Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
81
Fá leikrit komast óbrjá-
luðyfirá bíótjaldið, en
Mike Nochols tókstað
gera „Hver erhræddur
við Virginíu Woolf?‘‘eft-
ir Edward Albee að
eftirminnilegri kvik-
mynd. Elizabeth Taylor
og Richard Burton voru
í aðalhlutverkum.
William Mastrosimone, höfundur
leikritsins „Extremities", telur að
áhrifamenn mnan Hollywood séu
að snúa sér aftur að leikritum þar
sem þeir heyri loks tómahljóðið í
myndunum sem þeir hafa gert; enn-
fremur að þeir viðurkenni loks að
leikrit er byggt á persónum en ekki
hraðri atburðarás eins og filman.
„Extremities" var kvikmyndað ný-
lega af Robert Young með Farrah
Fawcett í aðalhlutverki, en hún vex
sem leikkona með hverri mynd.
Mastrosimone heldur áfram: „Þeir
sem skrifa handrit fyrir kvikmyndir
hugsa meira um atburði heldur en
persónur, þeir halda að persónur séu
vélmenni sem megi skjóta inn í
hvaða absúrd-sögu sem er. Þessir
menn fara aftan að hlutunum. Leik-
ritahöfundar hugsa ekki þannig.
Hollywood er loks að átta sig.
Verðug verkefni fyrir
mikla leikara
Ein veigamesta ástæðan fyrir
óvæntum áhuga áhrifamanna í
Hollywood fyrir leikritum er sú að
stjömumar svokölluðu, frægu leik-
aramir, sjá mikla möguleika fyrir
sjálfa sig í þessum sviðsverkum.
Þeir eru metnaðarfullir sumir hverj-
ir og vilja takast á við bitastæð
verkefni. Það var ekki fyrr en Sissy
Spacek sá „nótt, móðir" á Broadway
að það kom til greina fyrir kvik-
mynd. Spacek sagði umboðsmanni
sínum að hún hefði áhuga á að leika
dótturina; stuttu síðar var kvik-
myndarétturinn keyptur.
„Leikrit fjallar um fólk, flóknar
persónur, manneskjur sem iða af
lífi og því sækjast stjömumar eftir
leikritum," segir Marsha Norman,
sú sem samdi „nótt, móðir". Hún
telur að venjulegar kvikmyndir veiti
stjömunum ekki þessi nauðsynlegu
hlutverk.
Leikritahöfundurinn Lanford Wil-
son bendir á að flestir kvikmynda-
leikarar séu um það bil sautján ára
og þvi sé ekki úr miklu að moða
fyrir gamlingjana, sem komast á
elliheimili um þrítugt. Það verði að
veita reyndu leikuranum efni við
þeirra hæfí.
Dustin Hoffman fylltist skelfíngu
þegar hann sá hvað kvikmynda-
handritin vora farin að þynnast.
Hann hvíldi sig á bíómyndum eftir
„Tootsie" en sneri sér að leikhúsinu,
dustaði rykið af „Sölumaður deyr“,
fjöratíu ára gömlu snilldarverki eft-
ir Arthur Miller og fílmaði það síðan
fyrir sjónvarp undir handleiðslu
þýska leikstjórans Volker Schiönd-
orff. Það var 1984 og þykir
kvikmyndaútgáfan stórmerkileg
enda nutu Hoffman og Schlöndorff
ómetanlegrar aðstoðar höfundarins
sjálfs.
Dustin Hoffman segin „Ég gerð-
ist leikari ungur maður til að komast
á Broadway. Ég gekk í leiklistar-
skóla og við bekkjafélagamir
stúderaðum mörg góð leikrit, völd-
um sérstakar senur við okkar hæfí,
en við fengum aldrei að leika þau
opinberlega. Ég gafst upp og sneri
tnér að kvikmyndaleik. Én þar með
lagði ég til hliðar gnótt snilldarverka
sem kvikmyndaleikarar hunsa ger-
samlega. Ég kom því á fomar slóðir
þegar ég bytjaði að leika Woily
Loman á sviði."
Betri ímynd
Það skiptir miklu máli að frægir
leikarar sýni leikritum áhuga, því
þá er auðveldara að fjármagna kvik-
fnyndina. Sumar „stórstjömumar"
sætta sig jafnvel við lægra kaup en
venjulega svo kvikmyndun leikrits
geti orðið að veraleika. Venjuleg
bíómynd í Bandaríkjunum kostar
nú orðið 15 milljónir dala. Margar
myndir kosta miklu meira, en þá
era það myndir sem höfða til stórs
hóps. „A Soldier’s Story“ kostaði
ekki nema 6 milljónir dala, „Ama-
deus“ kostaði 18 og „A Passage
To India" 16, og þykir það afrek
út af fyrir sig.
Leikritahöfundar fá misjafnlega
mikið borgað fyrir kvikmyndarétt-
inn að verkum sínum. Beth Henley
fékk 1 milljón dala fyrir „Crimes
of the Heart", en sú mynd þykir
líkleg til vinsælda þar sem ljórir
frægir leikarar taka þátt í gerð
hennar: Diane Keaton, Sissy Spac-
ek, Jessica Lange og Sam Shepard.
Mark Medoff fékk 1,4 milljónir dala
fyrir „Children of a Lesser God“,
enda naut það gífurlegra vinsælda
á Broadway. Aðrir verða að sætta
sig við miklu lægri upphæðir, mega
jafnvel þakka fyrir að einhver sýni
verkum þeirra áhuga án þess að
borga krónu.
En hvað fær fégíraga kvik-
myndaframleiðendur til að taka þá
áhættu sem alltaf fylgir því að gera
kvikmynd eftir leikriti, sérstaklega
þegar ekki era mjög miklar líkur á
að myndin nái til íjöldans? Svarið
er einfalt; þessir menn era að reisa
sjálfum sér bautasteina. Menaham
Golan og Yoram Globus hjá Cann-
on, sem gerir aðallega harðsoðnar
hasarmyndir, létu fílma þijú leikrit,
„That Championship Season“, „Fool
For Love“, og „Duet for One“, til
að bæta ímynd sína. Dino De Laur-
entiis lét fílma „Crimes of the
Heart“ til að geta selt eitthvað ann-
að og meira en „King Kong“. Aaron
Spelling lét filma „nótt, móðir“ með
Sissy Spacek og Anne Bancroft svo
að nafn hans tengdist ekki aðeins
sjónvarpsfroðu á borð við Miami
Vice og Dynasty, framhaldsþáttun-
um sem hafa gert hann ríkan.
Sitthvað leikrit
og- kvikmynd
En það er ekki nóg að selja kvik-
myndaréttinnn og brosa framan í
heiminn. Það er ekki víst að leikrit,
hversu gott og merkilegt það er á
sviði, komist óbijálað yfír á filmuna,
frekar en að sum stórbrotin skáld-
verk heimsbókmenntanna komast
heilu og höldnu yfír í annað tungu-
mál. (Er hægt að snúa Ulysses eftir
Joyce yfir á íslensku án þess að
nokkuð breytist?) Við höfum mörg
dæmi um leikrit sem hafa greinilega
verið sundurtætt til að falla að kröf-
um kvikmyndarinnar, ekki aðeins
kröfum myndavélarinnar heldur
einnig smekk þeirra sem myndina
gera. Mörg mikilvæg atriði í „Purp-
uralitnum" eftir Alice Walker vora
strikuð út þegar Spielberg gerði
myndina. Og ég leyfi mér að efast
um að hægt sé að kvikmynda hug-
lægni í skáldverkum eins og í
„Töfraij'allinu" eftir Mann eða
„Gatsby mikla“ eftir Fitzgerald.
Nashymingarnir eftir Ionesco var
fílmað fyrir nokkram áram með
miður góðum árangri, einfaldlega
vegna þess að verkið var samið fyr-
ir svið en ekki fílmuna. Þeim, sem
skrifa kvikmyndahandrit, era kennd
ákveðin vinnubrögð sem samrýmast
ekki vinnubrögðum leikritahöfund-
arins. Regla númer eitt hjá þeim sem
skrifa kvikmyndahandrit er að hafa
allt nógu einfalt svo jafnvel pela-
böm skilji söguna, myndin má helst
ekki vera lengri en 100 mínútur svo
myndin geti verið sýnd fimm sinnum
á dag, og fleira í þeim dúr. Þannig
hugsa ekki sönn skáld. Leikrit
byggja á persónum og samtölum,
kvikmyndin á hinu myndræna.
Þetta kom berlega í ljós þegar
„nótt, móðir" var endurskrifuð fyrir
kvikmynd. Maðurinn sem fenginn
var til að skrifa kvikmyndahandritið
skildi ekki byggingu verksins og
honum fannst endriinn alltof dapur
fyrir bíómynd. Svo að hann vildi
láta dótturina lifa. Það skipti hann
engu þótt verkið hefði fengið Pulitz-
er-verðlaunin. Annað dæmi er þegar
„Crimes of the Heart“ var endur-
skrifað fyrir kvikmyndina. Textinn
var svo rafmagnaðar að bíófólkið
áttaði sig ekki á að verkið var drep-
fyndið. Þeim fannst það óskiljan-
legt.
□ BUBBI — FRELSI TIL SOLU
„Ég held ég taki ekki of stórt upp í mig þegarég
segi að „Frelsi til sölu“ sé músíklega besta plata
Bubba til þessa.
ÁT—HP
„Christian Falk (Imperiet) fer nostursamlegum
höndum um Bubba og smekkvísum og er með
smexklegar útsetningar og blæbrigðaríkar.
AJ—Þjóðv.
„Tónlistin fellur vel að efninu, og hljómurinn er
með því besta sem ég hef heyrt á íslenskri plötu.
Aldrei betri Bubbi“.
ÁM—Mbl.
„Frelsi til sölu er tvimælalaust besta islenska plat-
an sem komið hefur út á þessu ári og að mínu
mati ein sú besta sem út hefur komið hér á landi
i gegnum árin".
SÞS—DV
„Frelsi til sölu“ hefur verið
lofað af gagnrýnendum og
hvarvetna fengið stórkostleg-
ar viðtökur.
□ IMPERIET
— SYND
Spennandi plata. Tónlist-
armennirnir, sem Bubbi
vinnur „Frelsi til sölu"
með. Ein fremsta rokk-
sveit Evrópu með splúnk-
unýja plötu. Imperiet
krafmiklir og í góðu formi.
Hiklaust þeirra besta verk
til þessa.
□ LYSTISNEKKJAN GLORIA
(KASSETTA + BÓK)
Ljóðasnælda no. 2 er komin út.
Á þessari snældu lesa skáldin Anton Helgi Jónsson, Björk
Guðmundsdóttir, Sjón, Einar Már Guðmundsson, Geir-
laugur Magnússon, Steinþór Stefánsson og Þór Eldon úr
verkum sínum.
Útgáfa, sem gefur vísbendingu um þá grósku og fjöl-
breytni, sem ræður ríkjum í íslenskri Ijóðagerð.
Ath: Takmarkað upplag. Aðeins 200 útgefnar.
NYJAR
□Artists For Animals — Madness,
Style Council, R. Wyatt o.fl.
O Bangles — Diffrent Light
□ BAD — No. 10 Upping Street
.□ Blue Aeroplane — Tolerance
□ James Brown — Gravity
□ Kate Bush — The Whole Story
□ Eric Clapton — August
□ Cocteau Iwins — Victorialand
□ Leonard Cohen — Various Position
□ E. Costello — Blood And Chocolate
(Allar)
□ Cure — Seventeen Seconds
□ Cure — Faith
□ Cure — Three Imaginary Boys
□ Dead Kennedys — Frankenchrist
□ Depeche Mode — Black Celebration
□ Dire Straits — Allar
□ Doors — Waiting For The Sun
□ Easterhouse — Contenders
□ The Edge — Captive
□ Einsturzende Neubauten — Halber
Mensch
□ The Enemy Within — A Touch Of
Sunburn
D Frankie — Liverpool
□ Imperiet — Synd
□ Linton Kwesi Johnson — Forces Of
Victory
□ Grace Jones — Inside Story
□ Killing Joke — Brighter Than A Thou-
sand Suns
□ Richard H. Kirk — Black Jesus Voice
O Kraftwerk — Electric Café
□ New Order — 1981—1982
O Nico — Camera Obscure
□ Klaus Nomi — Simple Man
Q Klaus Nomi — Best of
□ Klaus Nomi — Klaus Nomi
O Anne Pigalle — Everythmg Could
Be So Perfect
□ Iggy Pop — Blah Blah Blah
□ Pet Shop Boys — Disco
□ Pretenders — Get So Close
□ Propaganda — Secret Wish
O REM — Murmur
□ REM — Fables Of The Reconstruct-
ions
□ Paul Simon — Graceland
D Smiths — The Queen Is Dead
□ Smiths — Meat Is Murder
□ Smiths — Hatful Of Hollow
□ Springsteen — Live 1975—1985 +
flestar stúdíóplötur
□ Stranglers — Dreamtime
O Stranglers — Over The Beaten
Track
□ Sting — Bring On The Night
□ D. Sylvian — Gone To Earth
□ Talking Heads — True Stories
O Tina Turner — Break Every Rule
□ U2 - Allar
O Suzanne Vega — Suzanne Vega
O Yello — The New Mix In One Go
C SMITHEREENS
ESPECIALLY FORYOU
Ferskt og tilfinningarikt Bítlarokk,
þar sem laglegar laglínur og rifandi
gítarleikur bítur hlustandann i eyr-
□ STRYPERS - TO
HELLWITHTHE DEVIL
Rokkarar krossins. Þungarokkssveit
i sérflokki. Strypers flytja þungt og
kraftmikið rokk sem um leið er
melódísktog grípandi.
NÝJAR ISLENSKAR:
□ New Order — State (ný)
O New Order — Perfect Kiss
□ New Order — Blue Monday
□ New Order — Ceremony
□ Smiths — This Charming Man
O Smiths — Still III
□ Smiths — Heaven Knows l'm Mis-
erable
O Smiths — How Soon Is Now
□ Smiths — That Joke Isn't Funny
□ Smiths — The Boy With The Thorn
In His Side
□ Smiths — Bigmouth Strikes
□ Smiths — Panic
□ Smiths — Ask (7“)
□ Woodentops — Good Thing
□ Woodentops — Everyday Living
— og margt margt fleira
□ Bubbi — Frelsi til sölu
□ Megas — I góðri trú
□ Megas — Allur
□ Stormsker — Lifsleiðin(n) + Hitt er
annað mál
□ Strax — Strax
□ Sinfóníuhljómsveit Islands — i takt
við tímann
O Að visu — Visnavinir
□ Sykurmolar — Einn mol'á mann
□ Jól alla daga — Ýmsir
Eigum fyrirliggjandi fjölbreytt
úrval af alls konar endurút-
gáfum, Blues, Jazz, Soul,
Rock’n Roll o.fl. o.fl.
□ WOODENTOPS - GIANT
Sumir segja Woodentops arftaka
Smiths. Breskir gagnrýnendur segja
plötuna einhverja bpstu plötu ársins
Sendum i
póstkröfu samdægurs
GÆÐA TONLIST
ÁGÓÐUMSTAÐ
gramm
LAUGAVEGI 17 _ SÍMI 31-12040
LAUGAVEGI 17 - SÍMI 91-12040