Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 4 Tími hetjulund- ar og hugleysis Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Régine Deforges: I blíðu og stríðu - stúlkan á bláa hjólinu 2 Þýðandi: Þuríður Baxter Útg. ísafoldarprentsmiðja h.f NÚ heldur áfram að segja frá frönsku stúlkunni Leu og fjölskyldu hennar, sem Frakkland hefur verið hernumið af Þjóðverjum. Þessi bók spannar árin 1942-1944. Frönsku andspyrnuhreyfingunni hefur vaxið jfiskur um hrygg og margir ungir menn og konur sýna hugdirfsku í skiptum við herraþjóðina þýzku og grimmd hernámsliðsins vex að sama skapi. Gyðingaofsóknirnar eru löngu hafnar, en það er varla fyrr en um þessar mundir, að áreið- anlegar og trúanlegar fréttir fara að berast um þær. Þrátt fyrir, að mjög er að fjöl- skyldu Leu kreppt, nýtur hún þó sambands systurinnar Francoise við þýzkan foringja. Honum hefur hún alið barn og þau dreymir um að geta fengið leyfi til að giftast, Leu til mikillar gremju, sem leggur fæð á allt sem þýzkt er af sínu alkunna offorsi. Auk þess hefur einn föður- bróðir hennar gengið til liðs við Þjóðverja. En skortur og hrelling ýms konar er óhjákvæmileg og kunningjar og vinir hverfa langtím- um saman og kemur það Leu í góðar þarfír að eiga að vin sinn og elskhuga sinn Francouis Tavernier að, sem hún veit að vísu ekki ná- kvæmlega hvaða hlutverki gegnir. Hann á, að einhverju leyti hylli og traust Þjóðverja, en ýmsar gerðir hans benda til að hann sé þeim ,ekki trúr. Það er meira um að vera í þess- ari bók en hinni fyrri, Lea tekur virkari þátt í andspyrnunni og hin veikbyggða Camille, reynist sterk- ari, þegar á reynir en nokkurn hafði órað fyrir. Lýsing Regine Deforges á Camille er skýr, en eftirminnile- gusta mannlýsing bókarinnar fannst mér vera homminn og rithöf- undaspírann Rafhael Mahl. Hann hefur margsinnis svikið landa sína í hendur Þjóðverja og látið eins og hann kærði sig kollóttan um afdrif þeirra. Nú er hann sjálfur hand- tekinn og til að kaupa sér frelsi á hann að ljósta upp um þá and- spyrnumenn sem hann þekkir í fangelsinu. Það gerir hann að vísu, en þegir sem fastast, þegar hann áttar sig á að ein helzta hetja and- spyrnumanna, múnkurinn Adrien Delmas- annar föðurbróðir Leu - hefur verið gripinn, en fangaverðir átta sig ekki á hver hann er. Hann geldur fyrir með hroðalegum dauð- daga. En kannski ekki til einskis. Höfundur fer ekki í launkofa með það, að ótrúlega margir Frakkar gengu til liðs við Þjóðverja á þessum fyrri árum stríðsins og hún telur gefur á stundum ekki mikið fyrir hetjulundina, sem þessir aðilartöldu að lægi til grundvallar, að ekki sé nú minnzt á „hugstjónir" þessara manna. Það flýtur líka blóð um síður þessarar bókar, en það gerist eitthvað jákvætt líka, og söguper- sónurnar eru farnar að kunna að meta þær stundir sem gefast, þótt fáar séu, til að njóta lífsins. Kannski þarf fólk að horfast í augu við voð- ann til að skilja og finna gleði litlu atburðanna. Stúlkan Lea er sem fyrr aðalpersónan. Hún er alltaf ráðvillt, þegar elskhuginn kemur á vettvang, þótt hún gefi sig honum „Grágæsamóðir" Regine Def orges á vald af miklum ákafa. Þó má ekki viðurkenna, enn sem komið er, hversu mikill og snar þáttur hann er orðinn í lífi hennar. Kannski þau nái almennilega saman í næsta bindi. Lea þessarar bókar stendur á nokkrum tímamótum. Hún er ekki lengur áhyggjulausa smástúlk- an, en hún hefur ekki náð þeim þroska sem margir ættu að öðtast við slíka lífsreynslu. Sveiflur hennar í gleði og sorg eru ekki jafn sann- færandi og fyrr, enda leggur höfundur einhverra hluta vegna minni rækt við hana og meira kapp á að lýsa framvindu stríðsins. Og gerir það ágætlega, þótt fjarri sé því að hér sé á ferðinni stríðsbók í venjulegri merkingu orðsins. Þeir sem komust í kynni við fyrsta bindi þessarar þríbókar munu sjálfsagt taka þessari með þökkum, enda nægar ástæður til. Þýðing Þuríðar Baxter er lipur í öllum meginatriðum. Hún mætti þó að skaðlausu hafa meiri tilbreytingu í öllum „hrópum" Leu. Og á stundum er einhver þýðingarkeimur af bók- inni, þótt sjálfsagt sé að taka fram að fleira er vel gert en hitt. Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Konrad Lorenz: Das Jahr der Graugans. Photos von Sybille und Klaus Kalas. R. Piper & Co. Verlag 1985. Þetta er mynda- og textabók um gæsir. Þetta er ekki vísindarit held- ur samantekt í myndum og texta og ástæðan er einskær ánægja yfir viðkynningu fuglaskoðarans Konrads Lorenz við þá geðþekku og vitru fugla, gæsirnar, grágæs- irnar. Veraldarsaga gæsanna er á margan hátt merkileg. Aristoteles getur þeirra í Historia animalium (anser cinereus og anser segetum). Fundist hafa leifar þessara fugla í uppgreftri Tróju II og í leifum byggðra bóla frá forsögulegum tímum í Sviss. Á ítalíu er gæsa snemma getið og þá í sambandi við oddaflug þeirra í norðurátt snemma vors og viðkomu í nýsánum ökrum, þar sem þær þóttu ekki auðfúsu- gestir. Plinius getur þeirra í nátt- úrusögu sinni svo og Plautus. I Illionskviðu er þessara fugla getið. Frægasti atburður í veraldarsögu gæsanna er tvímælalaust sá, þegar gæsir Júnó björguðu Rómaborg með gargi sínu. í umsátri Galla um Róm 390 f. Kr. hafði Göllum nær tekist að klífa hamra hjá Carmenta eina stjörnu- bjarta nótt. Varðmenn Rómverja urðu einskis varir, ei heldur ágætir varðhundar, en helgar gæsir Júnó, sem voru vel aldar, þrátt fyrir korn- skort vegna umsátursins, tóku að slá vængjum og garga í þann mund sem fyrsti Gallinn var að hefja sig upp á varnarvegginn. Þetta varð til þess að Marcus Manlius vakn- aði, greip sverð sitt og skjöld og tókst að hrinda fyrsta Gallanum af múrnum. Virgilíus getur þessa atburðar í Eneasarkviðu (8. lína 655 og áfram). Fleiri höfundar minnast þessa. Saga tamdra gæsa er mjög göm- ul, myndir af gæsum eru til frá dögum 4. konungsættar í Egypta- landi. Þeirra er einnig getið sem heilagra dýra í Egyptalandi. Sæl- kerar í Róm komust snemma uppá að neyta kjötsins og ekki hvað síst lifrarinnar, en gæsalifrakæfa er talin einhver mesta krás sem um getur. Frægasta Paté de foie gras er gerð í Elsass. Lorenz skrifar í inngangi, að bókin hafi verið tilbúin, þegar hann hóf samantekt hennar, röðun mynd- anna lá fyrir og auðveldast var að skrifa textann við lífsháttalýsingu fuglanna sem birtist í myndunum. Hér segir frá Ölmu og Markúsi og þremur ungum þeirra, Flikku, Astro og Arel, útungun, uppvexti og öllum lífsháttum. Fjöldi annarra gæsa koma við sögu. Það kemur skýrt fram í textanum að tilfinningalíf þessara fugla, svo sem tryggð og næmi, virðist algjörlega meðfæddir eiginleikar og leiðbeiningar foreldr- anna í uppvexti verða til þess að vekja meðfædda eiginleika og „kunnáttu" Flikku, Astro og Árels. Það kemur skýrt í ljós í texta og myndum að ungarnir skríða ekki úr eggjunum sem einhverskonar „tabula rasa". Meðvitundin og hæfi- leikinn til aukinnar meðvitundar er þegar „skapaður". Lýst er ástarsorg eins gassans, sem stóð misseri eða lengur. Það er furðulegt hversu Lorenz hefur tekist að fylgjast með lífshræring- um þessara fugla, en til þess þarf meira en litla athyglisgáfu og ein- staka þolinmæði. Lorenz segir í eftirmála að nú sé svo komið að meginhluti manna í þróuðum ríkjum heimsins hafi meira og minna slitnað úr öllu sam- >'• LEITIN AÐ ENDAR HJA ESSO Á bensínstöðvum ESSO fást ódýrar en vandaðar vörar af ýmsu tagí, sem era tíívaldar í jólapakkann. Þar fæst líka jólapappír ásamt merkíspjöldum og margs konar varníngí tíl jólaundírbuníngs s.s. lítaðar perar í útiseríuna, framlengingarsnúrar og öryggi, að ógleymdum reYkskynjuram og slökkvitækjum. TVEIR KERTASTJAKAR MEÐ KERTUM. VÖNDUÐ SÍMTÆKI MEÐ TÓNVALI STEREÓ ÚTVARP VHS MYNDBAND 3 KLUKKUSTUNDIR Komdtt við á næstu bensínstöð ESSO og gerðti góð katip. Athttgaðu að það er opíð bæðí á kvöldín og um helgar. Olíuf élagið hf . ; , ! ' T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.