Morgunblaðið - 04.12.1986, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986
Sigfús Eymundsson búinn að bœta ofan á húsið og setja þar ljósmyndastofu sína. Húsið komið að mestu í það horf sem það hefur nú á ytra borði, en þó er neðri hæðin
nær samfelld gluggaröð nú.
Hvatt til varkárni
eftir Þór Magnússon
Þessi árin er verið að taka mikil-
vægar ákvarðanir um skipulagsmál
Reykjavíkur, ekki sízt gömlu hverf-
anna innan Hringbrautar. — Þær
hófust með skipulagi Gijótaþorps
og síðan Skuggahverfís og nú síðast
byggðarinnar milli Þingholta og
Gijótaþorps, „Kvosarinnar", sem
nú er farið að kalla, en best væri
að kalla framvegis miðbæ svo sem
verið hefur lengi. — Samþykktar
hafa verið skipulagstillögur, byggð-
ar á hugmyndasamkeppni, og fleiri
samþykktir væntanlega í burðar-
liðnum. Látið er í veðri vaka, að
gangskör verði svo gerð í að hrinda
þeim í framkvæmd.
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti,
sem skipulag þessara hverfa er
samþykkt. — Aður var búið að
ákveða mikla nýbreytni gamla bæj-
arins og má glöggt sjá, hvernig hin
elzta var hugsuð, þar sem stórum
steinhúsum skyldi raðað samfellt
sem vegg meðfram öllum götum,
svipað og í Kaupmannahöfn og
flestum miðbæjum í stórborgum
erlendis. Þá risu stór hús, snubbótt
til endanna, svo sem Nathans &
Olsens-húsið (Reykjavíkur apótek),
Nýja-bíó og Morgunblaðshúsið, hús
sem síðan skyldi byggt við innan
tíðar og smám saman átti húsaröð-
in að ryðja undan sér byggðinni sem
fyrir var. — En þessi uppbygging
hefur gengið furðulega hægt og er
eins og aldrei hafí í rauninni verið
nein alvara á bak við hana. Meira
að segja á tímunum fyrir alla um-
ræðu um umhverfísvemd að
húsafriðun, meðan mun auðveldara
var að fá óskir um nýbyggingar
uppfylltar, neyttu menn ekki tæki-
færis til að byggja í samfellu, heldur
var helzt byggt á stangli þar sem
lóðir höfðu staðið auðar lengi eða
hús horfíð af einhveijum orsökum.
Reyndar rifu menn oft hús, að því
er einna helzt virtist stundum til
að fá bflastæði, eða reyndin varð
oft sú að minnsta kosti og má hvar-
vetna sjá það í gamla bænum, ekki
sízt í Gijótaþorpinu og við Aðal-
stræti. Oft var semsagt lítt hirt um
að fylla í skörðin og myndaðist því
smám saman óheildstæð byggð,
með ósamstætt yfirbragð og sums
staðar með lítt aðlaðandi blæ.
Árið 1960 var enn efnt til skipu-
lags. Er mörgum minnisstæðast við
það, að þá skyldi lögð mikil um-
ferðaræð eftir Túngötu, yfír
Austurvöll og framhjá Alþingis-
húsinu, þvert á Lækjargötu og upp
Amtmannsstíg, skáhallt á Skóla-
vörðustíg og inn Grettisgötu. Átti
til þessa að fórna miklum Qölda
húsa, bæði í miðbænum og inn með
Grettisgötu. Var danskur arkitekt
og skipulagsfræðingur höfundur
þessarar tillögu, en hann hafði
greinilega ekki mikla tilfínningu
fyrir byggðinni í Reykjavík, hvorki
sögulega né menningarsögulega,
lagði enda mesta áherzlu á að koma
þessari breiðu umferðaræð gegn
um gamla miðbæinn, umferð sem
átti þó lítið erindi í sjálfan bæinn.
Menn virðast í rauninni ekki held-
ur hafa tekið þessa tillögu alvar-
lega, en þó var nokkurt tillit tekið
til hennar. Voru þá rifín tvö stór
og merkileg timburhús, sem lengi
höfðu sett svip sinn á gömlu bæjar-
hverfín, Uppsalir við Túngötu og
Amtmannshúsið ofan við Amt-
mannsstíg, en einmitt þar átti þessi
umferðaræð að liggja. Og eitt hús
var flutt upp í Arbæjarsafn. —
Onnur afrek voru ekki gerð á þessu
fyrirhugaða striki, en Uppsalalóðin
er síðan hið óhijálegasta bflastæði,
þótt þar notuðu menn tækifærið
þegar húsið var farið og leituðu að
og fyndu leifar af fyrstu byggð í
Reykjavík, að því er telja má. En
þar sem Amtmannshúsið stóð, eitt
fínasta nýklassíska húsið í
Reykjavík, er nú gata og enn eitt
óhijálega bflastæðið. — Þetta er til
minja um skipulagstillöguna frá
1960.
Nú er nýbúið að gera enn nýja
skipulagstillögu, sem fjallað skal
um í borgarstjóm innan tíðar. Verð-
ur að segja, að nú hafa menn tekið
nokkuð aðra stefnu en áður. Nú er
greinilega farið að sjá dálítið að
sér. í stað þess að mylja niður
mestallt sem minnti á gamla byggð
og að hér hafí staðið timburbær í
upphafi, eiga nú varðveizlusjónar-
miðið og aðhlynningin örlítið upp á
pallborðið, þótt betur mætti gera.
Menn vilja nú greinilega láta sjást
nokkuð af hinni sögulegu þróun
borgarinnar og umhverfí þess
mannlífs, sem var hér í Reykjavík
á 18., 19. og 20. öld. Nú eru menn
teknir að gefa gaum að þróun al-
mennrar menningarsögu, svo og því
að slíta ekki algerlega rætumar í
fortíðinni.
Þessi nýjasta skipulagstillaga,
sem samþykkt hefur verið í skipu-
lagsnefnd, markar að mínu viti
talsverð tímamót. Það er greinilega
verið að reyna að bæta úr ýmsum
ágöllum þess ósamræmis, sem ný-
byggingar ýmsar hafa fram að
þessu sýnt í heildarsvip gamla bæj-
arins og menn viðurkenna hér á
ýmsan hátt þau „slys“, svo sem það
er oft kallað nú, er fyrrum áttu sér
stað og byggðust á vangá og
skammsýni.
— En ég held, að samt muni
verða hér allnokkur fleiri „slys“ og
vil leyfa mér að benda á ýmislegt,
sem í tillögunni fer miður, ýmislegt
sem beinlínis má ekki gera. Um
hið jákvæða þarf síður að tala á
þessum vettvangi, þótt líka verði
eitthvað af því nefnt.
Þór Magnússon.
Ljóst er, að víða munu lóðareig-
endur og eigendur gamalla húsa í
miðbænum þrýsta á um að fá leyfi
til stórbygginga á lóðum sínum,
bygginga af svipaðri stærð og
hæstu nýjustu húsin, þannig að
nýtingarhlutfallið verði sem mest.
Það þýðir, að nýbygging gefí sem
mestan arð í útleigu eða vegna eig-
in rekstrar eiganda. Þessi sjónarmið
eru mannleg og alls staðar þekkt.
Menn tala um verðmætar lóðir og
há fasteignagjöld, sem skapist af
því að þeir eigi lítil hús á stórum
lóðum, eða þá lítil hús þar sem leyfí
sé fyrir stærra húsi, og séu fas-
teignagjöldin miðuð við það. —
Menn sáu á sínum tíma hús eins
og Nathans & Olsens-húsið boðbera
nýs tíma, og vafalaust hefur það
vakið hrifningu allra er það var ri-
est á brunarústum frá 1915, því
að enn er það eitt prýðilegasta hú-
sið í miðbænum. — Þannig vildu
menn þá sjá bæinn rísa í framtíð-
inni, enda var sama miðið tekið
með pósthúsið, Landsbankahúsið,
húsin austan Austurstrætis og
síðan á næstu áratugum hús Egils
Jacobsen, Hótel Borg, Búnaðar-
bankahúsið, Nýja-bíó og Morgun-
blaðshúsið. Hér sáu menn rísa
„almennilega borg“, því að þannig
fannst mönnum að borgin ætti að
vera, eitthvað í líkingu við borgir í
útlöndum.
En þótt árin hafí liðið hafa þessi
stórhýsi samt ekki náð að leggja
undir sig gömlu byggðina. Og nú
er svo komið, að menn spyija: Hvor
á meiri rétt? Eiga gömlu húsin eng-
an rétt? Á sá einungis rétt sem
hefur hossað sér í hærra sæti.
Grein Hjörleifs Stefánssonar
arkitekts í Morgunblaðinu 16. nóv-
ember er um margt athyglisverð,
en þar fer hann inn á gamlar braut-
ir með nýju markmiði. Hann bendir
á, hversu megi auka og bæta not
einstaka gamals húss með stækkun,
sem er vafalaust ósk margra eig-
enda, en jafnframt að halda gamla
húsinu og þá ekki sízt minnka sums
staðar þann mun, sem er á gömlu
húsunum og þeir nýrri, sem hjá
þeim standa. En það er einmitt
þessi stærðarmunur, sem mörgum
vex mest í augum í yfirbragði mið-
bæjarins og verður til þess, að
margur vill gömlu byggðina feiga
að mestum hluta.
Hjörleifur bendir á, að mörg
þessara húsa hafa áður verið
stækkuð, jafnvel oftsinnis, en þá
oft af svo mikilli nærfæmi, að þau
halda góðum heildarsvip, sem gerir
aftur, að mönnum gætu virzt þau
hafa fengið útlit sitt þegar í upp-
hafí.
Hjörleifur sýnir Lækjargötuna
vestanverða á teikningu í grein
sinni í blaðinu. En höfundar
greindrar skipulagstillögu höfðu
upphaflega gert ráð fyrir niðurrifi
allra gömlu húsanna út að Skóla-
brú. Hann hefur aftur á móti á
teikningu sinni bætt ofan á gömlu
húsin nyrzt, teiknað eina hæð ofan
á Lækjargötu 2, og yrði húsið þar
með þrflyft, en það var einlyft f
upphafí nema tvflyft syðst. Þannig
yrði húsið áfram í sama stfl og
gamla húsið er nú.
Sama er að segja um Lækjargötu
4, sem búið er að lengja frá upphaf-
legri mynd til beggja enda. — Hér
bætir Hjörleifur einni hæð ofan á
og fær húsið þar með í rauninni
sama ytra hiutfall og það hafði í
upphafí, sama stíl og sömu gerð,
en rými og notagildi eykst og falla
nú bæði þessi hús fyrir vikið einnig
betur að nágrannanum, Nýja bíói,
sem nú gnæfír eins og tröll upp úr
húsaröðinni.
Þessi tvö hús ættu umfram allt
að standa til framtíðar. Hér er sýnt
fram á í fyrrgreindri hugmynd,
hvemig hægt er að laga þau að
nýrra stórhýsi og jafnframt auka
notagildi þeirra, fínnist mönnum
það skipta sköpum.
Flestum munu fínnast húsin
Lækjargata 6a og b stæðileg og
sóma sér vel, enda eru þau af þeirri
gerð húsa, sem menn byggðu víða
í miðbænum eftir aldamótin, þótt
flest séu nú farin. Þessi hús er í
rauninni ótækt að rífa, enda eru
þau í fullri notkun en líða hins veg-
ar fyrir lítið viðhald. í skipulagstil-
lögunni er heldur ekki gert ráð fyrir
stærri nýbyggingu en þessi hús
eru, og er því hagur af rifí þeirra
og nýbyggingu vafasamur.
Á milli Lækjargötu 4 og 6 er
síðan gert ráð fyrir nýbyggingu,
sem félli sem bezt að báðum þessum
húsum.
Suður við Skólabrú stendur enn
hið gamla hús Jónassens landlækn-
is, þar sem nú er veitingastaðurinn
Kokkhúsið. — Skipulagstillagan
fyrmefnda gerir ráð fyrir því að
húsið sé rifíð og annað stærra reist
í staðinn. — Enda segja menn, að
næsta lítið sé eftir af gamla húsinu
nema ytra form, og er það í raun-
inni til umhugsunar, hve bygginga-
yfirvöld bæjarins leyfðu á sínum
tíma að afskræma hér útlit fagurs
hlutar, í nær engum tilgangi, því
að notagildi hússins hefur ekkert
aukizt við þessa ytri breytingu, sem
verður að kalla hræðilega meðferð.
Þetta hús ætti tvímælalaust að
gera upp að ytra útliti í sitt fyrra
horf, sem Hjörleifur bendir reyndar
á, og er það ekki sízt vegna þess,
að gert er ráð fyrir að Lækjargata
10, steinhúsið litla handan Skóla-
brúar, standi áfram. Þetta er eitt
elzta steinhúsið og algerlega
óbrenglað, eitt af fáum húsum í
miðbænum og líklegast eina húsið
þar, sem heldur upphaflegri notkun
sem íbúðarhús. Þetta er byggingar-
sögulegur minjagripur og sögulegt
hús, reist af Þorsteini Tómassyni,
jámsmið, og er það límt saman með
kalki úr Esjunni, sem brennt var á
kalkofninum við Kalkofnsveg. Þar
kom fyrst eldavél í Reykjavík og
þar setti Bjöm Jónsson niður fyrstu
hraðpressuna.
Þessi blettur er afar viðkvæmur
og þama má engan veginn koma
stærra hús norðan Skólabrúar, því
að frá upphafi byggðar hefur verið
mjög falleg sjónlína milli mennta-
skólahússins og Alþingishússins
ásamt Dómkirkjunni, sem mundi
stórspillast við komu stærra húss.
Þetta er ein af örfáum útsjónum í
miðbænum, sem óbreytt er frá 1880
og hefur alía tíð sett sérstakan svip
á hann. Með húsi Jónassens endur-
reistu væri óskemmdur svipur allra
þessara húsa og yngri húsin við
Skólabrú em þeirrar gerðar, að þau
falla vel inn í heildarmyndina.
Beggja vegna húss Iðnaðarbank-
ans þurfa einnig að koma hús af
hæfilegri stærð, og húsið suður við
Vonarstræti verður að taka mið af
Iðnskólahúsinu gamla, enda hafa
■ höfundar skipulagstillögunnar farið
hér vægilegar í sakimar í síðustu
hugmynd sinni heldur en hinni
fyrstu.
Hér vil ég minnast á Iðnskólahús-
ið gamla og jafnframt flytja
borgaryfírvöldum sérstakt hrós fyr-
ir það, hve vel og fljótt var staðið
að endurreisn þess eftir branann. —
Það er til hreinnar fyrirmyndar, en
þeir munu fleiri en ég sem héldu,
að við þann atburð myndu dagar
þess taldir.
Hér gerðist hið sama og annars
staðar þar sem borgaryfirvöld hafa
látið gera upp gömul hús í eigu
borgarinnar og fengið þeim viðeig-
andi hlutverk, að sérlega vel hefur
verið staðið að verki og hvarvetna
hrósvert, og hefur almenningur nú
nýlega fengið að sjá ýtarlega, hve
vel tókst með Höfða á sinni tíð, svo
eitt dæmi sé nefnt. Einnig má líta