Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 48
MIÍOAQUMVIU
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
200 ára gömul bók eftir
Goethe
þýdd á íslenzku
Raunir
W erthers
Johann Wolfang von Goethe er löngu
genginn en skáldpersónur hans eins og
Fást og Werther ráfa enn um ofanjarðar
og hafa gert í hart nær tvö hundruð ár.
Goethe var rétt orðinn tvítugur þegar
hann skrifaði bókina um hinn unga
Werther og raunir hans (Die Leiden des
jungen Werthers), bókin var snögglega
þýdd á helstu tungur veraldar og lesin
spjaldanna á milli af öllum sem kunnu
að lesa og meira að segja þeir sem ekki
kunnu að lesa fengu aðra til að lesa hana
fyrir sig — og þannig varð „ Werther“
mest lesna og umtalaðasta skáldsagan
síðan „Tom Jones“ eftir Henry Fielding
kom til sögunnar þrjátíu árum áður.
Mál og menning gefur út á þessu
hausti „Raunir Werthers" í íslenskri
þýðingu Gísla Ásmundssonar.
Geysimikil áhrif
bókarinnar
Mikið var um að vera í bók-
menntaheimi Evrópu á 18. öld, tíma
ensku skáldanna Popes sem samdi
„Essay on Man“, Defoes sem samdi
„Robinson Crusoe", Samuel John-
sons, Smolletts, og Ossians sem
átti eftir að valda straumhvörfum
í lífi Werthers; tíma þýsku speking-
anna og okáldanna Klopstocks,
Lessings, Kants og Schillers, og
þýsku tónsnillinganna Wolfangs
Amadeus og Ludwigs van; það var
einnig tími Prévosts sem skrifaði
„Manon Lescaut", Montesquieus og
Rousseaus sem skrifuðu heimspeki-
rit og skáldverk, Diderots og
Voltaires, en sá síðamefndi lést
háaldraður þegar Goethe var að
hefja sinn skáldskaparferil. Goethe
var því ekki í slæmum félagsskap.
En það var ekki félagsskapur við
ofangreinda menn sem Goethe sótt-
ist eftir; hann sagði síðar í stór-
merkri sjálfsævisögu sinni,
Dichtung und Wahrheit, að með
„Werther" hefði hann einfaldlega
skrifað sjálfan sig frá sjálfsvígi.
Goethe skrifaði að meðal merkra
gripa í vopnasafni sínu hafi verið
flugbeittur rýtingur, sem hann var
vanur að leggja á rúm sitt áður en
hann sjálfur lagðist til svefns. Goet-
he var þunglyndur á þessum ámm
og gældi oftsinnis við þá hugmynd
að fyrirfara sér. En það tókst hon-
um aldrei, hann hló bara að heimsku
sinni og vildi lifa, en til að lifa ham-
ingjusamlega varð hann að skrifa
skáldverk sem innihélt allar hans
heitu tilfinningar og ófullnægðu
langanir.
Það vom því kaldhæðnisleg örlög
að æskuverk hans um Werther
skyldi verða þess valdandi að fjöldi
ungra manna vítt og breitt um
Evrópu féll fyrir eigin hendi, að
hætti hins sorgmædda Werthers.
Goethe skrifaði í ævisögu sinni:
„Áhrif bókarinnar vom einstök, því
hún kom út á réttum tíma. Ungt
fólk á þessum ámm tók bókinni
með slíku offorsi þar sem það hafði
þegar afskrifað sjálft sig; en það
var fyrst með útkomu bókarinnar
að fólk bar tilfinningar sínar á torg,
ófullnægðar hvatir og langanir gus-
uðust út úr sérhvetjum unglingi,
það var eins og ímyndunaraflið
hefði orðið til þá.“ Og ungir,
óharðnaðir menn létu tilfinninga-
semina, sem Werther boðaði, ana
sér út í dauðann, enda lá sterkur
uppreisnarandi í loftinu (franska
byltingin var ekki langt undan),
ómerkileg ástarmál ungra manna
leiddu til þess að óðfluga fækkaði
í stríðsheijum Evrópuþjóða, og varð
kirkjan að grípa til reiðilesturs á
sunnudögum, og ríkisstjórnir og
einræðisherrar bönnuðu bókina, því
öllu sæmilegra þótti fyrir unga
menn að falla í blóðbaðinu sjálfu
en ekki uppi á háalofti um nótt;
síðar kom þó í ljós að ekki ómerk-
ari maður en Napóleon keisari hafði
lesið bókina að minnsta kosti átta
sinnum.
Goethe skrifaði þetta æskuverk
sitt á þeim dásamlegu ámm þegar
bókin, hið skrifaða orð, hafði áhrif;
þegar fólk hafði enn ímyndunarafl;
þegar bókin skipti einhverju máli
fyrir mannskepnuna.
Skáldskapur byggður á
reynslu höfundar
Goethe hafði lokið lögfræðiprófi
til að þóknast föður sínum og setst
að í smábænum Wetzlar til að öðl-
ast starfsreynslu. Það var árið 1772
og Goethe 23 ára. Hann fékk fljótt
leið á starfi lögfræðingsins, enda
maður með ríkt ímyndunarafl og
heitar tilfinningar. Hann vafraði um
sveitina sem var undurfögur. Kvöld
eitt í júní fór Goethe á dansleik og
þar kynntist hann átján ára stúlku
sem hét Charlotte Buff. Goethe,
sem skömmu áður hafði slitið trú-
lofun sinni við Frederíku Brion
(afkomandi hennar, Marcel Brion,
skrifaði síðar ævisögu Goethes), réð
ekki við tilfinningaflóðið og hann
varð yfir sig hrifinn af Charlotte,
Engin mynd er til af Frederíku Brion, sem Goethe sagði skilið við,
skömmu áður en hann kynntist Charlottu Buff, nema þetta portrett.
Johann Wolfang Goethe. Málverk eftir Joseph Stieler, 1828.
eða Lottu eins og hún var kölluð.
en svo illa vildi til að Lotta var lof-
uð sendiráðsritaranum Johann
Kestner, og ekki dró það úr áliti
skáldsins verðandi á ungu stúlk-
unni. Goethe elti hana á röndum
og fór ekki leynt með tilfinningar
sínar. Kestner lét það gott heita,
og þótti mörgum það kyndugt.
Þannig leið sumarið 1772 og það
var ekki fyrr en í september það
ár að Goethe sá sitt óvænna og
hvarf á braut. Charlotte og Kestner
gengu í það heilaga snemma árs
1773.
Á sama tíma og Goethe átti í
misheppnuðu ástarsambandi átti
ungur lögfræðingur að nafni Carl
Wilhelm Jerusalem, sem var efnað-
ur prestssonur, í útistöðum við
yfirvaldið og lauk máli því þannig
að Jerusalem skaut sig. Goethe
frétti af þessu og sýndi málinu
furðu mikinn áhuga, fékk meira að
segja Kestner til að afla upplýsinga
um málið. Og meira af einkennileg-
um tilviljunum: Jerusalem fékk
lánaða skammbyssu Kestners til að
fremja verknaðinn um nótt, án þess
þó að Kestner vissi um ráðahaginn.
Jerusalem hafði verið hryggbrotinn
af ungri konu, hann hafði einnig
verið sárlega móðgaður af fyrirfólk-
inu í bænum. Það sama kemur fyrir
Werther um það leyti sem hann er
að missa af elskunni sinni.
Nú líður og bíður. Goethe lætur
ekki á sér kræla uns út kemur full-
mótað skáldverk, Raunir Werthers
unga. Vinir Goethes vissu ekki hvað
hann aðhafðist vikurnar og mánuð-
ina eftir flótta hans frá Lottu; það
vitum við hins vegar ef við lesum
„Dichtung und Wahrheit". Það var
fyrst og fremst dauði Jerusalems
sem hristi upp í Goethe, fékk hann
til að skoða eigið líf og endurmeta,
og gaf honum vel þegið tækifæri
til að skrifa skáldverkið sem gæti
bjargað honum sjálfum frá sjálfs-
vígi. Goethe skelfdist hvað líf sitt
líktist lífi veslings Jerusalems, því
gat þá ekki eins farið fyrir honum?
Goethe sá engan mun á ímyndun
og veruleika. Hann lokaði sig inni,
meinaði vinum að koma í heimsókn,
gruflaði í eigin fortíð til að nota í
söguna sem var að brjótast um í
honum.
Þannig var komið fyrir Johanni
Wolfang von Goethe um það leyti
sem hann skrifaði verkið sem fyrst
vakti athygli á honum sem skáldi.
Það tók Goethe ekki nema §órar
vikur að setja verkið saman; sem
er mun lengri tími en það tók Vol-
taire að hripa niður bókarkornið
„Birtíng".
Listrænir þræðir
Sagan um Werther og raunir
hans myndi eflaust ekki vekja jafn
mikla athygli nú tvöhundruð árum
síðar eins og raun ber vitni ef hún
væri bara hrá saga af reynslu höf-
undarins, þótt merkilegur sé.
Goethe gætti þess að ljá sögu sinni
listræna þræði sem gefa henni var-
anlegt gildi.
Verkið skiptist í tvennt, eins og
persónuleiki Werthers: í fyrri hlut-
anum er að finna dagbækur
Werthers, lýsingar hans á sjálfum
sér, náttúrufegurðinni og hvað lífið
sé yfirleitt dásamlegt. Hann stúder-
ar bækur Hómers og líkir þeim
saman við náttúruna sjálfa. Síðan
hittir Werther Lottu og persóna
hans breytist, hann fyllist sjúklegri
ást til þessarar ungu stúlku og ást
hans magnast aðeins þegar Albert,
kærasti Lottu, snýr heim. Dag-
bókarformið heldur áfram í upphafi
síðari hlutans, þá er Werther langt
leiddur í ást sinni sem ekki er endur-
goldin á þann hátt sem hann helst
vildi. Werther og Lotta verða góðir
vinir, þau eiga m.a. það sameigin-
legt að elska bækur og sanan lesa
þau Ossían, sem Werthf r tekur
fram yfir Hómer þegar svört ský
brostinna vona sigla um himininn.
Sagan endar á samantekt ritstjór-
ans, sem fær dagbækurnar og
bréfin um síðustu daga Werthers í
hendur.
Goethe var að skrifa þetta verk
á æskudögum skáldsögunnar og því
verður vart á móti mælt að ýmsa
bernskusjúkdóma er á bókinni að
sjá, og á ég þá sér í lagi við þátt
„ritstjórans“, sem veit allt of mikið
um sálarlíf Werthers undir það
síðasta; Goethe á hér við sama
vandamál og Lermontov sem einna
fyrstur skrifaði skáldsögu í Rúss-
landi. Ritstjórinn skrifar stundum
eins 'og venjulegur blaðamaður sem
hefur veitt upplýsingar um Werther
annars staðar frá, en svo koma
atriði, sem enginn varð vitni að, en
ritstjórinn kann að lýsa í smáatrið-
um! Og Werther verður að liggja á
hleri, rétt eins og Pítsjorin hjá
Lermontov, til að vissar upplýsingar
komist til skila. Annað atriði sem
þykir óður á verkinu, er hversu
ii:vi:nuain í Ossían er gcypilöng.
En það eru aðeins smáhnökrar
sem næstum hverfa í samanburði
við þá listrænu heild sem verkið
myndar. Goethe tæpir á mörgum
hliðarstefjum við meginsöguna til
að sýna okkur fram á að saga
Werthers er ekkert einsdæmi, engin
tilviljun, án þess þó að draga úr
áhrifum hennar. Werther fréttir af
ungum heldurenekki ástföngnum