Morgunblaðið - 23.11.1986, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
FINNAR Á FERÐ
Myndlist
Valtýr Pétursson
Finnst nútímalist er heitið á
sýningn þeirra 12 listamanna,
sem verk eiga í Austursalnum á
Kjarvalsstöðum þessa dagana.
Það má með sanni segja, að þar
kenni margra grasa: skúlptúr,
málverk, ýmis efni og allt þetta
notað að vild hvers og eins. Þessi
hópur er mjög á sama reki, en
afar mismunandi hvemig félag-
amir taka á viðfangsefnum
sínum. Þarna er unnið í bambus,
tré og kopar, málað með akrýl
og olíu, ljósmyndað og málað á
ljósmyndir, og af þessu má sjá,
að þetta fólk er ekki við eina fjöl-
ina felit.
Margt er þama ágætlega gert
og sumt af mikilli kunnáttu og
áræði, en annað fer fyrir ofan
garð og neðan, nema útskýringar
fýlgi. I sýningarskrá er að vísu
nokkurt lesmál, þar sem haft er
eftir listafólkinu ýmislegt, er gef-
ur lítillega til kynna lífsviðhorf
þess, og einnig segir það sjálft,
hvað því liggur á hjarta í sumum
tilfellum. Hvort hér er um sýning-
arhóp að ræða, sé ég ekki af
skránni, og ekkert af þessu fólki
hef ég rekizt á áður svo að ég
muni, en það virðist hafa sýnt
víða og er framúrstefnufólk í
heimalandi sínu.
Það er ekki ónýtt fyrir okkur
hér úti í miðju hafi að fá heim-
sóknir sem þessa. Hér fáum við
nasasjón af því, sem efst er á
baugi hjá vinaþjóð okkar Finnum,
og ætla verður, að vandað sé til
slíkrar sýningar, sem kynna á
nútímalist heillar þjóðar út á við.
Nú er það sannleikur, sem seint
verður hrakinn, að hver þjóðflokk-
ur á þessari plánetu hefur sitt
séreinkenni, og öll vitum við, að
fjölmörg og ólík tungumál em
töluð í veröldinni, en sagt hefur
verið að listin sé alheimsmál, sem
allir skilji og vissulega er það rétt
að nokkru leyti, en mállýzkumar
eru margar á því sviði og eru í
flestum tilfellum sprottnar úr
þjóðarsál hvers lands. Það er að
mínu mati sterkur finnskur svipur
á sýningu þeirra tólfmenning-
anna, þrátt fyrir þann auðsæja
alþjóðlega blæ, er sýningin ber.
Það mætti jafnvel segja að við-
fangsefnin og hugmyndfræðin
væra keimlík í Reykjavík og Hels-
inki — svo alþjóðleg bylga ríður
nú yfir á myndlistarsviðinu, að
landamæri era vart merkjanleg
lendur. Samt er ættarsvipurinn
yfírleitt til staðar, ef vel er að gáð.
Mörg verk á þessari samsýn-
ingu Finna hljóta að vekja eftir-
tekt, og vil ég þar nefna málverk
eftir Luostarinen og Tang, og
ekki má láta hinar litlu, en hrif-
miklu myndir Stenbergs gleym-
ast. Skúlptúrar eftir Caven og
Gryta era einnig eftirminnilegir,
og eyjar Aiha era skemmtileg og
framleg verk. Mari Rantanen er
ef til vill kraftmesti listamaðurinn
í þessum hópi með hin áhrifa-
miklu málverk sín. Sum önnur
verk mætti benda á í þessu skrifi,
en ég læt þetta nægja að sinni,
því að erfitt er að henda reiður á
hinum finnsku nöfnum og sjón
er sögu ríkari. Fólk ætti sjálft að
gera það upp við sig, hvað er
áhugaverðast við þessa sýningu,
en það verður aðeins gert með
því að kynna sér hvað hér er á
ferð.
Það vill svo til, að tvær íslensk-
ar sýningar era undir sama þaki
og sú finnska og því gullið tæki-
færi til að gera svolítinn saman-
burð. Ef menn vilja gefa sér tíma
til, geta þeir áreiðanlega séð mis-
muninn á þjóðarsál þjóðanna
tveggja. Og ég fullyrði, að við
þurfum ekki að hafa neina minni-
máttarkennd.
Jóhanna Bogadóttir
Það fer ekki framhjá neinum,
sem til þekkir, að Jóhanna Boga-
dóttir hefur fyrst og fremst
stundað grafíska list á undanföm-
um áram, en nú hefur hún lagt
undir sig olíumálverkið, og áhrifín
frá grafíkinni eins og svífa yfír
vötnunum á sáyningunni, sem hún
heldur í Norræna húsinu um þess-
ar mundir. Þar era yfír þijátíu
olíumálverk til sýnis og mörg
þeirra af stærri gerðinni — lítil
formöt eiga auðsjáanlega ekki
upp á pallborðið eins og stendur
hjá yngri kynslóð myndlistar-
manna.
Þetta er hressileg og átakamik-
il sýning hjá Jóhönnu. Hesturinn
er í hávegum hafður, og spýtur
alls konar era notaðar til að lífga
myndflötinn. Litir era hreinir, og
tónhæðin nokkuð mikil á stund-
um. Myndbygging nokkuð laus,
en lipur og túlkar persónulegt við-
horf, sem einkennist af skap-
miklum tilþrifum, og það era
Sprettur, 1986
kaflar í þessum verkum, sem virð-
ast vart vera á valdi listakonunnar
vegna þess ofsa, sem hún lætur
lausbeizlaðan við að koma form-
inu á framfæri. Það era sterk
náttúraítök í þessum verkum Jó-
hönnu, og hesturinn kemur víða
við sögu, þróttmikill og villtur.
Það er miður, hve myndbygging
Jóhönnu r laus í reipum á köflum,
og það er eins og hún leggi meiri
áherzlu á að láta myndflötinn
verða að ærslafullum leikvangi en
að samanþjappaðri heild, sem
sannfæri áhorfendur um gildi litar
og forms.
Ég bendi aðeins á tvö olíumál-
verk sem þau, er festust einna
bezt í huga mér við snögga við-
kynningu á verkum Jóhönnu,
númer 6, Höfuðskepnur, sem mér
finnst eitt áhrifamesta málverk
sýningarinnar, og Nr. 9, Brúin,
sem einnig er mjög ríkt í lit og
stendur ágætlega sem þramandi
heild. Annars er mikil spenna í
flestum þessum verkum Jóhönnu
og dálítil rómantík á köflum.
Myndir Jóhönnu era persónulegar
og einkennast af snöggum átök-
um og leikandi myndbyggingu.
Það væri ekki Ijarri lagi að tengja
sum þessara verka beint við um-
hverfíð, og áhrif frá náttúranni
era víða sjáanleg. Eða á heldur
að nefna það andrúmsloft um-
hverfísins, sem fínna má í
mörgum verkum á þessari sýn-
ingu.
Það er eins og áður segir hressi-
legur blær og mikil litagleði yfír
sölunum í Norræna húsinu. Það
er einnig mikil spenna yfír sýn-
ingu Jóhönnu Bogadóttur í heild.
Hún sýnir snögg og sterk vinnu-
brögð, sem óneitanlega orsaka
bæði gott og stundum miður gott
málverk, en árangur er auðsær,
og ég óska henni til hamingju
með það.
Tré og’járn
Það er nokkuð síðan Helgi
Gíslason vakti athygli með verk-
um sínum, sem unnin vora að
mestu í eir. Nú hefur hann söðlað
eilítið um og notar jám og tré við
skúlptúrgerð sína. Helgi er enginn
byijandi í faginu. Hann hefur
haldið þijár einkasýningar hér í
borg, og sú, sem nú stendur á
Kjarvalsstöðum, er sú fjórða. Að
undanfömu hefur Helgi dvalið í
Finnlandi og verið þar í vinnu-
stofu í Sveaborg, og er þessi
sýning hans afraksturinn af þeirri
dvöl.
Helgi hefur nýlega verið við
sýningarhald í Þýzkalandi og ve-
rið vel tekið. Ef ég hef tekið rétt
eftir, era þau verk, sem nú era á
Kjarvalsstöðum, frá sýningum,
sem hann hélt í sex borgum hjá
þeim þýðversku, en hér er alls um
13 skúlptúra að ræða.
Helgi Gíslason er duglegur
myndhöggvari, sem vinnur af
mikilli alvöra og festu. Það er um
þó nokkrar breytingar að ræða í
þessum seinustu verkum Helga,
og það kemur víðar fram en í
sjálfu efninu, en eins og áður seg-
ir vora fyrri verk hans mestmegn-
is unnin í eir eða aðra málma.
Þá hafa seinustu verk hans og
nokkuð aðra hugmyndafræði að
baki en fyrri verkin, og ég fæ
ekki betur séð en þau séu fom-
eskjulegri, ef svo mætti segja.
Þama er á ferðinni rammíslenzk-
ur hugmyndaheimur, sem eins og
ber í sér sjálfa þjóðarsálina, það
er að segja, unnið er á nútíma-
vísu, en upprani og eðli lista-
mannsins sver sig í ætt við
umhverfi sitt og aðstæður. Eitt
er víst. Þessi verk era beinskeytt
í eðli sínu og hafa vissan þunga,
sem minnir á skammdegið og
náttúradramað, sem svo þrúgar
sálir manna á vissum árstíma hér
í sveit. Það má víst fullyrða, að
þessi verk geta vart orðið íslenzk-
ari í eðli sínu, þrátt fyrir nútíma
útfærslu, sem sannar, að skúlptúr
dagsins í dag er ekki gripinn úr
lausu lofti, eins og margur held-
ur. Persónulega er ég mjög
spenntur fyrir þessum nýju verk-
um Helga og vonast til, að hann
haldi áfram að sýna jafn mikil
átök á komandi tímum.
Nokkrir skúlptúrar Helga era
settir í sambýli við málverk Sig-
urðar Örlygssonar í Vestursaln-
um, og er ég ekki viss um, að það
sambýli sé heppilegt. Mér fannst
verkin nokkuð ágeng hvert við
annað.
Að lokum vil ég ráðleggja fólki
að sjá þær sýningar sem nú era
á Kjarvalsstöðum. Þar gefst tæki-
færi til að gera svoiítinn saman-
burð á verkum eftir tvo ágæta
listamenn okkar af yngri kynslóð-
inni og nokkra Finna á líku reki,
sem sýna í Austursalnum. Ég lýk
svo þessum línum með því að óska
Helga Gíslasyni til hamingju með
árangur sem hann má fyllilega
vera ánægður með.