að könnun Hagvangs. Þess skal getið að Ríkisútvarpið er ásamt Stöð 2, Bylgjunni og Sam- bandi ísl. auglýsingastofa aðili að íjölmiðlakönnun Félagsvísinda- stofnunar háskólans og ber fullt traust til hennar. Virðingarfyllst, Markús Orn Antonsson. Hlébarðiiin í Tónabíó STJARNA Hollywood 86 verður kjörin og krýnd á „Gala-kvöldi“ í veitingahúsinu Broadway fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi. Húsið verður opnað klukkan 19.00 með veitingum og konfekti. Þáttakendur koma fram í sund- bolum og síðum kjólum. Dansarar frá Dansstúdíói Sóleyjar sýna nýjan dans eftir Shairlene Blake. Síðan munu Hollywood Models sýna nýj- ustu vetrartískuna. Liberty Mount- en frá Bandaríkjunum mun flytja „Elvis Presley-sýningu" sína ásamt hljómsveit sinni De Soto. Sú sem hlýtur titilinn „Stjarna Hollywood" hlýtur í verðlaun bfl af gerðinni Lancia 1986. Önnur verð- laun verða í formi fatnaðar, ferða- laga, skartgripa og snyrtivara. Ragna Sæmundsdóttir, Stjama Hollywood 85, mun koma sérstak- lega frá Japan, þar sem hún er við störf, til að vera viðstödd krýningu Stjömu Hollywood 86. Heiðurs- gestir verða Gígja Birgisdóttir og Hólmfríður Karlsdóttir. Dómnefnd skipa Ólafur Laufdal forstjóri, Þómnn Gestsdóttir rit- stjóri, Karl Sigurhjartarson fram- kvæmdastjóri, Ragna Sæmunds- dóttir Stjama Hollywood 85 og Sif Sigfúsdóttir Ungfrú Skandinavia 1985. TÓNABÍÓ sýnir um þessar mundir þýsk - ítölsku kvikmynd- ina Hlébarðann. Handritið er eftir Roy Nelson, kvikmyndun annaðist Peter Baumgartner og leikstjórn er í höndum Anthony M. Dawson. Sagan gerist í ríki einu í Suður- Ameríku, þar sem spillt eninræðis- stjórn ríkir af mikilli hörku. Óflugur hópur skæmliða berst gegn þessari óstjóm og er foringi þeirra „E1 Leopardo" eða hlébarðinn. Með að- alhlutverk fara, Lewis Collins, Klaus Kinski, Manfred Lehmann, Cristina Donadio, John Steiner, Hans Leutenegger og Subas Herr- * era. 50 ár liðin síðan sjúkrahús- ið á Húsavík tók til starfa Klaus Kinski og Lewis Collins, sem fara með tvö aðalhlutverkin í Hlébarðanum. Sigríður Dúna Jóhanna Salóme Alþingismenn og borgar- fulltrúar á aðalfundi FEF Húsavfk. FIMMTÍU ár voru liðin i gær, 17. nóvember, frá því að sjúkra- húsið á Húsavík tók til starfa, en áður hafði þar verið rekið sjúkraskýli, eins og segpr í göml- um heimildum. Árið 1912 gerðist það á Húsavík sem ekki var ótítt á sambærilegum stöðum að ekkja í þorpinu „tók að sér geymslu á nokkmm sjúklingum er þurftu nauðsynlega hér að vera til lækninga," en treysti sér ekki síðan til að halda þeirri starfsemi TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í Bretlandi og Þýzkalandi á mánudag. Þau fengu bæði mjög gott verð fyrir hann. Enginn fiskur úr gámum var seldur í Ólympíunefnd ís- lands: Drætti frestað Ólympíunefnd hefur ákveðið að fresta drætti um 20 daga eða til 5. desember nk. í happdrætti, sem nefndin efnir til, til stuðn- ings væntanlegum ólympíuför- um. Nefndin þakkar velunnurun og stuðningsmönnum fyrir þátt- tökuna og hvetur söluaðila um allt land til að gera skil nú þegar. áfram „fyrir það gjald eitt er hægt var að leggja á sjúklingana." Var þetta til þess að á næsta ári veitti sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu 100 krónu styrk til þessarar starf- semi gegn jafnháum styrk saman- lagt frá nærliggjandi hreppum. Þetta var upphaf sjúkrahúshalds á Húsavík. Margt hefur breyst til batnaðar síðan að gamla sjúkrahúsið tók til starfa því þá var aðeins starfandi einn læknir á Húsavík og er fram- Hull og Grimsby á mánudag, þar sem komu gámaskips til Imming- ham við Humberfljót seinkaði. Hólmanes SU seldi 94,3 lestir, mest þorsk og grálúðu í Hull. Heild- arverð var 6.836.400 krónur, meðalverð 72,52. Samkvæmt enskum mælieiningum og gjald- miðli fékk Hólmanesið 78,12 sterl- ingspund á kit (62,5) kfló) og er það næst hæsta meðalverð, sem fengizt hefur á þessum markaði. Metið á Kambaröst SU frá því fyrr í haust. Meðalverð fyrir þorsk í afla Hólmanessins var 75,65 krónur og fyrir grálúðu 63,57. Vigri RE seldi 212 lestir, mest karfa og grálúðu í Bremerhaven. Heildarverð var 12.549.000 krónur, meðalverð 59,22. Þá voru óseldar 6 stórlúöur, en innihald kvikasilfurs í slíkum fiskum er ætíð rannsakað sérstaklega fyrir sölu. kvæma þurfti skurðaðgerðir þurfti aðstoðarlæknirinn að koma úr næsta héraði, Breiðumýri. Nú eru starfandi sex læknar við sjúkrahús- ið og heilsugæslustöðina á Húsavík sem eru til húsa í sömu bygging- unni. Fréttaritari Kristín Á. Sigrún FÉLAG einstæðra foreldra held- ur aðalfund sinn miðvikudag 19. nóvember kl. 21.00 stundvlslega í Skeljahelli, Skeljanesi 6. Þar flytur Jóhanna Krisljónsdóttir, formaður FEF skýrslu stjómar- innar, endurskoðaðir reikningar liggja frammi og siðan fer fram stjómarkjör. Að loknum aðalfundarstörfum munu gestir fundarins, alþingis- mennimir Jóhanna Sigurðardóttir, Salóme Þorkelsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og borgar- fulltrúamir Kristín Á. Olafsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir, segja nokkur orð og til þeirra má síðan beina fyrirspumum. í skýrslu stjómar FEF verður allrækilega gerð grein fyrir rekstri neyðarhúsa félagsins, að Öldugötu og í Skeljanesi en þar hafa um þrjú hundmð fjölskyldur fengið húsnæði til skamms tíma á rúmum fimm ámm. Húsverðir þar nú em Helga Kristinsdóttir, fóstmnemi, og Marta Jörgenssen, ritari. Á döfinni hjá FEF er einnig opnun verslunar, sem verður á Laugavegi 34B. Þar er meiningin að hafa á boðstólum „flóamarkaðsvaming á háu plani“, eins og fyrirsvarsmenn FEF orða það. Ætti verslunin að geta orðið FEF góður tekjustofn ef vel geng- ur, en mikil greiðslubyrði vegna húsakaupanna á Öldugötu á sl. ári, hefur verið FEF þung í skauti. Á aðalfundinum verða einnig af- hent jólakort FEF og kaffi og meðlæti verður fyrir gesti. Fundarstjóri verður Jódís Jóns- dóttir og fundarritari Ingibjörg Jónasdóttir. Stjóm FEF væntir þess, að sem flestir mæti á fundinn og komi stundvíslega. Hátt verð á f isk- mörkuðunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.