Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
Þrjár gítarhetjur
__________Blús____________
Árni Matthíasson
Það hefur lengi loðað við blús-
inn sú ímynd að hann sé borinn
uppi af mönnum sem séu allflest-
ir annaðhvort dauðir eða alit að
því dauðir úr elli og tilheyrandi.
Ekki er þessi skoðun þó allskostar
rétt. Rétt er það að vísu að blús-
áhugamenn leita gjarnan fanga í
upptökum frá því um 1950—60
og þaðanaf eldri, en einnig eru
starfandi hljómlistarmenn sem
valið hafa sér það að spila blús
eða mjög blúsblandað rokk. Hér
mætti tína til menn eins og Stevie
Ray Vaughan, Robert Cray og
Byther Smith, og verður það gert
í þessum dálki. Þeir eiga það allir
sameiginlegt að vera afbragðs
gítarleikarar og leika allir á Fend-
er Stratocaster líkt og Jimi
Hendrix forðum en þar lýkur líka
samlíkingunni. Þeir eru nefnilega
ekki að leika sömu tónlistina, þótt
blúsinn leggi grunninn a.m.k.
Stevie Ray Vaughan
Stevie Ray Vaughan vakti
mikla athygli með plötu sinni Tex-
as Flood. Tónlistin á þeirri plötu
sótti einmitt mikið úr blúsnum og
titillagið var einmitt blúslag af
bestu gerð. Það heyrðist síðar á
plötunni Blues Explosion, sem var
upptökur frá Montreaux blúshá-
tíðinni, í allmagnaðri útgáfu.
Annað lag af þeirri plötu sem
þótti einkar vel heppnað í útgáfu
Stevie var Mary Had a Little
Lamb.
Næstu stúdíóplötur voru
Couldn’t Stand the Weather og
Soul to Soul. Á þeim mátti merkja
að Stevie stefndi í átt frá blúsn-
um, hann varð meiri rokkari og
er ekkert við því að segja. Þó er
þar að finna afbragðs blúsa eins
og Tin Pan Alley á Couldn’t Stand
the Weather. Oft vildi þó blúsinn
Stevie Ray Vaughan
Robert Cray
Byther Smith
týnast í tæknilegum flugeldasýn-
ingum á gítarinn. Málið er nefni-
lega það að þessa hvítu gítarleik-
ara, sem hafa alla burði á við Jimi
Hendrix í meðferð hljóðfærisins,
vantar oft tilfinninguna. Þannig
verða einleikskaflarnir iðulega
innantómar fingraæfingar. Þann-
ig er það, því miður, oft á nýjustu
plötu Stevie, Live Alive. Ekki
vantar það að oft á tíðum leikur
hann svo hratt að maður nær
ekki sama hraða í að hlusta, og
fimin er slík að maður stendur sig
að því að telja liðamótin á fingrum
hans á myndum. En það er samt
eitthvað sem vantar. Hann sýnir
það þó að hann getur blúsað af
krafti, t.d. í lögum eins og Mary
Had a Little Lamb og Texas
Flood. Sjálfsagt hefði getað orðið
ein hörku plata úr þeim tveim sem
eru í pakkanum, ef rækilega hefði
verið skorið. Ekki má þó skilja
þessi orð á þann veg að platan
sé afleit sem slík, það er bara
ekki mikill blús á henni en aftur
á móti nóg af kröftugu rokki.
Robert Cray
Robert Cray er ungur svertingi
sem nýtur þegar töluverðra vin-
sælda í Bandaríkjunum og á
Bretlandi. Hann er ekki fastur í
blúsnum eins og hann var fyrir
tuttugu árum, heldur hefur hann
tekið þá stefnu að blanda blúsinn
með fönki og léttu rokki. Hann
er einnig lipur gítarleikari eins og
Stevie, en fer allt aðra leið. Hans
fyrirmynd er Albert Collins með
sitt kalda plokk, sem gerir Robert
með skemmtilegri gítarleikurum.
Robert Cray tók upp fyrstu
plötu sína, Who’s Been Talkin’,
1980. Plötufyriitækið sem gaf
hana út fór á hausinn skömmu
síðar og það var ekki fyrr en á
þessu ári að Charly endurútgaf
hana svo hún er almennt til. Á
þessari fyrstu plötu Roberts er
áherslan lögð á blús og er titillag
plötunnar sótt til samnefnds lags
eftir Howling Wolf. Það gefur
tóninn fyrir það sem eftir er.
Lagavalið er nefnilega fyrst og
fremst blús, t.d. lög eftir Willie
Dixon og Sam Myers, með nýstár-
legum áhrifum. Einnig heyrist þar
gjarna homablástur með soul
áhrifum.
Á nýjustu plötu kappans,
Strong Persuader, kveður aftur á
móti við annan tón. Þar ber mun
meira á hinum nýju áhrifum, og
þau em það afgerandi að segja
má að Robert hafi fundið sér sinn
eigin stíl. Hann erþó alltaf blúsað-
ur baksviðs, og ræður þar mestu
einkar líflegur gítarleikur og góð
blúsuð rödd. Ekki er að efa að
þessi tónlist á eftir að koma hon-
um áfram, og það besta við það
er hve góð kynning hann er á
blústónlistinni. Einna bestur er
hann í lögum eins og Smoking
Gun, I Guess I Showed Her og
Nothin’ But A Woman. Þar sýnir
hann meistaralega takta á gítar-
inn og gaman væri að fá að sjá
hann á tónleikum.
Byther Smith
Ólíkt Stevie Ray Vaughan og
Robert Cray veit varla nokkur
maður hver Byther Smith er.
Kominn er þó tími til að menn
taki eftir honum, því hann á sann-
arlega heima á meðal þeirra
fremstu í blúsnum. Ólíkt þeim
tveim sem áður vom taldir, örlar
ekki á neinu nýjabmmi í tónlist
Bythers, hann er að spila hráan
ómengaðan Chicago blús.
Eina stóra platan sem Byther
hefur leikið inn á sem aðalmaður
með eigin hljómsveit er Tell Me
How You Like It, sem Red Lightn-
in’ gefur út. Þar sýnir hann að
hann hefir ekki gengið í skóla
með mönnum eins og Otis Rush,
Jimmy Reed, Little Walter og
Junior Wells til einskis, og stráir
um sig frösunum eins og ekkert
sé. Ekki vantar að hann sé góður
gítarleikari og söngvari, en einna
helst tekur maður eftir því hve
góður hann er í útsetningum á
gömlum blúsum eins og Come
On In This House, Hold That
Train og What My Mama Told
Me. Gaman er líka að lögunum
Tell Me How You Like It, sem
er gott dæmi um lagasmíðar Byt-
hers, góður keyrslublús, borinn
uppi af góðum söng og gítarleik,
og I Don’t Like to Travel, skóla-
bókardæmi um hvernig spila á
blús.
Vonandi fer nú að koma að því
að Byther hljóti þann sess sem
honum ber.
V íkingslækjar-
ætt III eftir Pét-
ur Zophoníasson
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá,
Hafnarfirði, hefur gefið út
þriðja bindið af Víkingslækj-
arætt, niðjatali Guðríðar
Eyjólfsdóttur og Bjarna
Halldórssonar, hreppstjóra á
Víkingslæk. Þetta er verk
Péturs Zophoníassonar ætt-
fræðings, en það var ekki
gefið út nema að hluta til á
sínum tíma, fjögur hefti
1939-1943 og eitt hefti 1972.
Síðari hluti niðjatalsins er til
í vélriti Zophoníasar Pétursson-
ar eftir drögum Péturs föður
hans. Hluti af þessum óprent-
uðu drögum birtist í þessu þriðja
bindi niðjatalsins, en alls verða
bindin fimm í þessari útgáfu af
V íkingslækjarættinni.
I þessu bindi er g-liður ættar-
innar, niðjar Jóns yngra Bjarna-
sonar. Myndir í bindunum eru
eingöngu af því fólki sem þar
er nefnt og myndimar í þessu
bindi eru mun fleiri heldur en
voru í fyrstu útgáfunni. Hvert
bindi er sér um blaðsíðutal. Alls-
Pétur Zophoníasson
heijarnafnaskrá er ráðgerð í
lokabindi útgáfunnar.
Víkingslækjarætt III er 505
bls. að stærð, þar af er helming-
urinn myndasíður. Bókin var
sett og prentuð í Steindórs-
prenti og bundin í Bókfelli.
(Fréttatilkynning.)
ETTA
í hádeginu og frá kl. 17-19
O*0 alla daga nema sunnudaga
fyrir aðexns 595 kr.,
300 kr. fyrir börn yngri en 12 ára.
Skinkusúpa, jöklasalat, grafsilungur, reyktur lax, fisk-
paté, 4 tegundir af síld, köld salöt, grisakæfa, svína-
sulta, grísarúllupylsa, fiskréttur „au gratin", sjávarréttir
i sítrónuhlaupi, saltfiskur, skata og hamsar.
Jólabrauð, svartpönnubrauð, munkabrauð, 3ja korna
brauðhleifar, rúgbrauð.
Reyktur og saltaður grísakambur, léttsaltað grísalæri,
og skankar, bæjonnskinka, kokteilpylsur, hangikjöt,
heitar og kaldar sósur, 6 tegundir af meðlæti.
Heitur réttur dagsins.
Jólagrísarifjasteik að dönskum
hætti.
Uppskrift fylgir.
Allt áöurnefnt hráefni fœrÖ þú i Kjöt-
miöstööinni.
Allar þessar kræsingar eins og
þú getur íþig látiÖ fyrir aðeins
595,- kr.
ARUARHOLL
A horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu.
Boróapantanir i síma 18833.