Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 41
&m mamnm .n m&AaximuB ,ma Ajmuua.au o* MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 41 i Nathan Friedmann á tröppum Eyrarsundsspítala 25. febrúar 1922. (Úr bókinni Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni.) _l 18 byssur. Ég komst að þessu þeg- ar ég fór að drekka morgunkaffið." En sjálf úrslita atlagan gekk frið- samlega fyrir sig. Ólafur og menn hans voru hnepptir í varðhald og drengurinn sendur utan með fyrstu ferð. Ólafur og nokkrir helstu fylgj- endur hans voru síðan kærðir fyrir brot á hegningarlöggjöfinni og hlutu dóma, en voru á endanum náðaðir á þeim forsendum að brot þeira bæru ekki vott um „glæpsam- legt hugarfar", eins og Sigurður Eggerz þáverandi forsætisráðherra komst að orði. Allmiklar þrætur spunnust á sinni tíð út af náðunun- um. Þegar Nathan litli Friedmann kom til Kaupmannahafnar 8. desember 1921 átti blaðamaður danska blaðs- ins BT tal við dr. Clod Hansen sóttvarnalækni og spurði m.a. um sjúkdóm drengsins. „Það eru hreinir smámunir," ans- aði læknirinn. „Hann hefur að vísu það sem kalla má trachoma, en í mjög litlum mæli. Dálítið rauður til augnanna. Þetta er hrein leiksýn- ing. Það hefur hlaupið pólitík í augu hans. Það kveður meira að því en trachoma." „Á að gera einhverjar varúðar- ráðstafanir," spyr blaðamaðurinn. „Við sótthreinsum um borð og nú er hann kominn á Eyrarsunds- spítalann. Þar mun honum líða vel," sagði læknirinn. Gg þar fékk Nathan Friedmann bót meina sinna á þremur mánuð- um. Hann var síðan • sendur til ættingja sinna í Sviss. Ólafur Frið- riksson skrifaði þá Stjórnarráðinu og sagði: „En hvað sem því líður, sem skeð er, þá er drengurinn nú útskrifaður af spítalanum, sem hann var settur á, er hann kom til Danmerkur og hefur vottorð um að hann smiti ekki. Það verður því ekki fundin lögleg ástæða til að varna drengn- um að koma hingað aftur, og þar eð honum er það sjálfum jafnmikið áhugamál og mér, ætla ég að láta hann koma aftur eins fljótt og því verður við komið. Til þess að greiða fyrir för drengsins, sem móti vilja sínum hefur verið sendur til Sviss, vil ég mælast til þess, að Stjórnar- ráðið láti mér í tjé yfirlýsingu þess efnis, að yfirvöldin hér muni ekki amast við afturkomu hans, svo ég geti verið viss um að dönsk yfirvöld hefti ekki för hans." Stjórnvöld sátu hins vegar við sinn keip og að ráði íslenskra lækna töldu þau ekki stætt á því að hleypa drengnum aftur inn í landið: „Þar sem landlæknir og augnlæknir hafa lýst því yfir, að augnsjúkdómi pilts þessa (traehoma) sé þannig varið, að eigi verði með nokkru móti full- yrt, að maður sem sýkst hefur af þeim sjúkdómi, verði nokkru sinni svo albata, að smithætta sé útilok- uð, verður . . . ekki heimilað, að drengurinn komi aftur inn í landið," sagði í bréfi Stjómarráðsins, en átta árum síðar var trachoma- sjúklingur læknaður á sjúkrahúsinu á Akureyri; var það Anna Sveins- dóttir frá Staðarhóli við Siglufjörð. Haustið 1931 kom Nathan Fried- mann öðru sinni til íslands og dvaldi hér fram á næsta vor. Jónas Jónsson frá Hriflu var þá dóms- málaráðherra og stríð hans gegn læknum landsins enn í algleymi, þó Stóra bomban væri afstaðin. „Fara má nærri um það hvort Jón- asi Jónssyni hafi verið það óljúft sem dómsmálaráðherra að veita Nathan Friedmann leyfi til þess að dveljast á íslandi um skeið," segir Pétur Pétursson. Nathan Friedmann var þá orðinn franskur ríkisborgari. Seinna gekk hann í franska herinn, en dó á sótt- arsæng 1938, eins og Pétur Péturs- son segir frá í ritgerð sinni og er það ranghermi sem stendur á bók- um að Nathan Friedmann hafi endað ævina í gasklefum nasista. Þetta örstutta yfirlit um drengs- málið segir auðvitað ekki hálfa söguna, en mér þykir það samt sem áður sýna að ekki hefur mátt miklu muna að friðurinn væri úti og ein- hvers konar „borgarastyrjöld" brytist út í Reykjavík þessa daga í nóvember 1921. En Pétur Péturs- son er á öndverðum meiði. Af rannsóknum sínum dregur hann þær ályktanir að menn hafi miklað uppþotin fyrir sér og í innganginum kemst hann m.a. svo að orði: „Böggild, sendiherra Dana, virð- ist fara nær hinu sanna er hann segir í skeyti sínu til danskra stjórn- valda, að engin ástæða sé til ótta. Hér er um að ræða „ungdomsoptöj- er" ærsl unglinga eða uppþot." í samtali okkar gerði Pétur enn- fremur svofellda grein fyrir afstöðu sinni. „Það er augljóst ef að er gáð, að hvorki Ólafur né þeir sem höfðu samúð með málstað hans og drengsins, áttu þess nokkurn kost að etja kappi við fjölmennt vopnað iið stjórnvalda, sem einnig leitaði aðstoðar hjá erlendu hervaldi. Þótt lögreglumenn hefðu lagt á það mikla áherslu að inna Ólaf eftir fyrirhugaðri notkun járnstangar er fannst í húsi hans, verður naumast talið að hún hafí verið slíkt leyni- vopn að skipt gæti sköpum á orustuvelli. Ólafur og liðsmenn hans hefðu getað tekið undir með Agli Skallagrímssyni og sagt, að þá „skorti sakarafl við sonarbana". Svo nefnt sé dæmi um djúpstæð áhrif atburðanna í nóvember 1921," heldur Pétur áfram, ,,nægir að nefna Þórberg Þórðarson, sem fær pólitískt sjokk að eigin sögn og Halldór Laxness ritar bréf úr Alpa- fjöllum 1922 — og enn eru þessir atburðir í huga Halldórs þegar hann flytur ræðu á útifundi í Reykjavík 1. maí 1937. Hann er að halda skammarræðu um „íhaldsmenn" og víkur að „Ólafs Friðrikssonar- slagnum" svofelldum orðum: „Þá settu þessir meinlausu íhaldsmenn upp hér í bænum á tveimur dögum þá stærstu bar- dagasveit sem sést hefur á íslandi síðan á Sturlungaöld. Og þeim nægði ekki að ganga hér um bæinn fylktu liði í því augnamiði að berja niður verkamenn og annan almenn- ing, heldur hafa þær sögur verið í ilmæli á hærri stöðum, bæði hér heima, og í Danmörku síðan, þó allir hafi skammast sín fyrir að láta þær fara hátt, að þessi sama breið- fylking ísleninga, sem þá hétu bara réttir og sléttir hvítliðar, hafi í þess- um sama slag, 1921, þrem árum eftir að sjálfstæðisbaráttunni við Dani lauk, látið fara þess á leit við danska herskipið Islands Falk, að skjóta á bæinn, eða að minnsta kosti að lána vélbyssu í land, til þess að þeir gætu skotið á verka- menn, en Danir vildu hvorki skjóta né lána byssu í land, og eru þau málalok sennilega hið merkilegasta af öllu, sem Danir hafa nokkru sinni gert sér til hróss hér á íslandi . . . Menn eins og þeir sem vildu láta Islands Falk skjóta á bæinn 1921 eiga ekkert föðurland," sagði Hall- dór Laxness 15 árum eftir að þessir atburðir áttu sér stað." En þegar allt var orðið með kyrr- um kjörum í bænum á sínum tíma skrifaði Kristín Sigfúsdóttir kristi- lega hugvekju í Morgunblaðið og sagði: „Alt það uppþot, sem hlaust af burtvísun rússneska drengsins, hef- ir máske á marga vegu orsakast af andlegri blindu, því sá sjúkdómur er víst nokkur landlægur og engu betri viðfangs en „trachoma". Eg ætla ekki að minnast á einstök at- riði þessa máls. En þess vildi ég óska, að Alþýðuflokkurinn beiti nú engum skaðlegum áhrifum. Og enn- fremur að 01. Friðriksson verji hæfileikum sínum til þess að bæta þjóðskipulag vort sem hagsýnn leið- togi verkalýðsins. Þess getur maður vænst af honum eins og öðrum, þar sem fullyrða má, að hann sé ekki vondur maður. Við íslendingar, þessi litla, fátæka þjóð, megum ekki glata okkar dýrmætustu eign, friðnum." Um þetta æsilega mál allt saman má fá glögga mynd í hinni nýju bók Sagnfræðistofnunar, enda þótt enn sé mörgum spurningum ósvarað og vissulega megi skoða þessa atburði í öðru ljósi en gert er hér. Bókin býður upp á það að hver túlki eftir sínu höfði. „Hann tók þennan dreng sér til óheilla," sagði Jónas frá Hriflu, fornvinur Ólafs Friðrikssonar. Eftir drengsmálið átti Ólafur á ýmsa lund örðugt uppdráttar og lenti brátt upp á kant við marga sína gömlu fé- laga, en naut áfram mikillar virð- ingar verkafólks. í bókinni Þeir settu svip á öldina kemst Pétur Pétursson svo að orði um Ólaf Frið- riksson: „Meðan samherjar hans auðguð- ust ýmsir af stjórnmálaafskiptum og komu sér fyrir í þægilegum einbættum lét hann sér nægja framfærslueyri og húsaskjól. í dán- arbúi hans kom ei annar auður til skipta en hugsjónir þær er hann boðaði samtíð sinni og framtíð." Vísnaþáttur Hjálmar Jónsson „Sérhvert mál er sett í nefnd" Aðventan er byrjuð og orðið „jóla" er nú notað sem forskeyti. Það þjónar þeim tilgangi að verka hvetjandi í viðskiptum fram til jólanna. Annars er það afar ein- staklingsbundið hvað það er sem fyrst minnir menn á að jólin nálg- ast. Á Hólum í Hjaltadal var það svo um tíma, að Sigurður Blöndal skógræktarstjóri kom og ákvað hvaða tré í skógræktinni, skyldu upp höggvin og þjóna sem jólatré þegar þar að kæmi. Fögnuðu menn komu skógræktarstjórans enda nauðsynlegt að grisja skóg- inn, og á réttum stöðum. Einn var þó sá maður á helgum Hólastað, sem lét sem sér væri ekki gefið um erindi Sigurðar. Það var Rós- berg G. Snædal, en hann var um skeið barnakennari á Hólum. Fylgdist hann með álengdar hverju fram fór í Raftahlíð. Er honum þótti nóg höggvið gerði hann athugasemd í vísuformi. Eitt sinn hljóðaði hún svona: . Austanvéri í erg og gríð eggjar ferleg tólin, rætur sker í Raftahlíð rúinerar stólinn. Öðru sinni þessi: Raftahlíð með svöðusárum sundur flakir viðarstrjál Hólabyrða hófgum tárum hellir oni Gvendarskál. Þegar Rósberg ofbauð þá kom þessi um skógræktarstjórann: Hann er plága í Hjaltadal hérna brá hann ljánum. Heggur sá er hlífa ska! . Hóla smáum trjánum. Þegar kvótakerfið var að verða til forðum daga var unnið að því á Hólum að reikna bændum kvóta. Matthías Eggertsson, ritstjóri Freys, var þá kennari við Bænda- skólann og mikilvirkur í kvótaút- reikningi. Rósberg fylgdist grannt með störfum kvótakerfiskalla og orti er hann sá sína sæng útreidda: Alltaf verð ég minni og minni, máttarvana í lífsins brasi. Ég er ekki einu sinni ærgildi hjá Matthíasi. Lengra út í landbúnað legg ég ekki að sinni. Hins vegar rifjast upp vísa, sem ég veit því miður ekki höfund að. Nú eru loforð aldrei efnd og engum þykir miður. Sérhvert mál er sett í nefnd og soðið þannig niður. Talandi um orð og efndir skal tilfærð vísa eftir Brynjólf Björns- son: Farðu alltaf vel með vín vertu aldrei meira en hálfur. Önnur væru örlög mín ef ég kynni þetta sjálfur. Þórður Þorsteinsson á Grund í Svfnadal yrkir um komandi elli: Þó ég haldi þéttur velli það um vitni ber, að kerling ein, sem kallast Elli knýr á dyr hjá mér. Það vita skaltu vinur minn, við þótt dyrnar rjáli, henni hleypi ég ekki inn að svo komnu máli. Brids Arnór Ragnarsson Bridsf élag Hveragerðis Bræðurnir Sævar og Gísli Guð- jónssynir sigruðu í aðaltvímenningi vetrarins sem lauk sl. þriðjudag. Spilað var í fimm kvöld og tóku 20 pör þátt í keppninni. Lokastaðan: Sævar — Gísli 608 Birgir Pálsson — Skafti Jósefsson 597 Sveinbjörn Guðjónsson — Guðjón Einarsson 593 Hans Gústafsson — Guðmundur Baldursson 572 Hannes Gunnarsson — Ragnar Óskarsson 572 Jón Guðmundsson — Guðmundur Þórðarson 567 Kjartan Kjartansson — Þórður Snæbjörnsson 562 Meðalskor 540 Úrslit í A-riðli síðasta kvöldið: Birgir — Skafti 134 Sævar — Gísli 129 Sveinbjörn — Guðjón 123 B-riðill: Jón — Guðmundur 138 Sigfús — Vilhjálmur 137 Valtýr - Gunnar 123 Á þriðjudaginn kemur verður síðasta spilakvöldið á þessu ári. Spilaður verður eins kvölds tvímenningur í Félagsheimili Ölfus- inga kl. 19.30. Bridsf élag Akureyrar Að loknum 10 umferðum (af 15) í Akureyrarmótinu í sveitakeppni, virðast þrjár efstu sveitirnar koma til með að heyja erfiða lokabaráttu í mótinu. Staða efstu sveita er: Grettis Frímannssonar 209 Gunnlaugs Guðmundssonar 198 Árna Bjarnasonar 186 Símonar I. Gunnarssonar 171 Gunnars Berg 169 Hellusteypunnar hf. 166 Stefáns Vilhjálmssonar 164 ZariohHamadi 162 Gísla Pálssonar 166 Laugardaginn 27. desember verður hið árlega jólamót Brids- félags Akureyrar spilað i blóma- skálanum Vín v/Hrafnagil. Spilað verður eftir Mitchell-tvímennings- fyrirkomulagi og um silfurstig. Þátttaka er öllum opin og spilafólk eindregið hvatt til að vera með. Sigurvegarar síðasta árs urðu Jak- ob Kristinsson og Ólafur Lárusson. Dregið hefur verið í 2. umferð Bikarkeppni Norðurlands. Eftir- taldar sveitir eigast við (heimasveit á undan): Sveit Gunnlaugs Guðmundssonar Akureyri gegn sveit Halldórs Tryggvasonar, Sauðárkróki. Sveit Ásgeirs Vald., Eyjafj./ Valtýr Jónass. Siglufj. gegn sveit Arnars Einarss., Eyjafj. Sveit Cecils Haraldssonar Akur- eyri gegn sveit Ásgríms Sigur- björnssonar, Siglufj. Sveit Hellusteypunnar, Akureyri gegn sveit Stefáns Sveinbjörnsson- ar, Akureyri. Sveit Steinars Jónssonar, Siglu- fj., gegn sveit Jakobs Kristinssonar, Ákureyri. Sveit Gunnars Berg Akureyri gegn sveit Zarioh Hamadi, Ak./ Reynir Pálsson, Fljótum. Sveit Ingu Jónu Stefánsdóttur Fljótum gegn sveit Hauks Harðar- sonar, Akureyri. Sveit Kristínar Jónsdóttur Akur- eyri gegn sveit Grettis Frímannson- ar, Akureyri. Leikjum í 2. umferð skal vera lokið fyrir 15. janúar 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.