Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 67 Hann stóð á einni löpp á sætinu og teygði hina aftur fyrir sig. „Eg sagði þijú orð í viðbót við áhættu- manninn: Þú ert rekinn." Ofbeldi er annað sem Newman þolir ekki. Sally Field minnist þess að á meðan á tökum Absence of Malice stóð átti hann í miklum erfið- leikum þegar hann átti að slá hana niður og rífa blússuna hennar. „Hann reyndi alltaf að svindla á því.“ Newman tekur ekki til mála að leika í kvikmynd sem inniheidur það sem hann kallar hugsunarlaust ofbeldi og hafnaði meira að segja aðalhlutverkinu í hinni vinsælu æf- intýra-gamanmynd, Romancing the Stone (Æfmtýrasteinninn). En hann er mikið fyrir hverskyns glens og gamanmál. Einu sinni lét hann saga skrifborð George Roy Hills í tvennt og á meðan á tökum myndarinnar Buffalo Bill and the Indians (Buffalo Bill og indjánamir) stóð lét hann dýfa hreindýraskinns- hönskum leikstjórans, Robert Altmans, í eggjahræru og brauð- rasp og setja á borð fyrir Altman í hádegismatnum. Af fáu hefur þó Newman meira gaman en því þegar fólk segir hon- um að það kunni ekki við leik hans eða pólitík en því þyki maturinn hans góður. Hann hefur grætt níu milljón dollara á m.a. salatsósu, sem hann á heiðurinn að og er framleidd undir heitinu Newman’s Own, ásamt öðru góðgæti en meðeigandi hans í fyrirtækinu er rithöfundurinn A.E. Hotcher. Allur ágóði rennur til líknarstarfa. Hann lét ramma inn bréf sem hann fékk sent frá Mich- ael Sullivan í Rancho Cordova í Kaliförníu, sem hrósar honum fyrir Newman’s Own spagettísósuna. „Kærastan mín minntist á að þú værir kvikmyndastjarna," stóð í bréfinu, „og ég hefði áhuga á að vita hvað þú hefur leikið. Ef þú leikur eins vel og þú kokkar ætti að vera þess virði að sjá myndimar þínar.“ Svo stóð E.S.: „Eru ein- hverjar af myndum þínum til á myndböndum?" „Newman hefur unun af að Ur Gildrunni (The Sting). skemmta sér,“ segir Redford og minnist þess hvað hann er fljótur að ijúka úr einu í annað. „Hann hefur ámóta þolinmæði og elding." I iðnaði sem er sífelldum breyt- ingum og duttlungum undirorpinn hefur Newman haldið stöðu sinni sem stórstjama í þijá áratugi. En það er aðeins núna sem honum finnst hann vera upp á sitt besta og vill að litið verði á sig sem leik- ara en ekki kvikmyndastjörnu. Honum finnst óþægilegt að fást við frægðina. Vinur hans Hotcher minnist þess að á góðgerðarsam- komu í Westport þar sem Newman var að útdeila púnsi hafi einn styrktarmeðlimurinn beðið hann að hræra í glasinu sínu með puttanum. „Með ánægju," sagði leikarinn, „en ég var að taka hann úr blásým- flösku rétt í þessu." Frægð Newmans á ýmislegt sameiginlegt með þeirri athygli sem Hollywood-stjörnur fjórða áratug- arins nutu. Kannski saga vinar hans, rithöfundarins Gore Vidal, lýsi því best. Hann fór í ferðalag til Gobieyðimerkurinnar í Mongólíu fyrir tveimur ámm að safna efni í skrif sín. „KGB-maður frá utanrík- isráðuneytinu, sem fylgdist með mér, spurði hvort hann mætti tala við mig í einrúmi því hann hafði svolítið mjög sérstakt að tala um,“ segir Vidal. „Þegar við vomm orðn- ir einir, hvíslaði hann: „Hversu hár er Paul Newman virkilega?” Þessi óskaplega frægð hefur áhrif á allt í kringum Newman, persónuleika hans, lífsstíl, vinskap og fjölskyldutengsl. „Stundum finnst manni þetta ömurlegt," segir Susan, elsta dóttir hans, en hún er 33 ára og ein af fimm dætram leik- arans. „Hvenær sem er getur það komið fyrir, kannski þegar maður hefur ekki séð gamla manninn í ár, að maður ætlar að reyna að segja honum eitthvað sem skiptir máli en þá hefur fólk hópast um hann hróp- andi: „Paul, Paul,“ skrifaðu hér. Og ef hann gefur ekki eiginhand- aráritun er hrópað: „Mig langar aldrei til að sjá neina mynd með þér aftur.“ Hann er næstum alltaf kurteis meira að segja þegar mjög er þrengt að honum eins og kvöld eitt síðasta sumar í Fond du Lac í Wisconsin. Hann var að fá sér drykk fyrir svefninn á hótelbamum með félög- um sínum úr kappakstrinum. Á skömmum tíma birtust hundmð manns á bamum og allt í kringum hann. Flassljós spmngu og fólkið kallaði til Newmans að „líta vel út fyrir myndavélina". Þetta var sena sem minnti á mynd meistara Hitch- cocks, Fuglarnir. Kona í svörtum kvöldkjól braust í gegnum mann- þröngina og kraup við stól Newmans. „Hæ, Paul,“ sagði hún og lagði glasið sitt við glasið hans. „Segðu mér hvernig gekk í kapp- akstrinum í dag.“ Hann sagði henni það ljúfmannlegur að hlutimir hefðu gengið vel fyrir sig en að hann þyrfti nú að fara upp í her- bergið sitt að sofa. Þegar hann stóð upp og fór, skellti konan sér í stól- inn hans, snéri sér að vinum hans og spurði: „Er hann alltaf svona ókurteis?" „Það, sem er verst við þessa ímynd kyntáknsins, er að það em rithöfundar sem skapa þessar kyn- þokkafullu, glæsilegu og aðgangs- hörðu persónur sem má vera að hafi ekkert að gera með hvemig þú ert sjálfur. Þú ert ekki alltaf með Tennesse Williams með þér til að skrifa fyrir þig glæsilegar setn- ingar." Honum finnst að með ámnum hafi línumar á milli hlutverka hans og persónuleika tekið að óskýrast. „Það kemur að því að auðveldara er að leika mllu sem fólk þekkir og er viðurkennd á tjaldinu en að leika sjálfan sig . . . Þú átt svo mikið í hlutverkunum sem þú leik- ur. Stundum verðurðu að stoppa og hugsa hvort þú ert að leika sjálf- an þig eða einhvem annan. Vildi hinn raunvemlegi Dustin Hoffman gjöra svo vel og standa upp? Hvar er Jack Nicholson? Hvar er Marlon Brando? Ég hef ekki hugmynd um hveijir þessir náungar em í raun- inni. Veist þú það?“ En hvemig náungi er svo New- man. Kannski saga sem hann sagði blaðamanni The New York Times varpi nokkm ljósi á það. Nýlega var leikarinn á labbi eftir Fimmtu götu þegar hann sá hvítklædda konu, sem vakti talsverða athygli vegfarenda. „Virkilega glæsileg. Menn sném sig úr hálslið til að sjá betur." Augu þeirra mættust andar- tak og Newman gekk áfram út að Lexington-götu og nam staðar við glugga að fomgripaverslun. Það snart einhver öxlina á honum. Það var hvítklædda konan. Hún skýrði honum frá því að hún væri gleði- kona en fyrir hann þyrfti það ekkert að kosta. Hún beið eftir svari. Og beið svolítið meira. Leikarinn, sem þekktur er fyrir hvað hann er kaldur og rósamur, blóðroðnaði af feimni. „Maður hugsar um hvemig maður mundi leika eitthvað eins og þetta. Helst vildi maður segja eitthvað sniðugt og töfrandi við hana, eitthvað eins og Cary Grant eða Clint Eastwood myndu segja. Hvemig ætli Hombre mundi snúa sér í þessu, hugsar maður. Og hvað ætli hafi gerst þegar þessi kona kom upp að mér — manninum sem lék Hud? Það varð algjört Laurel og Hardy- númer. Það eina sem ég gat gert var að tvístíga í ofboði og hlykkjast eins og ormur á öngli." (Unnið úr The New York Times.) — ai. ________Brids__________ Arnór Ragnarsson Bridsdeild Húnvetn- ingafélagsins Hjá deildinni stendur yfir tveggja kvölda einmenningur og er spilað á sömu spil í tveimur 16 manna riðl- um. A-riðill: Guðmundur Magnússon 253 Kristín Jónsdóttir 239 Guðni Skúlason 239 B-riðill: Lárus Pétursson 264 Kári Siguijónsson 259 Jean Jensen 238 Meðalskor 210 Keppninni lýkur á miðvikudag- inn. Spilað er í Félagsheimili Húnvetningafélagsins kl. 19.30. Aðalsveitakeppnin hefst 7. jan- úar 1987. Bridsdeild Breiðfirð- ingafélagsins Að loknum 14 umferðum af 19 í aðalsveitakeppni félagsins er staða efstu sveita þannig: Sveit Matthíasar Þorvaldssonar 279 . \ Sveit Hans Nielsens 278 Sveit Ingibjargar Halldórsdóttur 270 Sveit Birgis Sigurðssonar 268 SveitGísla Víglundssonar 249 Sveit Sigmars Jónssonar 235 Sveit Arnar Scheving 233 Sveit Jóhanns Jóhannssonar 231 Sveit Elísar Helgasonar 227 Sveit Magnúsar Halldórssonar 216 Athygli spilara er vakin á því að næsta fímmtudagskvöld verður spilaður eins kvölds jólatvímenning- ur. Spilamennska hefst kl. 19.30. Bridsfélag Haf narfjarðar Sl. mánudag fengu félagar -í BH að reyna sig við valkyijumar úr Bridsfélagi kvenna og var viður- eignin háða alls 10 borðum. Skemmst er frá að segja að barátt- an um impana varð bæði löng og ströng en úrslit urðu á eftirfarandi vfcgu: (Gestimir taldir á undan.) Borð: 1. Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ólafur Gíslason 10—20 2. Alda Hansen — Kristófer Magnússon 10—20 3. Aldís Schram — Kristján Hauksson 13—17 4. Guðrún Halldórsdóttir — Erla Siguijónsdóttir 12—18 5. Ester Jakobsdóttir — Sigurður Lámsson 13—17 6. Sigrún Pétursdóttir — Ólafur Torfason 9—21 7. Lovísa Eyþórsdóttir — Einar Sigu rðsson 12— 18 8. Ólafía Þórðardóttir — Þórarinn Sófusson 7—23 9. Elín Jóhannsdóttir — Árni Hálfdánarson 13—17 10. Halla Ólafsdóttir — Karl Bjarnason 15—15 Þó svo að BH ynni sigur á flest- um borðum, vom úrslit mjög tvísýn og réðust í flestum leikjunum ekki fyrr en á síðustu spilunum. Stjórn BH vill þakka kvenfólkinu heim- sóknina og er þegar hafin vinna við uppstillingu sveita fyrir næsta ár. Nk. mánudag em 9. og 10. um- férðimar í sveitakeppninni á spila- áætlun og sennilegast ráðast úrslitin í keppninni það kvöldið. BHjólastórmót Jólastórmót BH í tilefni af 40 ára afmæli félagsins og með stuðn- ingi Sparisjóðs Hafnarfjarðar verður haldið í Flensborg þann 27. desember nk. Spilaður verður tölvuvæddur Mitchell og hefst spilamennskan kl. 13.00 og lýkur kl. 17.30. Þrenn verðlaun verða veitt í hvora átt, alls að upphæð 62 þúsund krónur. Spilagjald er 1.000 krónur á par- ið og þátttöku á að tilkynna til Ingvars í s. 50189 og Kristjáns í s. 50275. Vissara er að vera tímanlega í því að tilkynna þátttöku, en tekið er við skráningum allt til upphafs keppninnar, þ.e.a.s. á meðan hús- rúm leyfir. Úrslit í Reykjavíkur- mótinu í tvímenningi Urslit í Reykjavíkurmótinu í tvímenningi 1986 verða spiluð í Hreyfils-húsinu v/Grensásveg um þessa helgi. Spilamennska hefst kl. 13 á laugardag og á ný kl. 10 árdeg- is á sunnudag. Alls keppa 20 pör til úrslita og verða spiluð 95 spil, eftir barometer-fyrirkomulagi, allir v/alla. Eftirtalin 20 pör keppa til úrslita (töfluröð): 1. Gissur Ingólfsson — Gísli Steingrímsson. 2. Anton R. Gunnarsson — Friðjón Þórhallsson. 3. Isak Örn Sigurðsson — Ragnar Hermannsson. 4. Magnús Ólafsson — Páll Valdimarsson. 5. Karl Logason — Svavar Björnsson. 6. Aðalsteinn Jörgensen — Ásgeir P: Ásbjörnsson. 7. Þorlákur Jónsson — Þórarinn Sigþórsson 8. Björn Eysteinsson — Guðm. Sv. Hermannsson. 9. Jón Baldursson — Sigurður Sverrisson. 10. Ragnar Magnússon — Valgarð Blöndal. 11. Steingrímur Steingi'ímsson — Örn Scheving. 12. Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Arnþórsson. 13. Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason. 14. Jón I. Björnsson — Kristján Lilliendahl. 15. Hermann Lámsson — Ólafur Lárusson. 16. Ingvar Hauksson — Sverrir Kristinsson. 17. Jakob R. Möller — Stefán Guðjohnsen. 18. Hörður Arnþórsson — Jón Hjaltason. 19. Guðmundur Páll Arnarson — Símon Símonarson. 20. Jónas P. Erlingsson — Kristján Blöndal. Varapör em: Ásmundur Pálsson — Jón Ásbjörnsson og Jón Páll Sig- uijónsson og Sigfús Örn Ámason. Bridssamband Reykjavíkur Skráning í Reykjavíkurmótið í sveitakeppni, sem jafnframt er úr- tökumót fyrir íslandsmótið í sveita- keppni 1987, er hafin. Hægt er að skrá sveitir hjá öllum félögunum í Reykjavík (sem aðild eiga að BSÍ) fram til jóla, en yfír nýárið og fram til mánudagsins 5. janúar er hægt að skrá sveitir beint til Ólafs Láras- sonar (á skrifstofu BSÍ eða heima). Reykjavíkurmótið í sveitakeppni hefst svo miðvikudaginn 7. janúar, væntanlega í Sigtúni 9 (nýja hús- næðinu). Spiladagar mótsins verða þessir. Miðvikudagur 7. janúar, fímmtudagur 8. janúar, miðviku- dagur 14. janúar, laugardagur 17. janúar, sunnudagur 18. janúar, þriðjudagur 20. janúar, laugardag- ur 24. janúar, sunnudagur 25. janúar, laugardagur 31. janúar og sunnudagur 1. febrúar. Þetta em alls 10 spiladagar, en óvíst er hvort þörf er fyrir þá alla (miðast við þátttöku hveiju sinni). Fyrirkomulag verður með sama sniði og sl. ár, þ.e. allir v/alla 16 spila leikir í undanrásum og 6 efstu í úrslit. Þær sveitir sem komast í úrslit, taka með sér stigin í inn- byrðis viðureignum og gilda þau sem fyrri hálfleikur í úrsiitum, þannig að í úrslitum spila sveitirnar 16 spil til viðbótar, allir v/alla. 13 efstu sveitirnar komast síðan á íslandsmót, sem er óvenju stór „kvóti" fyrir Reykjavík. Það þýðir að möguleikar spilara á að komast í íslandsmótið að þessu sinni, em mjög góðir. Keppnisgjaldi verður stillt mjög í hóf. Spilað er um silfur- Stig. Itrekað er, að þátttaka er öllu spilaáhugafólki opin. Bikarkeppni Bridssambands Reykjavikur hefst einnig í janúar. Þar verður ca. mánuður milli leikja í hverri umferð. Þetta er ný keppni sem er að fara af stað. Keppnis- gjaid aðeins kr. 3.200 pr. sveit og spilað um afar góð verðlaun, auk silfurstiga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.