Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 51 Guðmundur Karl með konu sinni Elísabetu og dótturinni Rannveigii við myndina „Bimba“. Morpunblaðið/Anna Bjamadóttir Guðmundur Karl við vatnslitamynd úr Hvalfirði og þorpsmynd af Obereggenen, sem er skammt frá Schliengen. Námskeið um verð- bréfamarkað DAGANA 30.-31. október sl. hélt Stjórnunarfélag íslands f fyrsta sinn námskeið um Verð- bréfamarkaðinn á íslandi. Þátttaka var góð og komust færri að en vildu. Stjórnunarfé- lag Islands hefur nú ákveðið að endurtaka námskeiðið dag- ana 15.-16. desember, sérstak- lega með tilliti til þess að nú eru áramót í nánd og því marg- ir að huga að stöðu sinni á þeim tímamótum. Námskeiðið 15.-16. desember nk. verður eins og áður haldið á Hótel Sögu. íslenskar landslagsmyndir á sýningu í Vestur-Þýskalandi: Guðmundur Karl sýnir í ráðhúsi Scliliengen Sýning á verkum Guð- mundar Karls Ásbjörnsson- ar, listmálara, var opnuð í ráðhúsi bæjarins Schliengen í suðvestur Þýskalandi sunnudaginn 30. nóvember síðastliðinn. Opnunin var vel sótt og Walter Bronner, menningarblaðamaður, fagnaði því í ræðu að íslensk list væri kynnt í liéraðinu. „ísland hefur verið í forsí- ðufréttum undanfarið út af leiðtogafundinum en íslensk list hefur enn ekki komist í heimsfréttirnar," sagði hann. Guðmundur Karl sýnir 21 mynd; 19 vatnslitamyndir, eitt olíumál- verk og eina blýantsteikningu af Rannveigu Dominique, dóttur sinni. Langflestar myndanna eru landslagsmyndir. Annar helming- urinn er frá íslandi og hinn frá Markgreifalandi, en það er svæðið á milli Basel og Freiburg. Schlieng- en er í hjarta Markgreifalands. Kona Guðmundar Karls, Elísa- bet Hangartner-Ásbjömsson, rekur tungumálaskóla skammt frá Schliengen og þau hjónin dveljast langdvölum þar. Guðmundur Karl sagði að hann málaði aðallega þorps- og skógarmyndir í Vestur Þýskalandi en hraun og strönd heilluðu hann mest á íslandi. „Það er áhugavert að mála bæði hér og heima á íslandi. Litirnir heima eru sterkari og það hefur áhrif á mynd- irnar mínar héðan. Yfirleitt er meiri litagleði í mínum myndum en öðrum landslagsmyndum frá þessum slóðum." Ráðhús Schliengen er til húsa í lítilli, gamalli höll, Schloss Enten- stein, sem stendur úti í vatni. Þetta er 10. sýningin sem er haldin þar í ár og yfirleitt eru sýningar í slot- inu vel sóttar. Sýning Guðmundar er sölusýning og stendur til 15. desember. Hann sagði að það væri aldrei hægt að spá neinu um hvern- ig sýningar fara. Hann hefur tvisvar áður sýnt í Vestur Þýska- landi og haldið fjölda sýninga á Islandi. „Eg bjóst til dæmis við að blómamyndir sem ég sýndi á Kjarvalsstöðum 1975 myndu selj- ast fyrst á sýningunni en stærri landslagsmyndir myndu seljast verr. En strax á fyrsta degi gekk ákveðinn „karakter" í salinn og festi kaup á einni af stærstu mynd- unum. Eftir það seldust allar stóru myndirnar. Það var ekki fyrr en á þriðja degi að tvær áberandi konur ákváðu að kaupa blómamynd og eftir það komst hreyfing á þær. Wasserschloss Entenstein í Schli- engen. Reyndar varð eftirspurnin þá svo mikil að ég varð að mála blóma- myndir upp í pantanir næstu kvöld.“ Guðmundur Karl kennir tækni- teikningu í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann hefur verið í launalausu fríi í haust og sagði að það gengi “bölvanlega" að stunda listmálun og kennslu um leið. „Þó getur verið hvíld í að kenna inn á milli,“ sagði hann. „Kennsla er líklega besta starfið sem listamað- ur getur haft ef hann starfar með listinni. Fríin eru löng inn á milli en kennslan tekur tíma frá manni á veturna. Það er ekki hægt að grípa í vatnslitamynd inn á milli verka. Maður er kannski loksins kominn í stuð þegar kemur að kennslu og þá er myndin ónýt.“ Hann lærði listmálun í Florenz á Ítalíu og málverkaviðgerðir í Barcelona á Spáni. Hann stundaði viðgerðir á íslandi til skamms tíma og gerði meðal annars við olíu- mynd sem frú nokkur hafði skellt yfir höfuðið á manni sínum. „Myndin sat eins og kragi á öxlum mannsins," sagði Guðmundur Karl. Málaralistin átti betur við hann og nú málar hann mest vatn- slitamyndir, annað hvort á íslandi eða í Vestur Þýskalandi. Fjallað verður um fjármögnun í rekstri fyrirtækja með útgáfu og sölu verðbréfa og fjárfestingu ein- staklinga og fyrirtækja í verð- bréfum, markaðssetningu verðbréfa og gerður samanburður við aðrar spamaðarleiðir. Eins og áður er einkum haft í huga að þátttakendur komi frá fjármáladeildum fyrirtækja, ijár- málafyrirtækjum, og opinberra sjóða og lífeyrissjóða og allir þeir sem hafa áhuga á verðbréfavið- skiptum. Leiðbeinendur verða frá Fjár- festingarfélaginu hf. og Kaupþingi hf. undir stjórn Gunnars Helga Hálfdánarsonar og Péturs H. Blöndal, og Siguröur B. Stefánsson mun einnig leiða námskeiðið nú af hálfu Verðbréfamarkaðs Iðnaðar- bankans. JÓLABÆKUR DYNGJU Úr lífi verkamanns. Rímur, Ijóð og lausavísur eftir Sigurð Óla Sigurðsson verkamann og sjó- mann frá Vigur við Djúp. I Ð U N N, S 0 G U II I T UM YMSA MESN 0« VIBllUKDI, LVSISU LAS'ÐA 0G TJÖÐA 00 NÁTTl'HUSIiAi:. GÓÐAR BÆKUR FRÁ DYNGJU SATNAD, fSI.T.NZKAl) OU KOSIAI) UEFU SlGlRDim GINNARSSON. ^VWVWVWWtfWVI »-< Fjrilo vwvwwS '/VWAAAA/ AKUREYIU 1860. lT.Bm'l) í PliENTSMlÞJU NORÐL’B - 00 AtiSH'MJM- D.WUSiNS, HJA a HELOASYM. Iðunn. Sögurit um ýmsa menn og viðburði, lýsing landa og þjóða og náttúrunnar. Þetta er Ijósprentuð útgáfa af elstu lðunni sem kom út 1860 og varkostuð af Sigurði Gunnarssyni presti og alþingis- manni á Hallormsstað og Desjamýri. Ferskeytlur. Úr safni Jakobínu Johnson skáldkonu í Seattle. Tilvalin gjöf til vina og frœnda í Vesturheimi. Aðalheiður Tómasdóttir DRACIMAR OG ÆÐRl HANDLEIÐSLA Skrásett al Ingvari Agnarssym Draumar og æðri handleiðsla. Ingvar Agnarsson skráir í þessa bók af hógvœrð og vandvirkni frásagnir Aðal- heiðar Tómasdóttur eiginkonu sinnar. bókaútgáfa, Borgartúni 23,105 Reykjavík, box 5143,125 Reykjavík. ‘S 91-28177,91-36638 og 91-30913 Dyngja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.