Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 39
h
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
39
hér bera fæst orð minnsta ábyrgð.
En óneitanlega læðist að mér sá
grunur, að margt hefði mátt gera
starfsfólki og gestum til þæginda,
hefði sá hásætishiminn fáfengileik-
ans verið af hóflegri gerð.
Sagt hefur verið við mig, að
hreinsikerfi lauganna sé dýrt og
eigi ekki við íslenzkar aðstæður,
en myndi koma að góðu gagni í
Kalifomíu, þar sem loftslagið er
milt og staðbundið og veðurfar
einnig. Sumir segja jafnvel, að kerf-
ið sé ættað þaðan, en ég sel það
ekki dýrar en ég keypti. En eitt er
víst og það er, að laugamar eru
hreinsaðar of sjaldan vegna mikils
kostnaðar og sömuleiðis er, að vatn-
ið er iðulega frekar dautt og
botnfallið mikið. Það er a.m.k. mik-
ill munur að synda þar í nýju og
fersku vatni en gömlu og vænleg-
ast í rigningu og roki, þegar
súrefnið er mest og vatnið end-
urnýjar sig sjálft.
Margt var til bráðabirgða gert
varðandi gesti og starfsfólk nema
þá hásætishiminninn, er gnæfir út
í bláa loftið, svo sem hugsunin að
baki, enda engum til gagns og
reyndist að auki vond smíð sem
fljótlega þarfnaðist viðgerðar, sem
kostað hefur vænan skilding ...
Það er mitt álit, að það dýrasta,
sem til er, sé að byggja yfir heilsu-
þarfir fólks til bráðabirgða, en ausa
um leið fé í óþarfa tildur og sýndar-
mennsku, svo sem hér var gert í
upphafi en hefði eðlilega átt að
mæta afgangi.
Ennþá dýrara er þó að standa
ekki nógu vel að endanlegri gerð,
þá hún loks kemst í gagnið, svo sem
á sér stað um viðbyggingu Sund-
lauganna, sem komst loks í gagnið
nú í sumar og menn höfðu beðið
með óþreyju um árabil.
Lofa skal það fyrst, sem vel er
gert, sem er mikil aukning á sturtu
í baði svo og veitingaaðstöðu í for-
dyri, þótt nokkuð frumstæð sé.
Annað er flest líkt og til bráða-
birgða, en ekki í endanlegri gerð,
og þannig er anddyrið of þröngt
um sig og rými illa nýtt, lágt til
lofts og lýsingu ábótavant. Af-
greiðsla fer fram í sporöskjulaga
glerbúri og er mjög vélræn —
starfsfólk á mjög erfitt með að
fylgjast með hveijir skila númerum
og leigðum hlutum. Á og sennilega
erfiðar með að átta sig á því, hvaða
númer eru horfin að kvöldi dags,
því hér er ekkert sýnilegt skipulag,
og tilviljun ein ræður, hvaða klefa
gesturinn fær. Mér hefur stundum
þótt merkilegt, að allir klefar reyn-
ast uppteknir þótt ekki virðist ýkja
margir í laugunum sjálfum og þann-
ig ekki samræmi á milli.
Þá getur starfsfólkið ekki brugð-
ið sér beint í afdrep, sem hlýtur að
vera bagalegt á stundum. Það virð-
ist og ei heldur una hag sínum
nógu vel.
Anddyri á slíkum stað á skilyrðis-
laust að vera bjart og rúmt svo og
vel búið að starfsfólki. Það á að
bjóða gesti velkomna og búa yfir
þokka og aðdráttarafli — vera líkast
þéttföstu handtaki, um leið og inn
er komið, og þó látlaust og án alls
íburðar.
Listaverk eftir ágætustu lista-
menn þjóðarinnar eiga þar að prýða
veggi og einnig að vera utandyra.
Lakast er, að það rými, sem er fyr-
ir hendi, er ver nýtt en skyldi.
Þá hefur útisturtum verið fækk-
að og átti maður einmitt von á öðru,
því að undir þeim skolar maður af
sér laugarvatnið áður en heim er
haldið.
Búningsaðstaðan er einn heil-
mikill almenningur og miklu færri
sérklefar en t.d. í gömlu laugunum,
og svo eiga margir erfitt með að
rata á rétt númer. Eiginlega voru
allir að leita að klefum sínum fyrst
í stað og var hér hent gaman að
af fastagestum, sem jafnvel einnig
ráku sig a þetta.
Bagalegast er þó, hve vegalengd-
irnar eru allar orðnar miklu meiri
en áður, sem kemur berlegast fram
þegar kalt er í veðri, og einnig hef-
ur rými að baki heitu pottanna verið
tekið undir göngubraut fyrir gesti
útiklefanna, sem þó áður var eina
afdrepið í rigningu og snjókomu.
Húsameistarinn virðist hér hafa
týnt áttum um veðráttu á íslandi.
Þetta má til með að laga og færa
í fyrra horf. Brýnt er og að leggja
hitalögn undir gangbrautir því gróft
saltið fer í senn illa undir fæti sem
og með steinsteypuna. Loks má svo
geta þess, að gangar að búnings-
klefunum eru þröngir og dimmir,
svo að rétt grillir í númer klefanna,
sem maður hefur handa á milli.
Eitt er það, sem allir verða að
huga vel að, sem sækja sundstaði
reglulega, og það eru fætumir, því
gólf baðstaða eru yfirleitt morandi
í sveppum. Hef ég ekki frekar en
margur annar farið varhluta af af-
leitri reynslu hér og nokkrum
sinnum orðið að leita læknis vegna
þess.
Það er afleiðing gallaðs skipulags
innra rýmis, frekar en það komi
lágkúrulegum arkitektúmum beint
við, að gestir hafa fengið þau vin-
samlegu fyrirmæli að fara úr
skónum, áður en inn í búningsklef-
ana er gengið. Þeim er sem sagt
ætlað að ganga á sokkaleistunum
að búningsklefa sínum, safna í þá
bleytu, óhreinindum svo og fóta-
sveppum til að taka með sér heim!
Þetta er svo sem allt í lagi með
þá frumlegu nýjung því að maður
tekur margt á sig, en það skapar
þörf á eins konar skógæslu líkt og
fatagæslu veitingastaða, og fyrir
þá, sem er mjög annt um fótabúnað
sinn og ganga ávallt í hreinum
sokkum, mætti og hafa verzlun með
hreina sokka í anddyrinu. Undan-
farið hef ég óvenju oft rekist á
fastagesti Sundlauganna í öðmm
laugum borgarinnar, en sjálfur er
ég vanur að fara í þær laugar, sem
næst eru mér hveiju sinni, og ég á
stundum víða erindi. Ekki veit ég,
hveiju það sætir, en vonandi, að
það sé einungis tilviljun.
Mikil örtröð var við opnun við-
byggingarinnar, forvitið fólk
streymdi hvaðanæva og kom þá í
Ijós, að vegalengdin frá inngangi
að miðasölu er merkilega lítil, þann-
ig að fljótlega var biðröðin komin
undir bert loft.
Fólk streymir í allt, sem nýtt er
hérlendis, líkt og hamingjuna sé þar
að finna og hvergi annars staðar,
sem er afleitur misskilningur, en
það er ekki til umræðu hér.
En þetta er liðin tíð og aðsóknin
er komin í svipað form og áður,
virðist á engan hátt meiri, en jafn-
vel minni á stundum. Einhvem
veginn hefur laugin ekki það að-
dráttarafl, sem ætti að vera, og
hefur um margt glatað þeim inni-
leika og þokka, sem hún hafði áður
og þær gömlu höfðu í svo ríkum
mæli.
Fólk furðar sig á þessu, því þró-
unin ætti einmitt að vera þveröfug,
ef allt væri með eðliregum hætti.
í laugarnar kemur fyöldi manna
dags daglega til afslöppunar og
endurnæringar og þetta fólk ber
uppi starfsemi lauganna að miklu
leyti en það er merkilega fátt fyrir
þennan hóp gert.
Laugamar eiga að vera heimur
út af fyrir sig og fæst þar inni á
að minna á pataldurinn og skvaldr-
ið útifyrir. Því eiga þar almennar
auglýsingar ekki heima en athug-
andi væri að láta börn og listaskóla-
nema skreyta grindverkin á
nokkurra ára fresti.
Hugtakið fyrirbyggjandi aðgerð-
ir verður stöðugt áleitnara í allri
umræðu um sjúkdóma, er á mann-
inn heija, og hér er heilsuvemd
efst á blaði, andleg sem líkamleg.
Fátt styrkir betur og endurnærir
en heimsókn í sundlaugar og sú
hreyfing, er því fylgir, í formi
sunds, leikfimi og ekki síst loftbaðs
og öndunaræfinga.
Fengur er að þessu öllu og mað-
ur þakkar fyrir sig með virktum,
en skilur um leið ekki, af hveiju
umbúðimar em ekki betur hannað-
ar. Sérstaklega þakkar maður fyrir
þá tilhögun skaparans, að húsa-
meistarar munu aldrei komast að
við hönnun lofts og vatns, sem hér
á landi er hreinna og tærara en'
víðast hvar annars staðar í veröld-l
inni.
bAÐ ER EKKI AÐ ASTÆÐULAUSU
. . . . að fagmaðurinn velur AIWA,
AIWA eru elnfaldlega topp-tæki.
Nú bjóðum við AIWA V-800 sam-
stæðuna á sérstöku tilboðsverði.
Verð áður kr. 69.000,- nú aðeins kr. 58.900 -
Okkar kjör, 25% út, eftirstöðvar á átta mánuðum.
NÚ GETUR RÚ EIGNAST
AIWA
(~) i, , i i r
Kaaiooær nr.
Ármúla 38 og Garðabæ. Símar 31133 og 651811
O Q
tsrisas
Súper-lúpuljós
Sœnska Ijósakerfið fró ateljé Lyktan ab.
■ ■
Oúper-1úpuljós gefa þér
nœr ótakmarkað frelsi til
að skapa þitt eigið
Ijósakerfi. Þú fœrð ekki
aðeins góða lýsingu
heldur gefa fallegu
Súper-túpuljósin hýbýlum
þínum smekklegan og
fógaðan svip. Hœgt er að
velja um nokkrar gerðir,
ótal liti, kaupa stök Ijós eða
samtengd meðtilheyrandi
tengingum og beygjum,
bœta inn í kösturum og
upplýsingaskiltum eftir
hentugleikum.
Súper-túpuljósin eru
einstök inni- og útiljós.
Súper-túpuljós eru vinsœl
hjó fyrirtœkjum og ekki
síður ó heimilum.
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17
Sími 622434.
“yrirtœki.
Komum ó staðinn
og gerum verðtilboð.
í