Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 38
38_______MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986__
SUNDLAUGAENAR
f LAUGARDAL
List og hönnun
Bragi Ásgeirsson
Eitt af merkilegri fyrirbærum í
íslenzku þjóðfélagi finnst þeim er
hér ritar hin mikla fátækt á opin-
bcrri umfjöllun um húsagerðarlist
og einstakar byggingar, er varða
almenningsheill.
Slík umræða fer mikið til fram
á bréfa- og rabbsíðum dagblaðanna
og því fer fjarri, að hún sé fagleg
og djúp.
Það er einna helst, er reisa skal
opinberar stjómsýslubyggingar, að
menn rumski við sér, enda er mikið
í húfi og ekki síst, ef um samkeppn-
isútboð er að ræða, því slíkt skarar
hagsmuni margra. Hér er gott
dæmi umræðan um fyrirhugaða
viðbyggingu Alþingishússins, en
hér sýndist sitt hveijum og var það
fróðleg lesning og kærkomin.
Undanskilin er þó umræða um
varðveislugildi gamalla húsa, sem
er annað mál á skyldum meiði.
í þau 18 ár, sem Laugardalslaug-
in nýja hefur verið starfrækt, hef
ég allnokkrum sinnum verið beðinn
að skrifa um einstaka þætti hennar
svo og útlitshönnun, en jafnan færst
undan því verki, því að þrátt fyrir
allt þótti mér, sem fastagesti, kost-
imir fleiri en vankantarnir. Þá var
og margt sagt gert til bráðabirgða,
t.d. búningsklefamir, og menn
máttu lengi bíða eftir viðbygging-
unni og endanlegri gerð innra
lýmis.
Gufubaðið þótti þröngt og frum-
stætt en hafði þó sína mörgu kosti.
Vel þekktur myndlistarmaður, er
ég hitti þar oft á tímabili, bauðst
ásamt vini sínum til að tilgreina
20 atriði, sem ábótavant væri þar,
og taldi þau mörg upp. Varð ég að
viðurkenna, að hann hafði rétt fyr-
ir sér, en þrátt fyrir allt lét ég það
vera að gera þá bón þeirra að rita
hér um.
Gömlu laugamar þjónuðu sínu
hlutverki mjög vel, meðan þær voru
og hétu, og merkilegt var, hve öllu
var þar vel fyrir komið og hvað lítið
rými nýttist frábærlega vel. Þetta
var enda allt byggt af þörf og hug-
sjón manna, er vissu, að hveiju
þeir gengju. Þarfímar mörkuðust
þannig ekki af útreikningum á
skrifstofum sérfræðinga né af
ályktunum fundargerða.
Þetta skyldi einfaldlega vera
svona og var í raun fjarska gott
þannig.
Það þótti okkur fastagestum
Sundlauganna nokkuð merkilegt,
að ekki sé fastar að orði kveðið,
að ekkert, já bókstaflega ekkert
minnti á gömlu laugamar í hinni
nýju byggingu, — nema þá að sjálf-
sögðu vatnið.
Hér var einmitt komið dæmi um
það, hvemig ekki skyldi staðið að
húsagerð — fyrirmyndin var sótt
eitthvert langt, langt í burtu út í
heim, þótt einstakt og óborganlegt
mannvirki væri í næsta sjónmáli.
Mannvirki, er hafði þjónað borg-
arbúum frábærlega vel, og var hið
fyrsta sinnar tegundar á höfuð-
borgarsvæðinu og hafði því einstakt
sögulegt gildi.
Og núna, er hin langþráða við-
bygging er risin af grunni, þar sem
áfram er haldið á sömu braut í þráð-
beinni línu, þá hyggst ég leggja hér
nokkur orð í belg. Vildi helst byija
með vísun á skáldið þótt ég hniki
til orði: „Húsameistarar, ekki meir,
ekki meir ...“
Raunar höfðu verið gefín fyrir-
heit um, að bæta við ýmsu í stíl
við gömlu laugamar, t.d. koma fyr-
ir útisturtum í líkingu við þær
frægu í þeim gömlu, sem vom bless-
unarleg heilsulind, og þá hefði
heldur ei sakað að hafa eitthvað í
líkingu við köldu útisturtuna; þmm-
andi kraftmikla og ótrúlega hress-
andi.
En efndimar urðu engar og í
stað þess er komin eins konar leti-
þró í formi nuddpotts, er rétt kitlar
gesti og fólk stímar í, enda má sjá
það á vatninu, er tekur fljótt við
sér, gmggast og deyr. Þá telja sum-
ir þróna hættulega vegna ójafns
botns og hálla flísa í kring.
Það telst engin bein hollusta að
hanga lon og don í slíku hálfvolgu
vatni og hér má koma fram, að
þegar farsóttir geisa erlendis byija
yfírvöld á því að loka baðhúsum og
banna sölu á ís til matar vegna
eðlilegrar smithættu og saurgerla.
Ég vil leitast við að vera hér
stuttorður, því eiginlega er mér
þvert um geð að gagnrýna, þar sem
stundstaðir borgarinnar hafa verið
hér heilsu- og hressingargjafí um
áratugi. En það er fyrst og fremst
vatnið og útiveran, sem eiga hér
heiðurinn, en ekki umbúðimar og
hönnunin.
I rúma fjóra áratugi hef ég svo
til verið daglegur gestur á sundstöð-
um borgarinnar, að undanskildum
þeim tíma, er ég hef dvalið erlend-
is. Ég get með miklu þakklæti
vitnað um, að allir hafa þeir sitt-
hvað sér til ágætis. Sundhöllin við
Barónsstíg er langsamlega best
skipulögð að því leyti, að rýmið
nýtist mjög vel. Flestar breytingar,
sem hafa verið gerðar á henni inn-
an húss, eru að mínu mati til lítilla
bóta. Útipottamir eru prýðileg við-
bót en fullvolgir og því ekki sú
hressing sem þeir gætu verið. Hún
er einnig fallegasti arkitektúrinn,
enda reist af miklum stórhug á
kreppuárunum. Sá stórhugur er
innfluttur frá Danmörku og nefna
má, að tvær fegurstu laugamar í
Kaupmannahöfn, á Austurbrú og
Friðriksbergi, em byggðar aðeins
fyrr. Þær em prýddar listaverkum
og einkum er nafnkennd skreyting
Vilhelms Lundström á veggjum
laugarinnar á Friðriksbergi. Sú er
raunar fræg langt út fyrir land-
steinana. En engin listaverk prýða
Sundhöllina.
Vesturbæjarlaugin býr yfir viss-
um innileika og þangað er alltaf
gott að koma, og mynd Barböm
Amason sómir sér vel en hefði
mátt vera gerð í varanlegri efni.
Anddyrið hafði lengi sérstakt að-
dráttarafl fyrir hið stóra og fagra
fískabúr, sem illu heilli er horfíð
en þyrfti að koma á ný.
Þessa baðstaði hef ég sótt að
staðaldri, eftir því hvar ég hef ver-
ið búsettur í borginni eða haft
vinnustað, og þykir vænt um þá
alla með kostum þeirra og göllum.
Minna hef ég sótt í aðra sundstaði
og hef t.d. aðeins einu sinni komið
í sundlaug Seltjamamess, en þar
er vatnið í lauginni svo einstakt,
að ég færi þangað daglega, hefði
ég aðstöðu til.
Víkjum nú aftur að Laugardals-
lauginni, sem hér er til umræðu.
Gömlu laugamar vom úr sér gengn-
ar síðustu árin, gólf var t.d. svo
fúið í hinu ágæta og minnisstæða
sólskýli, að eitt sinn, er ég var þar
í leikfími, fór ég með annan fótinn
í gegnum það og niður í klof. Engu
að síður vom þær jafnan sama
heilsulindin og raunar stórmerkilegt
náttúmundur sökum hins mikla
radíummagns, sem mældist í vatn-
inu og sem er mjög heilsusamlegt
fyrir líkamann. Framkvæmdimar
við nýju laugamar gengu mjög
hægt og þeim seinkaði um mörg
ár, áttu víst í síðasta lagi að kom-
ast í gagnið árið 1963, en vom svo
loks opnaðar 1. júní 1968.
Það var ánægður hópur fasta-
gesta og starfsfólks, er flutti sig
yfír götuna í hin nýju húsakynni,
og mikill var munurinn, þótt einnig
væri eftirsjá að hinum gömlu.
Furðaði marga fljótlega, hve
gjörsamlega byggingin stakk í stúf
við hina gömlu, og vildu raunar
margir, að laugamar yrðu starf-
ræktar áfram og jafnvel leggja
fram fé í því skyni.
Var það vel réttlætanlegt með
hliðsjón af því, um hvílíkan heilsu-
bmnn var hér að ræða, svo og
sögulegt gildi, og það var mjög
vanhugsuð gerð að jafna laugamar
við jörðu.
Með lagfæringu og endursmíð
hefðu laugamar orðið einstakt fá-
gæti í borginni, sem fjölmargir
hefðu borgað sig inn á fyrir marg-
faldan venjulegan aðgangseyri og
meðal þeirra sá, er hér ritar.
Annmarkar nýju lauganna komu
fljótlega í ljós og nenni ég ekki að
telja þá alla upp, en nefna má, að
rými var allt illa skipulagt, þrengslj
mikil í búningsklefunum og sturtur
of fáar.
Hér var sem sagt komin fram
dæmigerð teikniborðsvinna, og að
því er ég best veit hafði húsameist-
arinn í engu ráðfært sig við yfír-
menn gömlu lauganna, starfsfólk
eða fastagesti og því síður tekið
mið af þeim sjálfum, svo sém fyrr
hefur komið fram.
Ekki skorti þó stærðarhlutfollin,
enda af nógu rými að taka, en það
nýttist frámunalega illa og gæslu
varð erfíðlega við komið vegna þess,
hve laugin var stór en yfírsýn lítil.
Seinna kom svo turninn, og þó er
yfírsýn naumast nógu góð, svo sem
fram hefur komið.
Hef ég sjálfur orðið vitni að
nokkrum slysum, og hér kemur
hjálpin fullseint á vettvang, og er
þó sjaldnast við gæslumenn að sak-
ast, sem eru allir af vilja gerðir og
fljótir á vettvang, er þeir uppgötva,
að eitthvað hafí farið úrskeiðis.
Það er merkilegt frá að segja,
að útisólskýlið í þessari risastóru
sundlaug er margfalt minna en í
gömlu laugunum, þannig að öllu
minna rými er til að sóla sig í næði
og iðka líkamsæfíngar. Nóg er þó
af útivistarsvæðunum, en þangað
er langt að fara fáklæddur í vetrar-
kuldum, og ekki sólar maður sig
og hleypur um í Adamsklæðum.
Þegar rætt er um áhorfendapall-
ana og þakið volduga þar yfír, sem
mun ein dýrasta framkvæmdin við
laugamar, hætti ég að skilja, og