Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 79 Minning: OlafurM. Waage ef nokkrum öðrum en honum, sem sáu Laugabólshlíð á fyrsta þriðjungi þessarar aldar, með dýja- og mýr- lendisgeira sína milli melrima og berjalyngshalla, hafa látið sig óra að þær mætti una í lundum nýrra skóga eftir röska hálfa öld. En trú Tryggva á gróðurmáttinn var óbif- anleg, og honum varð þar að trú sinni. Þó hugur Tryggva væri mjög bundinn nýbýlagerð hans og rækt- unarstörfum, svo að meginhluti alls tíma hans færi í þau, stóðu áhuga- mál hans víðar fótum. Menntun barna og unglinga var honum hug- leikin, enda víðfróður bæði úr föðurhúsum og af eigin sókn og ágætur fræðari að upplagi. Hann lét sig lengi fræðslumál barna miklu skipta í heimasveit sinni og var þar mörg ár skólanefndarformaður. Einnig formaður skólanefndar Hérðasskólans á Laugum allmörg ár. Hann var einn af stofnendum Skógræktarfélags Reykdæla og Skógræktarfélags Þingeyinga og formaður þeirra beggja langa hríð. Hann sat árum saman í stjóm Bún- aðarsambands Suður-Þingeyinga °g fylgdist af miklum áhuga með öllu stjómmálalífí í landinu. Þar gerðist hann á miðjum aldri ein- dreginn fylgismaður jafnaðarstefn- unnar og hvikaði aldrei frá þeim stuðningi, þótt stundum þætti hon- um framkvæmd stefnunnar gagn- rýniverð. Þar var munur að mannsliði. Ég, sem þessar línur rita, var bam að aldri þegar Tryggvi Sig- tryggsson kvæntist Unni, elstu systur minni. Frá þeirri tíð var hann mér fyrst sem umhyggjusamur og nærfærinn eldri bróðir, síðar trú- fastur og ráðhollur alúðarvinur til efsta dags. Engum manni mér óskyldum á ég líka þakkarskuld að gjalda fyrir ævilanga órofavináttu. Bamið dáðist ég að ótrúlegu þreki og vinnuþoli þessa gerðarlega og skapfasta manns. Ég sá hann sem unglingur færa stórsteina með handverkfærum einum í grunn íbúðarhúss þeirra hjóna og reisa það síðan og fullbúa af handlagni sinni. Ég fylgdist með honum grafa framfærsluskurði í Laugabólsmýrar í skammdegismyrkri með stungu- spaða að vopni og olíulukt til lýsingar. Ég vissi hann taka kartöfl- ur upp úr görðum sínum um nætur fram við tunglsljós eða luktarljós. öll fmmbýlingsárin var þeim hjón- um enginn dagur nógu langur. Samt virtist alltaf fylgst með öllu sem gerðist í umhverfi og þjóðmál- um. Engar reikunarskoðanir hafðar á hlutum. Alit án afdráttar. Úr- skurðir hiklausir. Fulloðmum varð mér margleitað í ýmissi önn til þessa hollráða og vitra mágs míns. Mér var sífellt undmnarefni, hve fróðleikur hans stóð víða fótum og traust og hve glöggsýnn hann reyndist mér á margt, sem vafðist fyrir mér. Á efri ámm Tryggva furðaði mig mest á ótrúlega ömggu minni hans og hve langt og víða minni hans náði, hve áhugi hans á mönnurn og málefnum varaði ófölskvaður fram á háan aldur og hve vel hann fylgdist með straum- um og stefnum í þjóðfélaginu. Þar var ekki dottað á vöku. Nú er þessi sterkgreindi og trausti gerðarmaður genginn á vit feðra sinna. Meðan þjóðin á margra slíkra að sjá á bak kynslóð eftir kynslóð, þarf hún varla að kvíða fúa í rót. Bragi Siguijónsson Nú er hann afi minn, Tryggvi Sigtryggsson, dáinn. Hann er vafa- laust feginn hvíldinni, enda átti hann að baki rúm níutíu ár og heilsa hans var orðin slæm. Mér fallast hendur þegar ég reyni að skrifa um hann afa, þar sem minn- ingar rnínar um hann em bundnar tilfínningum en ekki orðum. Þó langar mig að skrifa um hann nokk- ur orð. Ég var svo lánsöm að fá að dvelja hjá honum afa og henni ömmu á sumrin þegar ég var litil, og seinast dvaldi ég þar í tvo mán- uði fyrir tveim árum. Minningar mínar um afa eru líka minningar mínar um ömmu, Unni Siguijónsdóttur, sem nú dvelur í sjúkrahúsinu á Húsavík. Alltaf hlakkaði ég til þess að fara til þeirra í sveitina, og á ég þaðan bestu minningar æsku minnar. Þá vom þau farin að eld- ast og ekki hefur það alltaf verið auðvelt að hafa ákveðinn grísling eins og mig nálægt sér. Afi sagði ekki mikið, en orð hans vom því merkilegri að mínu mati. Forvitinn krakki eins og ég, fékk þó yfirleitt greið svör, og ekki er ég frá því að afi hafi haft gaman af forvitni minni og verið ánægður ef hann gat svalað henni. Aðaláhugamál afa vom skóg- rækt og garðyrkja. í brekkunni fyrir ofan bæinn hefur hann gróðursett tré sem dafna þar vel. Ég fór stund- um með afa upp í brekku til að gróðursetja, og þannig lærði ég af afa að bera virðingu fyrir tijám og öðmm gróðri. Afi var stoltur yfir tijáreitnum sínum, og hafði hlotið viðurkenningar fyrir skógrækt sína, en hann var formaður Skógræktar- félags Þingeyinga um árabii. Blómagarðurinn hans afa er líka einstakur, þar em fjölmargar teg- undir jurta og blóma í ýmsum litum, sem hafa þrifist vel vegna um- hyggju hans. Og oft færði afi ömmu fallegan vönd af blómum úr garðin- um til að prýða heimili þeirra. Ég hef alltaf tengt afa minn við náttúmna, og ég, borgarbarnið, skynjaði hana og lærði að elska hana að miklu leyti í gegnum hann, að þekkja blómin með nafni og að gróðursetja tré. Nú, þegar afi er farinri, fyllist ég söknuði yfir því að geta aldrei framar heimsótt hann að Laugabóli og notið samvista hans í því fallega umhverfi sem hann skapaði þar sér og öðmm til handa. En ævistarf hans, skógræktin, mun halda merki hans á lofti um ókomin ár, vitnisburður um hugsjón sem varð að vemleika. Unnur Bragadóttir Fæddur 7. september 1939 Dáinn 6. desember 1986 Ólafur M. Waage, sem lést 6. desember sl., verður jarðsunginn á morgun, 15. desember, kl. 13.30. Óli, eins og hann var alltaf kall- aður, fæddist 7. september 1939 í Reykjavík, sonur hjónanna Magn- úsar G. Waage, ættaður úr Arnar- firði, og Jóhönnu Sveinsdóttur Waage sem er ættuð úr Landeyjum. Þau hjónin eignuðust átta börn, og var Óli elstur þeirra, en systkini hans em: Guðmundur, Ámi, Ragn- heiður, Edda, Ómar, Inga og Sigurlaug, auk þess hálfbróðir sem heitir Jón. Óli ólst upp í Reykjavík, lengst af í Laugameshverfinu, og úngur að ámm fór hann að vinna. 15 ára hóf hann störf hjá Skeljungi hf. en tvítugur réð hann sig í sjómennsku, það var árið 1959. 1961 fór hann að vinna sem aðstoðarmaður við múrverk, en í apríl 1962 hóf hann aftur störf hjá Skeljungi hf., þá sem starfsmaður í afgreiðslu á Reykjavíkurflugvelli, og sinnti hann því starfi til dauðadags. Eftirlifandi kona Óla er María Úlfheiður Úlfars- dóttir, og gengu þau í hjónaband 6. september 1958. Þau hófu bú- skap í Reykjavík og bjuggu í leiguhúsnæði á nokkmm stöðum í borginni, en í júní 1964 réðust þau í að kaupa fokhelt húsnæði í Grænukinn í Hafnarfírði, og þá fengu elja og dugnaður Óla að njóta sín. Hann naut aðstoðar föður síns, og með sameiginlegu átaki þeirra var íbúðin tilbúin til að flytja inn í 15. maí 1965. Óli og Maja eignuðust þijú börn: Magnús 14. júlí ’58, Guðnýju Jónu 12. janúar 1962 og Ingimar 3. nóv- ember 1966. Árið 1967, um haustið, veiktist Guðný litla, þá 5 ára, og á næstu mánuðum reyndi mjög á samheldni og ást þeirra hjóna, þeg- ar ljóst var að veikindi dótturinnar ágerðust og nauðsynlegt varð að flytja hana til útlanda í aðgerð vegna æxlis í höfði. Guðný litla lifði sjötta afmælisdag sinn, en lést síðan á Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn 18. febrúar 1968, eftir að hafa gengist undir heilaskurðað- gerð. Sonur þeirra Magnús lauk stúd- entspófi frá Flensborgarskóla og hóf síðan störf hjá Sparisjóði vél- stjóra, þar sem hann er í dag skrifstofiistjóri. Hann er kvæntur Fríðu Ágústsdóttur, og eiga þau tvö börn, Ólaf 4 ára og Guðnýju Maríu, sem er rúmlega 1 árs. Magnús býr í Brekkubyggð í Garðabæ, og var Óli ósérhlífinn og duglegur að hjálpa syni sínum og tengdadóttur að koma þaki yfir höfuðið. Ingimar er nú nemandi í Mynd- lista- og handíðaskólanum, hann hóf þar nám í haust, eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Flensborg. Það var stoltur faðir sem sýndi mér teikningar sem nýlega höfðu verið metnar af kennurum skólans, og hlaut Ingimar hæstu einkunn fyrir. Óli missti föður sinn árið 1977, og móðir hans er nýlátin, 11. októ- ber sl. Árið 1980 fluttist Óli með fjöl- skyldu sína í íbúð á Álfaskeiði, og þá hófust kynni okkar. Það voru ánægjuleg kynni, sem gleymast ei. Dagarnir liðu hver af öðrum og það var orðinn fastur liður í öllu amstr- inu að setjast niður yfir kaffibolla og ræða málin. Manni þótti eitthvað vanta þá daga sem fundum okkar bar ekki saman, og ef maður þurfti oinhveijar ráðleggingar varðandi handverk ýmiskonar, þá var gott að eiga Óla sem vin. Bílaviðgerðir, múrverk eða smíðar, alltaf var Óli tilbúinn að koma og rétta hjálpar- hönd, og þeir eru ófáir ættingjarnir og vinirnir sem hafa einhverntíma notið aðstoðar hans. Árið 1983 skildi leiðir, þannig að við Erla fluttumst í Klaustur- hvamm, en Óli og Maja keyptu fokhelda íbúð í tvíbýlishúsi við Kelduhvamm. Við vorum ekki leng- ur nágrannar, en vinskapurinn hélst, og við hjónin fylgdumst með því hvernig Óli og Maja gerðu fok- helda íbúð að hlýlegri og notalegri íveru á aðeins 5 mánuðum. Þau nutu að sjálfsögðu dyggrar aðstoð- ar strákanna, Magnúsar og Ingi- mars. Það sem liggur eftir Óla í þessari íbúð er múrverk, pípulögn, málning og allar innréttingar, einn- ig lóðarfrágangur, þar sem til þurfti uppslátt og steypuvinnu. Það var alveg sama hvaða verkefni lá fyrir, Óli gat leyst það af hendi, og undan- tekningarlaust var það vel gert. Til marks um fyrirhyggjuna, þá hafði Óli verið að Ijúka við að smíða eld- húsinnréttingu. Hann var búinn að festa skápana í eldhúsið og þennan örlagaríka dag, 6. desember sl., var klárað að mála og dúkleggja, en það átti eftir að ganga frá súlum, hillum og hliðarspjöldum, svo eitt- hvað sé nefnt, og það tók Magnús son hans og Dadda mág hans að- eins sunnudaginn að ganga frá þessu, svo vel var þetta undirbúið. Hver spýta á sínum stað. „Hann Óli er dáinn." Þegar slík harmafregn sem þessi berst sækja strax að manni allskonar spurning- ar. Af hveiju Óli, í blóma lífsins? Af hveiju þetta miskunnarleysi? Hver er tilgangurinn? Engin skyn- samleg svör finnast, maður efast um tilgang lífsins, en huggunar er hægt að leita hjá Guði almáttugum. Það er huggun harmi gegn, að Óli og litla dóttirin, Guðný Jóna, skuli hafa sameinast á ný. Ég, Erla og dæturnar, Dadda og Thelma, kveðjum Óla með söknuði um leið og við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að kynnast honum og eiga sem vin. Við sendum ykkur, Maja, Magn- ús, Ingimar og Fríða ásamt Óla og Guðnýju Maríu og öllum ættingjum og vinum, innilegar samúðarkveðj- ur. Megi Guð styrkja ykkur og vaka yfir ykkur í sorginni. Minningin um góðan dreng mun lifa. Árni Sverrisson Hann Óli bróðir er dáinn. Það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd. Hann sem var svo hress og kátur síðast er ég hitti hann. En minningin um allar okkar góðu samverustundir koma mér til þess að skrifa niður nokkur fátækleg orð, aðeins til að rifja upp liðinn tíma, sem ég geri með þakklæti, því margt sótti ég til hans og hans fjölskyldu á liðnum árum. Ég ætla hvorki að rita ævisögu hans né rekja ættir hans hér, aðeins örfá fátækleg orð um látinn bróður, er ég mat mikils fyrir alla þá hjálpsemi og hlýju er hann veitti mér. Alltaf hafði hann tíma til að koma og hjálpa mér og fjölskyldu minni ef eitthvað bjátaði á. Eyddum við oft löngum tíma í bískúrnum heima hjá honum, ég þurfti svo oft á hjálp hans að halda í sambandi við bfla- viðgerðir, og einnig við ýmis önnur verkefni sem ég réð ekki við. Hann var einn af þeim mönnum sem gátu alltaf leyst úr öllu fljótt og vel, og hann taldi það ekki eftir sér að veita þá aðstoð er á þurfti að halda hvetju sinni, öllum þeim er til hans leituðu. Árið 1958 giftist hann Maríu Ú. Úlfarsdóttur, sem við köllum í dag- legu tali Maju, og eignuðust þau þijú böm, dóttur er dó ung að árum, og tvo syni, Magnús Ö. Waage, kvæntur Fríður Agústsdóttur, og Ingimar Ó. Waage, en hann er enn í föðurhúsum. Barnabörnin voru orðin tvö, Ólafur og Guðný María. Lengst af starfaði Ólafur hjá Skeljungi hf., mest við afgreiðslu á flugvélabensíni á Reykjavíkurflug- velli. Þetta var hans annað heimili, og veit ég að hann hefur þjónað Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. húsbændum sínum vel og dyggilega alla tíð, hann kunni vel við starfið og vinnufélagana. Þetta var eins og stór samrýnd fjölskylda, og var oft gaman að skreppa út á völl og ^ hitta félagana. Þar ríkti glaðværðin. Undanfarin misseri hafa þau hjónin unnið höróum höndum við byggingu nýju íbúðarinnar í Keldu- hvammi 11 í Hafnarfirði, allar frístundir voru notaðar, aldrei sest niður. Þtjá síðustu mánuði var ver- ið að smíða innréttingar í íbúðina og setja þær upp. Allt var smíðað í bílskúrnum, þrátt fyrir lélegan vélarkost. Ætlunarverkinu tókst að ljúka. Eldhúsinnréftingu voru þau nýbúin að setja upp, aðeins dúkur- . inn á eldhúsgólfið var ókominn. Laugardaginn 6. desember hófst lokafrágangur á eldhúsgólfi en ör- fáum tímum seinna var hann allur. Allrar þeirrar vinnu, sem í húsið var lögð, fær hann ekki að njót;-., en þau sem eftir lifa geta minnst hans sem iðjusams og áræðins manns sem sat aldrei auðum hönd- um eða lét verk úr hendi falla. Maja mín, Ingimar, Maggi og fjölskylda. Þetta eru fátækleg orð, en skrifuð í minningu um góðan dreng sem þið getið verið stolt af. Ég veit að systkini mín öll og fjöl- skyldur þeirra taka undir orð mín, sem skrifuð eru hér að framan. Við kveðjum kæran bróður og - biðjum góðan guð að styrkja fjöl- skyldu hans á sorgarstund. Fjölskyldan Völvufelli 44 Að kvöldi 6. desember sl. lést í Borgarspítalanum Ólafur Waage. Óli, eins og hann var alltaf kall- aður, var kvæntur móðursystur minni, Maríu Úlfarsdóttur. Mikill samgangur var mikill heimilis míns og þeirra þegar ég var bam, en er ég fullorðnaðist varð ég svo lánsöm að eignast Maju og Óla fyrir vini. Styrkur þeirra og hjálpsemi við okkur mæðgin á erfiðleikastundum eru ómetanleg. Óli var sérlega handlaginn og úrræðagóður maður og rétti mörg- um hjálparhönd. Þeir voru margir hlutirnir á mínu heimili sem Oli kippti í lag, og þótti honum alltaf jafn sjálfsagt að hlaupa til ef eitt- hvað fór úrskeiðis. Fyrir nokkrum árum fluttu Maja og Öli í Kelduhvamm í Hafnarfirði. ÖUum stundum var varið til að fegra heimilið, og nú síðustu daga hafði Óli unnið við að setja upp eld- húsinnréttingu, sem hann hafði sjálfur smíðað. Óla þökkum við Aðalsteinn alla góðvildina og hjálpsemina í okkar garð og biðjum Guð að blessa hann. Elsku Maja, Ingimar, Maggi og Fríða, megi Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Svana og Aðalsteinn Reynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.