Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
23
I
Einar Ólafsson og Berta Ágústa Sveinsdóttir
á brúðkaupsdaginn 1925.
þurfti heilmiklu eldsneyti að brenna
til að geta dregið þunga kerruna
eftir lélegum vegunum. Þegar kom
fram á vor og klaki fór úr jörðu
urðu vegimir eins og drullusvað, og
iðulega urðu þeir ófærir með öllu.
Það kom því fyrir að vagninn fest-
ist, og þá þurfti að bæta við hestum
til að draga hann upp úr svaðinu.
Mér gekk vel að stjóma Jarpi, því
að hann var bæði dugleg og þæg
skepna. Hann þurfti góðrar umönn-
unar við, vegna gamalla meiðsla í
herðunum, og oft hafði verið gefíst
upp á að nota hann. Þar sem ég
vissi að hætta var á því að ég missti
vinnuna ef Jarpur yrði óvinnufær,
annaðist ég hann eftir bestu getu.
Ég setti alltaf mjúkan, þurran poka
undir spaðana á aktygjunum, og
annan þykkari poka á herðar á hest-
inum. Ég baðaði Jarp síðan um
herðamar á hveiju kvöldi. Einnig
gætti ég þess að hafa vagninn aldr-
ei of framþungan, svo að auðveldara
yrði fyrir Jarp að draga hann. Með
þessu móti tókst mér að halda hon-
um frískum.
Við ókum fiskinum á stakkstæðin
sem vom víða í Vesturbænum. Þau
náðu vestur á Bráðræðisholt og suð-
ur á Grímsstaðaholt. Kringum
Landakot vom mörg stakkstæði og
einnig vestan við Grjótaþorpið. Á
stakkstæðunum hafði gijóti sem var
slétt að ofan verið komið haganlega
fyrir, og á því var fiskurinn þurrkað-
ur. Fiskurinn var vaskaður utandyra
nema niðri á Granda, en þar hafði
Kveldúlfur reist glæsilega verkunar-
stöð. Inn í hús Kveldúlfs var sérlega
gaman að koma. Konur hömuðust
þar við að vaska fisk og þar ríkti
glaðværð og góður andi.
Ég leiddi Jarp þegar vagninn var
hlaðinn, og við gegnum vítt og breitt
Lækjarhvammur sumarið 1964. Borhola frá hitaveitunni er frapian við bæinn.
um bæinn. Þegar við komum á
ákvörðunarstað bar ég fiskinn af
kermnni og stafíaði í hauga. Við
húsin stóðu vöskubalar með vatni
og þar snyrtu konur og krakkar fisk-
inn og skoluðu af honum saltið. Þau
skoluðu hnakkablóðið af fiskinum,
burstuðu vandlega af honum salt og
slor og lyftu hveijum ugga. Fiskur-
inn hafði þá legið svo lengi í salti
að hann var orðinn gegnsósa af rot-
vamarefninu. Er þau höfðu lokið við
að vaska fiskinn hlóðu þau honum
í hrauka, og þar var hann geymdur
þar til næst viðraði vel. Þá var hann
breiddur til þerris á þurrkplássunum.
Ég sótti seinna þurran og snyrtan
saltfískinn og flutti niður í fisk-
geymslu.
Fólkið fékk vissa greiðslu fyrir
hvert skippund sem það vaskaði.
Þetta var nöturleg vinna fyrir kon-
umar og bömin, en allir undu þó
glaðir við sitt. Konumar vom klædd-
ar í hlý skósíð ullarpils, með skýlur
bundnar í kross undir hökuna og
aftur fyrir hnakka. Framan á sér
höfðu þær gular eða svartar olíu-
bomar svuntur. í febrúar og mars
var vatnið í kemnum oftast frosið á
morgnana, og þær helltu í þau sjóð-
andi vatni til að bræða klakann,
áður en þær tóku til við að vaska
veislumatinn ofan í Spánveija og
Portúgala. Flestar kvennanna vom
húsmæður, með krakkamergðina í
kringum sig. Þessi starfi var nokk-
urs konar heimilisvinna og þær gátu
stjómað vinnutíma sínum sjálfar.
Bæði var fróðlegt og skemmtilegt
að kynnast þessum þætti atvinnulífs-
ins, og ég átti margar góðar stundir
sem kúskur. Lífið á stakkstæðunum
var heimilislegt. Stundum færðu
konumar okkur ökuþómnum rjúk-
andi kaffí, og fyrir kom að því fylgdu
heitar pönnukökur.
Einn kúskur var í bænum á
mínum aldri, og ók hann fiski fyrir
Duus kaupmann, sem rak umtals-
verða útgerð á þessum ámm. Eitt
sinn mættumst við ungu kúskaram-
ir á Vesturgötunni. Hann var á
leiðinni vestur á stakkstæðin, en ég
á leið í bæinn. Þar sem hann var
með hlaðna kerru teymdi hann hest-
inn, en ég var búinn að afferma og
sat því í sæti ekilsins. Hann sendi
mér kveéju sem hann hefði aldrei
látið sér koma til hugar að senda
hinum kúskunum. Kveðjan var ætluð
mér sem jafnaldra og var ekkert
sérlega vinsamleg. Hann hélt á löngu
keyri sem þaut ísmeygilega gegnum
loftið um leið og ég ók framhjá.
Hvað var kvikindið að reyna að segja
með þessu? Að ég skyldi hafa mig
hægan og gæta þess að ofmetnast
ekki? Vom þetta dulbúin vinahót?
Ef svo var vom þau of torskilin til
þess að ég gæti meðtekið þau á því
sekúndubroti sem leið áður en svipan
skall á mér. Reiðin smaug um hveija
taug. Mér tókst að grípa ólina og
dró árásarmanninn, sem ekki sleppti
vopninu svo auðveldlega, með mér
nokkum spöl niður Vesturgötuna.
Frá þessum fyrsta fundi okkar ungu
kúskanna héldum við báðir sjóðandi
illir, og þótt við ættum margt sam-
eiginlegt var útilokað að nokkur
vinskapur gæti orðið okkar á milli.
Leiðir okkar lágu oft saman, og
þegar það gerðist sendum við hvor
öðmm baneitmð skeyti. Á milli okk-
ar flugu örgustu fúkyrði, sem
ugglaust hafa skemmt vegfarend-
um. Tíu ámm síðar lentum við
saman á togara og höfðum þá þrosk-
ast það mikið að við gátum hlegið
að okkar fyrstu kynnum. Hatur okk-
ar snerist upp í vináttu, sem við
hefðum mátt uppgötva fyrr. Þessi
ágæti maður hét Hannes Éinarsson.
Ef frá er skilið þetta sérkennilega
samband okkar Hannesar, vom
kynni mín af fólki vinsamleg þessa
mánuði.
Ég útbjó mér sjálfur nesti sem
ég át yfir daginn. Brauð keypti ég
í bakaríi og smurði með smjöri og
kæfu sem ég hafði með mér að heim-
an. Kæfan var í belg og geymdist
óskemmd upp undir heilt ár, í þeim
hentugu heimatilbúnu umbúðum.
Belgurinn var skinnið af einum sauð.
Hann var rakaður og þveginn vel
og rækilega, og síðan var saumað
fyrir opin eftir skankana. í belginn
var troðið kjöti af tveimur sauðum
eða gemlingum, sem soðið hafði
verið í mauk og kryddað með Iauki,
salti og pipar. Þessu var þjappað
ofan í belginn þannig að loft kæmist
hvergi að kjötinu, og síðan var kæf-
an pressuð. Þetta er aðdáunarverð
frumstæð aðferð til þess að geyma
kjöt í lofttæmdum umbúðum! Sveita-
menn tóku gjaman með sér tvo
svona kæfubelgi í verið. Kæfubrauð-
ið lét ég mér nægja yfir daginn, en
fékk stundum heita máltíð hjá Úlf-
hildi ömmu á kvöldin og um helgar.
Amma var mikið að heiman. Hún
átti vini og vandamenn bæði í bæn-
um og úti á Nesi, og dvaldist
stundum hjá þeim í tvo til þijá daga.
Þar sem hún var sögufróð sóttist
fólk eftir félagsskap hennar. Þegar
hún var íjarverandi mallaði ég
stundum ofan í mig fisk.
Skemmtanalíf mitt var lítilfjörlegt
eins og við var að búast, þar sem
ég vann tójf tíma á dag sex daga
vikunnar. Ég var þó í félagsskap
jafnaldranna á sunnudögum. Úlf-
hildur amma bjó á homi Hverfisgötu
og Vitastígs, rétt vestan við Bjama-
borg, og þar voru krakkar í hveiju
skoti. Á milli Bjamaborgar og
Franska spítala var opið svæði og
þar var farið í slagbolta eða kýlu-
boltaleik. Slagbolti er fjarskyldur
ættingi leiksins „baseball", sem er
svo vinsæll í Ameríku.
Á virkum dögum snerist lífíð um
vinnuna. Ég naut þess að aka um
höfuðstaðinn og finna hljómfall at-
vinnulífsins. Ég flutti hinn dýrmæta
saltfisk um æðakerfi bæjarins og
hafði yfirsýn yfir öll stig vinnslunnar
í landi. Mannlífið blasti við í hveiju
homi, í allri sinni dýrð. Flestir unnu
af kappi því að litið var á vinnuna
sem hnoss, og mönnum var fullljóst
að margir biðu þess að hreppa stöðu
þeirra.
„Lífíð var saltfiskur" á meðan
vertíðin stóð yfir. íshúsin breyttu
því ekki, því að þau vom fyrst og
fremst notuð til þess að frysta beitu.
ísbjöminn gerði út bát þennan vet-
ur, sem veiddi síld í beitu. Við
kúskamir vom settir í það að aka
síldinni frá bryggju að húsi fsbjam-
arins fyrir sunnan Tjöm. Þar settum
við hana í pönnur sem stungið var
inn í frystiklefana. Síldin fraus sam-
an í klefunum og_ síðan var henni
hlaðið í geymslur. ísinn af Tjöminni
var notaður til þess að halda geymsl-
unum köldum. Hann var malaður í
kvömum og fluttur út í togarana
þegar þeir sigldu með ísfisk af mið-
unum til Englands. Þá var þessi
skítugi ís settur beint á fískinn, og
engum datt í hug að í honum gætu
leynst sóttkveikjur. íshúsið, eða
Nordalsíshús eins og það var oft
kallað eftir að fleiri íshús vom
byggð, stóð austan við Zimsenhúsin,
á homi Hafnarstrætis og Kalkofns-
vegar. Þar var fryst töluvert af kjöti
til þess að Reykvíkingar gætu gætt
sér á nýju kjöti allan ársins hring.
Ég rak þangað eitt sinn fé með föð-
ur mínum og sá þá Jóhannes gamla
Nordal í fyrsta skipti. Þann mann
vissi ég bölva mest. Hann átti það
til að bölva svo hressilega að bunan
stóð út úr honum í langan tíma án
þess að hann kæmi öðram orðum
að. Hann var samt ágætis karl og
ég vissi að þótt hann skammaði
menn sína úr hófi fram, vildu þeir
ekki annars staðar vera.
Lífi verkafólks á þessum áram er
oft lýst sem takmarkalausum þræl-
dómi, talað er um fyrirlitningu sem
það fann fyrir og fátækt. Ég er al-
gerlega andvígur þessu sjónarmiði.
Við verðum að skoða hvem tíma
með augum þeirra manna sem þá
vora uppi, annars geram við okkur
sek um grófa sögufölsun. Séð af
sjónarhóli seinni kynslóða var þetta
líf þægindalaust og gleðisnautt, en
fólk á þessum tíma leit ekki á vinnu
sína sem þrældóm. Sum vinna, eins
og saltburðurinn, var þó álitin erfið-
isvinna. Verkstjórar ráku ekki á eftir
fólki, og allir þeir yfirmenn sem ég
kynntist voru úrvalsmenn sem vildu
fólki vel. Það angraði þá sennilega
mest að þurfa að neita fólki um
vinnu þegar lítið var að gera. Ef
fólk fær nokkum veginn nægju sína
að borða og heldur heilsu, leikur það
hlutverkið sem þjóðfélagið ætlar því
á hveijum tíma, sælt og ánægt. En
við þurfum líka að dásama velferð-
arríkið á kostnað fyrri tíma til þess
að halda við trúnni á lífsgæðin, því
að um þau snýst lífið í dag.