Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 Innlán hafa auk- izt um 30% eða 11,5 milljarða á árinu Sparnaður umfram hækkun verðlags eykur mögnleika á innlendu lánsfé HAGFRÆÐINGAR Seðlabanka Islands telja að i lok síðasta árs hafi sparnaður landsmanna num- ið um 99,2 milljörðum króna. Þar af var talið að innlán i banka- kerfinu væru 38 miiljarðar, en nú er sú upphæð talin 49,5 milij- arðar króna með áætluðum vöxtum. Þar af eru um 2,9 millj- arðar inni á gjaldeyrisreikning- um. Ennfremur er talið að i lifeyrissjóðunum hafi um áramót verið um 26,2 miUjarðar króna og- þar af verði um 6,3 miUjarðar í ráðstöfunarfé á næsta ári. Að þessu athuguðu er taUð, að nægi- legt lánsfé verði tíl reiðu innan- lands á næsta ári til að hægt verði að draga verulega úr er- lendum lántökum. Til samanburðar mætti benda á það, að byggingavísitalan hefði á sama tíma hækkað um 13%, láns- kjaravísitalan um 11% og fram- færsluvísitalan um 9%. Því væri raunauking innlána um 7 milljarðar króna. Þar að auki mætti benda á það, að staða bankanna gagnvart útlöndum hefði batnað um rúmlega 2,5 milljarða króna frá áramótum. „Fjármagnsmarkaðurinn hér á landi er að breytast,“ sagði Vil- hjálmur. „Það er að verða fáanlegt lánsfé hér í verulegum mæli vegna aukins spamaðar og því ástæðu- laust að láta sér ekki detta annað í hug en að leita til útlanda, þegar þörf er á lansfé," sagði Vilhjálmur Egilsson. Morgunblaðið/Olafur K. Magnússon Óveðursský VONZKUVEÐUR hefur verið um allt land | inn I vikunni og þó blikur séu á lofti rofar síðustu daga. Myndin er tekin yfir Skeijafjörð- I aðeins til og grillir í geisla sólar. Hæstiréttur: Hjartaverad og Skógræktin eiga ekki rétt á bótum fyrir Asgarð Vilhjálmur Egilsson, hagfræð- ingur VSÍ, sagði i samtali við Morgunblaðið, að áætlanir um mögulegan samdrátt í erlendum lántökum væru byggðar á aukningu spamaðs innan lands umfram hækkun verðlags. Hann gat þess, að á næsta ári myndu lífeyrissjóð- imir hafa til ráðstöfunar um 6,2 til 6,3 milljarðar króna. Þar af væri reiknað með því, að þeir keyptu skuldabréf af byggingasjóðunum fyrir um 55% þess eða um 3,4 millj- arða. Þá væm eftir um 2,8 milljarð- ar króna, sem þeir þyrftu að ávaxta á einhvem hátt. Með nýja hús- næðislánakerfinu myndi eftirsókn sjóðsfélaga eftir lánum minnka, jafnframt því að margir sjóðimir færðust undan veitingu neyzlulána. Því yrði þama væntanlega mögu- leiki á Iánsfé. Vilhjálmur sagði, að í lánsfjár- áætlun væri gert ráð fyrir því, að fjárfestingalánasjóðir tækju 2,23 milljarða króna að láni erlendis á næsta ári. Auk þess, sem lánsfé ætti að vera fáanlegt hjá lífeyris- sjóðunum, mætti benda á það, að aukning innlána í bönkum og inn- lánastofnunum frá áramótum væri um 30% eða 11,5 milljarðar króna. DÓMUR féll nýlega í Hæstarétti í máli Hjartaverndar og Skóg- ræktar ríkisins sem félögin höfðuðu til að láta á það reyna hvort þau ættu rétt á andvirði jarðarinnar Asgarðs í Grímsnesi. Forsaga málsins er sú að þegar ekkja Sigurliða Kristjánssonar, Helga Jónsdóttir, lést sumarið 1978, var í erfðaskrá þeirra hjóna tekið fram að þrír aðilar skyldu eignast hlutdeild í jörðinni Ásgarði. Þetta voru Hjartavemd, Skógrækt ríkisins og Reykjavíkurborg. Tekið var fram að Hjartavemd skyldi fá hluta jarðarinnar til að reisa þar hvíldar- og hressingarstað, Skóg- rækt ríkisins skyldi nota hluta jarðarinnar til skógræktar og Reykjavíkurborg til að reisa þar drengjaheimili. Grímsneshreppur neytti hins vegar eignamámsheim- ildar sinnar, án þess ao á það hefði reynt hvort Hjartaverrid, Skógrækt- in og Reykjavíkurborg myndu uppfylla skilyrði erfðaskrárinnar. Tveir fyrmeftidu aðilamir ákváðu að höfða mál gegn erfingjum Sigur- liða og Helgu til að fá úr því skorið hvort þeir ættu rétt á andvirði jarð- arinnar. Skiptaréttur Reykjavíkur féllst ekki á það og var málinu þá áfrýjað til Hæstaréttar. Reykjavík- urborg afsalaði sér öllum rétti í málinu áður en til málaferla kom. Hjartavemd krafðist þess að fá tæpar 6,8 milljónir króna úr dánar- búi Helgu Jónsdóttur, sem er hluti eignamámsbóta fyrir jörðina, en alls námu bætur tæpum 15 milljón- um króna. Til vara krafðist Hjarta- vemd þess að dæmt yrði að félaginu bæri féð með þeim skilyrðum að því yrði varið til kaupa á landi ásamt bústað til afnota sem hvíldar- og hressingarstaður félagsins. Þá var krafist vaxta og/eða verðbóta sem bæst hefðu við eignamámsbætum- ar frá því þær vom greiddar dánarbúinu. Skógrækt ríkisins gerði þær kröfur að félagið fengi rúmar 8 milljónir króna af eignamámsbót- um fyrir jörðina. Til vara krafðist Skógræktin þess að dæmt yrði að félagið fengi þessa fjárhæð með því skilyrði að hún yrði notuð til kaupa á landi til skógræktar. Önnur vara- krafa Skógræktarinnar var sú að félagið fengi fjárhæðina með því skilyrði að henni yrði varið til skóg- ræktar í landi Ásgarðs. Skógræktin gerði einnig kröfu um vexti og/eða verðbætur. Skógræktin og Hjartavemd rök- studdu kröfur sínar m.a. með því að félögin hefðu orðið eigendur Ásgarðs þegar við andlát Helgu Jónsdóttur og hafi því í raun verið eignamámsþolar, þegar Grímsnes- hreppur neytti eignamámsheimild- ar sinnar og þeim borið eignar- námsbætumar, _án þess að nokkuð fleira kæmi til. í dómi Hæstáréttar kemur fram að þessu hafí að vísu ekki verið haldið gagngert fram við eignamámsmatið eða í málinu í héraði, en hvað sem því liði verði ekki talið, að þegar við andiát Helgu Jónsdóttur hafi stofnast fortakslaus eignaréttur áfrýjendum til handa á landi því úr Ásgarði, sem þeim var ánafnað í erfðaskrá Sigurliða og Helgu. Tilkall félaganna til jarðar- innar hafi verið háð þeim skilyrðum sem sett voru í erfðaskránni, þ.e. að Hjartaverad starfrækti hvíldar- og hressingarheimili á jörðinni og Skógrækt ríkisins stundaði skóg- rækt á landi jarðarinnar. Þeim skilyrðum hafi áfrýjendur ekki get- að fullnægt, þegar hreppsnefnd Grímsneshrepps neytti forkaups- réttar síns að jörðinni lögum samkvæmt, og eignaréttur áfrýj- enda hafi þar af leiðandi aldrei verið virkur. Var hinn áfrýjaði úrskurður skiptaréttar því staðfestur. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Guðrún Er- lendsdóttir, Halldór Þorbjömsson og Þór Vilhjálmsson. Hitaveita Suðurnesja: Hugrnynd um virkjun í Eldvörpum hafnað „Strompgnfan“ virkjuð í Svartsengi? Lausn ÚA skiljanleg - segir Friðrik Pálsson forstjóri SH um tilboð Útgerðarfélags Akureyringatil sjómanna ORKUSTOFNUN hefur hafnað hugmynd ráðamanna Hitaveitu Suðumesja um virkjun borhol- unnar í Eldvörpum sem talin er sú afkastamesta i heiminum. Að sögn Júlíusar Jónssonar, skrif- stofu- og fjármálastjóra hitaveit- unnar, skýrist á næstunni hvort Landsvirkjun sé hlynnt því að „strompgufa" orkuversins, sem blæs óheft upp úr reykháfum í Svartsengi, verði virkjuð. Virkj- anlegt afl gufunnar er talið rúmlega 6 megawött, en orku- verið framleiðir 8 MW i dag. Hitaveitan hefur um nokkurt skeið kannað hvort hagkvæmt sé að virkja borholuna í Eldvörpum til l raforkuframleiðslu. Niðurstöður [ benda til þess að virkjunin yrði * aðeins hagkvæm ef not fyndust t, fyrir kælivatn frá orkuverinu. Raf- ’ orkuframleiðslan ein gæti ekki ■ staðið undir sér þar sem eftirspum eftir rafmagni í landinu er fullnægt að mati Orkustofnunar. „Hugmynd okkar var því að leiða vatnið úr borholunni í átttil strandar, þar sem nota mætti kælivatn virkjunarinnar til laxeldis og iðnaðar. Hér lendum við í einskonar vítahring því Orku- stofnun er ekki tilbúin til þess að gefa grænt ljós á virkjunina nema að kaupendur finnist að gufu og vatni. Og kaupendur að varmanum eru ekki tilbúnir til að skuldbinda sig nema að fullvíst sé að virkjunin verði byggð," sagði Júlíus. Hann sagði að kostnaður við virkjun Eldvarpa myndi verða ná- lægt milljarði króna, og uppsett afl í fyrsta áfanga raforkuvers gæti orðið 15 MW. „En ef atvinnurek- endur hafa ekki áhuga á því að kaupa þessa orku, er það auðvitað ekki kappsmál að virkja þessa orku- lind bara til þess að virkja," sagði Júlíus. Virkjun strompgufunnar hefur lengi verið í bígerð. Hér er um að ræða umframvarma frá hitaveit- unni sem nú blæs út um reykháfa. Fyrir réttu ári sendi hitaveitan Landsvirkjun beiðni um að mega virkja afl gufunnar til raforkufram- leiðslu og sagðist Júlíus binda vonir við að stofriunin gæfi bráðlega sam- þykki sitt. „Almenn skynsemi segir að rétt sé að nota afl sem annars lýkur út í veður og vind,“ sagði Júlíus. „Af gufunni hljótast einnig mikil óþæg- indi því efni í henni tæra tæki og mannvirki í Svartsengi. Starfsmenn tala stundum um „súra regnið". Hafa þeir til dæmis fyrir löngu gefíst upp á því að koma til vinnu á einkabflum." Hann sagði að með þessari viðbót á raforkuframleiðslu orkuversins yrði hægt að auka rekstraröryggi þess. Oft hefði legið við stóríjóni þegar byggðarlög á Suðumesjum hefðu skyndilega orð- ið rafmagnslaus vegna þess að orkuverið hefði kiknað undan álagi. „MÉR fínnst þessi lausn ÚA- manna mjög skiljanleg," sagði Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, þegar leitað var álits hans á til- boði Útgerðarfélags Akur- eyringa til sjómanna sinna um að greiða þeim hærra verði fyrir 10% af aflanum vegna mismunar á fiskverði hér og á ferskfisk- mörkuðum erlendis. Friðrik sagði einnig: „Samningar um hlutaskipti eru með þeim hætti, að sjómenn hafa oftast af því tals- vert hærri tekjur, þegar fiskur er seldur erlendis heldur en hér innan- lands samkvæmt skráðu lágmarks- verði Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Af þessu hefur orðið talsverður launamunur milli þeirra sjómanna, sem aðallega leggja fisk á land til fiskvinnslunnar hérlendis og hinna, sem fiska fyrir erlendan markað. Það er því mjög skiljanlegt, að sjó- menn æski nokkurrar jöfnunar á þessu. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu, töldu sjómenn ÚA launakjör sín mun lakari en manna á skipum, sem seldu fisk í gámum til útlanda. Útgerðarfélag Akur- eyringa semur því við sjómenn sína um launahækkun og heldur með þeim hætti góðu sambandi við starfsfólk sitt, bæði á sjó og landi, því með því móti halda þeir aflanum til vinnslu innanlands og fullri vinnu í fiskiðjuveri sfnu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.