Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
dætur, sem ég man vel eftir, enda
mynd af þeim í skrifstofu dr. Val-
týs, og einn son, hinn kunna prest,
dr. Finn Tulinius.
Þórarinn var allra manna glað-
astur og skemmtilegastur í við-
kynningu. Annars staðar er getið
um bróður hans, Otto Tulinius, sem
ég þekkti vel frá Akureyri. Annar
bróðir hans var Axel V. Tulinius
sýslumaður, sem síðar varð for-
stjóri Sjóvátryggingafélags íslands,
en er þó kunnari sem hvort tveggja,
fyrsti forseti ÍSÍ og fyrsti skáta-
höfðinginn. Honum kynntist ég
aidrei, en faðir minn og Axel voru
góðir vinir.
Jakob Gunnlögsson rak mikils-
háttar verslunarfyrirtæki, sem ég
kann ekki skil á. Hann var talinn
maður stórauðugur og hafði brotist
úr litlum efnum af miklum dugn-
aði. Hann þótti snarráður vel og
orðheppinn. Sú saga gekk um Jakob
Gunnlögsson, að hann hefði ungur
að árum leitað eftir samtali við
kunnan kaupsýslumann, sem vissi
vel af sér. Þetta viðtal fékkst, og
á tilsettum tíma birtist Jakob. Við-
mælandi hans sagði, þegar þeir
höfðu heilsast: „Undskyld, jeg har
kun ti Minutter!" Þá svaraði Jakob
að bragði: „Spiller ingen Rolle, jeg
har kun fem!“
Ég ætla, að einn frægasti arki-
tekt Dana nú á dögum, Halldor
Gunnlögsson, prófessor við Aka-
demíuna, sé sonarsonur Jakobs.
Af nemendum dr. Valtýs, sem
komu á heimili hans, meðan ég
dvaldist þar, eru mér tveir sérstak-
lega minnisstæðir, dr. Jón Helgason
prófessor og dr. Björn Karel Þór-
ólfsson. Dr. Valtýr hafði ákaflega
mikið álit á Jóni og hafði oft orð á
því, hvílíkur námsmaður hann væri
og hve mikils mætti af honum
vænta. Hann sagði það einstaklega
ánægjulegt að fá tækifæri til að
leiðbeina slíkum manni. Jón var hár
vexti, grannur og ögn lotinn í herð-
um, en allur hinn mennilegasti.
Björn var aftur gerólíkur Jóni, rúm-
lega meðalmaður, nokkuð gildvax-
inn og ákaflega svifaseinn. Hann
var hinn besti drengur og gerðist
ungur að árum þjóðsagnapersóna
meðal íslenskra stúdenta í Kaup-
mannahöfn. Dr. Valtýr hafði einnig
mætur á honum, enda reyndist
Bjöm honum vel.
A þessum árum held ég, að fáir
hafi vitað um skáldgáfu Jóns. Að
minnsta kosti heyrði ég þá aldrei
um hana getið, og sjálfur var hann
manna ólíklegastur til þess að
hampa henni, því að mér fannst
hann mjög hlédrægur auk þess sem
hann var einstaklega kurteis í allri
framgöngu.
Þótt þessara tveggja sé aðeins
getið, komu þó ýmsir aðrir stúdent-
ar í heimsókn, sem ég man eftir.
Að sjálfsögðu komu þeir til þess
að hitta dr. Valtý, bæði til þess að
ræða við hann og leita aðstoðar
hans á ýmsum sviðum. Sumum
hefur sjálfsagt verið nokkurt.
áhugamál jafnframt þessu að kom-
ast að matborði fröken Dalsgaard.
íslenskir stúdentar í Kaupmanna-
höfn höfðu vissulega ekki úr miklu
að spila á þessum tíma fremur en
oft áður. Valtýr var þá fjárhalds-
maður margra íslendinga; feður
þeirra trúðu engum betur fyrir fjár-
málum þeirra.
En það voru ekki aðeins stúdent-
ar og kunnir framámenn, sem
heimsóttu dr. Valtý. Alltaf öðm
hveiju birtust ýmsir, sem minna
máttu sín og töldu sig ekki hafa í
önnur hús að venda, þótt ekki
þekktu þeir hann hið minnsta.
Mér þykir rétt að nefna hér eitt
dæmi af mörgum. Á hveijum
fimmtudegi kom í heimsókn kona,
sem Stefanía hét og var Guðmunds-
dóttir. Upphaf þess, að hún fór að
venja komur sínar til dr. Valtýs,
var nokkuð óvenjulegt. Stefanía var
frá Vestmannaeyjum. Ung að árum
hafði hún kynnst dönskum sjó-
manni sem þar bar að garði, og er
ekki að orðlengja það, að þau trúlof-
uðust. Varð það að samkomulagi
með þeim, að hún færi til Kaup-
mannahafnar með tilteknu skipi á
ákveðnum tíma. Þegar þangað
kæmi, skyldu þau síðan ganga í
heilagt hjónaband. Nú er ekki að
orðlengja það, að á tilsettum tíma
kemur Stefanía til Kaupmanna-
hafnar. Jú, kærastinn stendur á
hafnarbakkanum, en eitthvað virð-
ist hann kindarlegur á svipinn.
Þegar þau hafa heilsast og fara að
okkar á kæliskápum
í desember
1 hurð 240 lítra. Verð aðeins kr. 17.900,-.
2 hurðir 330 lítra. Verð aðeins kr. 24.900,-.
RHILCOBS
Heimilistækí hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- S. 27500
tala saman, ganga viðræður heldur
stirðlega, og svo býður hann henni
upp á kaffi og vínarbrauð, en ekki
ganga viðræður betur að heldur.
Svo segir hann allt í einu, að það
sé best, að hún fari til foreldra
hans, sem búi á Norður-Sjálandi,
og fái að dveljast þar fyrst um sinn.
Hann fylgir henni á járnbrautar-
stöðina, en síðan heldur hún ein
síns liðs til Holbæk, þar sem hann
hafði sagt, að foreldrar hans
byggju. Þegar þangað kemur, er
enginn til að taka á móti henni.
Hún hafði ritað hjá sér á miða heim-
ilisfang foreldranna. Og það tókst
henni að finna með aðstoð lögreglu-
þjóns.
En nú var orðið áliðið kvölds og
auk þess dimmt í húsinu, svo að
hún áræddi ekki að kveðja dyra,
heldur bjó um sig á útidyrapallinum
og lét þar fyrirberast um nóttina.
Þegar roða tók af degi, varð hún
brátt vör mannaferða í húsinu, og
þá gerði hún vart við sig.
Og þetta dæmi gekk að því leyti
upp, að þarna bjuggu foreldrar
kærastans. Þegar það var ljóst orð-
ið, tók hún að gera þeim grein fyrir
sér og ferðum sínum með þeirri
dönskukunnáttu, sem hún hafði
aflað sér.
En nú tók ekki betra við. Foreldr-
arnir urðu sem steini lostnir. Loks
tókst öðru hvoru þeirra að stynja
því upp, að hér hlyti einhver skelfi-
legur misskilningur að vera á
ferðinni; sonur þeirra væri kvæntur
fjölskyldumaður í Kaupmannahöfn.
Nú blés ekki byrlega fyrir Stef-
aníu. Þama stóð hún uppi vegalaus,
félaus, atvinnulaus og naumlega,
að hún gæti tjáð sig á dönsku.
Þótt foreldrar „kærastans" vildu
greiða götu hennar, virtist harla
erfitt að ráða fram úr þessum
vanda. Þegar ráðslagað hafði verið
góða stund, þóttist Stefanía
minnast þess, að hún ætti einhvern
frænda í Kaupmannahöfn, sem eitt
sinn hefði verið þingmaður Vest-
mannaeyinga, og héti sá Valtýr
Guðmundsson. Nú var farið að leita
í símaskrá. Jú, mikið rétt! Þama
fannst nafn frændans ásamt heimil-
isfangi. Og nú var haldið til baka
sömu leið, og að lokum náði hún
að dyrum frænda síns.
Fröken Dalsgaard kom til dyra
og bauð henni inn fyrir. Og hún
var leidd fyrir frænda sinn. Hún
lýsti því skilmerkilega, í hveijar
ógöngur hún hefði ratað, en eftir
að hrakfallsögu var lokið tóku þau
dr. Valtýr og fröken Dalsgaard
málið í sínar hendur. Henni var
boðið að dveljast hjá frændanum,
uns viðunandi lausn væri fengin.
Fljótlega tókst að útvega henni
vist hjá þýskri „etasráðsinnu" úti á
Friðriksbergi. Og þar var Stefanía,
meðan sú þýska lifði, og fór vel á
með þeim.
Þá fluttist Stefanía til íslands og
bjó um tíma í Reykjavík, en festi
hér ekki yndi og fluttist aftur til
Kaupmannahafnar. Þar lést hún
einhvern tíma um 1960. Ég hitti
hana síðast í Kaupmannahöfn 1946.
Að sjálfsögðu kynntist ég Stef-
aníu, því að hún kom undantekning-
arlaust að kalla á hveijum einasta
t'immtudegi í heimsókn til dr. Val-
týs — áratugum saman, en fimmtu-
dagseftirmiðdagar voiu sem
kunnugt er hinn vikulegi frítími
stúlkna, sem í vistum voru.
Ég býst nú ekki við, að nokkur
gestur hafi verið jafn tíður á heim-
ili dr. Valtýs og Stefanía, en þeir
munu hafa verið ærið margir, Is-
lendingarnir, sem nutu fyrirgreiðslu
hans í einu eða öðru formi, svo og
gestrisni hans.
Dr. Valtýr mun hafa unað vist-
inni vel í Kaupmannahöfn, og það
þykir mér í meira lagi ósennilegt,
að nokkurn tíma hafi hvarflað að
honum að flytjast til íslands, enda
var þar að engu að hverfa.
Eins og áður er fram komið var
dr. Valtýr mjög sparsamur við sjálf-
an sig. Hinn eini munaður, ef svo
má kalla, sem hann leyfði sér eigin-
lega, var að fara í leikhús. Um langt
skeið leigði hann sér að sumri til
sumarbústað í Ordrup í útjaðri
Kaupmannahafnar, og þar dvöldust
þau fröken Dalsgaard töluvert. Þá
fóru þau oft í skógarferðir út í
Frederiksberg Have, Dyrehaven og
Eremitagen.
Dr. Valtýr hafði um skeið verið
vel efnaður, enda útsjónarsamur í
ijármálum. Ég held að hann hafi
haft dálítinn áhuga á kauphallar-
braski, og eitthvað mun hann hafa
grætt á slíku. Hann hafði þá bjarg-
föstu trú, að Þjóðvetjar mundu
sigra í heimsstyijöldinni fyrri. Fyrir
vikið festi hann töluveit af fé í
þýskum mörkum, sem urðu harla
lítils virði, svo sem alkunnugt er.
Eigi að síður var hann þó alla ævi
vel bjargálna, þótt þýsku mörkin
yrðu honum dýr.
Þau hjón, Anna og Valtýr, voru
barnlaus. Hann varð eins og áður
hefur komið fram ekkjumaður eftir
fremur stutt hjónaband. Hann átti
enga nákomna ættingja, og varð
það úr, að hann arfleiddi fröken
Dalsgaard að eigum sínum fyrir
langa og dygga þjónustu. Fór vel
á því.
Einhvern tíma hafði hann haft
orð á því við hana, að best færi á
því, að þau rugluðu saman reytum
sínurn, en hún leiddi þá hugmynd
hjá sér.
Fimmta prentun
Ly fj abókarinnar
BÓKAÚTGÁFAN Vaka-Helgafell
hefur sent frá sér fimmtu prentun
íslensku lyfjabókarinnar eftir
læknana dr. Helga Kristbjarnar-
son og dr. Magnús Jóhannsson og
Bessa Gíslason lyfjafræðing og
segir í fréttatilkynningu frá
Vöku-Helgafelli að bókin hafi
selst í yfir 10.000 eintökum og sé
eftirspurn stöðug.
í kynningu útgefandans segir
m.a: „I inngangskafla er almennur
fróðleikur um lyfin og líkamann. Þar
er fjallað um inntöku lyfja, lyfja-
skammta, áhrif matar á lyfjatöku
og á hvern hátt áfengi getur valdið
hættulegum aukaverkunum sé þess
neytt samtímis töku ýmissa lyfja.
Þá er rætt um víxlverkun lyfja.
Meginuppistaða bókarinnar er
lyfjaskrá í stafrófsröð með ítarlegum
skýringum á eiginleikum hvers lyfs.
Við hvert lyf er þess getið, hvort
það fæst með eða án lyfseðils, hver
sé framleiðandi og í hvaða formi
lyfið er selt. Getið er helstu auka-
verkana og hvort lyfið sé vanabind-
andi eða á annan hátt varasamt í
notkun. Þá er þess getið hvort lyfið
geti haft áhrif á fóstur eða barn á
bijósti.
I viðbæti er fjallað nánar um cin-
ISIJUJLJPi ið^jnihAA
staka ly^aflokka og eiginleika
þeirra, um verkun og aukaverkanir."
íslenska lyfjabókin er 336 blað-
síðna pappírskilja í stóru broti og
er prentuð á vandaðan pappír í
Prentstofu G. Benediktssonar í
Kópavogi. Bókfell hf. annaðist bók-
band.