Morgunblaðið - 18.11.1986, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
Kona fær flugvir kj ar éttindi í Noregi:
Fyrst í heimií
í kjölfar ákvörðunar stjórnar Lufthansa um að nota ekki tveggja
hreyfla þotur á N-Atlantshafsflugleiðinni verður öllum DC-10-flug-
flota félagsins, 11 þotum, beint þangað.
s
Flug
Gunnar Þorsteinsson
Fyrsta konan sem öðlast flug-
virkjaréttindi í Skandinavíu er
Turid Rassmussen, 31 árs. Hún
er norsk og er ein af 179 flug-
virkjum SAS í heimalandi sinu.
Margir halda því fram að Turid
sé fyrsta konan í heimi sem útskrif-
ast með flugvirkjaréttindi, en fyrir
því eru hinsvegar ekki alveg örugg-
ar heimildir.
Turid hefur getið sér gott orð
hjá tæknideild SAS í Noregi en þar
hefur hún numið fagið. í tilefni
þess að hún fékk réttindin gerðu
starfsmenn deildarinnar sér glaðan
dag og færði tæknistjórinn henni
minjagrip er m.a. var á letrað
„Fyrst í heimi“.
„Ég held að ekki hafi verið tekið
neitt sérstakt tillit til mín og ég vil
eindregið hvetja fleiri konur til að
leggja flugvirkjunina fyrir sig. Það
eru ekki margir þungir hlutir sem
maður þarf að kljást við í starfínu
og því engin nauðsyn á því að flug-
virkjar séu einhveijir beljakar eða
rumir. Ég kann vel við mig innan
um allan karlpeninginn en ég verð
þó að segja að stundum sakna ég
þess að enginn samstarfsfélaganna
er kvenkyns," sagði Turid Rass-
mussen þegar réttindin voru loksins
í höfn. Hún sagði að allir sem hún
umgengist litist mjög vel á þetta
tiltæki sitt og ekki síst vegna þess
að með því hafí konur haldið inn-
reið sína í það hefðbundna karlafag
sem flugvirkjunin hefði alla tíð verið
um allan heim.
Nafnið Turid er á skemmtilegan
hátt tengt brautryðjendum í sögu
SAS flugfélagsins. Þannig heitir
Tæknistjóri SAS i Noregi, Ragvald Fergestad, afhendir flugvirkjan-
um Turid Rassmussen minjagrip er á er letrað „Fyrst f heimi“.
Turid er fyrsta konan sem öðlast flugvirkjaréttindi í Skandinavíu
og margir halda því fram að hún sé fyrsta konan í heiminum sem
gengur með flugvirkjaréttindin upp á vasann.
fyrsta kvenkyns flugmaður félags- nafnið Turid Viking. Og nú síðast
ins Turid. Fyrsta SAS flugvélin sem er það Turid — fyrsti kvenflugvirki
skírð var kvenmannsnafni fékk SAS. Þetta er undarleg tilviljun.
Lufthansa:
Engar tveggja
hreyfla þotur í
Atlantshaf sflug
Þýska flugfélagið Lufthansa
hefur ákveðið að nota ekki
tveggja hreyfla þotur á flugleið-
inni yfir N-Atlantshaf. Fjögurra
mánaða tölvuprófanir og aðrir
útreikningar í tölvu hafa sann-
fært stjórnendur félagsins að
notkun tveggja hreyfla þotna á
þessari erfiðu flugleið sé ekki
fýsilegur kostur fyrir Lufthansa.
Mörg flugfélög og ekki síst fram-
leiðendur tveggja hreyfla þotna
hafa lagt hart að flugmálayfírvöld-
um er málið snerta og Alþjóðaflug-
málastofnuninni að rýmka reglur
sem gilda um flug tveggja hreyfla
farþegaþotna á úthafsflugleiðum.
Eins og kunnugt ætti að vera eru
nokkur flugfélög byijuð að nota
þessar þotur á Atlantshafsflugleið-
inni og það kom líka fram í tölvu-
prófunum Lufthansa að frá
öryggissjónarmiði væri ekert því til
fyrjrstöðu að félagið slægist í þenn-
an hóp.
Þegar Lufthansamenn lögðu lóð-
in á vogarskálamar töldu þeir að
rekstur tveggja hreyfla þotna á
Atlantshafsleiðinni gæti skaðað
þann góða orðstír sem félagið hefur
getið sér fyrir stundvísi, reglufestu
og áreiðanleika án neins sérstaks
efnahagslegs ávinnings umfram
það að nota þriggja hreyfla Douglas
CD-10-þotur. Reglur um flug
tveggja hreyfla þotna á úthafs-
flugleiðum eru svo strangar að
stundum verður að seinka eða
hreinlega aflýsa flugi. Þetta getur
gerst t.d. ef varaflugvöllur, eins og
Keflavík, lokast vegna veðurs eða
að veðurspár fyrir leiðina eru óhag-
stæðar. Allir sem ferðast eitthvað
að ráði þekkja að seinkanir og nið-
urfellingar flugs geta leitt til
margvíslegs óhagræðis og því má
ekki heldur gleyma að kostnaður
viðkomandi flugfélags sem svo
óheppið er að lenda í slíku er oft á
tíðum all verulegur.
í ljósi þessa hefur Lufthansa
ákveðið að beina öllum DC-10-
flugflota sínum, samtals 11 vélum,
inn á N-Atlantshafsflugleiðina og
þá verða stærri Boeing 757-þotur
sem m.a. hafa verið notaðar fluttar
á aðrar leiðir, t.d. Evrópu-Asíu. Með
þessari ráðstöfun eykst ferðatíðni
Lufthansa milli Evrópu og Banda-
ríkjanna, hvimleiðum millilending-
um fækkar og í alla staði næst
meiri hagkvæmni að sögn þeirra
Lufthansamanna. þess má að lokum
geta að Lufthansa er stærsti frakt-
flytjandi á N-Atlantshafsleiðinni og
leiðandi afl á þeim markaði. Fjölgun
ferða styrkir enn frekar samkeppn-
isstöðuna í fraktflutningunum.
Bandaríkin:
Þyngd og hand-
farangur far-
þega vandamál
Félag bandarískra atvinnu-
flugmanna telur að þarlend
flugfélög vanáætli þyngd hvers
farþega um allt að 30 pund (13,6
kg). Afleiðingin er sú, segja at-
vinnuflugmennimir, að vélar
fari oftsinnis á loft umfram há-
marksflugtaksþyngd.
Bandariska flugmálastjómin
(FAA) setur lágmarksþyngdir sem
flugmenn eiga að nota til viðmiðun-
ar þegar þyngd farmsins um borð
er reiknuð út. Samkvæmt þeim er
hver fullorðinn farþegi 160 pund
(72,6 kg), farangur hans 23,5 pund
(10,7 kg) og handfarangur 5 pund
(2,3 kg). Mörg flugfélög hafa hins-
vegar sínar eigin reglur í þessum
efnum og eru þá viðmiðunartölum-
ar hærri.
Félag atvinnuflugmannanna hef-
ur lýst áhyggjum sínum af því að
búast megi við því, að flugfélögin
fari í vaxandi mæli að miða farþega
og hafurtask þeirra við lágmarks-
þyngdir flugmálastjómarinnar.
Astæðuna segja flugmenn vera þá,
að flugfélögin eigi stöðugt erfiðara
með að láta enda ná saman í rekstr-
inum og með því að lækka þyngd
farþeganna er hægt að taka meiri
frakt og hala inn meiri pening í
tóma kassa gjaldkeranna. Telur
flugmannafélagið að flugmála-
stjómin verði að lækka lágmarks-
þyngdimar og til stuðnings þessari
kröfu segist félagið hafa í fórum
sínum tölur sem sýni svo óyggjandi
sé, að farþegar og farangur al-
mennt sé talsvert þyngri en núgild-
andi lágmark flugmálastjómarinn-
ar. Segir flugmannafélagið að
vegna þessa fari þúsundir véla á
loft of þungar án þess að flugmenn-
imir hafí minnstu hugmynd um það
og slíkt bjóði hættunni heim. En
úr of þungum farþegum yfír í hand-
farangur.
Flugfreyjur hafa
áhyggjur af
handfarangri
í Bandaríkjunum færast brot á
reglum um handfarangur sífellt í
vöxt og veldur þetta sem eðlilegt
er miklum áhyggjum flugfreyjufé-
lagsins bandaríska. Vill félagið að
bandaríska flugmálastjórnin taki
málið föstum tökum, t.d. með því
að feta í fótspor Kanadamanna sem
ekki alls fyrir löngu hertu mjög
reglur um leyfílegan handfarangur.
Flugmálastjómin hefur uppástungu
flugfreyjufélagsins til athugunar og
Ætli þessi föngulegi farþegahópur sé þyngri en lágmarks viðmiðunarþyngd gerir ráð fyrir? Hvað ætli
farþegarnir séu með i handfarangrinum, kannski drifskaft, 95 lítra fiskabúr, stórt fíkjutré, eða kannski
jólatré af því bráðum koma blessuð jólin?
allar likur eru á að hún setji nýjar
strangari reglur um handfarangur-
inn.
Bandaríska flugfreyjufélagið
skráði í október fyrir ári 172 til-
felli þar sem reglur um handfarang-
ur voru brotnar á hinn gróflegasta
hátt. Þetta er athyglisverður listi
sem sýnir að það er alveg stórfurðu-
legt hvað fólki dettur í hug að taka
með sér inn í flugvélamar. Þrennt
slær þó öll met: Drifskaft fyrir
BMW-bíl, 95 lítra fískabúr og rúm-
lega metra hátt fíkjutré. Við þetta
má bæta hlutum eins og rafgeymi,
sjóbretti, sjónvarpi, ýmsum stytt-
um, antik-húsgögnum, glermál-
verki og af því að nú eru að koma
jól, má ekki gleyma jólatrénu sem
einn farþeginn tók með sér.
Fordæmi er fyrir þvi að flugfar-
þegi hafí fengið sem svarar 1
milljón dollara (40 millj. ísl. kr.) í
skaðabætur vegna þess að hann
fékk tösku í höfuðið. Taskan datt
úr farangursskáp eða hillu. Sá sem
fékk hana í hausinn brást hinn
versti við og stefndi einni flugfreyj-
unni, einnig flugfélaginu og meira
að segja aumingja eiganda töskunn-
ar. Að lokum kvað dómari upp þann
úrskurð að flugfélagið væri ábyrgt
og bæri að greiða skaðabætumar.
Bandarísku flugfreyjurnar segja
að'farþegar láti sér ekki allt fyrir
bijósti brenna þegar þeir þurfa að
koma hafurtaski sínu fyrir. Þeir
leysa málið gjaman með því að
stafla ofan á súrefnis- og slökkvi-
tæki eða fyrir neyðarútganga en
að þeirra mati eru þetta tilvaldir
geymslustaðir. Það þarf ekki að
fara mörgum orðum um hve þetta
er hættulegt athæfí ef neyðartilfelli
ber að höndum.
Handfarangurinn er ekki einung-
is vandamál sem er bundið við
Bandaríkin heldur þurfa félagið og
áhafnir um allan heim að kljást við
þetta.