Morgunblaðið - 04.12.1986, Page 24

Morgunblaðið - 04.12.1986, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 Deiliskipulag Kvosarínnar Nokkrar athugasemdir eftir Ragnheiði H. Þórarinsdóttur Nýlega hefur verið samþykkt í skipulagsnefnd Reykjavíkur deili- skipulag að Kvosinni. Höfundar skipulagsins, þau Dagný Helgadótt- ir og Guðni Pálsson arkitektar, hafa fengið erfitt og vandasamt verkefni — og sitt sýnist hveijum um árang- urinn. Markmið deiliskipulagsins er: „Að miðbær Reykjavíkur skuli vera miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, sér- verslana, viðskipta og vettvangur fyrir íjölskrúðugt mannlíf. Eins, að hann skuli skapa góð skilyrði fyrir alls kyns mannamót, menningar- starfsemi og skemmtanir." (Kvosin 86, bls 3.) I greinargerð tillögunnar segir ennfremur: „Mjög mikilvægt er, að hann hafi glæsilegt og virðu- legt yfirbragð, sem sæmir miðborg höfuðborgar íslands." (Bls. 3.) Skipulagshöfundarnir koma með tillögur um það hvemig þessum markmiðum verði best náð, t.d. með því að gera stóran hluta svæðisins að göngusvæði og með skjólmynd- un, með því að hreinsa bakgarða og leggja stíga gegnum þá, með gróðursetningu trjágróðurs og fleiri aðgerðum, sem verða að teljast mjög jákvæðar. Allt miðar þetta að því að gera miðbæinn samkeppnis- hæfan við önnur borgarhverfí. Ein megin tillagan að endurreisn Kvosarinnar er sú, að byggt skuli í skörð og eyður með húsum, er hafa yfirbragð borgarhúsa og gera Kvosina að heilsteyptum miðbæ, eins og það heitir í tillögunni. — Það er við úrvinnslu þessarar til- lögu, sem ég vil gera nokkrar athugasemdir. Kvosin og sögn- legar minjar Ekki skal um það deilt að endur- bóta er þörf í miðbænum. Ekki er þó vandalaust að hreinsa þar til, því í Kvosinni eru margar merkustu söguminjar borgarinnar. Þar má finna leyfar af elstu byggð, allt frá 9. og 10. öld. Þar eru einnig bygg- ingar, sem eiga upphaf sitt hjá Innréttingum Skúla Magnússonar og fyrstu árum kaupstaðarins Helgi Þórsson frá Reiknistofnun Háskóla íslands kynnir Tölvuþing Reiknistofnunar og þær ráðstefnur, fundi og umræður sem þar eru í gangi. Björn Friðfinnsson formaður Sambands ísl. sveitarfélaga opnar nýjan vettvang á Tölvuþingi: Um- ræður um sveitarstjómarmál og stefnu Sambands ísl. sveitarfélaga fram til ársins 2000. Reynir Hugason skýrir frá teng- ingarmöguleika við SKÝRR um tölvunet Pósts og síma. Ásrún Rúdólfsdóttir fjallar um Upplýsingabanka SKÝRR og þær fjölþættu upplýsingar sem hann hefur að geyma. Póstur og sími kynnir módöld og Reykjavíkur. í Kvosinni má lesa sögu Reykjavíkur í húsum. Þar eru hús frá elstu tíð og þar em hús, sem enn minna á það, að með bygg- ingu þeirra var bryddað upp á nýjungum í byggingarlist. Svo eru þar glæsileg eintök frá timbur- húsatímabilinu, svokallaða, fyrir og um síðustu aldamót. Þessi háreistu, oft skrautlegu, bámjámsklæddu timburhús, em borgarhús eins og þau gerðust best í Reykjavík. Þau vom byggð af efnafólki, embættis- mönnum, kaupmönnum og iðnaðar- mönnum og alls ekki af vanefnum, eins og svo margir halda. Gömlu húsin í Kvosinni endurspegla sinn tíma — og það er kostur en ekki ókostur í borgarhluta þar sem 200 ára saga hefur orðið til. Skipulagið og söguminjar Skipulagshöfundamir nefna þá staðreynd í greinargerð sinni að Reykjavík á ekki mörg gömul og sögufræg hús og vilja því að gæti- lega sé farið, þegar Ijarlægja á elstu húsin úr miðborginni. Húsin eigi að skoða vandlega með eftirfarandi atriði að leiðarljósi: Menningar- sögulegt gildi — uppmnalegt útlit — formfegurð — svipmót þeirra fyrir borgina — hvemig þau sam- ræmast aðliggjandi húsum og umhverfí. Þrátt fyrir þessar ágætu leið- beiningar og það, að hér er um að ræða ákaflega viðkvæmt svæði í borginni og því ástæða tii sérstakr- ar varfæmi, leggja höfundar til að Ijarlægð verði um 25 hús, ásamt nokkmm skúrbyggingum á baklóð- um. — Upphaflega var ætlunin að láta Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 hverfa, en skv. staðfestu deili- skipulagi frá 1981 átti svo að vera. Horfið var frá því ráði og er það vel. Um endanlega lausn á því horni má þó deila. Höfundar segjast leggja ríka áherslu á að halda í menningar- sögulega mikilvæg hús en vilja að sama skapi ekki halda í hús, „sem löngu em búin að lifa sitt skeið“. (Greinargerð, bls. 5.) Þetta tel ég all vafasama röksemdafærslu, því annan búnað sem nauðsynlegur er til fjarvinnslu. Ennfremur er kynnt verð á tengi- búnaði og kostnaður við að tengjast og nota einstök tölvukerfi. Með neti Pósts og síma og Mál- þinginu em að opnast nýjir mögu- leikar til að undirbúa mál og halda fundi þótt fundarmenn séu dreifðir um landið. Kynningin er sérstaklega ætluð sveitarstjómarmönnum og starfs- mönnum sveitarfélaga. Þeir geta þá einnig sótt ráðstefnu Skýrslu- tæknifélagsins nk. föstudag um Tölvunetið til að öðlast dýpri þekk- ingu á málinu og heyrt um reynslu annarra af því, segir í frétt frá Tölvuþjónusta sveitarfélaga. hver getur dæmt um það hvort menningarsögulega merkilegt hús hefur lifað sitt skeið eða ekki? Hvort vegur þá meira sú staðreynd að húsið hefur menningarsögulegt gildi eða að það hefur lifað sitt skeið? f skipulagstillögunum er lögð áhersla á að ekki sé um niðurrif að ræða í öllum tilvikum, heldur eigi að flytja viðkomandi hús á annan stað í borginni. Eitt meginat- riðið í húsvemdun er að hús beri að varðveita á sínum uppmnalega stað. Ef það er ekki hægt, t.d. vegna landþrengla, á að flytja húsið á annan stað þar sem það fær notið sín. Hús ætti ekki að flytja á safn nema það sé eina leiðin til að bjarga því frá tortímingu og sögulegt gildi þess sé ótvírætt. I Árbæjarsafni hefur verið ieitast við að sýna mis- munandi húsagerðir. Þar á hvert hús að vera hlekkur í ákveðinni keðju — byggingarsögu Reykjavík- ur. Þar á ekki að vera tilviljunar- kennt samansafn húsa heldur safn þar sem geymd eru sýnishorn, sem endurspegla söguna. Það er því engin lausn að safna saman mörg- um húsum af svipaðri gerð í Árbæjarsafni heldur ber að setja þar upp hús, sem eru einstök í sinni gerð og/eða eru fulltrúar ákveðins byggingarmáta. Hús sem eiga að hverfa Hús þau, sem hverfa eiga skv. tillögunni em þessi: Austurstræti 8, 10 og 20; Lækjargata 4, 6A, 6B og 8; Aðalstræti 3, 4, 7 (ásamt við- byggingu við Hótel Vík), 16; Hafnarstræti 2, 21 og 23, ennfrem- ur 17 og 19 er snúa að Tryggva- götu, Tjarnargata 3C, 5B og 11, hús á lóð Vesturgötu 2 er snúa að Tryggvagötu, Suðurgata 3A, Vall- arstræti 4 og gamli kvennaskólinn (Sjálfstæðishúsið) við Austurvöll. í skipulagstillögu höfunda Kvosin 85 var gert ráð fýrir því að Kirkju- stræti 8, 8B og 10 fengju að standa en Alþingi hefur nýlega samþykkt byggingu þinghúss, sem gerir ráð fýrir niðurrifi þessara húsa. (Grein- argerð, bls. 6.) Ekki er tækifæri í stuttri blaða- grein að gera grein fyrir öllum þessum húsum. I sumum tilfellum má segja að niðurrif sé réttlætan- legt. Ónnur hús hafa slíka þýðingu fyrir miðbæinn og Reykjavík að niðurrif þeirra er alls ekki réttlæt- anlegt. Verður nú drepið stuttlega á sögu þeirra. Austurstræti 20. Þetta er eitt elsta hús borgarinnar, byggt 1805 sem embættisbústaður sýslumanns- ins í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þar bjó lengi Ámi Thorsteinsson landfógeti og fjölskylda hans rækt- aði 1862 skrúðgarð þann bak við húsið, sem enn kallast Fógetagarð- urinn. 1932 var innréttingu hússins breytt fyrir veitingasölu. Það ætti tvímælalaust að varðveita á staðn- um. Lækjargata 4. Húsið var byggt 1852 en það ár vom lóðirnar Lækj- argata 2, 4 og 6 mældar út. Þar hefur búið margt merkismanna, m.a. Benedikt Gröndal og hjónin Ingibjörg og Þorlákur O. Johnson. í þessu húsi var Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur stofnað 1891. Húsið er með elstu tvílyftu húsun- um í bænum og á því em einar elstu svalir borgarinnar. Sé alls ekki hægt að varðveita það á staðn- um ætti að varðveita það í Árbæjar- safni. Lækjargata 6A og 6B. Húsið er reist árið 1907 af tveimur iðnað- armönnum. Það er dæmi um myndarlegt borgarhús, byggt við eina af aðaigötum bæjarins. Mikið var lagt upp úr framhliðinni á sínum tíma og gæti hún sett svip á götu- Ragnheiður H. Þórarinsdóttir „Gömlu húsin í Kvos- inni endurspegla sinn tíma — og það er kostur en ekki ókostur í borg- arhluta þar sem 200 ára saga hefur orðið til.“ myndina yrði hún færð í uppruna- legt horf. Þetta hús ætti hiklaust að fá að standa á sínum stað. Lækjargata 8. Húsið sem þar stendur var byggt árið 1870 af Jónassen landlækni. Það þótti afar veglegt á sínum tíma og var eitt af fyrstu húsunum í bænum með kvist. Nú nýtur útlit þess sín lítt enda búið að gera á því miklar breytingar. Ef húsinu yrði komið í fyrra horf, myndi það undirstrika götumynd Skólabrúar, sem er hald- ið svo til óbreyttri í skipulaginu. Komi þar nýtt hús, ætti það ekki að vera hærra en svo að útsýn inn í Skólabrú yrði opin. í kringum Hótel íslandsplanið — öðru nafni Hallærisplanið — eru nokkur timburhús frá síðari hluta 19. aldar og/eða aldamótum. Þau mynda nokkurs konar keðju kring- um opna svæðið þar sem áður voru Hótel ísland og Veltan. Húsin tengj- ast timburhúsabyggðinni í Gijóta- Jjorpi og húsunum í Grófinni, sem ætlað er að varðveita samkvæmt skipulagstillögunum. Þau gætu myndað virðulegan og hlýlegan ramma um „borgartorgið" og menningarmiðstöðina, sem áætlað er að reisa á Steindórsplaninu. í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir að tvö þessara húsa fari, þ.e. Aðal- stræti 7 og Vallarstræti 4 (Hótel Vík). Höfundar telja þó að halda beri þessum húsum ef mögulegt er. Ég tek undir það sjónarmið og tel að þessi hús eigi tvímælalaust að varðveita á staðnum. Aðalstræti 7 er byggt árið 1881. Það var í mörg ár í eigu Brynjólfs H. Bjarnasonar kaupmanns, eins af forvígismönnum kaupmanna- stéttarinnar hér í borg. Þetta rúmlega aldargamla hús er vel byggt og vandað og ástand þess ágætt. Við hlið þess stendur hús, sem upphaflega var reist sem pakk- hús, óvíst hvenær. Því hefur verið breytt töluvert og virðist í lélegu ástandi. Það mætti því að ósekju fara. Vallarstræti 4 eða Hótel Vík hefur verið reist í áföngum. Þegar það var byggt árið 1884 var það einlyft á hiöðnum kjallara. Viðbót var byggð vestan við árið 1896 en 1905 var byggð hæð ofan á allt húsið og settar skrautlegar svalir á, ásamt gluggaskrauti. Talið er að Stefán Eiríksson skurðmeistari hafi skorið gluggaskrautið, sem er úr eik. Lagfæra þarf súlur og skraut frá 1905 auk þess sem margt þarf að gera við húsið til að bæta það að innan. Skrautið setur á húsið glæsilegan svip. Viðbyggingar á bakhlið ættu að hverfa, þannig fengist birta inn í húsið. Yrði Vallar- stræti 4 komið í gott horf, setti það mikinn svip á fyrirhugað „borgar- torg“. Aðalstræti 16. Þetta hús má telja eitt hið merkilegasta í allri Kvosinni. Hluti þess er byggður á grunni lóskurðarstofu Innrétting- anna og er því sennilega með elstu byggingarhlutum í borginni, frá miðri 18. öld. Þar var fyrsti bama- skóli Reykjavíkur starfræktur á árunum 1831 til 1848. Þar bjó lengi Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs og í hans tíð var húsið vettvangur mikillar þjóðmálaumræðu. Jón Sig- urðsson var þar tíður gestur, svo og Sigurður málari. Á þessum tímum voru mikil umbrot í íslensku þjóðlífi og gegndi Jón Guðmundsson stóru hlutverki í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Húsið var fullbyggt á árunum 1895—1898. Vegna sögu sinnar á þetta hús tvímælalaust að varðveitast á staðnum. Það hefur einnig mikla þýðingu fyrir sitt nán- asta umhverfi, svo sem gamla kirkjugarðinn og Gtjótaþorp. Tjarnargata 3C. Húsið var byggt árið 1880. 1887 komst það í eigu Indriða Einarssonar, eins af stofn- endum Leikfélags Reykjavíkur 1897. Hann bjó í húsinu ásamt fjöl- skyldu sinni í mm 50 ár. Þetta er með elstu húsunum á Alþingis- hússreitnum. Það átti upphaflega að standa við götu í framhaldi af Veltusundi og átti hún að ná suður að tjörn. Sú gata var aldrei lögð og því stendur húsið all einkenni- lega. Það er allmerkt og færi vel á því að leyfa því að standa á sínum stað. Sé þess ekki kostur, ætti að varðveita það á safni. Tjarnargata 5B. Það var byggt árið 1895 af Geir Zoega kennara og síðar rektor MR. Það er lítið og látlaust en stendur mjög eitt eftir að nærliggjandi hús em horfin. Austurstræti 8. Það var byggt árið 1886 af Birni Jónssyni ritstjóra Ísafoldar og síðar ráðherra. Það var mjög veglegt með skrauti yfir gluggum. Þar var Morgunblaðið til húsa frá 1913 fram í seinna stríð. Það ætti helst að standa á sínum stað, en vegna þess hve að því er þrengt, mætti finna því annan stað í Kvosinni, t.d. á þinghúsreitnum. ísafoldarhúsið er tvímælalaust mið- bæjarhús og á hvergi heima nema þar. ...- Hafnarstræti 21. Húsið sem þar stendur var byggt af athafnamann- inum H. Th. A. Thomsen kaup- manni 1875. Bakvið það em gömul pakkhús. Þetta em ein elstu versl- unarhús bæjarins, leifar af miklu kaupmannaveldi. Húsin á þessum reit þarf að kanna vel og þau ættu að fá að standa sem minnisvarði þeirrar stéttar, sem Reykjavík hefur löngum átt allt sitt undir. Sé ekki hægt að varðveita þau, ætti að fínna þeim stað á safni. Kirlgustræti 8, 8B og 10. Þetta em timburhús frá því um aldamót eða fyrr. Númer 10 er elsta húsið á Alþingishússreitnum eða frá því árið 1879. Samkvæmt tillögum skipulagshöfunda áttu þessi hús að fá að standa. Þau em dæmigerð bæjarhús í Reykjavík og mynda fallega götumynd með Dómkirkj- unni og Alþingishúsinu, ef þau yrðu gerð upp. Nú hafa alþingismenn samþykkt að láta byggja yfír sig mikið stórhýsi, sem að mínu mati mun raska öllum stærðarhlutföllum í miðbænum. Við emm ýmsu vön, sbr. Morgunblaðshöllin, en það er miður að stofnun allrar þjóðarinnar skuli ætla sér að riðla svo ímynd Kvosarinnar að hún ber vart sitt barr á eftir. Svona stórhýsi myndi algjörlega bera þinghúsið og Dóm- kirkjuna ofurliði. Væri nær að Alþingi væri með í að undirstrika þýðingu miðbæjarins fyrir sögu Reykjavíkurborgar og þjóðarinnar allrar, og nýttu sér þau gömlu hús sem fyrir em á reitnum og léti byggja nýtt hús, sem tæki fullt til- lit til þeirrar byggðar sem fyrir er. Lokaorð í hinu nýja skipulagi að Kvosinni er lögð mikil áhersla á samræmt útlit og glæsilegan heildarsvip. í greinargerðinni segir m.a.: „í öllum nýbyggingum leggja höfundar áherslu á að húsin hafi glæsilegt yfírbragð miðborgarhúsa og séu í háum gæðaflokki. Höfundar telja miðbæinn það mikilvægan borgar- hluta að gera þurfí mjög strangar kröfur varðandi samræmt útlit húsa, sérstaklega þar sem Kvosin er ekki stærri en hún er og þolir illa ósamræmi í húsagerð." (Bls. 7.) Um efnisval segir: „Gera skal hæstu gæðakröfur varðandi efnis- Kynning á tölvu- neti Pósts og síma og fjarvinnslu DAGANA 3.-5. desember kl. 9.30-12.00 er kynning á tölvuneti Pósts og síma og fjarvinnslu að Háaleitisbraut 11 á vegum Tölvuþjónustu sveitarfélaga:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.