Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 86
86
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
Jólasveinabók AB
Hernaðar stefna
Sovétríkjanna
^ ÚT ER komin jólasveinabók
njá AB eftir Iðunni Steins-
dóttur, myndskreytt af Búa
Knstjánssyni.
I fréttatilkynningu frá AB segir
um íslensku jólasveinana: „Það
gerist margt sögulegt þegar þeir
leggja af stað til byggða með pok-
ana úttroðna af gjöfum. Þeir eru
komnir í rauð föt sem eru fínni
heldur en mórauðu ullarflíkumar
sem þeir gengu í í gamla daga.
Innst inni eru þeir samt sjálfum
sér líkir. Kjötkrók dreymir um
hangikjöt, Skyrgám um skyr,
Bjúgnakræki um bjúgu og þannig
mætti lengi telja. Þeir eru hættir
að hrekkja — en stundum gleyma
þeir sér.“
Bókin er 69 bls. að stærð. Prent-
un og bókband annaðist Prent-
smiðjan Oddi.
Iðunn Steinsdóttir.
ÖRYGGISMÁLANEFND hefur
gefið út rit, sem ber heitið Hern-
aðarstefna Sovétríkjanna eftir
Þórð Ægi Óskarsson stjóm-
málafræðing. í ritinu er rakin
söguleg þróun hernaðarstefnu
Sovétríkjanna m.a. með hliðsjón
af þróun kjarnorkuvígbúnaðar.
Gerð er grein fyrir þeim megin-
atriðum sem móta sovéska
hernaðarstefnu en þær em hug-
myndir Sovétmanna um hernað,
marx-leninisk hugmyndafræði,
landfræðileg lega Sovétríkjanna,
söguleg reynsla og hagkerfið.
Einnig er greint frá stofnunum
sovéska þjóðfélagsins, sem móta og
framkvæma hemaðarstefnuna. I
ritinu er jafnframt að finna yfirlit
um herstyrk Sovétríkjanna og rætt
um framkvæmd hemaðarstefnunn-
ar á alþjóðavettvangi. í því
sambandi er rætt um Varsjárbanda-
lagið, Kína, vopnasölu og afvopnun-
armál.
Rit þetta er liður í rannsóknar-
verkefnum á vegum nefndarinnar
um þann þátt alþjóðamála sem snýr
að samskiptum austurs og vesturs.
Fyrsta ritið í þessari verkefnaröð
kom út á árinu 1984 og tók til
grundvallaratriða í stefnu og þróun
kjamorkuvígbúnaðar risaveldanna.
Það verk sem nú birtist um hemað-
arstefnu Sovétríkjanna er annað
ritið en auk þess hafa verið gefnar
út ritgerðir sem falla undir þennan
lið verkefna.
Ritið er 139 bls. að stærð. Það
er til sölu í bókaverslunum en má
einnig fá gegn póstkröfu frá skrif-
stofu Öryggismálanefndar, Lauga-
vegi 26.
(Fréttatilkynning).
Svarti
riddarinn
eftir Alistair MacLean "
SVARTI riddarinn, ný bók eftir
Alistair McLean er komin út hjá
Iðunni.
Um efni bókarinnar segir m.a. í
kynningu forlagsins: „Auglýst er
eftir vísindamönnum til starfa er-
lendis. Sérfræðiþekkingar á sviði
eldflaugatækni er krafist og óvenju
há laun í boði. Vonin um skjótan
gróða hefur sín áhrif. Átta menn
eru ráðnir, en hverfa síðan spor-
laust ásamt eiginkonum sínum . ..
En síðasti umsækjandinn er ekki
alvegjafn grandalaus og hinir fyrri.
John Bentall er sérfræðingur á sviði
eldflaugatækni, en hann er einnig
sérfræðingur í ýmsu öðru sem kem-
ur eldflaugum ekkert við.“
Sigurður G. Tómasson þýddi bók-
ina.
AFBURÐA TÆKNI SEM SPARAR
ÞÉR TÍMA, FÉ OO FYRIRHÖFN
Undanfarin ár hafa VICTOR tölvurnar skapað sér virðingarsess
■ á íslenskum markaði. Þær em hraðvirkar, ömggar og tæknilega
fullkomnar. Reynslan hefur sýnt að þær eru vandaðar, sterk-
byggðar og hafa lága bilanatíðni.
Mikið framboð er af tölvum á markaðinum sem virðast líkar við
fyrstu sýn. Gjarnan em gylliboð auglýst sem auðvelt er að láta
ginnast af. Við ráðleggjum viðskiptavinum að kynna sér vandlega
VICTOR VPC II
hvað á boðstólum er, til að kaupa ekki köttinn í sekknum.
Reynslan sýnir að ódýmstu tölvurnar em yfirleitt ekki ódýrastar
þegar upp er staðið.
Einar J. Skúlason er gamalgróið fyrirtæki sem starfað hefur í
hartnær hálfa öld. Fyrirtækið hefur á að skipa reyndu og vel
menntuðu starfsfólki, sem kappkostar að veita viðskiptavinum
trausta og góða þjónustu.
VICTOR V286
Síðastliðið vor kom á markað-
inn ný og endurbætt tegund
einmenningstölva frá Victor,
VPC II. Fyrirtæki, skóiar og
einstaklingar tóku Victor VPC
II opnum örmum og hafa á
þessum stutta tíma u.þ.b. 500
tölvur verið teknar í notkun
hérlendis. Victor VPC II ein-
menningstölvan er mjög vel
útbúin, hún hefur vinnsíuminni
í fullri stærð, þ.e. 640 kb, og er
hraðvirkari. Victor VPC II er
IBM PC samhæfð, sem þýðir að
úrval staðlaðra forrita er
mikið.
Hún er með tveimur lágum
disklingadrifum, 14" skjá, graf-
ísku skjákorti, raunvemlegum
16 bita örgjörva (Intel 8086,
sem gerir vélina hraðvirkari),
MS-DOS 3.1. stýrikerfi, GW-
BASIC, 3 vönduðum handbók-
um, endurstillingarhnappi og
innbyggðum rað- og hliðar-
tengjum. Victor VPC II tekur
lítið pláss á skrifstofunni en er
gífurlega öflug.
Victor V286 er öflug einkatölva
með mikið geymslurými. For-
senda þess er 16 bita örgjörvi
af gerðinni Intel 80286 og
Winchester diskur sem er ým-
ist 20 eða 40 MB. Intel 80286
hefur tiftíðnina 6 eða 8 MHz
sem gerir Victor V286 jafn af-
kastamikla og raun ber vitni.
Victor V286 er búin endurstill-
ingarhnappi til að tryggja ör-
yggi gagna á diskum. Victor
V286 hentar mjög vel sem
móðurtölva í töivuneti. í Victor
V286 er það innbyggt sem í
öðrum tölvum telst aukabún-
aður. Victor V286 hentar vel
þar sem gögn eru fyrirferðar-
mikil. Val á Victor V286, af-
burðatölvu, leiðir til aukinna
afkasta og hagkvæmni á skrif-
stofunni.
i—mim w
v/sa
MHH
Hringið eða komið á Grensásveg 10 og við veitum góðfúslega ailar nánari upplýsingar.
VKnvfi
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 68-69-33
&