Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 Sá siður er orðinn algengur hér á landi að bjóða upp á jóla- glögg í desember. Þessi siður mun vera kominn frá Svíum, en er mjög algengur á hinum Norð- urlöndunum, og að sjálfsögðu er hann kominn til Norðurlanda fjær, svo sem íslands. Hvort þessi siður er heppilegur eða ekki, skal ósagt látið, en eitt er víst að hann er mjög vinsæll. Fyrirtæki bjóða upp á jólaglögg, skólar halda hátíð með jóla- glöggi, klúbbar hafa jólaglögg o.s.frv. Þetta er yfirleitt mjög ljúfur drykkur og því mikið drukkið af honum, og þótt hann sé yfírleitt ekki, mjög áfengur, er þó áfengismágn yfírleitt það mikið, að menn verða að gæta sín, en því miður éru sumir órag- ir við að keyra bflinn heim á eftir. Raunar skil ég ekki hvers vegna þessi drykkur þarf endi- lega að vera áfengur. Hægt er að bjóða upp á heitan óáfengan drykk í staðinn, enda eru þeir alltaf nokkrir sem ættu að láta sér hann nægja, auk þess sem bömin vilja gjaman vera með. Þessi heiti, kryddaði drykkur, jafnt áfengur sem óáfengur er hressandi á köldum vetrardegi, og gaman að bjóða hann með smákökum, hnetum og rúsínum í skál eða þá eplaskífum eins og Danir gera. En ekki eiga all- ir eplaskífupönnu, og er gott að hafa góðar þykkar lumrnur með þessum drykk, en þær ættu all- ir að geta bakað. Ekki er nauðsynlegt að nota dýrustu tegundir af víni í jóla- glögg. Það er kryddað og því þarf bragðið ekki að vera eins fínt og ef vínið er drukkið hreint. í Þýskalandi er búið til dýrt og fínt vín úr vínberjum, sem eru uppskorin frosin, en þannig em þau pressuð í flýti og aðeins verða eftir frosnir vatnskristall- ar, og himnan utan af berjunum. Aftur á móti verða eftir sæt efni, sýrur og safar í fljótandi formi, og það er einmitt það sem er svo eftirsóknarvert. Vínberin em látin hanga á tijánum og bíða frosts, og ef vínbændur em svo heppnir að frostið kemur á jólanótt, er það dýrasta vínið sem þá fæst. Þetta vín er kallað ísvín, og það vín sem pressað er á jólanótt nefnist einfaldlega Jólanóttarísvín eða Kristsvín í Þýskalandi. Nóg um það. Það að lyfta glasi og bjóða gieðileg jól er ekki alveg nýr siður. Hann var stundum meðal víkinga, sem við miðsvetrarhátíð dmkku Jólaskál" og óskuðu hver öðmm árs og friðar. Jólaglögg 1 magnum (IV2 lítri) rauðvín 1 flaska (3 pelar) portvín 2 dl kláravín 2 kanilstengur 5 heilar kardimommur 7 negulnaglar 100 g molasykur 100 g rúsínur 50 g möndlur rifínn börkur af 1 appelsfnu 1. Setjið kláravínið í kmkku með loki. Setjið kanilstöng, komin innan úr kardimommun- um og negulnagla út í og látið standa þannig yfír nótt. 2. Setjið Vs hluta portvínsins í aðra kmkku með loki. Setjið rúsínumar út í og látið standa yfír nótt. 3. Hellið rauðvíninu í pott ásamt molasykri. Hitið vel, en látið ekki sjóða. Hrærið í þar til sykurinn er bráðnaður. 4. Hellið brennivíninu út í gegnum sigti, en takið kiyddið úr og setjið í grisju, bindið fyrir og setjið út í pottinn. Látið þetta vera við ísnarpan hita í 20 mínútur. 5. Setjið portvfnið ásamt rúsínunum út í, einnig það portvín sem þið skilduð eftir. Látið vera áfram við fsnarpan hita í 10 mínútur. Takið krydd- pokann út og fleygið. 6. Hellið sjóðandi vatni á möndlumar. Látið standa í 10 mínútur. Afhýðið þær sfðan og skerið langsum í stórar ræmur. 7. Hellið glögginu í púnsskál, stráið rifnum appelsínuberki yfír ásamt möndlum og berið fram. Athugið: Hægt er að sleppa kláravíninu, en setja þá kryddið í grisjunni beint út í heitt rauð- vínið og hita með því. Þetta glögg er þræiáfengt og er ekki ætlast til að það sé þambað. Raunar á aldrei að drekka mikið af glöggi. Jólag-lög-g- fyrir börn 1. dós „Lindavia" rifssafi (Jo- hannisbeere) 1 dós „Lindavia" eplasafí (Apfel- saft) 2 msk. hunang 10 mýrarber (Cranberries) fást fersk eða frosin 1 kanilstöng 5 negulnaglar V2 dl rúsínur 1 flaska 7-up (millistærð) 1 appelsína í örþunnum sneiðum 1. Setjið rifssafa, eplasafa og hunang í pott. 2. Bijótið kanilstöngina, setjið hana ásamt negulnöglum í grisju og stingið ofan í safann. 3. Seljið mýrarberin saman við. Látið sjóða við hægan hita í 10—15 mínútur. Setjið rúsínur út í þegar tíminn er hálfnaður. Látið sjóða upp. 4. Takið kryddpokann upp úr og fleygið, en hellið hinu í skál. 5. Setjið 7-up út í. 6. Skerið appelsínuna í ör- þunnar sneiðar, hendið enda- sneiðunum. Sefjið sneiðarnar ofan á skálina og berið fram. Athugið: Hægt er að nota annan eplasafa og einnig má nota krækibeijasafa í stað rifs- safans. Yfírleitt er ekki sett gos út í glögg, en bömum fínnst það betra, auk þess kælir það drykk- inn, en böm vilja ekki drekka mjög heita diykki. Næstu 2 drykkir em úr nýút- kominni bók minni „220 gómsætir ávaxta- og beijarétt- ir“. Ananasdrykkur (óáfengur) 10 glös 1 hálfdós kurlaður ananas 1 msk. kókosijómi (cream of coconut) fæst víða í krukkum 1 biti sultaður engifer eða 4 bitar sykraður. Sultaður engifer (stem ginger) fæst í matvöm- verslunum en sykraður í hnetu- búðum. 1 sítiúna út í drykkinn 4 flöskur engiferöl (ginger ale) 1 sítróna í sneiðum til að setja á barm glasanna nokkrir ísmolar. 1. Notið blandara, en ef þið eigið hann ekki, er hægt að nota hrærivél. 2. Opnið dósina, hellið inni- haldi hennar f blandara. 3. Afhýðið sítrónuna, þannig að hvíta himnan fari af. Skerið síðan aldinkjötið upp úr laufún- um með hnífí. Setjið saman við ananasinn. 4. Saxið engiferinn smátt og setjið saman við ávextina. Setjið kókosijóma út í og hrærið vel saman. 5. Setjið ísmolana í stykki og sláið á með kjöthamri þannig að ísinn myljist smátt. Setjið síðan ísinn í blandarann. 6. Setjið engiferöl út í og hrærið saman. 7. Hellið strax í glös, skerið sítrónuna í sneiðar, skerið síðan rauf í sneiðamar og smeygið upp á glasbarminn. 8. Setjið teskeið í hvert glas og berið fram. Appelsínu/kaffi- drykkur (áfengur) 10 bollar 1 stór appelsína 15 g smjör (1 smástykki) V* dl strásykur (45 g) 1 peli appelsínulíkjör 1 peli brandy 1 lítri sterkt heitt kaffí 1 peli ijómi 1. Afhýðið appelsínuna mjög þunnt í hring, þannig að mjóir vafningar myndist úr berkinum. Kreistið síðan appelsínuna. 2. Bræðið smjör ásamt sykri, gætið þess að það brenni ekki. 3. Hellið appelsínusafa, líkjör og brandý út í pottinn og hitið að suðu. 4. Hitið sterkt kaffí, hellið út í pottinn. Hellið síðan drykknum í púnsbolla eða venjulega kaffí- bolla. 5. Þeytið ijómann og skiptið ofan á bollana. 6. Setjið vafíiing úr berkinum ofan á drykkinn, og látið lafa út yfír barminn. 7. Berið strax fram. BORHIN VEUA pkwmobll TOmSTUDDRHUSID HP LcugauegilBI-ReqfciDuil: s-21201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.