Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
29
Atvinnu-
ástand
er með
besta móti
í NÓVEMBERMÁNUÐI sl.
voru skráðir tæplega 10.400
atvinnuleysisdagar á landinu
öllu. Þetta jafngildir því að
480 manns hafi verið á at-
vinnuleysisskrá allan mánuð-
inn en það svarar til 0,4% af
áætluðum mannafla á vinnu-
markaði í mánuðinum sam-
kvæmt spá Þjóðhagsstofnun-
ar.
Samkvæmt þessu hefur
skráðum atvinnuleysisdögum
fjölgað um 2600 frá mánuðinum
á undan og atvinnulausum úr
360 í 480 manns. Rétt er þó að
geta þess að síðasta virkan dag
nóvembermánaðar sl. voru á
skrá vinnumiðlunarinnar 640
manns án atvinnu, sem bendir
til þess að atvinnuleysi hafi auk-
ist eftir því sem leið á mánuðinn.
Fjölgun skráðra atvinnuleysis-
daga átti sér stað á öllum
svæðum nema Vestfjörðum og
er hér um dæmigerða árstíða-
sveiflu að ræða.
Þrátt fyrir fjölgun skráðra
atvinnuleysisdaga í sl. nóvem-
bermánuði voru nú skráðir færri
dagar en í sama mánuði sl. 4
ár og helmingi færri en í nóv-
embermánuði í fyrra.
Þegar litið er til landsins í
heild verður atvinnuástand að
teljast gott, enda heyrir það til
undantekninga að skráðir at-
vinnuleysisdagar í nóvember-
mánuði séu ámóta margir og í
ágústmánuði eins og raunin var
á þessu ári, segir í frétt frá fé-
lagsmálaráðuneytinu.
300 þúsund svör
við spurningum
um j ólaumferðina
Fáskrúðsfj örður
Morgunblaðið/Albert Kemp
Rafmagnsstaurinn sem eldingu
laust niður í. Stórt skarð kom í
stauriiin eins og sést á myndinni.
Á innfelldu myndinni sést endinn
á rafmagnsvírnum sem fór í sund-
ur i hamaganginum og skildi fólk
eftir rafmagns- og sjónvarpslaust
um tíma.
Eldingu laust nið-
ur í raflínustaur
í SKÓLUM landsins eru nú um
30 þúsund börn að spreyta sig á
getraun um umferðarmál sem
kallast „I jólaumferðinni". Um
er að ræða skólabörn á aldrinum
6 til 12 ára. Fyrir hvert þeirrar
eru lagðar 10 spurningar, svo
ætla má að samtals svari þau um
300 þúsund spurningum um um-
ferðarmál.
Tilgangurinn er að vekja athygli
barna og fjölskyldna þeirra á um-
ferðarreglum og mikilvægi þess að
halda þær í heiðri í hvívetna. Ætl-
ast er til að bömin glíma sem mest
sjálf við spurningamar, en foreldrar
aðstoði eftir þörfum. Með því móti
má ætla að málin verði rædd á
heimilunum og allir verði hæfari
þátttakendur í umferðinni á eftir.
Félög, stofnanir og fyrirtæki
gefa yfirleitt þau verðlaun sem í
boði em, en venjan er að draga úr
réttum lausnum. Þeir heppnu mega
svo eiga von á að einkennisklæddur
lögreglumaður heimsæki þá rétt
fyrir jólin. í Reykjavík fá 175 böm
bókaverðlaun, og mun lögreglan
heimsækja þau á aðfangadag.
Kennarar og foreldrar em vin-
samlegast beðnir um að sjá af
nokkmm mínútum í þessu skyni,
þrátt fyrir margháttaðar annir jóla-
mánaðarins.
Minnumst þess að stutt samtal
við bam, um hættur umferðarinn-
ar, getur komið í veg fyrir að það
slasist í umferðinni, segir í frétt frá
Umferðarráði.
Fáskrúðsfirði.
ELDINGU laust niður í raflínustaur
á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar
síðastliðið miðvikudagskvöld með
þeim afleiðingum að straumur
rofnaði af endurvarpsstöð sjón-
varpsins og bæjum á suðurströnd
fjarðarins. Fljótlega tókst að koma
straumi aftur á um gamla linu sem
ekki var búið að taka niður. Eldur
kviknaði í staurnum og logaði svo
glatt að vel sást úr þorpinu.
Annarri eldingu sló niður í örbylgju-
stöð Pósts og slma sem staðsett er á
Grænunípu yst við sunnarverðan Fá-
skrúðsfjörð með þeim afleiðingum að
símasambandslaust varð við Suður-
firði. Auk þess er þama staðsettur
sendir og móttaka fyrir Nesradíó og
FM sendir fyrir Ríkisútvarpið sem
þjónar Fáskrúðsfírði. Unnið var að
viðgerðum í stöðinni á fímmtudag og
tókst að laga allt nema FM sendirinn.
Kemst hann varla í lag fyrr en eftir
helgi. Menn hér hlusta á langbylgjuna
og Rás 2, þeir sem henni ná, en ýms-
ir hafa komið fyrir stórum loftnetum
á þökum sínum til að ná Rásinni.
AUmiklar skemmdir urðu á vegum
vegna vatnsgangs og víða komu skörð
og rásir í vegi. Unnið var að viðgerð
á fímmtudag. Búast má við að aftur
spillist í því veðri sem gekk yfír á
föstudag, með suðaustan rigningu og
roki.
Albert
Almanak Þroska-
hjálpar 1987 komið út
ÚT ER komið happdrættisalman-
ak Landssamtakanna Þroska-
hjálpar fyrir árið 1987.
o
INNLENT
HÖFUDBORGARSVÆOIÐ ÍSAFJÖRÐUR SAUDÁRKRÖKUR AKUREYRI AUSTURLAND
(Egilsst.,Eskifj.og Reyðarfj.)
Hæsla Lægsia Mis- Meöai- Hæsla Lægsta Mis- Meðal- Hæsta Lægsta MiS- Moðai- Hæsta Lægsta Mis- Meðal- Hæsia Uegsta Mts Meöat
veiö verö mynur v«rð verð verö munur verð verð veri mung' verð verö verð munur verð verð verð munur verð
LAMBAKJÖT
LambahrYqqur nýr 1 kq 38500 260.00 48.1% 343.14 393.40 371.00 6.0% 383.60 370.00 350.00 5.7% 356.67 393.40 393 40 00% 393.40 343 00 33900 1.2% 340 50
Lambalæri tylll m. ávöxlum úrb. 1 kq 583.00 395.00 47.6% 489.37 601.00 520.00 15.6% 555.33 0.0% 635 00 600 80 600.80 00% 600 80 600 80 548 00 96% 579.60
Lambahamb.hrvqqur m. bemi 1 kq 481.00 24900 93.2% 385.40 466.55 339.00 37.6% 427.39 467.00 467 00 0.0% 467.00 458 40 384 90 19.1% 394 19 46700 355.00 31.5% 41393
Londonlamb úr framparti 1 kq 617.00 335.00 84.2% 463 63 584.00 394.50 48.0% 488.28 527.00 47600 10 7% 496.33 526.60 495 00 6.4% 520.24 526.50 495 00 64% 512.17
Londonlamb úr læri 1 kq 665.00 37800 759% 50302 648.00 624.00 3.8% 636.00 595.00 595.00 0.0% 59500 680.00 679 90 0.0% 679 93 676.90 619.00 94% 647 37
Hanqikjötslæri m. beini 1 kq 465.00 345.00 40 6% 421.58 453.00 407.00 11.3% 432.10 452 00 44900 0 7% 451.00 431.70 412.00 19.3% 448 68 452.40 396 00 142% 41735
Hanqikjötslæri úrbemaö 1 kq 696.00 478.00 45.6% 601.99 696.30 595.00 17.0% 653 33 697.00 611 00 14 1% 675.33 696.35 576.90 20.7% 677 48 696 40 -620.00 123% 658 18
Hanqikjöt úr framparti m. beim 1 kq 470.00 226.00 108.0% 308.48 273.00 246 00 11 0% 265.25 274.00 27300 0.4% 273.67 296.80 24500 21.1% 273.37 306.00 273.00 12.1% 293 25
Hanqikjöt úr framparti úrbeinaö 1 kq 584 00 36400 60.4% 499.48 516.00 455.00 13.4% 487.75 516.00 51600 0.0% 516.00 51605 427.90 206% 500 56 51600 490,00 53% 504 25
SVÍNAKJÖT
Svinahamb.hryqqur m. beini 1 kq 900.00 487.00 84.8% 645.45 74500 495.00 50.5% 629.04 644 00 641.00 0.5% 642 00 640 15 55200 16 0% 614 25 650 00 525 00 23.8% 608 55
Svinahamb.hryqqur úrbeinaður 1 kq 1104.00 704.00 56.8% 91687 1030.00 830.00 24.1% 930 00 1024.00 92400 10.8% 974.00 923 90 770.00 20.0% 893.12 976.00 795 00 228% 898 30
Svínalæri nýtt m.beini 1 kq 398.00 26900 40,0% 324.70 351.00 335.00 4.8% 346.25 35200 352 00 00% 352 00 354 50 298.00 19.0% 337.50 351.00 280.00 254% 32188
Svínalæri nýtt úrbemað 1 kq 595.00 355.00 67.6% 485.20 571.00 504.00 13.3% 547.08 571.00 57100 00% 57100 570.30 39200 45.5% 500.65 570.30 420.00 350% 507.65
Svinalæri reykt m.beini 1 kq 428.00 287,00 49.1% 367 04 426 00 41700 2.2% 421.50 430.00 430.00 0 0% 430.00 429 35 339.00 26.7% 40041 429.40 320 00 34.2% 383 47
Svinalæri reykt úrb.(bayoneskinka)1kq 897 00 355.00 152 7% 566 21 669.00 593.00 12.8% 620.15 622.00 620 60 0.2% 621 53 644 90 549 00 17.5% 607 39 620.70 480 00 29 3% 573 78
Svinabóqur nýr m. beim 1 kq 43000 259.00 60% 328.12 374.00 350.00 6.9% 364 33 340.00 340 00 00% 340 00 388 00 288 00 34.7% 332.91 339 40 260.00 30.5% 31290
Svinakambur reyktur úrbeinaöur 1 kq 914.00 305.40 199.3% 558.06 563.00 448.00 25.7% 505.50 564 00 563.30 0.1% 563 65 585.10 479.00 22.2% 543.19 563 30 37500 502% 487 65
Svinakótilettur 1 kq 650.00 490 00 32 7% S8S.Í2 661.00 602.00 9.8% 629.00 662 00 662.00 0.0% 662.00 661.90 563 00 17.6% 634.49 66190 505.00 31.1% 601 08
NAUTAKJÓT
Nautalundir 1 kq 111600 625 00 786% 898.49 1070.00 992.00 7.9% 1024.70 1020.00 842 00 21.1% 931 00 99230 970 10 2.3% 986 73 1042 00 776.00 34 3% 935 25
Innanlærisvöðvi 1 kq 1050.00 625.00 68 0% 791.94 997 00 867 60 14.9% 911.20 870 00 570 00 52 6% 720.00 888 70 580 00 53.2% 801.70 966.50 776.00 24 5% 880 13
FUGLAKJÖT yÉjf
Rjúpuróhamflettar 1 stk 25500 190.00 34.2% 21093 195.00 191.00 2.1% 193.67 .20000 200 00 0 0% 200 00 19975 160 00 24 8% 173 29 200 00 200.00 0.0% 200 00
Rjúpur hamflettar 1 sik. 280 00 200.00 40 0% 228 84 21500 210.00 24% 211.67 260.00 260 C0 00% 260 00 235 00 170 00 38 2% 200 83
Pekinqönd 1 kq 489.00 240.00 103 8% 352,74 42820 380.00 12 7% 404 10 396 00 396 00 00% 396.00 365 00 211 40 727% 30233
Aliqæs reytt oq sviöm 1 kq 559.00 445.00 25.6% 504.41 525.00 368 00 427% 434 80 557.00 535 00 4 1% 54600
Kalkunn 1 kg 63200 395.00 60 0% 506.38 567 00 499.00 13.6% 529 25 558 70 483 00 15.7% 52085 52500 496 00 5 8% 509.12 546 00 525 00 4.0% 536 33
Könnun Verðlagsstofnunar:
200 prósent verðmunur á
jólasteikinni milli verslana
ALLT að 200% verðmunur er
á milli verslana á þeim kjötvör-
um sem landsmenn hafa helst
á matseðlum sínum nú um jól
og áramót, samkvæmt verð-
könnun Verðlagsstofnunar.
Mestur er verðmunur á reykt-
um úrbeinuðum svínakambi,
eða um 199%.
Könnunin fór fram þann 9.
desember sl. i 75 verslunum víða
um land. Mestur er verðmunur
milli verslana í Reykjavík, en þar
er t.d. hægt að kaupa reyktan
úrbeinaðan svínakamb á 304,40
kr. kílóið, en einnig er hægt að
kaupa sömu vöru á 200% dýrara
verði, eða 914 krónur kílóið. Verð
á hangikjötslæri með beini er frá
345 krónum í 485 krónur kílóið,
verðmunur 41%, Londonlamb úr
læri er hægt að fá fyrir 378-665
krónur kílóið, verðmunur 76%.
Svínakótelettur fást frá 490-690
krónur kílóið, verðmunur 33%, og
nautalundir kosta frá 625-1.116
krónur kílóið, verðmunur 79%.
Kíló af ijúpum er hægt. að fá fyr-
ir 200 til 280 krónur, verðmunur
40%, og kílóvcrð á kalkún er frá
395 krónum í 632 krónur.
ALMANAKS
HAPPDRÆTTI
ÞROSKAHJÁLPAR
1987
Almanakið er gert í samvinnu
við fclaga í Islenskri grafík og
prýða það þrettán grafíkmyndir
eftir íslenska listamenn, ein fyrir
hvern mánuð, auk forsíðu.
Átta myndir eru litprentaðar og
fimm svart-hvitar. Listamennimir
eru: Þórður Hall, Jón Reykdal,
Jenný Guðmundsdóttir, Lísa K.
Guðjónsdóttir, Richard Valtingojer,
Ingiberg Magnússon, Björg Þor-
steinsdóttir, Halldóra Gísladóttir,
Rut Rebekka, Sigrid Valtingojer,
Ingunn Eydal, Valgerður Hauks-
dóttir og Jóhanna Bogadóttir.
Eins og nafnið bendir til er al-
manakið jafnframt happdrættismiði
sem er í gildi allt árið og eru vinn-
ingar dregnir út mánaðarlega. I
vinning eru fjórir bílar af gerðinni
Toyota Coiolla og átta 14” Sony-
litsjónvarpstæki, samtals að
verðmæti 1,7 millj. kr.
Framsókn-
arflokkur-
inn70ára
ÞINGFLOKKUR framsóknar-
manna og Framsóknarflokkur-
inn eiga 70 ára afmæli 16.
desember nk. Þann dag árið 1916
komu átta þingmenn saman til
fundar í Alþingishúsinu og stofn-
uðu þingflokkinn sem fyrstu árin
gegndi hlutverki landsmála-
flokks.
Fyrsti fonnaður var Olafur Briem
þingmaður Skagfirðinga.
I tilefni afmælisins verður opið
hús í Súlnasal Hótel Sögu milli kl.
16.30 og 19.00 á afmælisdaginn.
Einnig verður afmælisins minnst
hjá kjördæmissamböndum og
flokksfélögum víðsvegar um land,
segir í frétt frá Framsóknarflokknum.