Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 pltrgmi Útgefandi nMiKfeife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, síml 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innaniands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Að nota tækifærið Horfur eru á því, að verðbólga hér á landi verði 11% í lok þessa árs. Þegar núverandi ríkis- stjóm tók við völdum 1983 var hraði verðbólgunnar hins vegar 130%. Hagstæð ytri skilyrði ásamt skynsamlegri stefnu stjómvalda og aðila vinnumark- aðarins hafa leitt til þessara umskipta, sem em vafalítið mestu tíðindi í stjómmálum í meira en áratug. Ef haldið verður áfram á sömu braut er líklegt, að verðbólga hér á landi verði á næstu áram svipuð og í helstu viðskiptalöndum okkar. Önnur þjóð, sem lengi hefur glímt við verðbólgudrauginn, er Israelar. Um það leyti sem við voram að hefja sóknina gegn verðbólgunni 1983 var hún orðin hvorki meira né minna en 450% þar í landi. Þá gerðu ísraelar sér loks grein fyrir því að söðla yrði um og gripið var til harðra að- gerða eins og hér á landi. Verðbólgan lækkaði og verður væntanlega um 18% í lok þessa árs. Afleiðingu þessara umskipta er ágætlega lýst í þýddri grein eftir Pinhas Landau, ísraelskan blaðamann, sem birtist hér í blað- inu á fimmtudaginn. íslendingum kemur sumt í lýsingu hans ekki ókunnuglega fyrir sjónir: „Allt hefur þetta tekist án þeirrar miklu aukningar atvinnuleysis sem kennslubækumar segja að fylgi óhjákvæmilega hörðum að- gerðum til að vinna bug á verðbólgu. Ekki kom til neinna félagslegra átaka sem bölsýnis- menn höfðu spáð. Mörg illa rekin fyrirtæki lentu í ógöngum og ýmis áform er byggðust á áfram- haldandi verðbólgu fóra forgörð- um. Hinsvegar leiddi minnkun verðbólgunnar til framleiðslu- aukningar og einstaklingar og fyrirtæki gátu í fyrsta sinn í mörg ár þrifist í umhverfi sem ekki einkenndist af algjörri óvissu.“ Hinn ísraelski blaðamaður seg- ir síðan, að engar gengislækkanir hafi verið nauðsynlegar á þessu ári, greiðslujöfnuður við útlönd sé hagstæður, halli á fjárlögum viðráðanlegur, atvinnuleysi kom- ið niður í 7% og rauntekjur og lífskjör hafi batnað frá því sem var á miðju síðasta ári, svo þeir sem ráði ferðinni megi vera ánægðir. En - og þar er komið að kaflaskilum í grein hans - vandinn er sá að stjómmála- mennimir era svo uppteknir við að hlakka yfír árangrinum og taka við hamingjuóskum, að þeir hafa gleymt því að allt sem áunn- ist hefur til þessa er aðeins upphafíð. Það er ekki nægilegt að koma á jafnvægi í efnahags- málum - þótt það sé mikilvægt - því jafnvægið leysir ekki þann vanda sem að steðjar. Orðrétt segir greinarhöfundur: „Um 35% alira vinnufærra manna starfa enn á vegum ríkisins, og um 30% til viðbótar hjá bæjar- og sveitar- félögum. Með öðram orðum, einn maður vinnur arðbær störf til að greiða tveimur öðram sem hann hefur í raun á framfæri sínu.“ Og Pandau heldur áfram: „Fjárlög ríkisins nema svo til jafnhárri upphæð og heildarfram- leiðsla þjóðarbúsins. Útgjöld ríkisins fara ekki minnkandi þótt hið opinbera hafí stöðugt verið að „skera niður“ og „draga úr“ eins lengi og menn muna. Heild- arframleiðslan eykst lítið þótt „vöxtur“ sé á allra vöram daginn út og daginn inn. Skattabyrðin hefur aldrei verið þyngri. Sam- kvæmt heimildum hjá Seðla- banka ísraels er áætlað að á fyrra helmingi yfírstandandi árs hafi hvorki meira né minna en 58% þjóðarframleiðslunnar farið í skattgreiðslur, og er þetta skattahlutfall hvergi hærra í heiminum. Það er því ekki að undra að mikill samdráttur sé í fjárfestingum og sparnaði, en neysla og undandráttur fari vax- andi.“ Greinarhöfundur segir síðan: „Ekki er þó lengur neinn alvar- legur ágreiningur um hvað gera þurfí. Verkefnin liggja ljós fyrir. Þar ber hæst að skera niður fjár- lögin og draga raunhæft úr útgjöldum ríkisins. Það þarf að endurskoða skattalögin og af- nema allar þær skattaflækjur sem jafnvel endurskoðendur og skattalögmenn eiga erfítt með að skilja, en leiða til þess að draga úr áhuga almennings á að vinna, í það minnsta heiðarlega. Svo mætti selja eitthvað af þeim um 200 fyrirtækjum sem ríkið á til að grynna á opinberam skuldum og afnema lög og reglugerðir sem torvelda allar framkvæmdir." Niðurstaða Pandau er hins vegar ekki uppörvandi: „En vilj- inn til að ijúfa kverkatak skrif- fínnskunnar er ekki lengur fyrir hendi. Stjómmálamennimir era sáttir við að líta á Jafnvægi" sem allra meina bót. Almenningur lif- ir á gömlu sparifé og gjöfunum sem OPEC, Bandaríkin og efna- hagsþróun umheimsins hefur fært honum. ... Það er leitt til þessa að vita, því venjan er sú að tækifærin hverfa á brott, sér- staklega ef þau eru ekki nýtt.“ Þessi grein frá ísrael er for- vitnileg til upplýsingar um ástandið þar í landi, en fréttir um hemaðarrekstur era því mið- ur yfírleitt fyrirferðarmestar þaðan. En ýmislegt sem Pandau nefnir kemur kunnuglega fyrir sjónir. Mörg vandamál ísraela era augljóslega líka íslensk vandamál. Getur verið, að við íslendingar eigum það einnig á hættu að nota ekki góðærið og jafnvægið til að styrkja undir- stöður þjóðfélagsins? Má vera, að það sé fremur skortur á vilja en getu að við höfum ekkert raunhæft aðhafst til að draga úr útgjöldum ríkisins? Nýleg rannsókn, sem Kennaraháskóli ís- lands kostaði, leiddi í Ijós, að foreldrar 7 ára bama í ísaksskóla í Reykjavík era ánægð- ari með þá þjónustu sem skólinn veitir en foreldrar 7 ára bama í öðram skólum borg- arinnar, sem rannsóknin náði til. Niður- staða rannsóknarinnar er afdráttarlaus. Hitt hefur orðið deiluefni, hvers vegna þessi munur er fyrir hendi og hvort rétt sé að meta hann einkum í ljósi mismun- andi rekstrarforms skólanna. í því sambandi staldra menn einkum við hug- takið einkaskóli, sem margir telja að feli ekki í sér rétta lýsingu á ísaksskóla. Þetta rifjar upp deilurnar, sem urðu hér á landi í fyrrasumar og fram á haustið, þegar Tjarnarskóli var settur á laggimar, en hann er fyrsti — og enn sem komið er eini — einkaskólinn hér á landi fyrir ungl- inga á aldrinum 13-15 ára. Þá mátti halda, að himinn og jörð væra að farast, svo mikill varð hávaðinn út af þessu litla fyrir- tæki, sem tvær ungar kennslukonur áttu frumkvæði að. Málefni skólanna, nám og kennsla ann- ars vegar og rekstur og fjármögnun hins vegar, verðskulda sannarlega rökræður á opinberam vettvangi. Síðustu ár hafa líflegar umræður um þessi efni farið fram á síðum Morgunblaðsins. Ekki má heldur gleyma hinum mikilvægu skoðanaskiptum, sem kennarar hafa stofnað til á eigin vett- vangi. Það viðhorf hefur þó komið fram í tímariti kennarasamtakanna, Nýjum menntamálum, að deilumar um einkaskóla séu merki þess „að í uppeldi okkar og menntun [sé] þyngdarpunktur umræðunn- ar að færast frá því að fjalla um menntun sem þroska og til þess að ijalla um mennt- un sem markaðskerfí", eins og komist hefur verið að orði (3. hefti 1985). Þessi ummæli eru byggð á þeim misskilningi, að hinar nauðsynlegu umræður um rekstur og fjármál skólanna útiloki á einhvem hátt umræður um menntunina sjálfa. Það er forsenda fyrir því, að unnt sé að sinna námi og kennslu á viðunandi hátt, að skipulag skólanna og fjármál séu á traust- um grunni reist. Þetta hafa kennarar raunar sjálfir verið að segja með því að setja kjaramál sín í brennidepil skólamála- umræðna. Rétt er líka að hafa það ríkulega í huga, að umræðumar um nýjar leiðir í rekstri skóla komu í beinu framhaldi af kjaramálaumræðunum og verkfalii opin- berra starfsmanna haustið 1984. Þá kom sú staða upp, að hið ríkisrekna skólakerfí gat ekki tryggt traflunarlaust skólahald. Það var við þessar aðstæður, sem Tjamar- skóli varð til. Hvað er einkaskóli? Dregið hefur verið í efa, að rétt sé að taia um einkaskóla, þegar viðkomandi skóli er að drýgstum hluta fjármagnaður af ríki eða sveitarfélagi. Þetta sjónarmið er út af fyrir sig ekki órökrétt, en á hitt er að líta, að það virðist vera ríkjandi málhefð hér á landi, að tala um einkaskóia ef ein- staklingar sjá um reksturinn. í íslenskri orðabók kemur þessi skilningur t.d. mjög greinilega fram. Orðið „einkaskóli" er þar skýrt með þessum hætti: „skóli rekinn af einkaaðila." Orð eru að sjálfsögðu mikilvæg og þau er bæði hægt að nota til að skýra hluti og afvegaleiða menn. Menn skyldu hins vegar varast, að láta deilur um orð koma í stað deilna um hugmyndir, því orðin era fyrst og fremst búningur eða tæki. Kannski er skynsamlegast að venja sig á að tala um einkarekna skóla annars vegar og ríkisrekna hins vegar, ef mönnum fell- ur ekki hin gamla málvenja í geð eða þykir hún órökvís. Þá ætti a.m.k. að vera tryggt, að menn séu sammála um hvað þeir era að tala! Eiga hreinir einkaskólar og einkareknir skólar erindi við okkur Islendinga, sem höfum að mestu búið við ríkisrekstur og ríkiseign skóla frá því núverandi mennta- kerfi var komið á fót? Til að svara þessari spumingu af einhveiju viti, þurfa menn að átta sig á því, að hún er í rauninni margar spurningar og svörin væntanlega mismunandi eftir því. Líklega era þeir fá- ir, sem eru andvígir því að einkaaðilar eigi og reki sérskóla af ýmsu tagi, þar sem boðið er upp á nám sem ekki er almennt á stundaskrá opinberra skóla (tölvunám, tónlistamám, framsögn o.s.frv.) eða er viðbót eða stuðningur við þá kennslu sem fyrir hendi er. Mönnum finnst væntanlega ekkert athugavert við það, að eigendur þessara sérskóla eða aðrir sem sinna einka- kennslu taki gjald fyrir þjónustu sína frá nemendunum eða forráðamönnum þeirra án þess að ríkið hafí nokkuð með það að gera. Um það ríkir mjög víðtæk samstaða hér á landi, að nám á skyldunámsstigi skuli greitt úr sameiginlegum sjóðum lands- manna. Það sé m.ö.o. kostað af ríki eða sveitarfélagi. Vegna þessa hafa hreinir einkaskólar ekki komið til sögunnar. Menn segja með réttu, að foreldrar og aðrir for- ráðamenn skólabama séu þegar búnir að greiða fyrir skólagöngu þeirra með skött- um sínum og fráleitt sé, að þeir tvígreiði fyrir menntun bamanna. Skattaívilnanir koma þá til greina, en forvitnilegt er að sjá það í niðurstöðum nýlegrar könnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskólans hefur gert, að 56% kjósenda era andvígir þess- ari leið. Um 37% kjósenda era hins vegar hiynntir skattalækkunum á móti greiðslu skólagjalda. Einkarekstur skóla Það, að ríkið standi straum af rekstrar- kostnaði skólanna, þarf ekki að þýða, að ríkið reki skólana einnig. Einkarekstur og ríkiseign geta farið saman og ásviði skóla- mála eru þess nokkur dæmi. í lögum um grunnskóla er líka gert ráð fyrir þessum möguleika, en þar er sérstakt ákvæði um einkaskóla. Hér í Reykjavík era starfandi fjórir einkareknir grannskólar: Landakotsskóli, ísaksskóli, Tjamarskóli og Bamaskóli SD aðventista. Landakotsskóli er elstur þess- ara skóla, stofnaður 1897, og er hann rekinn af kaþólsku kirkjunni með rekstrar- styrk úr ríkissjóði. Nemendur eru 155. ísaksskóli eða réttara sagt Skóli ísaks Jónssonar, er sjálfseignarstofnun og hefur starfað sem slíkur frá 1947, en var upphaf- lega stofnaður 1924. Rekstur hans er að mestu greiddur úr ríkissjóði. Nemendur era 450. Bamaskóli aðventista í Reykjavík er mjög fámennur skóli og era nemendur tíu að tölu. Skólinn fær rekstrarstyrk á íjárlögnm. Tjamarskóli var, sem fyrr seg- ir, settur á laggimar sumarið 1985. Hann er sá eini þessara skóla fyrir nemendur á aldrinum 13-15 ára. Ríkissjóður greiðir að mestu laun kennara og Reykjavíkur- borg leggur til húsnæði. Nemendur í vetur eru samtals 70. Allir skólamir innheimta gjöld af nemendum. Skólagjöld í Tjamar- skóla era 4.500 krónur á mánuði og gjöld í ísaksskóla eru 3.300 til 4.000 krónur fyrri hluta þessa vetrar. Nemendur þess- ara skóla koma úr öllum þjóðfélagshópum. í sjálfu sér er ekkert sem mælir gegn því, að skólar af þessu tagi séu reknir, enda hafa þeir skapað hinum ríkisreknu skólum heilbrigt aðhald og Qölgað kostum nemenda. Það er hins vegar skiljanlegt, að ýmsir foreldrar séu ekki hrifnir af því að þetta skólaform verði ríkjandi. Þeim fínnst þeir þegar hafa greitt æma upphæð í ríkissjóð til að kosta skólagöngu bama sinna og vilja fá fyrir það góða menntun. Staðreynd- in er hins vegar sú, að ríkisskólakerfíð okkar býr nú við alvarlegan fjárhagsvanda og sjálft skipulag þess virðist ekki nægi- lega vel til þess fallið að tryggja nemendum fjölbreytt val og foreldram áhrif. Starfsliði skólanna hefur fjölgað miklu örar en nem- endum og kostnaður við rekstur aukist, án þess að kennarar telji sig njóta þess í launum eða nemendur í betri menntun og auknu vali. Það er með skólana eins og aðrar ríkisstofnanir, einkum þær sem sinna hinum svonefndu félagslegu verkefnum, að útþenslu þeirra virðast lítil takmörk sett og engin trygg aðferð er fyrir hendi MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 45 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 13. desember til að draga mörk milli eðlilegra útgjalda og óþarfa. Við þær aðstæður, sem skapast hafa, er ekki óeðlilegt að hæfír kennarar hverfí frá kennslustörfum eða óski eftir að reka einkaskóla eins og ísaksskóla og Tjarnarskóla. Margir óttast að þetta leiði til mismununar og auki á stéttaskiptingu í þjóðfélaginu; annars vegar verði böm, sem sæki einkarekna skóla, þar sem kennslan verði betri og dýrari, og hins vegar böm, sem sæki ríkisrekna skóla, þar sem kennslan verði lakari en ókeypis. Þetta er ekki geðfelld framtíðarsýn, en alþekkt frá fyrri áram. í því sambandi er forvitni- legt að kynnast frásögn Þuríðar Pálsdótt- ur, söngkonu, um Ágústarskóla og Ingimarsskóla á bernskuáram hennar í Reykjavík. Frásögnina er að finna í bók- inni Lífmitt oggleði, sem Jónína Michaels- dóttir hefur skráð og nýlega kom út hjá Forlaginu. Agústarskóli — Ingimarsskóli Þuríði Pálsdóttur segist svo frá í bók- inni: „Þegar ég var 12 ára vildi ég fara í undirbúningsdeild Einars Magnússonar og þreyta próf upp í Menntaskólann ári á undan, eins og Tóta og aðrar vinkonur mínar. Mamma dró úr því, en ég vildi fá að gera þessa tilraun. Hún sagði þá, að ef ég næði ekki prófinu, yrði ég að fara í Ingimarsskólann, því það þyrfti að greiða skólagjald í Ágústarskóla og við hefðum ekki efni á því. Ingimarsskóli var ókeypis og hann var skólinn sem fátæka fólkið sendi böm sín í. Það munaði mjóu að ég kæmist í Menntaskólann - en nógu. Eg varð því að fara í Ingimarsskólann. Allar vinkonur mínar fóra í Ágústarskóla og ég grátbað mömmu um að leyfa mér að fara þangað með þeim en hún var óhagganleg. Eg grátbað líka pabba. — Mamma þín ræður þessu, sagði hann. Þessi viðbrögð pabba vora dæmigerð gagnvart mér og bræðram mínum. Hann vék sér alltaf undan ábyrgð af þessu tagi. Ég hef oft hugsað um hvað ég var send mikið að heiman þegar ég var bam. Ég hef þó skilið það vel, þar sem mamma var oft sjúk og einnig ferðuðust þau talsvert. Hins vegar hef ég aldrei getað skilið hörk- una við mig í sambandi við Ingimarsskól- ann og innst inni átt erfítt með að fyrirgefa hana. Það var ekki af því að mér þætti lakara að vera í skóla með fátæku fólki. Síður en svo. Við vorum fátækari en marg- ir sem þar vora, en það héldu allir að pabbi væri efnaður af því að hann var svo þekktur. Það var miklu fremur hitt, að ég var slitin úr tengslum við allar vinkonur mínar og sett í skóla þar sem ég þekkti fáa. Til dæmis urðum við Tóta, sem höfð- um verið óaðskiljanlegar, aldrei raunvera- legar vinkonur aftur. Mér féll líka þungt að Einar bróðir minn var í Menntaskólan- um í Reykjavík og Jón í Verslunarskólan- um, sem þótti dýr skóli, og ég vissi sem var, að allir teldu víst, að úr því dóttir Páls ísólfssonar var send í Ingimarsskóla, þá væri það af því að hún gæti ekki lært. Mér þótti þetta ósanngjamt, því mér hafði alltaf þótt gaman í skóla og skilað betri árangri en flestar vinkonur mínar.“ Þessi einlæga frásögn Þuríðar lætur engan ósnortinn. Hún minnir okkur á mik- ilvægi þess, að tiyggja jafnan rétt allra til náms, rétt sem ekki /ná takmarkast af efnahag foreldra eða hugsanlega sinnu- leysi þeirra um velferð bamanna. Ef einkarekstur skóla leiðir til ójafnræðis bama hvað almenna menntun varðar er hann ekki fagnaðarefni. Við viljum ekki þjóðfélag, þar sem annars vegar era skól- ar fyrir fátækt fólk og hins vegar skólar fyrir efnafólk. Spumingin er sú, hvort unnt sé að fínna leið sem tryggir betur en núverandi skipulag hvort tveggja, jafn- an rétt allra bama og aukið val og aukin áhrif nemenda og foreldra þeirra. Nokkur rök hníga að því, að svonefnd ávísanahug- mynd kunni að vera fýsileg í þessu skyni og það er a.m.k. ómaksins vert að kynna sér hana. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Ávísanahugmyndin Ávísanahugmyndin er ýtarlega kynnt í ritinu Ríkisskólar eða einkaskólar?, sem Stofnun Jóns Þorlákssonar sendi frá sér dögunum. í ritgerð sem nefnist „Skólar samkvæmt vali“ segir Guðmundur Heiðar Frímannsson, menntaskólakennari á Akur- eyri, svo frá ávísanahugmyndinni: „Hugmyndin er sáraeinföld. Samkvæmt henni fá foreldrar í hendur á hveiju ári frá ríki eða sveitarfélagi ávísanir, sem þeir geta notað til að kaupa bömum sínum skólagöngu það árið við einhveijar viður- kenndar stofnanir. Stofnunin framvísar síðan ávísuninni við ríkið eða sveitarfélag- ið, eftir því sem menn koma sér saman um, og það greiðir féð, sem ávísunin hljóð- ar upp á. Þetta eru aðalatriði kerfisins. En það er fjölmargt annað, sem þarf að taka fram um þetta kerfí og ákveða til þess að gera myndina fyllri. Upphæðina á ávísununum þarf til dæmis að ákveða, og eðlilegast virðist að miða við þá upphæð, sem það kostar að hafa eitt bam í skóla eitt ár við núverandi kerfi, og sé þá tekið tillit til alls kostnaðar. “ Guðmundur Heiðar víkur síðan að því í hveiju þetta kerfí sé frábragðið því, sem við nú búum við. Hann bendir á, að kerfíð gefí öllum tækifæri til að láta til sín taka, „hvort sem þeim liggur hátt rómur eða ekki“, eins og hann kemst að orði. „Ástæð- an er sú,“ segir hann, „að foreldrar geta með ávísunum sínum valið um skóla. Líki þeim ekki valið geta þau dregið bam sitt úr skólanum og sett það í annan og feng- ið endurgreitt. Þessi skipan færir foreldr- um miklu meiri völd en þeir hafa nú og hún myndi sjálfkrafa hafa það í för með sér að kennarar og skólayfírvöld yrðu í miklu ríkari mæli en nú er að laga sig að óskum foreldra. Það ætti að tryggja, að skattborgaramir væra ánægðir með, hvemig fé þeirra er varið. . . . Skólamir gætu orðið einkafyrirtæki eða sjálfseignar- stofnanir (eða haldið áfram að vera ríkis- skólar) og hafíð samkeppni sín á milli um, hver gæti best og ódýrast komið til móts við óskir foreldra, og fjölbreyttar þarfir ólíkra manna endurspegluðust þess vegna í miklu meiri fjölbreytni í skólahaldi en nú tíðkast, þar sem stefnumörkun kemur að ofan, frá ráðuneyti og fjárveitingar- valdi. Afleiðingin yrði sú, ef eitthvað er að marka nokkurra alda reynslu okkar af ríkisrekstri og einkarekstri, að skólakerfið yrði allt sveigjanlegra og nýting fjármagns betri, og svigrúm myndaðist því meðal annars til að hækka laun kennara." „Það er óneitanlega nokkuð til í þeirri ásökun, að ávisanahugmyndin, þótt snjöll sé, sé skrifborðslausn," segir Guðmundur Heiðar. En hann bendir á, að ávísanimar sjálfar séu ekkert sáluhjálparatriði. Aðal- atriðið sé sú hugmynd, að ríkið kosti skólagöngu bama og unglinga, en einka- fyrirtæki og almannasamtök sjái um kennsluna og rekstur skólanna. Og hann upplýsir að þessi háttur hafi verið hafður á í marga mannsaldra í Vermont-fylki í Bandaríkjunum og í Hollandi, og slíkt kerfí hafi nýlega verið tekið upp í Bresku Kólumbíu í Kanada. Reynslan af þessu segir hann að virðist góð. Ekki flokkspóli- tískt mál Höfundur Reykjavíkurbréfs tekur ekki afstöðu til þess, hvort ávísanakerfíð í ein- hverri mynd sé æskilegt hér á landi. Áður en hægt er að taka slíka afstöðu verður að útfæra hugmyndina betur og kynna hana rækilega fyrir foreldram skólabama og kennurum. En hugmyndin er a.m.k. vel rökstutt og málefnalegt framlag til umræðna um skólamál. Enginn getur með nokkurri sanngimi haldið því fram, að þeir sem þessa leið boða vilji auka misrétti í þjóðfélaginu. Aðalatriðið er að sjálfsögðu, að upp- vaxandi þjóðfélagsþegnar fái eins góða menntun og nútíma velferðarþjóðfélag okkar getur frekast boðið upp á. Kennarar hafa vakið athygli á fíárhagslegum ógöngum skólakerfisins og ljóst virðist að i því efni þurfa að verða breytingar. Ef það er niðurstaðan, að áframhaldandi ríkisrekstur skólakerfísins tryggi best að þetta markmið náist, þá er óbreytt skipan að því leyti sjálfsagt mál. Ef aukinn eða jafnvel almennur einkarekstur skólakerfis- ins þykir aftur á móti skila betri árangri er rétt að ræða um það af fullkomnu hleypidómaleysi og ráðast í breytingar, Ef einkarekstur skóla leiðir til ójafnræðis barna hvað almenna menntun varðar er hann ekki fagnaðarefni. Við viljum ekki þjóð- félag, þar sem annars vegar eru skólar fyrir fá- tækt fólk og hins vegar skólar fyrir efnafólk. Spurn- ingin er sú, hvort unnt sé að finna leið sem tryggir betur en núver- andi skipulag hvort tveggja, jafnan rétt allra barna og aukið val og aukin áhrif nemenda og for- eldra þeirra. sem almenn samstaða er um. Þetta mál er of mikilvægt til þess að verða flokks- pólitískt þrætuepli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.