Morgunblaðið - 04.12.1986, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 04.12.1986, Qupperneq 45
45 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 Wolfgang Edelstein „Ef nota á rannsóknar- niðurstöður til að rétt- læta pólitískar ákvarðanir ber rann- sóknarmönnum skylda til að gera rannsóknir þannig úr garði að þær standist tæknilega gagnrýni og að niður- stöður standi undir túlkun þeirra.“ lagshópi" (þ.e. lægsta hóp í lag- skiptu stéttakerfí) er næstum fjórfalt meiri en í „fyrsta hópi“ í báðum töflunum. Hvers vegna birt- ir höfundur ekki fleiri töflur um þetta fróðlega efni, sem þó snertir innviðu skólakerfisins meira en flest það sem hann telur birtingarvert í könnun sinni? Hér missir dr. Bragi vænan spón úr aski sínum. Hver svo sem skýringin er — „fýrsti þjóð- félagshópurinn", efsti hópur stétt- arlegrar skiptingar, er hlutfallslega töluvert fjölmennari í „einkaskóla“ ísaks Jónssonar, en lághópurinn nær ekki nema helmingi þess hlut- falls, sem hann hefur í „ríkisskólun- um“. Taflan mundi sýna mjög marktækan mun, ef dreifing lág- hóps og háhóps í skólana væri prófuð, að slepptum miðhópnum sem dreifist jafnt yfir allar skóla- gerðir. Kannski er Isaksskóli meiri einkaskóli hvað félagslegan upp- runa nemenda varðar en marga grunaði áður en dr. Bragi birti könnun sína. En augljóslega getur misræmið í dreifíngu foreldranna á ólíkar skólagerðir haft áhrif, ísaks- skóla í vil, sem höfundur hefur látið undir höfuð leggjast að taka tillit til. Að lokum er rétt að skoða áhrif breytu sem virðist saklaus í fyrstu. Það er aldursskipting bama eftir skólaflokkum. Hvers vegna skyldi aldursskiptingin skipta máli, þegar munur milli skóla er skýrður? Eru bömin ekki öll í 7 ára bekkjum? Höfundur greinir á milli elsta hóps (böm fædd fyrir áramót og á fyrsta ársþriðjungi), miðhóps (böm fædd á öðrum ársþriðjungi), og yngsta hóps (böm fædd á þriðja ársþriðj- ungi og eftir næstu áramót). Menn skyldu ætla að þau dreifðust jafnt. En viti menn — elstu bömin eru töluvert fjölmennari í ísaksskóla (13% fleiri hlutfallslega en í hinum skólunum) og yngstu bömin eru um 8% færri. Þessi tala er mjög nálægt hefðbundnum marktækni- mörkum (p = .06). En hvaða máli skiptir þetta? Menn vita að námsþroski á bemskualdri fylgir aldri að verulegu leyti. Hálft ár er langur tími af ævireynslu 7 ára bams og getur skipt verulegu máli í aðlögun að námi og félagslegum venjum skól- ans. Hvergi skiptir aldursmunurinn þó meira máli en í upphafí skóla, eins og fóstrur og kennarar vita mæta vel. ísaksskóli nýtur því ekki einungis lengra forskólanáms bam- anna (2 ár í stað eins) heldur og aldursmunar þegar bömin koma í skóla. Og vissulega getur þessi munur leitt til þess að færri neikvæð svör berast Isaksskólanum en hin- um. Því miður fann ég hvergi töflur sem prófa hvort aldur nemenda skiptir máli í mati foreldra á starfí skóla. Þar sem gengi bams í skóla er tengt aldri þess í bemsku væri nauðsynlegt að kanna áhrif þessa þáttar — eins og annarra félags- legra þátta — áður en ályktanir em dregnar um áhrif annarra þátta sem þessir gætu skýrt. Allar þessar breytur — og einnig þær félags- breytur sem hér hafa ekki verið teknar til umræðu, hallast í sömu átt, dreifíng þeirra og væntanleg áhrif em Isaksskóla í vil, einkum þegar samvirk áhrif þeirra em metin. Höfundur hefur engar ráð- stafanir gert til að jafna þennan halla. Að öllu þessu athuguðu verð- ur að álykta að allur sá munur á viðhorfum foreldra (en ekki á námi og starfí 7 ára nemenda, eins og höfundur lætur í veðri vaka í inn- gangi) sem dr. Bragi rekur til áhrifa ólíkra skólagerða — ríkisskóla og einkaskóla — fylgi félagslegum að- stæðum foreldra og dvalartíð nemenda í skóla. Lokaorð Hér skal ekki ijölyrt um ástæður til þess að dósent í KHÍ geri — og Skólaskrifstofa Reykjavíkur gefí út — rannsóknir á meintum gæðamun milli einkaskóla og annarra al- mennra skóla. Þó virðast liggja til þess augljósar hugmyndafræðilegar ástæður. Því verður ekki á móti mælt að rannsóknarefnið getur verið forvitnilegt og jafnréttmætt og ýmis önnur. Forsvarsmenn hins opinbera skólakerfís yrðu að taka sig á ef í Ijós kæmi, eins og oft vill verða, að einkaskólar taki hinum fram. Það verður að segja það skýr- um orðum að engar slíkar ályktanir verða dregnar af þeim niðurstöðum sem um þetta hafa birst í könnun dr. Braga. Hitt er annað mál, að skýringar eru oftast auðfundnar á mun milli skóla sem eru kostaðir af opinberu fé, og einkaskóla: Einkaskólar og forsvarsmenn þeirra hafa meira fé handa á milli, njóta fulltingis áhugasamra foreldra, betri kennara sem þeir greiða hærri laun, — og þeir ráða vali nemenda sinna sjálfír. Isaksskóli nýtur sumra þessara kosta. En hann nýtur þeirra á grundvelli ríkisforsjár, sem gerir honum kleift að tryggja uppeldis- og námsframboð sitt með takmörk- uðu viðbótarframlagi áhugasamra foreldra. Umræða um þessi mál hefur að mestu farið fram af tilefni stofnunar Tjarnarskóla sem hlaut starfsskilyrði sín á opinberan kostn- að án þess að réttlætast af jákvæð- um nýbreytnihefðum. Hvers vegna valdi dr. Bragi þá ekki Tjarnarskól- ann til samanburðar við hina skólana? Spyr sá sem ekki veit. Ef yfírvöld ætla að réttlæta frekari tilfærslu íjármuna til einkaskóla með rannsóknamiðurstöðum verða rannsóknir að vera tæknilega óum- deilanlegar. Túlkanir orka iðulega tvímælis, en á tæknileg gæði og aðferðafræði verður frekar sæst. Ef nota á rannsóknamiðurstöður til að réttlæta pólitískar ákvarðanir ber rannsóknarmönnum skylda til að gera rannsóknir þannig úr garði að þær standist tæknilega gagnrýni og að niðurstöður standi undir túlk- un þeirra. Það er augljóst að ísaksskóli kémur vel út úr þessari könnun og það kemur sjálfsagt engum á óvart. Honum má á sama standa, hvort einhveijar tilfærslur einstaklinga milli reita á töflu breyti niðurstöðum til eða frá. Honum er enginn greiði gerður með því að rekja til réttar- stöðu og eignarforms einkaskóla (sem tæpast er réttnefni) þau upp- eldisáhrif sem ljóslega stafa af starfshefðum gróins skóla. En vissulega væri uppeldi og skólum hagur af því að starf þeirra væri kannað og séreinkenni þeirra tíund- uð í vel gerðum könnunum. Ekkert hefur skort meira til að beina deilum undanfarinna ára um skólamál í skynsemisátt en vel gerðar rann- sóknir á starfí skólanna. Það er ljóst að ýmis fróðleikur felst í töflum og tölum dr. Braga, þó að hann hafí ekki kosið að beina athyglinni að því sem helst skyldi. Það er sorglegt að forvitnilegar spumingar sem varða nám og skólastarf eða sambandið milli við- horfa foreldra og frammistöðu bama skuli engin svör fá. En ef til vill má segja að betur sé farið en heima setið ef þessi tilraun verður til þess að rannsóknir verði efldar og rækt lögð við gæði þeirra. Hver veit nema opinberir aðilar hjá ríki og borg sjái sér meiri hag í því en hingað til að binda ákvarðanir við upplýsingu í stað ógmndaðra dóma, og styrkja t.d. langsvelta rannsókn- arstofnun uppeldismála til þess að afla hennar. Höfundur er stjómandi viðMax Planck rannsóknarstofnun menntamála i Vestur-Berlín. GALLERl Borg opnar í dag, 4. desember, jólasýningu sína í ár, með því að bjóða viðskiptavinum sínum, gestum og gangandi upp á jólaglögg af þessu tilefni. Á jólasýningu Gallerís Borgar kennir ýmissa grasa. Þar verður að sjá megnið af þeirri nýju grafík, sem fram hefur komið í ár, nýjar og gamlar vatnslita-, pastel- og olíumyndir. Þá verður einnig til í KVÖLD, 4. desember, verður leikinn jass í Djúpinu, Hafnar- stræti 15. Það er tríó Egils B. Hreinssonar sem leikur ásamt einleikurúm frá um kl. 21.30. Tríóið skipa auk Egils, sem leikur Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Sveit Guðmundar Ingólfssonar sigraði af öryggi í JGP-mótinu sem lauk sl. mánudagskvöld. 10 sveitir spiluðu í keppninni og vom spilaðir tveir 16 spila leikir á kvöldi. Með Guðmundi spiluðu í sveitinni: Karl Hermannsson, Jóhannes Sigurðs- son og Gísli Torfason. Sveit Guðmundar Ingólfssonar hlaut 201 stig en þar sem einum leik er ólokið í keppninni er ekki Ijóst hvemig lokastaðan verður. Sveit Rúnars Baldurssonar er í öðra sæti með 155 stig og á óspilaðan leik gegn sveit Gests Auðunssonar sem hefír 139 stig. Staðan fyrir síðasta leikinn er þessi: Guðmundur Ingólfsson 201 Rúnar Baldursson 155 Guðmundur Þórðarson 144 Gestur Auðunsson 139 Sigurður Steindórsson 139 Haraldur Brynjólfsson 137 Næstu tvo mánudaga verður spil- aður barometer með peningaverð- launum. Spilað er í Samkomuhúsinu í Sandgerði kl. 20. sýnis og sölu keramik og gler og sitthvað eftir lifandi og liðna meist- ara íslenskrar listsköpunar. Sýningin í Galleríinu verður breytileg, þ.e. í hvert sinn sem eitt- hvað er selt og tekið úr húsi, kemur annað og nýtt þess í stað. Sýning þessi er sölusýning. Gallerí Borg er opið frá kl. 10.00 nema á mánudögum frá kl. 12.00. (Fréttatilkynning) á píanó, Tómas R. Einarsson, sem leikur á kontrabassa og Guðmundur R. Einarsson sem leikur á tromm- ur. Einleikarar verða m.a. Sigurður Jónsson saxófónieikari og Edward Frederiksen básúnuleikari. * *♦ Bridsfélag- Akureyrar Þegar Akureyrarmótið í sveita- keppni er hálfnað hefír dregið saman með efstu sveitum. Staðan: Grettir Frímannsson 164 Gunnlaugur Guðmundsson 152! Ámi Bjamason 152 Símon I. Gunnarsson 140 ZariohHamadi 139 GunnarBerg 131 Hellusteypan 121 Næstu tvær umferðir verða spil- aðar á þriðjudaginn kemur kl. 19.30 í Félagsborg. Fyrirhugað er að halda eins dags jólamót í Blómaskálanum Vín við Hrafnagil 27. eða 28. desember nk. Þetta verður opið mót og er öllum heimil þátttaka hvaðanæva af landinu. Bikarleikir í bikarkeppni Norður- lands em í fullum gangi en 1. umferðinni á að ljúka um helgina. Nýjar gardínur á 50 krónur! Ef gardínurnar þínar þola vatn þá þola þær líka Bio-tex - undraþvotta- efni sem gerir gömlu gardínurnar sem nýjar á 15 mínútum. Þú setur ylvolgt vatn í bala eða baðker og 1 dl af bláu Bio-tex í hverja 10 1 af vatni. Þegar duftið hefur blandast vatninu leggur þú gardínurnar í. Eftir að hafa dregið gardínurnar fram og til baka í vatninu í u.þ.b. 10 mín. skolar þú þær í hreinu vatni og hengir til þerris. Arangurinn er augljós, gardínurnar verða sem nýjar og íbúðin fyllist ferskara lofti. Blátt Bio-tex í allan handþvott og grænt Bio-tex í þvottavélina (forþvottinn). Undraefni í allra hendur. Fæst í næstu verslun. Halldór Jonsson hf. Dugguvogi 8-10, sími 686066 Jólasýning Gallerí Borgar opnar í dag Jass í Djópinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.