Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 33 Valgarður Egilsson formaður SAMFOK AÐALFUNDUR Samtaka foreldra- og kennarafélaga í grunnskólum Reykjavíkur (SAMFOK) var haldinn 5. nóvember sl. í húsakynnum Námsgagnastofnunar. Samtökin voru stofnuð 1983 og hafa á stefnu- skrá að styðja við málefni grunnskólans. Nýr formaður var kjörinn Val- garður Egilsson læknir. Fráfarandi formaður Bogi Arnar Finnbogason skjalaþýðandi gaf ekki kost á sér áfram til formennsku, sem hann hefur sinnt frá stofnun samtak- anna. Ur stjórn gengu að eigin ósk Eygló Stefánsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og Hrafnhildur Gunnlaugs- dóttir kennari. Ný stjórn hefur skipt með sér verkefnum og er varafor- maður Magnús Skúlason arkitekt, ritari María Norðdahl kennari, gjaldkeri Erla Jóhannsdóttir kenn- ari og meðstjórnandi Bogi Amar Finnbogason. Fráfarandi formaður gaf skýrslu um störf. Samtökin eiga aðild að umferðamefnd Reykjavíkur, og einnig hafa samtökin nýlega öðlast sæti í skólamálaráði, hvorttveggja með málfrelsi og tillögurétti. Þann 25. nóvember sl. boðuðu Fræðslu- skrifstofa Reykjavíkur og Foreldra- samtökin í sameiningu til ráðstefnu í Borgartúni 6, og fjallaði hún um vímuefni. Vinnuhópur hefur starfað að undirbúningi á útgáfu tímarits um uppeldismál. Ymis önnur mál hafa verið til umræðu í stjórn félagsins undanfar- ið, svo sem nauðsyn þess að ná samfelldum vinnudegi bama í skól- um, — að skólar séu ekki tvísetnir, — um misgóð áhrif fjölmiðla á upp- eldi. Þá hefur verið rætt um að samtökin láti sig einnig varða mál- efni barna undir grunnskólaaldri. Samtökin hafa notið nokkurs íjárstyrks frá Reykjavíkurborg. Á aðalfundinum urðu líflegar umræður. Margir voru þeirrar skoð- unar að samtök foreldra- og kennara yrðu að styðja vel undir almenna umræðu um uppeldismál í landinu. Miklar breytingar hafa orðið á þjóðfélagsháttum undanfar- ið, og framundan miklar breytingar líka. Er því brýnt að sem vendi- legust umræða fari fram, bæði um hlut heimilisins í uppeldi, þátt skól- ans í almennu uppeldi, - einnig um efni fjölmiðla ætlað börnum og unglingum. Umræða hefur verið mjög ónóg; máiefni bama undir grunnskólaaldri þurfa sérstaklega aukna umræðu. Samtökin hafa opna skrifstofu á fimmtudögum frá kl. 15.30 í húsa- kynnum Fræðsluskrifstofunnar, Tjarnargötu 20. (Fréttatilkynning) Jólabæk- urnar frá Æskunni BÓKAÚTGÁFAN Æskan sendir frá sér fjóra bókatitla, en þeirra á meðal er „Ástarbréf til Ara“ eftir Eðvarð Ingólfsson. Auk þess koma út bækurnar „Furðulegur ferðalangur" eftir Björn Renningen, „Eyrun að veggj- unum“ eftir Herdísi Egilsdóttur og „Útlendingurinn “ eftir Albert Ca- mus. Dalur dauðans eftir Heinz G. Konsalik IÐUNN hefur sent frá sér nýja bók eftir þýska spennu- sagnahöfundinn Heinz G. Konsalik. Er þetta fimmta bókin sem út kemur eftir hann í islenskri þýðingu, Dai- ur dauðans. í kynningu forlagsins á efni bók- arinnar segir svo: „I marga mánuði hefur ekki komið dropi úr lofti í þorpinu Santa Magdalena í Mexíkó. Þurrkurinn er miskunnarlaus við menn og málleysingja, öll vatnsból eru tóm og íbúarnir þjást. Allir nema einn, Jack Paddy. Hann á stórar bómullar- og kaffiekrur og hann er sá eini sem hefur yfir vatni að ráða. En það eru aðrar ekrur sem hafa gert Paddy ríkan. Á gló- andi hásléttunni eru kaktusekrur og úr kaktusnum er unnið eiturlyf- ið Meskalín... En hvað gerist þegar menn snúast til varnar gegn eymd og kúgun?" Álfheiður Kjartansdóttir þýddi bókina. rDemantdLTi Dra umaskart Gull og demantar Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, Aðalstræti 7. Sími 11290. Eldhressir jólasveinar á sunnudegi í Nýjabæ í dag sunnudag eru allar verslanir í Nýjabæ opnar frá eitt til sex. Hjá okkur færðu allt sem þú hugsanlega þarft til jólanna og kl. 17:15 koma Askasleikir og bræður hans fjórir í heim- sókn og skemmta börnunum. Líttu við í Nýjabæ í dag. Opið frá eitt til sex. £SÍ NYI ILI'R VÖRUHÚSIt1 E/Ð/S T0RGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.