Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 27 John Poindexter, sem lét af störfum sem öryggisráðgjafi forsetans, kemur af lokuðum fundi með leyniþjónustu- nefnd öldungadeildarinnar. Hann hefur tvívegis neitað að svara spurningum nefndarmanna og vísað til réttar síns samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. hvernig taka skuli á vopnasölu- málinu. Shultz utanríkisráðherra krefst þess að forsetinn fyrir- byggi frekari vopnasendingar til íran. Jafnframt krefst Shultz þess að utanríkisráðuneytinu verði skýrt frá frekari tilraunum til bættra samskipta við írani. 16. nóv. Shultz lýsir opinberlega yfir andstöðu sinni við áframhald- andi vopnasendingarnar. John M. Poindexter, öryggisráðgjafi forsetans, segir að yfirmönnum herráðsins hafi ekki verið skýrt frá vopnasendingunum áður en þær hófust. 17. nóv. Reagan kveðst í fyrsta skipti ekki ráðgera frekari vopnasend- ingar til Iran. 18. nóv. Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjaforseta, segir forset- ann ekki vilja að Shultz segi af sér. Vestrænir embættismenn segja Bandaríkjastjórn ráðgera stóraukinn stuðning við Contra- skæruliða í Nicaragua. 19. nóv. Á fréttamannafundi kveðst Reagan hafa stöðvað vopnasöl- una og ber til baka fréttir um að ísraelar hafi tekið þátt í þeim. Reagan forseti ræðir við samstarfsmenn sina þá Poindexter, McFarlane og Donald Regan starfsmannastjóra. Poindexter hefur nú sagt af sér, McFarlane hefur fordæmt vopnasöluna og Regan er talinn valtur í sessi. ið yfir þau mörk sem þingið hefur sett um leynilegar aðgerð- ir. 9. nóv. Bandarískir embættismenn viðurkenna að vopnasalan til ír- an feli í sér breytingar á yfirlýstri stefnu Reagans forseta. 10. nóv. Ronald Reagan vísar á bug kröfum um að hann skýri frá við- skiptum stjórnarinnar og írana. Forsetinn segir að gildandi lög hafi ekki verið brotin. 11. nóv. Embættismenn segja að Pet- er J. Wallison, lögfræðilegur ráðunautur forsetans, muni kanna hinar lögfræðilegu hliðar vopnasölunn'ar. Bettino Craxi, forsætisráðherra l’talíu, ákveður að rannsakað skuli hvort bandarísk vopn hafi verið flutt til íran frá Italíu með vitund stjórnvalda. 12. nóv. Á fundi með þingmönnum staðfestir Reagan í fyrsta skipti að vopn hafi verið send til íran. Hann rökstyður viðskiptin með tilvísun til þess að Bandaríkja- stjórn sé nauðsynlegt að bæta samskiptin við hófsöm öfl í íran. 13. nóv. Reagan segir í ræðu að „leynilegar tilraunir hans til bættra samskipta við írani" hafi á allan hátt verið réttlætanlegar. Kveðst hann hafa ætlað að fá stjórnvöld íTeheran til að „beita áhrifum sínum í Líbanon til að fá gísla leysta úr haldi". Forset- inn kveðst hafa samþykkt að senda írönum „varnarvopn og varahluti í takmörkuðum rnæli". Háttsettur embættismaður seg- ir að einn flugvélarfarmur, um 130 tonn, af varnarvopnum hafi verið fluttur til íran. 14. nóv. Haft er eftir embættismönn- um í Hvíta húsinu að bandaríska leyniþjónustan hafi haft bein af- skipti af vopnasendingunum og að þjóðaröryggisráðið hafi skipulagt þær. Þingmenn segj- ast munu kanna hvort farið hafi verið að lögum. Háttsettur emb- ættismaður í ísrael segir að ísraelar hafi flutt vopn til íran með samþykki Bandaríkjastjórn- ar frá árinu 1982 og að sendi- herra Bandaríkjanna í ísrael hafi verið tilkynnt um sérhverja sendingu. 15. nóv. Forsetann og nánustu sam- starfsmenn hans greinir á um Síðar sama dag sendir forsetinn frá sér skriflega yfirlýsingu þar sem segir að ótilgreint „þriðja ríki" hafi einnig átt hlut að máli. 20. nóv. Jim Wright, þingmaður demó- krata, skýrir frá því að ísraelar hafi flutt 2008 flugskeyti af TOW-gerð og að minnsta kosti 235 loftvarnarskeyti til íran með samþykki Bandaríkjastjórnar. Tölur þessar eru mun hærri en þær sem nefndar hafa verið til þessa. Wright kveðst telja að þrjú lagaákvæði hafi hugsanlega verið brotin. 21. nóv. Wright segir írani hafa greitt að minnsta kosti 12 milljónir dala fyrir 2008 flugskeyti til að granda skriðdrekum (TOW-flug- skeyti) og að greiðslurnar hafi verið lagðar inn á bankareikn- inga í Sviss. 22. nóv. Stjórnin kunngerir að aðstoð- armenn Edwins Meese dómsmálaráðherra hafi undir höndum upplýsingar sem bendi til þess að Oliver North ofursti, aðstoðarmaður Poindexters ör- yggisráðgjafa, hafi veitt milljón- um Bandaríkjadala til Contra- skæruliða. 23. nóv. Enn berast fréttir af skipu- lögðum greiðslum til Contra- skæruliða. 24. nóv. Reagan og Bush varaforseti skýra Meese frá því að þeim hafi verið ókunnugt um greiðslur þessar. 25. nóv. Ronald Reagan tilkynnir um afsögn Poindexters öryggis- ráðgjafa. Jafnframt segir forset- inn að Oliver North hafi verið vikið úr embætti. Meese segir Nórth hafa beint greiðslum Ir- ana fyrir vopnin til Contra- skæruliða og að Poindexter hafi verið fullkunnugt um framferði undirsáta síns. Alton G. Keel er settur öryggisráðgjafi til bráða- birgða. Stjórnin í Israel tilkynnir að ísraelar hafi annast vopna- flutningana „samkvæmt beiðni Bandaríkjastjórnar" en leggur jafnframt áherslu á að Banda- ríkjamenn beri einir ábyrgð á afdrifum greiðslnanna. 26. nóv. Reagan forseti skipar þriggja manna nefnd til að rannsaka þátt þjóðaröryggisráðsins í vopnasölumálinu. Dómsmála- ráðuneytið fyrirskipar allsherjar rannsókn. Embættismenn segja að dómsmálaráðuneytinu, þjóðaröryggisráðinu og leyni- þjónustunni hafi borist vitneskja um stuðninginn við Contra- skæruliða. Talsmenn skæruliða segja að þeim hafi ekki borist neinar greiðslur. 27. nóv. Fréttir berast um að greiðslur hafi fyrst borist til skæruliða árið 1985 eða mun fyrr en emb- ættismenn í Hvíta húsinu hafa sagt til þessa. Richard J. Brenn- eke, kauphallarhéðinn frá Oregon, segir leyniþjónustu- menn hafa tjáð sér í byrjun þessa árs að þeir ráðgerðu að kaupa vopn handa andspyrnu- mönnum í Nicaragua fyrir ágóðann af vopnasölunni til ír- an. Hann kveðst hafa sagt aðstoðarmanni Bush varafor- seta frá þessu. 28. nóv. Fréttir berast um að North ofursti og Poindexter hafi eyði- lagt leyniskjöl um vopnasöluna. Sagt er að 17 menn, sem hugð- ust upp á sitt eindæmi selja vopn til íran, hafi verið ákærðir fyrir lögbrot á meðan stjórnin stundaði sams konar viðskipti. 29. nóv. í frétt í dagblaðinu Dimokrati- kos Logos, sem gefið er út í Aþenu, segir að segulbands- upptökur með samtölum McFarlanes og íranskra emb- ættismanna leiði í Ijós að Bandaríkjastjórn hafi flutt vopn til íran að verðmæti 1,3 milljarða dala á síðustu tveimur árum. Ennfremur segir í frétt blaðsins að samtökum, sem halda Bandaríkjamönnum í gíslingu í Líbanön, hafi verið greiddar tvær milljónir dala. Vopnasamn- ingur írana og Bandaríkjamanna er sagður hljóða upp á 5 millj- arða Bandaríkjadala. Þá eru Saudi-Arabar sagðir hafa gegnt lykilhlutverki í viðskiptum þess- um. 30. nóv. Þingmenn beggja flokka Bandaríkjaþings hvetja til þess að skipuð verði sérstök rann- sóknarnefnd líkt og í Water- gate-málinu. í viðtali við vikuritið Time segir Reagan forseti að North ofursti sé „þjóðhetja". 1. des. Reagan kveðst samþykkur því að skipaður verði sérstakur rannsóknardómari ef dóms- málaráðuneytið telji þess þörf. Hann neitar því harðlega að hafa vitað um að greiðslur írana hefðu runnið til Contra-skæru- liða. í skoðanakönnun New York Times og CBS kveðast 46% aðspurðra vera ánægð með störf forsetans. Vinsældir hans hafa þar með minnkað um 21% á einum mánuði sem er met í könnunum sem þessari. 2. des. Stjórnin fer fram á að rann- sóknardómari verði skipaður þar eð gildandi lög kunni að hafa verið brotin. Reagan skipar Frank Carlucci, sem kom næst- ur yfirmanni leyniþjónustunnar að völdum, öryggisráðgjafa. 3. des. Leyniþjónustunefnd öldunga- deildarinnar kallar John Po- indexter til yfirheyrslu fyrir luktum dyrum. Poindexter neitar að svara spurningum nefndar- manna og vísar til 5. greinar stjórnarskrárinnar sem tryggir bandarískum þegnum rétt til þess að neita að svara spurning- um sem kunna að leiða til sakfellingar þeirra. Bush vara- forseti birtir yfirlýsingu þess efnis að honum hafi ekki verið kunnugt um stuðninginn við Contra-skæruliða. Hann viður- kennir hins vegar að málið hafi „rúið ríkisstjórnina trausti". 4. des. Caspar Weinberger varhar- málaráðherra segir Robert McFarlane hafa verið upphafs- mann vopnaviðskiptanna. Þingmenn segja Saudi-Araba hafa lagt fram tugi eða hundruð- ir milljóna dala til stuðnings skæruliðahreyfingum í Nic- aragua, Angóla og Afganistan. 5. des. Ronald Reagan viðurkennir að „mistök" hafi átt sér stað við dreifinjgu ágóðans af vopnasöl- unni. í frétt í New York Times segir að McFarlane hafi upplýst rannsóknarnefndina að Reagan hafi gefið samþykki sitt fyrir fyrstu vopnasendingunni til íran frá ísrael. 8. des. Shultz utanríkisráðherra til- kynnir opinberlega að hann hafi ekki vitað um að greiðslur írana hefðu hafnað í vösum skæruliða í Nicaragua. Hann segir emb- ættismenn stjórnarinnar hafa farið á bak við sig í málinu. Dómsmálaráðuneytið fer fram á það við svissnesk stjórnvöld að þau aflétti bankaleynd af reikn- ingum þeim sem greiðslur írana voru lagðar inn á. 9. des. Oliver North og John Po- indexter neita öðru sinni að svara spurningum einnar rann- sóknarnefnda þingsins. McFarl- ane segir Reagan forseta hafa lagt „óbeina" blessun yfir vopnasöluna. 10. des. William Casey, yfirmaður leyniþjónustunnar, er yfirheyrð- ur fyrir luktum dyrum. Hann kveðst fyrst hafa frétt að greiðslur írana hafi runnið til Contra-skæruliða fyrir hálfum mánuði. 11. des. Dagblaðið The Washington Post segir Casey fyrst hafa frétt af greiðslunum á hádegisverðar- fundi með bandarískum kaup- sýslumanni, sex vikum áður en Edwin Meese segist hafa komið upp um málið. Annað bandarískt dagblað segir Fabian Ver, fyrr- um yfirmann stjórnarhersins á Filippseyjum, hafa tekið þátt í að leyna Shultz utanríkisráð- herra því að ágóðinn af vopna- sölunni hafi runnið til skæruliða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.