Morgunblaðið - 14.12.1986, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
33
Valgarður Egilsson
formaður SAMFOK
AÐALFUNDUR Samtaka foreldra- og kennarafélaga í grunnskólum
Reykjavíkur (SAMFOK) var haldinn 5. nóvember sl. í húsakynnum
Námsgagnastofnunar. Samtökin voru stofnuð 1983 og hafa á stefnu-
skrá að styðja við málefni grunnskólans.
Nýr formaður var kjörinn Val-
garður Egilsson læknir. Fráfarandi
formaður Bogi Arnar Finnbogason
skjalaþýðandi gaf ekki kost á sér
áfram til formennsku, sem hann
hefur sinnt frá stofnun samtak-
anna. Ur stjórn gengu að eigin ósk
Eygló Stefánsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur og Hrafnhildur Gunnlaugs-
dóttir kennari. Ný stjórn hefur skipt
með sér verkefnum og er varafor-
maður Magnús Skúlason arkitekt,
ritari María Norðdahl kennari,
gjaldkeri Erla Jóhannsdóttir kenn-
ari og meðstjórnandi Bogi Amar
Finnbogason.
Fráfarandi formaður gaf skýrslu
um störf. Samtökin eiga aðild að
umferðamefnd Reykjavíkur, og
einnig hafa samtökin nýlega öðlast
sæti í skólamálaráði, hvorttveggja
með málfrelsi og tillögurétti. Þann
25. nóvember sl. boðuðu Fræðslu-
skrifstofa Reykjavíkur og Foreldra-
samtökin í sameiningu til ráðstefnu
í Borgartúni 6, og fjallaði hún um
vímuefni. Vinnuhópur hefur starfað
að undirbúningi á útgáfu tímarits
um uppeldismál.
Ymis önnur mál hafa verið til
umræðu í stjórn félagsins undanfar-
ið, svo sem nauðsyn þess að ná
samfelldum vinnudegi bama í skól-
um, — að skólar séu ekki tvísetnir,
— um misgóð áhrif fjölmiðla á upp-
eldi. Þá hefur verið rætt um að
samtökin láti sig einnig varða mál-
efni barna undir grunnskólaaldri.
Samtökin hafa notið nokkurs
íjárstyrks frá Reykjavíkurborg.
Á aðalfundinum urðu líflegar
umræður. Margir voru þeirrar skoð-
unar að samtök foreldra- og
kennara yrðu að styðja vel undir
almenna umræðu um uppeldismál
í landinu. Miklar breytingar hafa
orðið á þjóðfélagsháttum undanfar-
ið, og framundan miklar breytingar
líka. Er því brýnt að sem vendi-
legust umræða fari fram, bæði um
hlut heimilisins í uppeldi, þátt skól-
ans í almennu uppeldi, - einnig um
efni fjölmiðla ætlað börnum og
unglingum. Umræða hefur verið
mjög ónóg; máiefni bama undir
grunnskólaaldri þurfa sérstaklega
aukna umræðu.
Samtökin hafa opna skrifstofu á
fimmtudögum frá kl. 15.30 í húsa-
kynnum Fræðsluskrifstofunnar,
Tjarnargötu 20.
(Fréttatilkynning)
Jólabæk-
urnar frá
Æskunni
BÓKAÚTGÁFAN Æskan sendir
frá sér fjóra bókatitla, en þeirra
á meðal er „Ástarbréf til Ara“
eftir Eðvarð Ingólfsson.
Auk þess koma út bækurnar
„Furðulegur ferðalangur" eftir
Björn Renningen, „Eyrun að veggj-
unum“ eftir Herdísi Egilsdóttur og
„Útlendingurinn “ eftir Albert Ca-
mus.
Dalur dauðans
eftir Heinz G. Konsalik
IÐUNN hefur sent frá sér
nýja bók eftir þýska spennu-
sagnahöfundinn Heinz G.
Konsalik. Er þetta fimmta
bókin sem út kemur eftir
hann í islenskri þýðingu, Dai-
ur dauðans.
í kynningu forlagsins á efni bók-
arinnar segir svo: „I marga mánuði
hefur ekki komið dropi úr lofti í
þorpinu Santa Magdalena í Mexíkó.
Þurrkurinn er miskunnarlaus við
menn og málleysingja, öll vatnsból
eru tóm og íbúarnir þjást. Allir
nema einn, Jack Paddy. Hann á
stórar bómullar- og kaffiekrur og
hann er sá eini sem hefur yfir vatni
að ráða. En það eru aðrar ekrur
sem hafa gert Paddy ríkan. Á gló-
andi hásléttunni eru kaktusekrur
og úr kaktusnum er unnið eiturlyf-
ið Meskalín... En hvað gerist
þegar menn snúast til varnar gegn
eymd og kúgun?"
Álfheiður Kjartansdóttir þýddi
bókina.
rDemantdLTi
Dra umaskart
Gull og demantar
Kjartan Ásmundsson, gullsmiður,
Aðalstræti 7. Sími 11290.
Eldhressir jólasveinar
á sunnudegi
í Nýjabæ
í dag sunnudag eru allar verslanir í Nýjabæ opnar frá eitt til
sex. Hjá okkur færðu allt sem þú hugsanlega þarft til jólanna
og kl. 17:15 koma Askasleikir og bræður hans fjórir í heim-
sókn og skemmta börnunum.
Líttu við í Nýjabæ í dag.
Opið frá eitt til sex.
£SÍ
NYI
ILI'R
VÖRUHÚSIt1 E/Ð/S T0RGI